Tíminn - 01.07.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 01.07.1988, Blaðsíða 5
Föstudagur 1. júlí 1988 Tíminn 5 Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, um gagnrýni borgarstjóra á stjórninaog skilning forsætisráðherra á henni: Eg skil ekki innanflokks rósamál sjálfstæðismanna „Ég tek þessu ekki sem gagnrýni á forystu Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn,“ sagði Þorsteinn Pálsson, forsætisráðherra, um gágnrýni Davíðs Oddssonar, borgarstjóra, á ríkisstjórnina, í samtali við Tímann í gær. „Þetta er ekki meint þannig. Ég hef rætt þessí mál við Davíð margoft og við erum sammála í okkar skoðunum.“ Þorsteinn vildi meina að gagnrýni Davíðs beindist fyrst og fremst að Framsóknarflokknum. „Ég er alveg sammála þeirri megin gagnrýni sem kemur fram hjá Davíð um að þessar hugmyndirframsóknarmanna um að gera ríkisstjórnina að einu allsherjar verðlagsráði, eru ekkert annað en gamlar vinstristjórnar lummur sem ekki duga í nútíma hagstjórn. Þetta upphlaup útaf Landsvirkjun sýnir að einn stjórnarflokkanna hefur lýst því yfir að hann vilji fela áhrif gengisbreytinga með erlendum lánum, með því að sökkva ríkisfyrir- tækjum í erlendar skuldir og reyna að blekkja almenning með því móti. Þegar slíkur grundvallarágreiningur er uppi þá er ekki annað hægt en að taka undir með slíkri gagnrýni. Kjarni málsins varðandi Lands- virkjun er sá að henni er gert að leggja sitt erindi fyrir trúnaðarmenn ríkisstjórnarinnar í verðlagsmálum, þeir fara yfir það og telja það eðlilegt og iðnaðarráðherra sér ekki ástæðu til að koma í veg fyrir að Landsvirkjun taki ákvörðun á þeim grundvelli. Gagnvart Landsvirkjun er gætt sömu aðhaldsvinnubragða og gagnvart öðrum ríkisfyrirtækjum. Og stofnunin heldur sig innan þeirra marka sem ríkisstjórnin telur eðli- legt. Það hafa ekki verið nein lög brotin," sagði Þorsteinn. En gagnrýni Davíðs beinist ekki eingöngu að Framsóknarflokknum. Hann dregur í efa að ríkisstjórnin í heild geti tekið á áríðandi málum. „Auðvitað er það alveg rétt að afstaða eins stjórnarflokks hefur áhrif á ríkisstjórnina alla. Það er ekki nokkur leið til að komast hjá því, það hefur áhrif á ímynd stjórn- arinnar. Ríkisstjórnin getur auðvit- að tekið á málum ef vilji er fyrir Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegs- ráðherra. hendi en þá verða allir aðilar að sýna ábyrgð. Það þýðirekki fyrirstjórnar- flokka að vera að draga hér upp gamlar vinstristjórnar lummur varð- andi verðlagsmál hjá opinberu fyrir- tæki. Það bara þýðirekki. Það verða allir aðilar að gera sér grein fyrir því og vinna í samræmi við það og auðvitað er það óafsakanlegt ef þessir þrír flokkar geta ekki tekið höndum saman í þessum efnurn," sagði Þorsteinn. Rósamál Sjálfstæðisflokksins Halldór Ásgrímsson, sjávarút- vegsráðherra, var spurður að því hvernig hann mæti gagnrýni Davíðs og viðbrögð Þorsteins við henni. „Ef Davíð Oddsson er að gagnrýna Framsóknarflokkinn, þá notar hann afar undarlegar aðferðir til þess. Ég hef nú litið svo á að hann væri hreinskiptnari en svo að nota slíkt rósamál. Ég kann ekki innanflokks rósamál Sjálfstæðisflokksins, það verður Davíð að útskýra nánar sjálfur," sagði Halldór. Þorsteinn Pálsson segir. í viðtalinu hér að ofan að Framsóknarflokkur- inn vilji fela áhrif gengisbreytinga með erlendum lánum, með því að sökkva ríkisfyrirtækjum í erlendar skuldir og reyna þannig að blekkja almenning. „Ég skil ekki þessi ummæli. Það eina sem við viljum er að fylgt sé þeim áformum sem uppi voru við setningu bráðabirgðalaganna og að fyllsta aðhalds sé gætt. Útflutnings- fyrirtækin og atvinnureksturinn í landinu hefur þurft að taka á sig gífurleg afföll og miklu meira en hægt er að ætlast til. Það verður að ætlast til hins sama af opinberum fyrirtækjum, án þess að við séum að hvetja til skuldasöfnunar. Við erunt að hvetja til að það sé jafnræði í þessum málum í þjóðfélaginu. Það liggur fyrir að eftir því sem hagnaður fyrirtækis er meiri þeim mun hraðar getur það borgað niður lán sín. En það er ekki hægt að halda slíkri stefnu á þessu sviði samtímis því sem atvinnureksturinn þarf að sætta sig við þau kjör sem hann býr við. Við viljum einfaldlega að það sé jafnræði þar á milli og þctta höfum við útskýrt í ríkisstjórn og ætti því ekki að þurfa að ræða það á opinber- um vettvangi," sagði Hrlldór. JIH Útflutningur ferskfisks takmarkaður „Það er búið að ákveða að tak- marka útflutninginn á ferskfiski. Þar er um bráðabirgðaráðstafanir að ræða sem munu gilda í allt að þrjá mánuði. Það varðar þorsk og ýsu og er stefnt að því að ekki fari meira en helmingur út af því magni sem fór á sama tíma í fyrra. Nánari útfærsla á þessu verður kynnt á morgun," sagði Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegs- ráðherra í samtali við Tímann. JIH 111 VEIÐIHORNIÐ 11111 Umsjón: Eggert Skúlasonl Veður torveldar veiði á heiðinni Hjaltí Elíasson, fyrirliði íslenska landsliðsins með spaða ásinn á hendi. Við vonum að hann fái hann oft í dag. Tfminn Pjetur. r Norðurlandamótið í brids: Islendingar efstir íslendingar unnu Finna 20:10 í áttundu umferð, sem fram fór í gærdag. íslendingar leiða enn mótið með 146 stig, þá koma Svíar með 140 stig og Danir eru í þriðja sæti. íslenska kvennalandsliðinu gengur ekki jafn vel, þær eru í fjórða sæti með 71 stig og eru því í neðsta sæti, en danska kvennasveitin vermir efsta sætið með 124 stig. „Svíar hafa verið erfiðasti andstæðingurinn. Við höfum tapað tvisvar á mótinu, í bæði skiptin gegn Svíum. Svíar eru sterkir, þeir eru núverandi Evrópumeistarar og búnir að vera toppmenn í fjölda ára,“ sagði Hjalti Elíasson, fyrirliði íslenska liðsins. Tíminn náði sambandi við veiði- menn á Amarvatnsheiði, seinni- partinn í gær. Það var nú ekki nein mokveiði, en þó voru menn að slíta upp einn og einn. Veður torveldaði veiði, og vom flest vötn- in lituð að hluta. Vigfús Jónsson varð fyrir svörum, þegar farsíminn hringdi í Sesseljuvík. Vigfús var hinn reifasti þrátt fyrir norð-austan kalda er gerði veiðimönnum erfitt fyrir. „Það er sextán manna hópur að veiða hér núna. Þeir sem mest hafa fengið hafa landað um tíu fiskum. Þetta em mestmegnis ótta- legir puttar, þó ágætis urriðar hafi slæðst með. Sá stærsti er rétt tæp fjögur pund. Það er nú kaffi hjá okkur núna, en við fömm fljótlega út aftur og þá er aldrei að vita hvað gerist. Veiðin hefur helst verið hér í Víkinni. Nokkrir hafa farið í Austurá, en ekki haft árangur sem erfiði, þó veiðivörðurinn hafi sagt okkur af góðri veiði þar fyrr í Veiðimaður hefur landað dágóð- um fiski á Arnarvatnsheiði. Tímamynd Jón G. vikunni. Nokkrir fóm að Grettis- höfða fyrr í dag, en ég hef ekki fregnað hvernig þeim gekk,“ sagði Vigfús í samtali við Tímann í gær. Vigfús og veiðifélagar hans veiða þar fram að hádegi á morgun. Hjalti sagði að verra þætti að spila á heimavelli, áhyggjur og daglegt amstur fylgdi mönnum að spilaborð- inu sem truflaði einbeitingu. Einnig sagði hann að íslenskir áhorfendur væru liðinu til lítils stuðnings: „Það er vont að vera á heimavelli í hugíþróttum, eins og brids og skák, en gott í boltaíþróttum. Þegar kepp- endur ganga frá spilaborði heyra þeir tautið í áhorfendum um að þeir hefðu getað unnið hefðu þeir breytt öðmvísi en þeir gerðu. Þetta virkar illa á leikmennina, því það skiptir höfuðmáli að einbeitingin sé í lagi til að toppárangur náist.“ Hjalti sagðist vera mjög ánægður með árangur sinna manna: „Við erum að spila með mjög sterkum þjóðum. Færeyingar hafa komið á óvart og eru greinilega í miklum uppgangi. Við höfum unnið þessar þjóðir, sem við eigum eftir að spila við nokkuð stórt, og ég geri engar kröfur um að við endurtökum það. Það gæti farið svo að við töpuðum báðum spilunum." Besti árangur liðsins hefur verið til þessa þegar þeir lentu í 4.-5. sæti ásamt Pólverjum í Evrópumeistara- keppninni í Brighton í fyrra. Hjalti Elíasson tók við þjálfun liðsins eftir þá keppni. Hann sagði að það væri langtímamarkmið að ná upp Iands- liði, en þeir stefndu hátt á Olympíu- mótinu í haust, sem fram fer á Ítalíu. Markmiðið á því móti væri að lenda ofarlega, ekki endilega meðal þeirra efstu. Hann sagði að landsliðið væri fyllilega fært um það. Hjalti var bjartsýnn á framtíð íslenska lands- liðsins og sagði það hafa alla burði til að vera meðal þeirra allra bestu ef allir legðust á eitt eins og hingað til. Síðasta umferð Norðurlanda- mótsins verður f dag og spila íslend- ingar þá við Dani. Helstu úrslit gærdagsins önnur en sigur Islendinga yfir Finnum, voru þau að Svíar unnu Færeyinga 23:7 og Danir sigruðu Norðmenn 18:12. Áhorfendur voru með fæsta móti í gær. Sérfræðingum í brids þótti spil íslendinga og Finna dauflegt og var talið víst hvert stefndi þegar íslend- ingar voru yfir í hálfleik. SH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.