Tíminn - 09.07.1988, Side 18

Tíminn - 09.07.1988, Side 18
18" Tíminfrí Laíigárdagur 9'.julí'’Í98á"J Verð frá kr. 89-101 -133 þús. KAUPFELOGIN Verð frá kr. 88 þús. KAUPFÉLÖGIN ARMULA3 REYKJAVIK SlMI 38900 Útboð Vesturlandsvegur í Mosfellsbæ 1988 ''/'V/M W Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint ' verk. Um er að ræða gerð tveggja hringtorga og undirganga fyrir fótgangandi umferð. Verki skal lokið 1. október 1988. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 12. júlí n.k. Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14:00 þann 25. júlí 1988. Vegamálastjóri Endurreisn laxa- stofnsins í Thamesá í hinni frægu Thamesá sem rennur gegnum London, enda oft nefnd Lundúnaáin, er hafið laxræktarstarf sem menn vonast eftir að skili góðum árangri á næstu árum Thamesá var áður fyrr þekkt lax- veiðiá, en iaxastofninn varð meng- uninni að bráð á sínum tíma, eins og fleiri þekktum laxveiðiám í Evrópu. Það mun hafa verið um 1957, að athugun leiddi í ljós, að fiskur fannst ekki í ánni á 30 mílna löngu svæði, ef undan er skilinn áll. Nokkrum árum seinna var hafist handa um að draga úr mengum á svæðinu og innan fárra ára urðu menn varir við að fiskur var kominn á fyrrgeinda svæðið, fyrst og fremst ýmsir sjávar- fiskar. Og fyrir nokkrum árum hófst fyrir alvöru endurreisn iaxastofnsins í ánni. Því starfi hefur miðað nokkuð áleiðis, því lax er farinn að ganga á ný í ána, þó í litlum mæli sé enn sem komið er, og þá af seiðum sem sleppt hefur verið í svæðið. Nýlega voru stofnuð á Englandi samtök, Thames Salmon Trust, til að gera ána að laxveiðiá að nýju. Stefna samtökin að því að árið 1991 gangi í ána um 1000 laxar úr sjó. Ætlunin er einnig að opna laxi leið um 26 stíflur á ársvæðinu og byggja klakstöð við ána, svo að laxinn aðlagist svæðinu. Seinustu sjö árin hafa rannsóknir verið framkvæmdar á ósasvæði Thamesár reglubundið, m.a. efna- innihald vatns. Jafnframt hefur verið unnið að því að minnka mengun á svæðinu. Talið er að nú sé tímabært að búast við því að laxinn geti hrygnt í ánni og náttúrulegur stofn orðið þar til að nýju. t>á verður komið fyrir fiskteljara svo unnt verði að fylgjast með laxagengd í ána. eh. Öflugri laxeldis- rannsóknir tryggðar Nýlega úthlutaði Rannsóknarráð ríkisins styrkjum til ýmiskonar fisk- eldisrannsókna, sem margir aðilar fengu hlutdeild í. AIls hlutu laxeldis- rannsóknir og skyld verkefni um 12,6 millj. kr., samkvæmt upplýsing- um í Fréttabréfi ráðsins, sem var að koma út. Hagkvæmari göngu- seiðaframleiðsla Verkefni varðandi stærð sjó- gönguseiða laxa í hafbeit hlaut 2 millj. kr. styrk, er kom í hlut dr. Vigfúsar Jóhannssonar, Veiðimála- stofnun ofl. og rannsókn vegna þró- unar aðferða til að greina nýrnaveik- issmit í laxfiskum fékk tæplega 1,2 millj. kr. í styrk. En fyrir þessu verkefni standa dr. Eva Benedikts- dóttir, Sigríður Guðmundsdóttir og Sigurður Helgason, Tilraunastöð Háskólans í meinafræðum að Keldum. Tálknveiki og tilraunir með súrefnisgjöf Þá voru veittar til könnunar á tálknveiki í laxaseiðum 2 millj. kr., en verkefni þetta er í höndum Sig- urðar Helgasonar, Tilraunastöð Háskólans í meinafræðum að Keld- um og til rannsókna á endurheimtum laxa úr sjó Norðanlands var veittur styrkur að fjárhæð 1 millj. kr., og að því standa dr. Tumi Tómasson, Viðimálastofnun og Veiðifélag Mið- firðinga í Húnavatnssýslu. Þá var sömuleiðis veittur styrkur að fjárhæð 0,5 millj. kr. til rannsóknar með súrefnisgjöf, lfotun á sjó vegna fisk- eldis, sem þeir Júlíus B. Kristins- son, Sigurður Magnússon og Logi Jónsson standa fyrir. Stórseiðaeldi og geldstofnaleit Þá var styrkt svokallað samræmt verkefni með 6 millj. kr. er varðar stórseiðaeldi, sem er verkefni Jónas- ar Jónassonar, Laxeldisstöðvar ríkisins í Kollafirði ofl, Líffræði- stofnunar Háskólans ofl., sem vinna að framleiðslu hrygnustofna og geld- stofna í fiskeldi og Björn Þ. Bjöms- son vegna rannsókna með vaxtar- hormón stórseiða. Rannsóknarráð gerði ráð fyrir samhæfingu á umsóknum á sviði fiskeldis í þeim tilgangi að hraða leit eftir aðferðum til að flýta eldi laxins og koma í veg fyrir ótímabæran kynþroska hans, eins og seinastnefn- da styrkveitingin ber með sér. Kom- ið hefði í ljós að þetta væri mikið vandamál í laxeldi hér á landi. eh.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.