Tíminn - 09.07.1988, Side 5
Láugarclsigúr ‘9'í'pYl'ðé&’
T' ' ':' C *
Halldór S. Guðmundsson, forstöðumaður Hlífar á ísafirði:
Oldrunarþjónustan stefnir
í eitt allsherjar g jaldþrot
„Aldraðir eru ekki og þurfa ekki að vera neitt vandamála-
fólk sem þarf sérfræðinga til að leysa sín mál“, segir Halldór
S. Guðmundsson, forstöðumaður Hlífar - íbúða aldraðra á
ísafirði í 6 ár, í athyglisverðu erindi um nýjar leiðir í
öldrunarmálum sem birt er í tímariti Almannatrygginga. í
samtali við Tímann í gær sagðist Halldór hafa reynt að koma
á framfæri þeim skoðunum sínum að brýnt sé að breyta um
stefnu varðandi öldrunarþjónustuna í landinu. Hann telur að
leggja beri höfuðáhersluna á þjónustuíbúðir, sem hann kallar
„andhverfu afætustofnana sem hreinlega afmá einstaklinginn
sem einstakling.“
Opinberu stefnuna í öldrunar-
þjónustu á fslandi segir Halldór
felast í lögunum um málefni aldr-
aðra, þ.e. að þeir skuli búa sem
lengst í heimahúsi en eiga kost á
stofnanavist ef á þurfi að halda.
Verulega hafi hins vegar á það skort
að farið hafi verið eftir þessu.
Stofnanir ræna
menn sjálfstæði
í framkvæmd hefur, að sögn
Halldórs, verið fylgt allt annarri
stefnu: „Nefnilega þeirri sem ég kýs
að kalla STOFNANASTEFNU.
Hún felst í því að ná hinum aldraða
inn á stofnun - taka af honum nánast
allt sjálfstæði t.d. fjárhagslegt -
steypa hann inn í ákveðið mynstur
sem hentar stofnuninni í þjónustu -
láta hann þiggja þjónustu hvort sem
hann þarf á því að halda eða ekki -
og þannig með skipulögðum hætti
gera hann að þiggjanda en ekki
gefanda - og gjörsamlega án nokk-
urs annars hlutverks en þess að vera
lifandi dauður að því er virðist til
lífsviðurværis stofnunarinnar“.
Elliheimili-
heræfingabúðir
Til enn frekari áherslu orða sinna
vitnaði Halldór í geðsálfræðinginn
Johan Cullberg: „Sérhver innlagning
á stofnun felur í sér skerðingu á
friðhelgi einstaklingsins. Innlagning
á sjúkrahús er að þessu leyti sam-
bærileg við innlagningu á elliheimili,
innilokun í fangelsi eða heræfinga-
búðum. Alveg frá byrjun er einstak-
lingurinn sviptur ákveðnum atriðum
sem áður studdu eða héldu uppi
sjálfskennd hans og sjálfsvirðingu.
Hann er leiddur til viðtals eða yfir-
heyrslu um persónuleg mál, hann er
neyddur til að umgangast fólk sem
hann hefði að öðrum kosti sniðgeng-
ið og honum er úthlutað rúmi sem er
yfirleitt óþægilegra en hans eigið.
Maturinn er annar en hann á að
venjast og mörgum finnst þeir ávarp-
aðir á óvirðulegan eða of formlegan
hátt. Boð og bönn ríkja, sjálfstæði
einstaklingsins er að sama skapi
minna og persónulegt öryggi hans er
nær algerlega komið undir velvild og
áhuga starfsfólksins".
„Er þetta ekki allt of oft það sem
gerist? Er þetta það sem við viljum
sjálf? Er þetta sú stefna sem ríkja á
í framtíðinni?“ spyr Halldór.
Hann telur tilfinnanlega hafa
vantað frekari úrvinnslu á fram-
kvæmd laganna um málefni aldr-
aðra, t.d. með reglugerðum og áætl-
unum um það hvemig markmiðum
þeirra skuli náð. Stefnumótun og
uppbygging hafi því um of farið eftir
dugnaði og elju einstakra áhuga-
manna, án þess að horft sé á þjónust-
una í heild.
Ættu stofnanir að leggja
sjálfar sig niður?
„Markmið stofnana sem annast
aldraða ætti að vera að leggja sjálfar
sig niður“, segir Halldór. Þó ekki af
því að það sé svo auðvelt að gagn-
rýna það sem gert hafi verið. „Og ég
geri það heldur ekki nema af því að
ég tel mig hafa reynslu af því að hægt
sé að hafa þessa þjónustu með
öðrum og ódýrari hætti, og umfram
allt manneskjulegri og getað sýnt
fram á það. Það sem stefna á að í
öldrunarþjónustu í framtíðinni er
það sem ég leyfi mér að kalla
MANNESKJUSTEFNU í andstöðu
við stofnanastefnu“.
Ef rétt er á málum haldið frá
upphafi og þess alla tíð gætt að ætla
öldruðum sjálfum sem mestan þátt í
og ábyrgð í þróun og uppbyggingu
þjónustunnar þá gætu þau heimili
sem nú er verið að reisa víða um
land, og hafa verið tekin í notkun,
starfað í anda þessarar manneskju-
stefnu, að mati Halldórs.
Með þeim árangri sem unnt sé að
ná með þjónustuíbúðum aldraðra
telur hann á hinn bóginn ekki annað
sjáanlegt en að þörfin fyrir hjúkrun-
arrými fari minnkandi, einfaldlega
vegna þess að hver aldraður einstakl-
Halldór S. Guðmundsson.
ingur þurfi að dvelja mun skemur en
áður í hverju hjúkrunarrými.
Hvaðan fæst starfsfólkið
og hver á að borga?
Verði hins vegar ekki breytt um
stefnu segist Halldór ekki sjá annað
en að öldrunarþjónustan stefni í eitt
allsherjar gjaldþrot, bæði fjárhags-
lega og hvað varðar starfsfólk og
mönnun þjónustunnar. „Eða hvern-
ig ætlum við að manna öldrunar-
þjónustu í framtíðinni ef við þurfum
ló til 1 starfsmann á hvern einn
vistmann - og hverjum ætlum við
það hiutverk að standa undir sltkri
þjónustu?"
Ibúar Hlífar
borga allt sjálfir
Reynslu sína byggir Halldór á sex
ára starfi forstöðumanns íbúða aldr-
aðra á ísafirði, sem flutt var í á
miðju ári 1982. Þar segir hann um að
ræða sérhannaðar 45 ferm. íbúðir
(stofu, eldhús, svefnkrók, bað og
geymslu) í sambýlishúsi, þar sem
hver og einn heldur sjálfstæði sínu.
íbúarnir greiði þá þjónustu sem þeir
fá að fullu og veiti þar með beint
aðhald hvað útgjöldin varðar.
Þjónustan felist í neyðar- og
brunavarnarkerfi í hverri íbúð. For-
stöðumaður býr í húsinu svo alltaf er
hægt að ná í hann. Ræstingu á
sameign. Þvottahúsi sem sér um
allan þvott. Verslun með allar
nauðsynjavörur. Og aðgangi að sam-
eiginlegum setustofum með bóka-
safni, blöðum, útvarpi og sjónvarpi.
Auk þess er félagsstarfsemi fyrir
aldraða ísfirðinga í húsinu, sem
rekin er á nokkuð hefðbundin hátt.
Aðeins 1 starfsmaður
á 16 íbúa
í Hlíf búa um 60 manns. Starfsfólk
segir Halldór 3,65 stöðugildi að
forstöðumanni meðtöldum. Það
samsvarar einum starfsmanni fyrir
hverja 16 íbúa að meðaltali, saman-
borið við hálft stöðugildi sé algengt
á vistmann hefðbundinna elli- eða
dvalarheimila víða um land.
Fyrir þetta greiða íbúar Hlífar
sjálfir ákveðið gjald af sínum ellilíf-
eyri, sem nú er um 13.600 kr. fyrir
einstakling og um 21.400 kr. fyrir
hjón. Gjaldið samanstendur af húsa-
leigu, þátttöku í rekstri (rafmagni og
hita) og öllum launakostnaði vegna
þjónustu, sem er þeirra vegna. Auk
þess greiða íbúar fyrir þá þjónustu-
þætti sem þeir nota innan félags-
starfsins. Allan fæðiskostnað greiða
íbúar sömuleiðis sjálfir. Hlíf hefur
þannig verið rekin s.l. 6 ár án
daggjalda eða nokkurra aukaút-
gjalda frá ríki eða bæ, utan stofn-
kostnaðar. Aldraðir t Hlíf eiga
síðan, eins og aðrir aldraðir ísfirð-
ingar, möguleika á heimilishjálp -
heimahjúkrun og heimsendingu
matar ef á þarf að halda.
Eldast hægar
en á stofnunum
„Nú segja sjálfsagt einhverjir að
þetta sé ekki nægileg þjónusta fyrir
gamalt og lasburða fólk, eða þá að
allir hljóti að vera svona hressir sem
búa þarna.
Því er til að svara að heimilisfólk
í Hlíf er ekkert frábrugðið öðru
eldra fólki að öðru leyti en því að
andleg og líkamleg hrörnun þess
virðist vera mun hægari en gerist á
mörgum stofnunum", segir Halldór.
Eftir því sem geta hinna öldruðu til
að sjá um sig sjálfa minnki fái þeir
aukna aðstoð með matarsendingum,
við þrif á íbúðum og heimahjúkrun,
auk aðstoðar frá öðrum íbúum og
aðstandendum. „Þegar þetta dugar
ekki lengur til þá er viðkomandi
orðinn það lasburða að hann er
rúmliggjandi og þarf að fara á
sjúkrahús“.
Aðeins 2 mánudi
á sjúkrahúsi
Samtals hefur21 íbúi flutt frá Hlíf
s.l. 6 ár, annað hvort vegna veikinda
eða andláts. Að meðaltali hefur fólk
þessi ár dvalið 2 mánuði á sjúkrahúsi
áður en það andast.
„Þessi reynsla sýnir allt aðra þörf
og aðra nýtingu á hjúkrunarrýmum
en verið hcfur á undanförnum
árum“, segir Halldór.
Ástæður þessa telur hann ýmsar.
- Með því að halda eigið heimili og
vera nánast skyldað til þcss, virðist
fólk halda lengur líkamlegu og and-
legu atgerfi.
- Með fjárhagslegu sjálfstæði Itafi
fólk bæði ábyrgð og hlutverk.
- Hver og einn hefur ákvörðunar-
rétt og val um hve mikið hann sækir
félagsstarfsemi.
- Öll aukning á þjónustu er aukning
gagnvart einstaklingi en ekki gagn-
vart heildinni og oftast þannig að
viðkomandi samþykkir eða biður
sjálfur um aðstoð. Má því segja að
allir reyni sitt ýtrasta til að sjá um sig
sjálfir.
- Félagsleg einangrun sé illmöguleg
vegna fjölbýlis.
Halldór telur fjölbýlishúsafyrir-
komulagið mun heppilegra en rað-
hús að því leyti að það auki samskipti
milli fólks, sem orðið hafi tilefni til
heimsókna og kunningsskapar milli
íbúa og skapi ábyrgðartilfinningu
hjá hverjum og einum gagnvart
öllum hinum.
Vilja bjarga sér
fram í rauðan dauðann
„Þrátt fyrir hrakspár þá vil ég
leyfa mér að halda því fram að verði
áfram haldið á sömu braut, þar sem
hinum aldraða eru sköpuð skilyrði
til sjálfsbjargar, litið á samhjálp sem
sjálfsagðan hlut og undir það ýtt
með ýmsum ráðum og hann sé
þannig sjálfur stór þátttakandi og
ábyrgðaraðili í rekstri, þá mun
reynslan verða hin sama: Þ.e. að
fram í rauðan dauðann ætlar hinn
aldraði sjálfur að bjarga sér. Og
þegar hann hættir að geta það með
þeirri aðstoð sem hægt cr að veita,
þá er ekki mikið eftir“. -HEl
Fjármála-
ráðherrafrúin
Bryndís Schram, fjármálaráð-
herrafrú, á hálfrar aldar afniæli um
þessar mundir, sem hún heldur
upp á í dag með opnu húsi á Hótcl
íslandi. Svo skemmtilega vill til að
í nýútkomnu blaði Iceland Review
er grein um fjármálaráðherrahjón-
in, cða eins og segir á forsíðu
blaðsins: „Mr. and Mrs. Financc
Minister". Ekki veit ég hvað
kvenréttindakonum finnst um slík-
ar titilvcitingar en ijármálaráð-
herrafrúin dregur ekkert úr verka-
skiptingu á heimili hjónanna. „Allt
sem hefur með innkaup, börnin og
heimilið að gera sé ég um,“ segir
Bryndís ákveðin. „Ég mundi aldrei
sleppa Jóni lausum í verslun alcin-
um. Hann hefur ekkert peninga-
skyn.“ Bryndís hikar en hrópar
svo, „Guð minn almáttugur, ég má
eiginlega ekki segja þetta um
fjármálaráðherrann, er það?“.
Þetta er þó ekki í fyrsta skipti
sem Bryndís lætur frá sér fara
umdeildar yfirlýsingar. „Reyndar
tók íslenskt tímarit við okkur viðtal
fyrir stuttu. Ég talaði allan tímann
en Jón sat bara og horfði á, án þess
að segja orð. En þegar blaðamað-
urinn sendi okkur eintak af viðtal-
inu til uð fá athugasemdir, las Jón
það, skrifaði það allt upp á nýtt og
sendi það tilbaka til útgáfu, án þess
að segja mér einu sinni frá því,“
sagði Bryndís í viðtalinu.
Saltur sjór
í Elliðaánum
Það hcfur löngum háð síðdegis-
blaðinu DV, að vera ritað í skeyta-
stíl, en lesendur þess hafa með
tímanum lært, að geta í eyðurnar.
Þó olli frétt lögrcgiufréttarita
blaðsins á baksíðu þess í gær óneit-
anlega meiri heilabrotum, en önn-
ur stuttorð skevti í blaðinu.
Undir mynd af gutta, scm hamp-
ar tveimur nývciddum löxum, er
frétt merkt sme: „Ungir jafnt sem
aldnir hafa stundað laxveiðar af
ákafa undir Höfðabakkabrúnni
síðustu daga og hefur veiði yfirlcitt
verið góð.“
Laxveiðar eru oft stundaðar af
ákafa, en undir Höfðabakkabrú
renna Elliðaár, og ■ þeim veiða fáir
litlir pollar. Þeir hafa ekki efni á
því.
Áfram fréttina: „Lögreglan hef-
ur í nokkrum tilfellum haft afskipti
af veiðimönnum enda laxveiðar
bannaðar í sjó.“
Nú þykir Dropa týra. Sjó! Höfð-
abakkabrú er langt uppi i landi, -
raunar uppi í hálfum lilíðum Breið-
holts. Lögreglan telur þá sjálfsagt
Grafarvoginn vera á hafsbotni.
En það kemur fram, að það eru
ekki allir sammála lögreglunni:
„Ekki eru allir á eitt sáttir uin
hvort veiðar undir brúnni, á útfalli
[innskot - hafa silungsveiðimenn
orðið varir flóðs og fjöru í Elliða-
vatni?], teljist til veiða í sjó og
skrifar því lögreglan aðeins niður
nöfn veiðimanna.“
Ætli Stangaveiðifélag Rcykja-
víkur viti af því, að veiðimenn séu
teknir í landhelgi hálfa leið uppi í
Breiðholti?
Bílnúmerin orðin hálf
Nýtt númerakerfi hefur greini-
lcga verið tekið í notkun þcgjandi
og hljóðalaust, ef marka má hcil-
síðuauglýsingu í DV á fimmtudag.
Þar voru m.a. auglýst uppboð á
bifreiðum, ýmist eftir kröfu Gjald-
hcimtunnar í Reykjavík, tollstjór-
ans, skiptaréttar, Vöku hf., lög-
manna, banka og stofnana. Þar á
eftir fylgir síðan heilsíða af bílnúm-
crum.
Virðast yfirvöld hafa hætt við að
fclla niður gamla bókstafanúmera-
kerfið, samkvæmt þessari auglýs-
ingu, en til að gefa fleiri aðilum
tækifæri á að eignast lág númer, þá
eru þau nú látin hlaupa á hálfum.
Þannig eru t.d. bifreiðarnar R-
453,5 og R-563,5 auglýstar á upp-
boði.
Skyldi R-1,5 vera á lausu?