Tíminn - 09.07.1988, Síða 2
£ fímintv
OQiauöardagufcg,'jáíí' t888
Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ:
Fækkað í flotanum með
því að opna botnlokur
Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ hefur nú varpað
fram þeirri hugmynd að minnka fiskiskipaflota lands- -
manna, með því að stjórnvöld og útvegsmenn kaupi skip
af útgerðarmönnum og sökkvi þeim síðan með því að opna
botnlokurnar. Hugmyndina lét hann fyrst uppi í viðtali við
Sjávarfréttir.
„Þctta cr að gerast t.d. í Norcgi
og Efnahagsbandalagslöndum. Þar
kaupir hið opinbcra skip úr rckstri
og sökkvir þeim. Við sjáum t.d. á
sóknarmarkinu, sem kveður á um
að skipið verði að vera 100 daga á
ári í landi, sem sýnirað afkastageta
flotans er alltof mikil. Það væri
mun meiri hagkvæmni með færri
skipum og þetta virðist eina leiðin
til að fækka þeim,“ sagði Kristján
í samtali við Tímann.
En ef af þessu yrði, hvernig yrði
þá útfærslan á málinu?
Útgerðarmaður sem Tíminn
hafði samband við í gær, vildi sem
minnst um málið segja, vegna þess
hve skammt á veg hugmyndin væri
komin.
„Þetta er enn of óljóst. Hvað
vcrður t.d. gert við kvóta skip-
anna? Segjum að ég myndi selja
skip, fær þá annar útgerðarmaður
kvóta þess? Verður kvótinn tekinn
til hliðar og honum, ásamt öðrum
kvótum sem gefist hafa, deilt á öll
skip? Þetta verður að liggja Ijósar
fyrir áður en maður fer að tjá sig
alvarlega um málið,“ sagði útgerð-
armaðurinn.
Kristján benti á að nú í fyrsta
skipti væru menn að leita eftir að
selja skip og færa kvóta þeirra til á
önnur skip.
„Menn undirstrika með þessu að
skipastóllinn er of stór. Þá er líka
dæmi um tvö skip sem hafa farist
og þau síðan ekki endurnýjuð með
nýjum skipum, heldur leyfin færð
tii. En það gerist ekkert nema hið
opinbera hjálpi til,“ sagði Kristján.
Málið hefur ekki verið rætt af
alvöru, hvorki innan LÍÚ, né við
stjórnvöld. Kristján sagði að ef af
þessu yrði, væri ekki hægt að setja
upp eitthvað kerfi.
„Það er ekki hægt að segja „taka
hér en ekki hér“. Það þarf bara að
bjóðast til að kaupa skipin af þeim
sem vilja selja á góðu verði," sagði
Kristján.
Hann sagði einnig að útvegs-
menn hefðu sjálfir gert eina tilraun
til að minnka fiskiskipaflotann.
„Við stofnuðum sjálfir úrelding-
arsjóðinn, með því að skattleggja
okkur sjálfa, en stjórnmálamenn
sneru út úr honum og gerðu hann
að aðgöngumiða að nýju skipi. Við
viidum því leggja hann niður og
það var gert,“ sagði Kristján.
-SÓL
Harkaleg ályktun háskólaráðs um lektorsmálið:
Tilraun til að kúga Háskólann
Háskólaráö kom saman í gær í tilefni af lektorsráðningunni
umdeildu Tveggja síðna harkaleg ályktun leit síöan dagsins
Ijós eftir fundinn og er hún birt hér fyrir neðan í heild sinni.
Birgir ísleifur Gunnarsson, menntamálaráðherra, hefur
hins vegar að öllum líkindum ekki fengið ályktunina í hendur,
því hann fór úr bænum rétt eftir hádegi í gær.
Guðmundur Magnússon, aðstoðarmaður ráðherra, sagði í
samtali við Tímann í gær að menntamálaráðuneytið myndi
ekki gefa frá sér nein viðbrögð um málið fyrr en eftir helgi,
þegar ráðherra væri aftur kominn til vinnu.
1. Háskólaráð mótmælir harðlega
veitingu menntamálaráðherra á
stöðu lektors í stjórnmálafræði við
Félagsvísindadeild Háskóla íslands.
Með embættisgerð þessari hefur ráð-
herra brotið freklega þá meginreglu
frjálsra háskóla að þar veljist menn
til starfa á grundvelli hæfni til
kennslu og rannsókna á tilteknu
sérsviði.
2. Háskólaráð vísar á bug ásökunum
menntamálaráðherra um vanhæfni
og hlutdrægni dómnefndar við mat á
umsækjendum um lektorsstöðu
þessa, enda hefur hann ekki tilgreint
neinar sérstakar vanhæfnisástæður
og ber hann þó sönnunarbyrðina
fyrir staðhæfingum sínum.
Að beiðni Félagsvísindadeildar
var fulltrúi rektors skipaður í dóm-
nefndina. Hann gegndi þar hlutverki
umboðsmanns, gætti formsatriða og
tryggði að fyllsta hlutleysis væri gætt
við nefndarstörf. Þessu hlutverki
gegndi prófessor Jónatan Þórmunds-
son, varaforseti háskólaráðs.
3. Menntamálaráðherra fellst ekki á
þá niðurstöðu dómnefndar að Hann-
es H. Gissurarson hafi ekki sýnt
hæfni til að kenna undirstöðugreinar
stjórnmálafræði. Ráðherra telur að
doktorspróf í stjórnmálafræði frá
Oxford hljóti að sanna slíka hæfni.
Staðreyndir málsins eru þær að
Hannes H. Gissurarson hefur ekki
stundað formlegt nám í stjórnmála-
fræði, hann hefur ekki tekið nein
námskeið í þeirri grein svo að vitað
sé og hefur ekki sýnt með ritstörfum
sínum að hann hafi þá þekkingu á
helstu kenningum og rannsóknarað-
ferðum í greininni að hann teljist
hæfur til kennslu í undirstöðugrein-
um hennar.
Það er ekki óvenjulegt að menn
stundi doktorsnám á sérsviði, sem
fella má undir fleiri en eitt fræðasvið.
Hliðstætt dæmi má nefna um af-
greiðslu á stöðu í efnafræði. Meðal
umsækjenda var efnilegur sérfræð-
ingur með doktorspróf í eðlisefna-
fræði sem er ein af sérgreinum
efnafræðinni. Þessi umsækjandi var
ekki talinn hæfur vegna þess að
undirstöðumenntun hans var í eðlis-
fræði en ekki í efnafræði.
Undirstöðumenntun HannesarH.
Gissurarsonar er í heimspeki og
sagnfræði en ekki í stjórnmálafræði.
Doktorsnám á tilteknu sérsviði
fræðigreinar tryggir ekki að sá sem
hlut eigi að máli hafi hlotið þá
grunnmenntun í fræðigreininni sem
nauðsynlegt er til kennslustarfa í
undirstöðugreinum hennar.
4. Háskólaráð mótmælir þeim vinnu-
brögðum ráðherra að veita lektors-
stöðuna á grundvelli meðmæla fyrr-
verandi kennara aðeins eins umsækj-
anda. Sltkar umsagnir eru ekki frá
hlutlausum aðilum eins og ráðherra
gefur í skyn því kennarar leitast
eðlilega við að gera hlut nemenda
sinna sem mestan. Ráðherra hefði
getað með rökstuddu áliti hafnað
dómnefndarálitinu og krafist þess að
ný dómnefnd yrði skipuð.
5. Háskólaráð mótmælir þeirri til-
raun ráðherra til að hafa áhrif á
kennslu í Háskóla íslands með þeim
hætti að veita stöðuna á grundvelli
sérskoðana eins umsækjanda á eðli
og hlutverki stjórnmálafræði.
Kennslufrelsi Háskólans hafa ráð-
herrar virt allt fyá stofnun hans þar
til núverandi ráðherra gefur út hina
sögulegu greinargerð 30. júní s.l.
Það er einsdæmi að ráðherra gefi út
þá yfirlýsingu að kennarastöðu við
Háskóla íslands skuli veita á grund-
velli sérskoðana.
6. Því miður hefur ráðherra kosið að
beita valdi sínu þvert á anda þeirra
laga sem nú eru í gildi. Hefur hann
sýnt fádæma hroka í tilraun sinni til
að kúga Háskólann.
Háskólaráð átelur ráðherra harð-
lega fyrir framgöngu hans í máli
þessu. Auk þess sem þegar er talið
hefur hann lítilsvirt Háskólann með
því að tilkynna um stöðuveitinguna
og bréf til rektors og háskólaráðs
voru fyrst send fjölmiðlum áður en
þau bárust réttum aðilum.
7. Háskólaráð mun láta athuga laga-
lega stöðu Háskólans í þessu máli í
því skyni hnekkja þessari embættis-
athöfn ráðherra.
0
SLIÐLIRNESJAMCNN
VIÐ FLVTJUM
AÐ MAFNARGÖTU 57
VEGNA STÓRALKINNA VIÐSKIPTA
ELYTJÚM VIÐ I NÝTT OG GLÆSILEGT hÚSNÆÐI AÐ HAENARGÖTL 57
MÁNLDAGINN 11. JLLÍ N.K. VIÐ BJÓÐLM YKKLR
VELKOMIN OG VÆNTLM ÞESS AÐ GETA BOÐIÐ ENN BETRI ÞJÓNLSTL
VERIÐ VELKOMIN!
STARFSFÓLK SAMVINNUBANKA ÍSLANDS FIF.
KEFLAVÍK
Sjúklingur á Landakoti datt í lukkupottinn:
Skóf sér ferð til
Karabíska hafsins
Hjartasjúklingur sem dvelur á
Landakotsspítala vann í gær sigl-
ingu fyrir tvo um Karabíska hafið
þegar hún skóf þrisvar sinnum
töluna þrjá af skafmiðanum Gull-
molanum.
„Ég skrapp bara niður í anddyri
og keypti mér miða. Ég skóf af
honum strax og sá þrisvar sinnum
þrjá. Vinkona mín kom svo og við
lásum að ég hefði unnið ferð fyrir
tvo um Karabíska hafið. Ég varð
svo undrandi, en mátti náttúrulega
ekki láta þetta á ntig fá vegna
hjartans, og vildi því bara ekki trúa
þessu. Ég er nú samt farin að trúa
þessu núna“ sagði konan, sem vill
ekki láta nafns síns getið, „enda
fara þá allir að koma og vilja
bjóðast til að koma með,“ sagði
hún og hló.
Konan, sem er um sextugt, hefur
ekki mátt vinna heilsunnar vegna
um nokkurt skeið og aðeins tvisvar
sinnum fengið fimm hundruð
króna vinning í skafmiðahapp-
drætti.
„Ég kemst nú ekki í ferðina út af
hjartanu, en vinn nú að því að
breyta þessu í eitthvað annað. Ég
myndi náttúrulega alveg vilja selja
ferðina, en hún er metin á 240.000
krónur. Maðurinn minn er nýlátinn
og ég stóð uppi með skuldir og
annað, þannig að þetta var sann-
kölluð sending frá himnum. Ég
datt í lukkupottinn þegar ég þurfti
þess,“ sagði konan. -SÓL