Tíminn - 09.07.1988, Side 19

Tíminn - 09.07.1988, Side 19
Laggardagur 9. júlíJ988 , Tímimr 19' • illl!l!lllllll!l!!!!lll!lll!lllllllllllllll minning Jóhanna Blöndal Fædd 18. september 1903 Dáin 28. júní 1988 Hinn 28. júní s.l. lést á Sjúkrahúsi Skagfirðinga, Sauðárkróki, frú Jó- hanna Árnadóttir Blöndal. Hún fæddist á Geitaskarði í Aust- ur-Húnavatnssýslu hinn 18. sept- ember 1903. Hún var dóttir hjón- anna Hildar Sólveigar Sveinsdóttur og Árna hreppstjóra Þorkelssonar. Jóhanna ólst upp í hópi fimm glað- værra og tápmikilla systkina. Elst þeirra var Sigríður, síðar húsfreyja á Geitaskarði, gift Þorbirni Björns- syni, þá ísleifur lagaprófessor, kvæntur Soffu Gísladóttur Johnsen, Guðrún, gift Ólafi Johnson, stór- kaupmanni, Jóhanna, gift Jean Val- gard Blöndal, umboðsmanni Flugfélags íslands á Sauðárkróki, en yngstur þeirra systkina og sá eini sem eftir lifir er Páll, fyrrum bóndi í Glaumbæ í Langadal, síðar í Þór- laugargerði í Vestmannaeyjum, kvæntur Guðrúnu Aradóttur. Jóhanna naut ástríkis foreldra og góðra aðstæðna í uppvexti sínum. Hún var síglöð og björt yfirlitum, hárið svo mikið og fagurt að orð var á gert. Hún bjó yfir óvenju ríkum persónutöfrum, sem fylgdu henni alla ævi. Hún elskaði hljómlist og eitt af því, sem hún hafði hlotið í vöggugjöf var falleg söngrödd, en það gilti raunar um báðar systur hennar líka svo í æsku hennar var mikill söngur og gleði á Geitaskarði. Undirbúning sinn fyrir lífið hlaut Jóhanna á umsvifamiklu heimili foi- eldra sinna og á húsmæðraskóla, að þeirra tíma sið, en tuttugu og þriggja ára giftist hún Valgarði Blöndal eins og áður sagði og bjó upp frá því á Sauðárkróki. Börnin urðu fimm og eru þrjú þeirra á lífi. Elsta soninn, Kristján, misstu þau frumvaxta. Hildur Sólveig húsfreyja í Hvera- gerði, lést á 50. aldursári fyrir fáum árum. Hennar maður, Stefán Magn- ússon, trésmíðameistari lést ári síðar og var þungur harmur kveðinn, er þau voru kölluð burt. Árni, umboðs- maður Flugleiða á Sauðárkróki, kvæntur Maríu Gísladóttur. Álf- heiður, húsfreyja í Bandaríkjunum og Auðunn, flugvélavirki, Akureyri. Jóhanna og Valgarð bjuggu lengst af í Villa Nova á Sauðárkróki og var heimilið rómað fyrir myndar- skap og gestrisni. Þar geislaði hlýjan frá húsráðendum, svo að öllum hlaut að líða vel í návist þeirra. Það voru ekki bara bömin sem nutu umhyggj- unnar á því heimili, heldur hefi ég fyrir satt að í tíð þeirra hjóna hafi sjö gamalmenni kvatt lífið frá þeirra heimili, sem talar sínu máli um drengskap þeirra hjóna og mann- kærleika. Þrátt fyrir mikil umsvif á heimilinu vannst þeim hjónum tími til að taka þátt í félagslífinu á Sauðárkróki og voru þau bæði mjög virk m.a. í leiklistarstarfinu. Síðar,. þegar erfiðleikar steðjuðu að, breyttu þau heimilinu í Villa Nova í hótel, sem þau ráku um árabil. Ég átti því láni að fagna að kynnast þeim hjónum all náið vegna skyldleika konu minnar við Jó- hönnu. Henni var Jóhanna alla tíð einkar kær og eigum við hjónin ljúfar endurminningar frá okkar samfundum bæði hér heima og er- lendis. Við minnumst Valgarðs sem öðlingsdrengs, en hann féll frá 1965. Upp frá því fór heilsu Jóhönnu að hraka og síðustu árin dvaldi hún á Sjúkrahúsi Skagfirðinga, þar sem hún naut af einlægu þakklæti frá- bærrar umönnunar. Nú er þessi elskulega og mæta kona ekki lengur á meðal okkar og er kvödd með þökk og virðingu. Agnar Tryggvason. Styðjum guðlega viðleitni íslendingar til forna höfðu fjar- samband við lengra komnar verur á öðrum hnetti eða hnöttum og hlutu af því sambandi aukna orku, visku og göfgi. Þessar guðaverur höfðu hér mikil áhrif og heillarík. Hér myndaðist vaxiarbroddur mann- kyns. Hvergi var þá betur sungið, eða snjallar kveðið. Hvergi var þá fegurra fólk eða betur vaxið. En þjóðin tapaði þessu lífsnauð- synlega guðasambandi að mestu. Yfir gengu einhverjar hörmulegustu niðurlægingaraldir, sem nokkur þjóð hefur orðið að þola, svo hér lá við landauðn. Aftur hefur rofað til. Þjóðin hefur nú sótt fram til frelsis og velmegun- ar, og henni hefur á síðustu áratug- um fallið í skaut aukin hreysti og glæsileiki. Nú ríður á að tapa ekki aftur því, sem áunnist hefur, fara ekki fram hjá því marki, sem að hefur verið stefnt, með tilstyrk hinna æðri mátt- arvalda. Þjóðin má ekki hegða sér svo, að hún hrindi frá sér þeim styrk, sem henni hefur veist fyrir guðleg áhrifaöfl. Hér miðar margt til niðurrifs, sem þjóðin sjálf hefur yfir sig leitt vitandi vits, og gert ýmsa óhæfu leyfilega með setningu laga. Má þar nefna lög, sem leitt hafa til manndrápa, (fóstureyðingar) og nýsett lög (bjórlög), sem leiða til stórum auk- innar drykkju. Hin æðri öfl geta ekki veitt okkur af mætti sínum, þá hjálp sem við þurfum, nema við komum þar sjálf til móts, en brjótum ekki á bak aftur alla guðlega viðleitni okkur til handa. Hér kemur til okkar eigin kasta að styðja hina æðri viðleitni og vera þar með en ekki á móti. Ingvar Agnarsson. Slysavaldar borgi sjálfir að hluta Oft hef ég hugleitt hvað meira er hægt að gera til þess að fækka umferðarslysum. Viðtal í Tímanum 1. júlí s.l., við Benedikt Jóhannes- son, stærðfræðing, leiddi enn til slíkra heilabrota. Hann upplýsir þar, að um 14.000 þúsund ökumenn hafi valdið umferðarslysum á árinu 1987, sem leiddu til um 1.600 milljóna króna bótagreiðslna frá trygginga- félögunum. Að mínu mati eru það einmitt tryggingafélögin sem geta fækkað umferðarslysum og með því að láta slysavaldana bera hærri hluta kostn- aðarins. Tryggingafélögin létu öku- menn áður bera nokkra sjálfsáhættu, en hún var síðan afnumin. Ég held að það væri áhrifameira ef þeir sem valda slysi og tjóni vissu að þeir þyrftu að borga hluta kostnaðarins úr eigin vasa. Tillaga mín er sú að sjálfsáhættan verði tekin upp aftur, og þá kannski hærri en hún var, t.d. upp undir 50 þús. krónur. Það yrði bæði til þess að vara menn við og hvetja þá til að fara varlegar - og auk þess réttlátara að tjónvaldar séu ekki 100% tryggðir. Þá væri líka hægt að lækka tryggingaiðgjöld þeirra sem aka tjónlaust. Krístinn Björnsson Garðsláttur Tökum aö okkur að slá garða. Fast verð. Afsláttur ef samið er fyrir sumarið. Upplýsingar í síma 41224. || UMFERÐAR Góð orð 's> duga skammt. Gott fordæmi skiptir mestu máli Til sölu fasteignir á ísafirði og í Borgarfirði Tilboð óskast í eftirtaldar húseignir: Pólgata 2 og Hafnarstræti 16 (lóð), ísafirði. Stærð hússins er 843 m3. Húsið verður til sýnis í samráði við Óla M. Lúðvíksson, skrifstofustjóra sýsluskrifstofunnar á ísafirði, sími: (94) 3733. Skólagata 10, ísafirði. Stærð hússins er 613 m3. Húsið er til sýnis í samráði við Ólaf H. Kjartansson, skattstjóra, sími: (94) 3788. Hjallavegur 11, ísafirði. Stærð hússins er 936 m3. Húsið verður til sýnis í samráði við Kristin Jónsson, Vegágerð ríkisins, ísafirði. Bær III, Andakílshreppi, Borgarfirði. Stærð hússins er 789 m2. Húsið verður til sýnis í samráði við RúnarGuðjónsson, sýslumann, sími: (93) 71205. Tilboðseyðublöð liggja frammi í húsunum og á skrifstofu vorri. Tilboðum sé skilað á skrifstofu vora, Borgartúni 7, Reykjavík, fyrir kl. 11.00 f.h. þriðjudaginn 19. júlí n.k., en þá verða þau opnuð í viðurvist viðstaddra bjóðenda. INNKAUPASTOFNUN RfKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 Laus staða Umsóknarfrestur um stöðu sérkennara við Æf- ingaskóla Kennaraháskóla íslands er framlengdur til 20. júlí n.k. Umsóknir sendist menntamálaráðuneytinu, Hverf- isgötu 6, 150 Reykjavík. Menntamálaráðuneytið 5. júlí 1988. Kæru ættingjar og vinir. Innilegar þakkir fyrir hlýjar kveðjur, heimsóknir og höfðinglegar gjafir í tilefni 60 ára afmælis okkar 22. mars og 15. júní. Lifið heil. Guðfinna Sveinsdóttir Sigurður Eiríksson Garðafelli, Eyrarbakka. t Maðurinn minn, tengdafaðir og afi Jón Björnsson Hringbraut 87, Reykjavik verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 11. júlí kl. 15.00. Lára Guðmundsdóttir Ólafur Rafn Jónsson Daniele Somers Gylfi Jónsson Guðrún Bergsveins og sonabörn. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Björn Sigurbjörnsson vélstjóri Geitlandi 37, Reykjavik lést á Borgarspítalanum 7. júli. Sigurður Björnsson Oddgeir Sigurðsson Fjölnir Björnsson Eva Gestsdóttir börn og barnabörn.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.