Fréttablaðið - 24.02.2009, Side 16

Fréttablaðið - 24.02.2009, Side 16
„Leikdagur aldraðra var fyrst haldinn 1987 og fór fyrstu fimm árin fram utanhúss, en frá Evr- ópudegi aldraðra 1993 hefur hátíð- in verið haldin innanhúss,“ segir Guðrún Nielsen, formaður Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra, sem stendur fyrir Leikdegi aldr- aðra í Íþróttahúsinu við Austur- berg á morgun, öskudag. „Eitt helsta markmið leikdags- ins er útbreiðsla sem nú er farin að skila sér því hátíðin verður haldin víðar en í Austurbergi, svo sem á Hrafnistu og Grund í Reykjavík.“ Guðrún segir íþróttir aldraðra alltaf vera hugsaðar sem innlegg í heilsuvernd og því megi þær ekki útheimta svo mikil átök að heilsu iðkenda sé stefnt í voða. „Nú eru boccia og pútt mjög vinsælt og í því keppt á vorin og haustin. Þá er leikfimi og sund sívinsæl, sem og göngur, sem eru eitt það albesta fyrir fólk í hreyfingu og útivist, og línu- og þjóðdansar.“ Guðrún segir markmið félagsins að stuðla að betri líðan eldra fólks með reglulegri hreyfingu. „Aldraðir eru að verða æ dug- legri að hreyfa sig og eftir því sem yngra fólk kemur inn eykst vitund um gildi hreyfingar, því með yngri kynslóðum eldri borgara bætast æ fleiri við sem stundað hafa íþrótt- ir, jafnvel alla ævi.“ Guðrún segir aldraða hlakka mjög til leikdagsins á morgun. „Við ætlum að hreyfa okkur og horfa á línudans, jóga, hreyfingu í sætum, léttan vals og atriði eins og Krumma sem sló í gegn á fim- leikamóti aldraðra á Kanaríeyjum. Þá flytur Ernst Backman einsöng, en söngur og það að læra texta eru góð heilaleikfimi fyrir aldraða, því það þarf vitaskuld að virkja þess- ar gráu í kolli okkar líka,“ segir Guðrún glaðbeitt, og vonast til að nægur tími gefist fyrir dans undir leik Vinabandsins. „Svo kveðjum við alltaf með hringdansi og litlum söng: Við getum hist, við getum séð, við getum fundið til öðrum með, við skulum treysta vor tryggðabönd og taka skref með hönd í hönd. Leikdagur aldraðra stendur frá klukkan 14 til 16. Húsið er opnað 13.30. thordis@frettabladid.is Taka skrefin hönd í hönd Það eru fleiri en börnin blíð sem gera sér dagamun á öskudag, því í meira en tvo áratugi hafa eldri borg- arar lýðveldisins leikið sér saman við fjölbreytta íþróttaiðkun, söng og dans á þessum kærkomna degi. Guðrún Nielsen íþróttakennari er formaður Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra, en félagið var stofnað 1985. Hún segir eldra fólk umhugað um heilsu sína og æ meðvitaðra um gildi hreyfingar, sem forvörn og til að auka lífsgæði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRÁÐADAGURINN er 6. mars. Á bráðadeginum verður haldið málþing í Rúgbrauðsgerðinni undir yfir- skriftinni Raunveruleikinn og rannsóknir. Málþingið er öllum opið og aðgangur ókeypis en þátttaka tilkynnist á eddath@landspitali.is. Á hverjum vetri geng- ur inflúensa yfir norð- urhvel jarðar á tíma- bilinu október til mars og stendur yfir í tvo til þrjá mánuði. Sambæri- legur faraldur gengur síðan yfir suðurhvelið í júní til október. Inflú- ensan kemur verst niður á eldri kynslóð- inni og einstaklingum með undirliggjandi sjúkdóma. Hægt er að verjast inflúensunni með árlegri bólusetn- ingu sem veitir um 60–90% vörn gegn sýkingu. landlaeknir.is Staðurinn - Ræktin telpurS onuK r Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 jsb@jsb.is • www.jsb.is Nýr TT flokkur og ný tímasetning í hinu sívinsæla “Toppi til Táar„ námskeiði Ekkert lát hefur verið á aðsókn í TT aðhaldsnámskeiðin og er okkur því ánægja að bjóða þessa tíma sem henta sérlega vel heimavinnandi mæðrum. TT tímar sem eru í boði: 6:15 – mán, mið, fös 7:20 – mán, mið, fös 10:15 – mán, mið, fös - Barnapössun 12:05 – mán, mið, fös - Barnapössun 14:20 – mán, mið, fös 16:40 – mán, mið, fös - Barnapössun 17:40 – mán, þri, fös - Barnapössun 19:25 – mán, mið, fim (19:45) Fundur fyrir alla flokka sunnudaginn 15. mars kl. 16:00 og 17:00 . Velkomin í okkar hóp! ATH höfum bætt við nýjum tíma kl. 10:15 mán - mið- og fös- barnapössun Námskeiðið hefst sunnudaginn 15. mars með fundi Innritun stendur yfir í síma 581 3730EFL IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra f í s k h ö n n u n Næstu fyrirlestrar og námskeið 17. feb. Ævintýralíf Benedikta Jónsdóttir ráðgjafi 19. feb. Goodheart hlátur- markþjálfun Kristján Helgason hláturjógaleiðbeinandi 24. feb. Erum við andleg og líkamleg eiturefna- úrgangs-ruslaskrímsli Edda Björgvins leikkona 25. feb. Spa dekur Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir 26. feb. Ég fi tna sama hvað ég geri. Hvernig næ ég jafnvægi? Esther Helga Guðmundsdóttir ráðgjafi 04. mars. Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða? Ebba Guðný Guðmundsdóttirwww.madurlifandi.is Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.