Tíminn - 09.07.1988, Síða 16

Tíminn - 09.07.1988, Síða 16
16 Tíminn Laugardagur 9. júlí 1988 Innkaupa- og sölustörf Verslunardeild Sambandsins óskar eftir að ráða starfsmenn í innkaupa- og sölustörf á eftirtöldum vörusviðum: 1. Byggingavörum í heildsölu. 2. Heimilisvörum í heildsölu. 3. Matvörum til framleiðslu fyrirtækja og stórnot- enda. Við leitum að frambærilegum einstaklingum með góða málakunnáttu og æskilegt er að viðkomendur hafi reynslu í ofangreindum störfum. í boði er góð vinnuaðstaða, fjölbreytt og skemmti- leg störf í viðskiptum við innlenda og erlenda aðila. Góðir framtíðarmöguleikar. Æskilegt er að viðkomendur geti hafið störf sem fyrst. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá starfs- mannastjóra Sambandsins á 1. hæð Sambands- hússins við Sölvhólsgötu, sem gefur nánari upp- lýsingar ásamt skrifstofustjóra Verslunardeildar. Umsóknarfrestur er til 18. þessa mánaðar. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. VERSLUNARDEILD SAMBANDSINS HOLTAGÖRÐUM • SÍMI 681266 Kaupfélagsstjóri Starf kaupfélagsstjóra við Kaupfélag Vestmanna- eyja er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 25. þessa mánaðar. Skriflegar umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist kaupfélagsstjóra, Guðmundi Búasyni og Baldvini Einarssyni starfsmannastjóra Sambandsins, sem veitir nánari upplýsingar. Kaupfélag Vestmannaeyja Veslmannaeyjum Ritari Utanríkisráöuneytið óskar að ráða ritara til starfa í utanríkis- þjónustunni. Krafist er góðrar tungumálakunnáttu og góðrar vélritunar- kunnáttu. Eftir þjálfun í utanríkisráðuneytinu má gera ráð fyrir, að ritarinn verði sendur til starfa í sendiráðum Islands erlendis. Eiginhandarumsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist utanríkisráðuneytinu, Hverfisgötu 115, 150 Reykjavík fyrir 21. júlí n.k. Utanrikisráðuneytið Tilkynning frá Sölu varnarliðseigna Skrifstofa vor og verslanir verða lokaðar frá 18. júlí til 15. ágúst vegna sumarleyfa. Sala varnarliðseigna. BÆKUR Oddi á Rangárvöllum. Oddaverjar og Haukdælir Jón Thor Haraldsson: Ósigur Oddaverja, Sagnfræðistofnun Háskóla íslands, Reykjavík 1988. Sturlungaöldin heillar menn greinilega enn þá, og í þessari ritgerð Jóns Thors Haraldssonar fá áhuga- menn um hana enn nokkuð til að velta fyrir sér. Hún er upphaflega prófritgerð höfundar frá háskólan- um í Osló, en hér þýdd á íslensku og birt sem 22. bindi í ritsafni Sagn- fræðistofnunar Háskóla íslands. Vettvangur þessarar ritgerðar er Suðurland á fyrstu öldum íslands- byggðar, nánar til tekið fram á Sturlungaöld. Á þeim tíma voru tvær höfðingjaættir valda- og áhrifa- mestar sunnanlands, Haukdælir um það bil á því svæði sem nú heitir Árnessýsla, og Oddaverjar þar aust- ar, í núverandi Rangárvallasýslu. Sá sem fyrstur hóf Oddaverja til vegs og virðingar var ekki minni maður en sjálfur Sæmundur fróði. Sonar- sonur hans, Jón Loftsson, varð svo einn áhrifamesti höfðingi landsins. Sonur hans, Sæmundur Jónsson, var höfuð ættarinnar um sína daga og hélt uppi töluverðri reisn. Að honum frá föllnum gekk hins vegar fljótt undan þeim frændum, og urðu Oddaverjar algjörlega undir í barátt- unni við nágranna sína, Haukdæli. íslenskir fræðimenn hafa lengst- um fylgt þeirri skoðun að hnignandi veldi Oddaverja hafi stafað af lyndis- einkennum þeirra, þeir hafi verið siðfágaðri og menningarlegar sinn- aðir en nágrannar þeirra. Einnig hefur verið bent á atriði eins og frilluiífi og þar af leiðandi úrkynjun sem hafi flýtt fyrir hrörnun ættarinn- ar, eða þá að þeir hafi verið haldnir ættardrambi, eða jafnvel að þeir hafi einungis verið friðsamir og nægju- samir úr hófi fram. Samkvæmt því sem lýst er hér í bókinni hefur hver fræðimaðurinn tekið þetta upp eftir öðrum, að því er virðast má oftast með lítilli eða engri gagnrýni. Viðfangsefni Jóns Thors Haralds- sonar hér í ritgerðinni er hins vegar að hrekja þessa kenningu og setja fram aðra í staðinn. Hann fer nokk- uð vandlega í saumana á heimildum um þá frændur, sérstaklega að því er varðar allar hugmyndir um meint lyndiseinkenni þeirra. Kemst hann að þeirri niðurstöðu að þeir hafi síður en svo verið í þeim mæli friðsamari eða siðfágaðri en aðrir samtímamenn þeirra að slíkt hafi ráðið valdahruni ættarinnar. Þvert á móti er útkoma hans sú að þeir hafi um flest verið ámóta í þessum efnum og aðrir menn af öðrum ættum sem uppi voru á sama tíma. Áftur á móti setur Jón Thor hér fram aðra kenningu í staðinn. Hún er sú að landsvæði það, sem yfirráða- svæði Oddaverja tók yfir, hafi ein- faldlega verið of lítið til þess að þeir gætu byggt á því nokkra umtalsverða sókn til áhrifa og valda. Til dæmis hafi þeim af þessum sökum verið ókleift að draga þar saman her sem gæti staðið Haukdælum á sporði þegar þeir fóru að beita sér af alvöru. Þegar þetta sé haft í huga verði menntun og siðfágun Odda- verja, hvað þá úrkynjun þeirra vegna margfrægs frillulífs ættfeðr- anna Jóns og Sæmundar, talsvert léttari á metunum en áður, ef leita eigi þar skýringar á ósigri þeirra í hinni miskunnarlausu valdabaráttu Sturlungaaldar. Ekki verður annað séð, að minnsta kosti eftir fljótlega skoðun, en að Jóni Thor takist hér að setja fram talsvert sannfærandi röksemda- færslu fyrir því að kenningin um lyndiseinkennin sé að minnsta kosti hæpin, ef ekki röng. Með öðrum orðum að Oddaverjar hafi ekki skor- ið sig svo úr sem siðfáguð prúðmenni á Sturlungaöld að það eitt hafi orsakað valdahrun þeirra. í ljós kemur þvert á móti, þegar farið er í saumana á heimildunum fyrir þeirri skoðun, að þær virðast í rauninni vera býsna veikar og hún öll byggjast fremur á almennum ályktunum en á beinni vitneskju. Aftur kunna einhverjar efasemdir að vakna varðandi hinn þáttinn í niðurstöðum höfundar, þann sem snýr að landþrengslum í Rangár- þingi sem orsök ófaranna. Þar kem- ur raunar á sama hátt og í hinu tilvikinu skortur á heimildum til sögunnar, því að til dæmis eru tölur um mannfjölda í Árnes- og Rangár- þingi frá þessum tíma vægast sagt ákaflega óáreiðanlegar. Og jafnvel þótt einhver munur hafi verið á fólksfjölda á þessum tveimur svæðum, og þar með möguleikum til að draga þar saman her, þá verður ekki séð að hann hafi verið svo stórvægilegur að Oddaverjar hafi þurft að þurrkast út sem valdaætt í landinu af þeim sökum. Framan af virðist, að því er þarna segir, valdastaða Oddaverja ekki síst hafa byggst á miklum tekjum Oddakirkju. Þcgar ný viðhorf í sjálf- stæðismálum íslensku kirkjunnar fóru að koma til sögunnar var því allgildum þætti undir veldi þeirra fyrst ógnað og síðan kippt burt. Auk þess fór það saman að um sama leyti upphófst meðal Haukdæla einn mesti leiðtogi sem landsmenn áttu um þær mundir, Gissur jarl. Enginn maður með neitt í áttina við sam- bærilega burði til höfðingja er hins vegar sjáanlegur meðal Oddaverja á sama tíma. Það má því meira en vera að það sem hér í bókinni er nefnt ósigur Oddaverja hafi a.m.k. að hluta til stafað af því að þeir áttu engan þann höfðingja sem hæfur væri til þess að halda til jafns við Gissur. Þetta eru þó vangaveltur um hluti sem trúlega verður seint svarað til nokkurrar hlítar. En þekkingu okk- ar á fornum tíma þokar ekki áfram nema menn ráðist á spurningar af eljusemi og reyni að svara þeim. Jón Thor Haraldsson hefur hér samið hressilega og fræðilega vandaða málsvörn fyrir Oddaverja. Einnig sýnist hann hér hafa hnekkt býsna röggsamlega þeirri skoðun að siðfág- un eða góðmennska þeirra frænda hafi valdið því sem hann nefnir ósigur ættarinnar. í staðinn hefur hann fært allgild rök fyrir þeirri skoðun að landþrengsli í Rangár- þingi hafi verið þar aðalástæðan. Hvort sem menn vilja samþykkja seinni skoðunina að fullu eða ekki þá virðist hitt þó liggja ljóst fyrir að landþrengslin hafi a.m.k. getað ver- ið hér meðvirkur orsakavaldur, þótt annað hafi kpmið til einnig. Og reynslan sýnir að áhugamenn um Sturlungaöld og atburði hennar reynast býsna margir þegar á reynir. Það er full ástæða til að benda öllum þeim áhugamönnum á að lesa þessa bók. Hún er vel samið og gott sagnfræðirit. Hvort sem menn eru sammála henni í öllum atriðum eða ekki þá sýnist hitt liggja ljóst fyrir að ekki verði um Oddaverja fjallað með sama hætti eftir útkomu hennar og áður. -esig

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.