Tíminn - 09.07.1988, Qupperneq 15
Laugardagur 9. júlí 1988
Tíminn 15 •
UTLÖND
illllilí
Harmleikurinn á Norðursjó:
166 létu lífið
Ekkert lát virðist ætla að verða á
grimmilegum sprengitilræðum á
Norður-írlandi. I fyrrakvöld létust
þrír í sprengjutilræði. Breskir her-
menn eru vinsælt skotmark IRA
manna. Hér fylgist einn þeirra með
jarðarför í fjarlægð.
Norður-írland:
Þrír létust
Hundrað sextíu og sex menn létu
lífið í harmleiknum á Norðursjó
þegar sprenging varð í olíuborpallin-
um Alpha Piper í fyrradag. Aðeins
sextíu og fjórir menn komust lífs af.
Sautján lík höfðu fundist um miðjan
dag í gær, en Ijóst er að fæstir
mannanna áttu nokkurn möguleika
á að forða sér, enda varð sprengingin
undir íbúðaálmu borpallsins og flest-
ir starfmannanna í fasta svefni.
Margir þeirra ér björguðust þurftu
að stökkva í sjóinn úr sextíu metra
hæð og slösuðust þeir flestir við
stökkið.
Eldtungur stigu enn upp af bor-
Það eru margar ástæður fyrir því að spariskírteini
ríkissjóðs eru einn vænlegasti kostur sparifjáreig-
enda í dag. Spariskírteini ríkissjóðs eru einföld og
jafnframt ein öruggasta ávöxtunarleið, sem völ er á.
Spariskírteinin eru verðtryggð, sem kemur í veg-
fyrir að sparifé þitt rýrni og bera auk þess allt að
8,5% vexti. Og ekki má gleyma að spariskírteinin
eru tekju- og eignaskattsfrjáls eins og sparifé í
bönkum. Spariskírteini ríkissjóðs eru því án efa
rétti kosturinn fyrir þig.
Verðtryggð spariskírteini til sölu núna:
pallinum um miðjan dag í gær og er
sjórinn í kringum hann þakinn olíu
á stóru svæði.
Sex olíuborpöllum á svæðinu í
kringum Alpha Piper hefur nú verið
lokað um stundarsakir. Það hefur
orðið til þess að olíuverð á heims-
markaðsverði hefur hækkað all-
nokkuð. Telja sérfræðingar að
olíuverð muni haldast hátt ef bor-
pallarnir komast ekki fljótlega í
gagnið á ný. Þá er íjóst að slysið mun
hafa alvarleg áhrif á efnahagslíf
Bretlands.
Sparifé þiflt rýrnar
eklci ef þú fjárfestir
spariskírte*
ríkissjóðs
FATAFELLUM HALDIÐ
FRÁ GUINNESS
Ritstjóri heimsmetabókar Guinness hyggst halda tveimur fatafellum
sem settu met ■ maraþon fatafellusýningum utan bókar. David Boem sem
er ritstjóri Ameríkudeildar hcimsmctabókarinnar sagði að kaflinn um
heimsmet í fatafellusýningum yrði numinn á brott í næstu útgáfu
bókarinnar, þar sem hér væri um klám að ræða. Ber þessi ákvörðun keim
af hinum skinheilögu samtðkum „Moral majority“ sem ýtt hafa nöktum
brjóstgóðum stúlkum af síðum Playboy með aðgerðum sínum.
Fatafellurnar tvær, hin tuttugu og átta ára Newcomb Munt og hin
tuttugu og tveggja ára Delane Balliot, höfðu klætt sig í 432 skipti úr
nærklæðnaði á 72 klukkustundum. Er það heimsmet.
I
ísprengingu
við sundlaug
Þrír Iétu Iífið í tveimur sprengju-
tilræðum við innisundlaug í kaþólska
hluta Belfast á Norður-írlandi í
fyrrakvöld. Fyrri sprengjan sprakk
rétt utan við útveggi sundlaugarinn-
ar sem var troðin af fólki, þar af
fjölda barna. Tuttugu og þriggja ára
maður lést nokkrum mínútum eftir
að hann var fluttur á sjúkrahús og
sextug kona lést af sárum sínum
nokkrum klukkustundum síðar.
Auk þeirra slösuðust fjórir aðrir,
þar af ein fjögurra ára stúlka.
Seinni sprengjan sprakk við sund-
laugina klukkustund seinna og var
henni greinilega beint gegn lögreglu
og hermönnum sem voru að hreinsa
til eftir sprenginguna. Einn hermað-
ur lést í þeirri sprengingu.
Enginn hefur lýst ábyrgð á hendur
sér vegna þessa illvirkis. í síðustu
viku særðist unglingsstúlka alvarlega
þegar sprengja sem IRA hafði kom-
ið fyrir undir skólabíl sprakk. Hafði
sprengjunni verið beint gegn bíl-
stjóra skólabílsins.
Þá létust sex breskir hermenn í
sprengjutilræði um miðjan síðasta
mánuð eftir að þeir þeir höfðu tekið
þátt í góðgerðahlaupi.
FLOKKUR LÁNSTÍMI ÁVÖXTUN GJALDDAGI
l.fl. D 3 ár 8,5% 1. feb.’91
l.fl. A 6/10 ár 7,2% l.feb.’94-’98
Ávöxtun ríkisvíxla er nú
allt aÖ 43,13% á ári.
Nú eru forvextir á ríkisvíxlum 34,3% sem jafngildir
43,13% eftirá greiddum vöxtum miðað við 90 daga
lánstíma. Ríkisvíxlar eru örugg og arðbær leið til að
ávaxta skammtímafjármuni.
Spariskírteini ríkissjóðs fást í Seðlabanka íslands og
hjá Iöggiltum verðbréfasölum, sem m.a. eru við-
skiptabankarnir, ýmsir sparisjóðir, pósthús um land
allt og aðrir verðbréfamiðlarar. Ríkisvíxlar fást í
Seðlabanka íslands. Einnig er hægt að panta þá þar,
svo og spariskírteinin, í síma 91-699863, greiða
með C-gíróseðli og fá víxlana og spariskírteinin síð-
an send í ábyrgðarpósti.
RÍKISSJÓÐUR ÍSIANDS