Tíminn - 09.07.1988, Page 14
14 Tíminn
Laugardagur 9. júlí 1988
FRÉTTAYFIRLIT
BEIRÚT - Bardagagnýrinn
dó út í Beirútborg í gær eftir aö
Yassir Arafat dró liðsmenn
sína burt úr síðustu flótta-,
mannabúðunum í borginni þar1
sem hann hafði enn ítök.
Skæruliðar sem njóta stuðn-
ings Sýrlendinga tóku við
stjórn búðanna, en bardagar
milli þessara tveggja fylkinqa
Palestínumanna hafa nú stað-
iðyfirfráþví í apríl. Sýrlending-
ar hafa styrkt mjög stöðu sína
í Líbanon eftir þessa atburði.
BANGKOK - Bandaríkin
og bandamenn þeirra í Asíu
hafa lýst yfir stuðningi sínum
við Sihanuk prins sem lykil-
mann i að binda endi á átökin
í Kampútseu sem staðið hafa
í níu ár. Samtök Suðaustur-
Asíuríkjafunda nú um hugsan-
lega friðarsamninga í Kam-
pútseu.
MADRID - Forsætisráð-
herra Spánar, sósíalistinn Fe-
lipe Gonzalez, lagði fram nýjan !
ráðherralista í ríkisstjórn sinni.
Er það gert til að undirbúa
þingkosningarnar sem fram
fara árið 1990.
ABERDEEN - Texasmað- I
urinn Paul „Rauði" Adair, hinn t
þekkti sérfræðingur í olíueld-
um hélt í gær að olíuborpallin- j
um í Norðursjó sem enn stend-
ur í björtu báli eftir hina mann-
skæðu sprengingu þar á mið-
vikudagsnótt. Breska stjórnin
er undir miklum þrýstingi með
að birta skýrslu þá er gerð var
um eldsvoðann sem varð á
borpallinum fyrir fjórum árum.
MOSKVA - Hermenn ogi
skriðdrekar hafa verið fjar- j
lægðir frá Jerevan, en yfirvöld r
í borginni sögðu að verkföll í
þessari höfuoborg sovétlýð-;
veldisins Armeníu stæðu enn ,
yfir. Sovéskir fjölmiðlar hafa j
skýrt frá því að verkföll séu í i
gangi á fleiri stöðum í Arm-1
eníu. |
LONDON - Bretar sögðust
hafa gert stóran vopnasölu-
samning við Saudi Arabíu.
Munu þeir meðal annars selja
þeim herþotur og herskip, en
ekki var skýrt nánar frá samn-.
ingnum.
AÞENA - Að minnsta kosti
fimmtán manns hafa látist af
völdum hitabylgjunnar sem nú
gengur yfir Grikkland. Flestir i
hinna látnu eru gamalmenni. |
TEL AVIV - (sraelskir her-
menn skutu ungan Palestínu-
araba til bana á hernumdu
svæðunum í gær.
Illllllllll ÚTLÖND . ' . ' , . ■ : 'iiiii!j'"1.
írönsk stjórnvöld hafa lýst yfir allsherjar herútkvaðningu
og segjast ætla að hefna farþeganna sem fórust með írönsku
farþegaþotunni sem bandarísk freigáta skaut niður yfir
Hormuzsundi á sunnudag. Allir vopnfærir karlmenn eiga að
gefa sig fram við næstu bækistöð íranska hersins þar sem þeir
verða skráðir og þeir sendir í þjálfun eða beint til vígstöðv-
anna.
Athygli vekur að íranar segjast
ekki ætla að ráðast á Bandaríkja-
menn til að hefna farþeganna heldur
einbeita sér í bardögunum gegn
Irak. íranar hafa reyndar farið mjög
halloka í Persaflóastríðinu undan-
farin misseri og er mannfæð á víg-
stöðvunum farin að há þeim mjög.
Síðustu vikur hafa írakar hert
mjög sókn sína og herþotur þeirra
hafa haldið í sífellt lengri árásarferð-
ir og eyðilagt mikilvæg mannvirki
írana. Til að mynda hafa írakar
valdið miklum skemmdum á fjórum
olíumannvirkjum írana á þremur
sólarhringum.
I gær gerðu herþotur íraka árás á
þrjú olíuflutningaskip á Persaflóa.
Eitt þeirra var risaolíuflutningaskip
og komu upp eldar í því. Voru þetta
fyrstu árásir írakar á skip á Persaflóa
eftir að Bandaríkjamenn skutu niður
írönsku farþegaþotuna.
Herútkvaðning írana kemur í
kjölfar þess að Khomeini erkiklerk-
ur og Rafsajani yfirmaður hersins
höfðu undanfarna daga hvatt menn
til að taka þátt í bardögunum við
íraka af fullum krafti.
Palestínumaður gekk berserksgang í írsaelsku fangelsi:
Stakk fjóra
fangaverði
Palestínumaður er var að heim-
sækja palestínska fanga í ísraelsku
fangelsi á hinu hernumda Gaza
svæði stakk fjóra fangaverði með
tveimur hnífum er hann hafði falið
innanklæða. Tveir fangavarðanna
eru í lífshættu.
Palestínumaðurinn sem er á ung-
lingsaldri var klæddur hefðbundn-
um kufli og höfuðbúnaði múslíma
er talinn tengjast hreyfingu ísl-
amskra bókstafstrúarmanna á Gaz-
asvæðinu.
„Unglingurinn með hníf í sitt
hvorri hendi tók á sprett og stakk
þrjá liðsforingja og liðþjálfa" sagði
Johnnie Tester talsmaður fangels-
isstjórnarinnar. „Tveir liðsforingj-
ar héldu á eftir þeim , náði taki af
honum og færðu hann til heryfir-
valda“. Palestínumenn sem voru
vitni að atburðinum sögðu hins
vegar að pilturinn hefði verði skot-
inn og síðan færður særður á
sjúkrahús. Sögðu þeir að pilturinn
hefði ætlað að heimsækja ættingja
sína, en ráðist að fangavörðunum
þegar þeir hófu að leita á honum.
Israelski herinn tilkynnti í fyrra-
dag að níutíu og tveimur palest-
ínskum föngum á Gazasvæðinu
yrði sleppt fyrir sérstakan hátíðar-
dag múslíma sem er síðar í þessum
mánuði.
i
Indland:
Lestarslys kostar
yf ir 100 mannslíf
íranar hafa nú kvatt alla vopnfæra menn til vopna og ætla að hefna dauða
farþeganna í írönsku farþegaþotunni með því að drepa fleiri íraka á
vígstöðvunum. Hér má sjá hóp kornungra íranskra hermanna.
Brownsville í Texas:
Mannskaði er
búðarþak féll
Að minnsta kosti átta manns létust
og óttast er að enn fleiri hafi látist
þegar þak á verslunarmiðstöð í
Brownsville í Texas féll niður á
annað hundrað manns, sem margir
hverjir voru að leita sér skjóls undan
miklum regnskúr, en undanfama
daga hefur rignt eldi og brennisteini
á þessum slóðum, þó allt sé skræl-
þurrt lengra í norðri.
Um hádegi í gær höfðu átta lík
fundist og vitað var um fjörutíu
slasaða. Á annað hundrað manns
voru innlyksa í vörumarkaðnum
heilir á húfi. Ekki er vitað hvort
fleiri hafa orðið undir þakinu.
UTLON'
Óttast er að rúmlega hundrað
manns hafi farist er farþegalest fór
út af sporunum og féll í stöðuvatn í
suðurhluta Indlands í gær. Lestin
var á leið til Trivandrum, höfuðstaðs
Keralafylkis, þegar hún fór fram af
sporunum og sökk í djúpt stöðuvatns
rétt við bæinn Quilon. Vegna mons-
únrigninga er vatnið óvenju mikið
og gruggugt svo björgunarstörf voru
erfið.
Froskmenn voru strax sendir á
staðinn með þyrlum frá herstöðinni
í Cochin sem er í um 100 km
fjarlægð frá slysstað. Þeir ásamt
öðmm björgunarmönnum hafa
fundið sextíu og fimm lík, þar af
fimmtán konur - og fimm börn.
Fimmhundruð manns eru slasaðir
þar af tuttugu og fimm alvarlega.
Lestin var á leið yfir brú þegar níu
af fjórtán vögnunum féllu í djúpið.
Ekkert er vitað um orsök slyssins.
Kókið áfram for-
boðið í arabaríkjum
Aröbum verður áfram bannað að
drekka Kóka kóla, en bann þetta
hefur verið í gildi í tuttugu ár. Þetta
bann er liður í að sniðganga þá aðila
er styrkja Ísraelsríki efnahagslega,
en á sex daga fundi nefndar Araba-
bandalagsins sem skipuleggur snið-
gönguaðgerðir var fjallað um þessi
mál.
Ekki voru allir arabarnir á sama
máli um aðgerðir gegn Kóka kóla.
Ætla að minnsta kosti tvö arabaríki,
Óman og Sameinuðu arabísku
furstadæmin að setja upp Kóka kóla
verksmiðjur í löndum sínum á með-
an aðrir arabar verða af þessu svarta
gulli gosdrykkjamarkaðsins.
Á fundi nefndarinnar var létt
banni af tuttugu og tveimur fyrir-
tækjum, sem hingað til hafa verið
sniðgengin í arabaheiminum. Taldi
nefndin sýnt að fyrirtækin hafi
„sannað að þau hafa eytt samskipt-
um sínum við ísrael og hafa heitið
því að fara eftir reglum nefndarinnar
í starfsemi sinni í arabalöndum".
Nítján fyrirtæki komust þannig út af
svarta listanum hjá Arababandalag-
inu, en þrjátíu og fimmseru enn í
ónáð.