Fréttablaðið - 24.02.2009, Síða 8
8 24. febrúar 2009 ÞRIÐJUDAGUR
1. Hvað verður rennibrautin í
nýrri sundlaug á Álftanesi löng
þegar hún verður fullbúin?
2. Hvaða starfi gegnir Ellisif
Tinna Víðisdóttir?
3. Hvað heitir ástralski fjárfest-
irinn sem hefur hug á að kaupa
Morgunblaðið?
SJÁ SVÖR Á SÍÐU 26
Frá því í nóvember höfum við kallað eftir skoðunum viðskiptavina í útibúum og á heimasíðu okkar
um það hvernig þeir vilji að nýr banki starfi. Við notum þessar ábendingar til að móta nýjan banka.
Karlmaður, 52 ára.
„Byggja upp
andrúmsloft
frumkvæðis
og nýjunga“
*Samkvæmt vaxtatöflu Íslandsbanka 01.02.09
Vaxtasproti – nýjung í sparnaði
Í samræmi við stefnu Íslandsbanka um að styðja við nýsköpun
kynnir bankinn nýjung í sparnaði, Vaxtasprota. Reikningurinn ber
góða vexti og bankinn leggur jafnframt 0,1% mótframlag í
sérstakan frumkvöðlasjóð sem stofnaður hefur verið til
stuðnings sprotafyrirtækjum.
Kynntu þér Vaxtasprota á islandsbanki.is, í næsta útibúi
eða fáðu nánari upplýsingar í Þjónustuveri í síma 440 4000.
17%
ársvextir
Hagur fyrir uppbyggingu
og nýsköpun
Bankinn leggur mótframlag í
Frumkvöðlasjóð Íslandsbanka
>>
Hagur fyrir þig
Þú leggur inn á
Vaxtasprota og
færð 17% ársvexti*
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
0
8
-2
2
5
3
Íslandsbanki og Nýsköpunarmiðstöð
opna Kvosina – viðskiptasetur
Öllum er ljóst mikilvægi nýsköpunar í breyttu samfélagi. Samningur
Íslandsbanka við Nýsköpunarmiðstöð Íslands um opnun viðskipta-
seturs er liður í því að hlúa að sprotafyrirtækjum og skapa ný
atvinnutækifæri.
Frumkvöðlastarf í Kvosinni
Íslandsbanki leggur Kvosinni til húsnæði í Lækjargötu þar sem
frumkvöðlar geta unnið að viðskiptahugmyndum í skapandi umhverfi
undir handleiðslu sérfræðinga Nýsköpunarmiðstöðvar.
Fáðu nánari upplýsingar á vef
Nýsköpunarmiðstöðvar, www.nmi.is.
SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR
Ingigerður
Sæmundsdóttir
gefur kost á sér í
5. sæti í prófkjör
sjálfstæðismanna í
Suðurkjördæmi.
SAMFYLKING
Íris Björg Kristjánsdóttir gefur kost á
sér í 3.-5. sæti í prófkjöri Samfylk-
ingar í Suðvesturkjördæmi.
Skúli Thoroddsen
gefar kost á sér í
1.-2. sæti á lista
Samfylkingar í Suð-
urkjördæmi.
Gísli Baldvinsson sækist eftir 4. til
6. sæti á lista Samfylkingar í Norð-
austurkjördæmi.
Anna Pála Sverrisdóttir sækist eftir
5. sæti í prófkjöri Samfylkingar í
Reykjavík.
Björgvin Valur Guðmundsson býður
sig fram í 5. til 6. sæti í Reykjavík.
VINSTRI GRÆN
Brynja Björg Hall-
dórsdóttir býður
sig fram í 3.-4. sæti
í prófkjöri Vinstri
grænna í Reykjavík.
FRAMSÓKNARFLOKKUR
Bryndís Bjarnarson býður sig fram í
2. sæti á lista Framsóknarflokksins í
Suðvesturkjördæmi.
Arnheiður Hjörleifs-
dóttir sækist eftir 2.
sæti Framsóknar-
flokksins í Norðvest-
urkjördæmi.
ERLENTP ÓFKJÖR
NORÐURLÖND Afdrif hnattvæðing-
arinnar í heimskreppunni og við-
brögð Norðurlanda við þeirri þróun
er aðalviðfangsefni leiðtogafundar
Norðurlandanna sem fram fer við
Bláa lónið í lok vikunnar.
Fundurinn, sem fram fer hér
á landi að þessu sinni þar sem
Ísland gegnir formennsku í Nor-
rænu ráðherranefndinni, er hald-
inn í samstarfi við Norðurlanda-
ráð undir yfirskriftinni Norrænt
hnattvæðingarþing. Auk nor-
rænu forsætisráðherranna fimm
sækja það leiðtogar sjálfstjórnar-
svæðanna Grænlands, Færeyja og
Álandseyja, fulltrúar atvinnulífs á
Norðurlöndum, fjölmiðla, frjálsra
félagasamtaka, háskólasamfélags-
ins og stjórnmála.
Hugmyndin að árlegu hnattvæð-
ingarþingi byggist á ósk forsætis-
ráðherranna um umræðuvettvang
um viðfangsefni og tækifæri hnatt-
væðingar frá sjónarhóli Norður-
landa. Þingið á bæði að vera hvetj-
andi og ráðgefandi fyrir norrænu
forsætisráðherrana og norrænt
samstarf í heild sinni, að því er
segir í fréttatilkynningu.
Meðal mála sem rædd verða
er hvernig það fer saman að reka
virka stefnu í loftslagsmálum á
samdráttartímum, hvernig koma
má á samræðu einkaaðila og hins
opinbera um nýsköpun, hvort
Norðurlönd geta skapað stóriðnað
í kringum framleiðslu rafmagns-
bíla, og fleira. - aa
BLÁA LÓNIÐ Vettvangur fjölmenns
norræns hnattvæðingarþings 26.-27.
febrúar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Leiðtogafundur Norðurlanda haldinn sem norrænt hnattvæðingarþing á Íslandi:
Virk loftslagsstefna í kreppu?
GRINDAVÍK Til stendur að setja upp
veglegt skrautfiskasafn í Grindavík
að því er fram kemur á vef sveitar-
félagsins.
Á grindavik.is er haft eftir Guð-
mundi J. Sigurgeirssyni að hann sé
að flytja til Grindavíkur og sé jafn-
framt að leita að hentugu húsnæði
undir skrautfiskasafn sem hann
hafi mikinn áhuga á að koma á lagg-
irnar.
„Miðað við fyrirætlanir Guð-
mundar er ljóst að skrautfiskasafn-
ið er mjög metnaðarfullt verkefni
sem myndi án nokkurs vafa vekja
mikla athygli. Öll búr verða með
sér útskorinn bakgrunn og því ekk-
ert eins. Gert er ráð fyrir að í þeim
verði skrautfiskar úr öllum heims-
hornum eins og rafmagnsskattfisk-
ar, piranafiskar, kuðungasíkliður,
ferskvantsskötur, litlar tetrur og
fleira,“ segir á vef Grindavíkur.
„Ég hef lifað og hrærst í þessu
síðan ég var átta ára og hef þá þekk-
ingu og kunnáttu sem til þarf,“ er
haft eftir Guðmundi sem sagður
er hafa yfir þrjátíu ára reynslu af
ræktun og umhirðu skrautfiska.
„Atferli fiskanna og saga þeirra
verður skrifuð við hvert búr til að
gestir fái innsýn í veröld vatns-
ins sem er flestum ekki sýnileg, ef
þetta gengur nú allt saman upp. Ég
vona svo sannarlega að svo verði en
fyrst er að finna rétta húsnæðið,“
segir Guðmundur sem kveðst einn-
ig munu setja upp gæludýraverslun
í húsnæðinu. - gar
Aðkomumaður á leið til Suðurnesja vill koma á laggirnar skrautfiskasafni:
Pirana-fiskar til Grindavíkur
SKRAUTFISKAR Bæjaryfirvöld í Grindavík taka vel í hugmynd um safn fyrir ferskvatns-
fiska í bænum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
LÖGREGLUMÁL Robert Dariusz Sobi-
ecki, sem lýst var eftir í desember,
hefur verið handtekinn í Póllandi.
Maðurinn hafði verið dæmd-
ur í Héraðs-
dómi Reykjavík-
ur í þriggja ára
fangelsi fyrir að
nauðga stúlku á
salerni á Hótel
Sögu aðfaranótt
17. mars 2007.
Hann var jafn-
framt dæmdur til
að greiða henni
eina og hálfa
milljón króna í skaðabætur.
Þegar kom að afplánun á Litla-
Hrauni kom í ljós að hann var
horfinn, rétt eins og jörðin hefði
gleypt hann. Nú er unnið að því að
maðurinn afpláni refsingu sína í
Póllandi. - jss
Nauðgarinn fundinn:
Afplánar dóm-
inn í Póllandi
ROBERT DARIUSZ
SOBIECKI
VEISTU SVARIÐ?