Tíminn - 09.07.1988, Qupperneq 23

Tíminn - 09.07.1988, Qupperneq 23
l' C 0LaiU'9a^ t9 jLtj ýl Q 8 8 .Tíminn 2.3 SPEGILL 111 Hver heldur Joan aðhún sé einhver Elizabeth Taylor? % Joan Collins og ElizabethTaylor kunna að taka sig út. Þær eru báðar mikið fyrir áber- andi skartgripi (þó gim- steinar Liz séu frægari), dökkt hár þeirra greitt tæt- ingslega og báðar hafa þær dálæti á flegnum kvöldkjól- um, svo barmur þeirra fái að njóta sín. Elizabeth Taylor og Joan Collins þykja einhverjar glæsilegustu kon- ur veraldar, - og að ýmsu leyti eru þær líkar. Þær hafa allt til að bera til að heita „stórstjörnur" : fegurð, frægð, auðæfi og aðdáun ótal karla. Liz Taylor hefur alltaf verið fremst í flokki hjá „fallega, fræga og ríka fólkinu“, eins og „þotufólkið“ fræga er stundum kallað. En Joan Collins fylgir fast í spor hennar á mörgum sviðum. Sumir segja að Joan sé ekki síður glæsileg en Elizabeth hin fagra Taylor, - en áköfustu aðdáendur Liz eru illir út í Joan hina bresku, sem sé að slá um sig í Hollywood og ætti bara að vera heima hjá sér. „Hvað heldur hún eiginlega að hún sé, einhver Elizabeth Taylor? Það er heldur betur misskilningur hjá Joan, þó hún stæli Liz eftir mætti," segja þeir hálffúlir yfir uppgangi Joan Collins í Ameríku. Eitt breskt kvennablað tók þess- ar tvær frægðarkonur fyrir og bar saman nokkrar myndir af þeim með tilheyrandi athugasemdum. Einnig voru þeim gefnar einkunnir eftir fegurð, leikhæfileikum, frægð o.fl. Aðaleinkunnin úr 10 greinum kom vel út fyrir Elizabeth Taylor, því hún vann með 82 stigum, en Joan Collins fékk 77, en Joan fékk þó hærri einkunn í kynþokka (sex appeal). Þar fékk hún 10, en Liz 8, en hún fékk aftur á móti hærra fyrir leikhæfileika. Annars voru þær stöllur mjög jafnar. Það kom út að mjög margt var líkt með konunum, og virtist kenn- ing aðdáenda Liz Taylor, um að Joan væri að reyna að stæla hana á öllum sviðum, hafa heilmikið til síns máls. Við birtum hérna nokkrar mynd- ir því til sönnunar. Þarna eru báðar stjörnurnar með mikilfengleg hálsmen, í flegnum kjólum og með „tætings-greiðsluna“ .Báðar hafa þær skrifað frásögu af ævi sinni - og látið taka mynd af sér við auglýsingu um bókina með stórum andlitsmyndum af þeim sjálfum. SAMA HUG- MYNDIN SAMI MAÐUR- INN Það er svipað snið á kjólunum þeirra, og brjóstasýningin sú sama og vanalega. SAMA HÁLS- MÁLIÐ SAMI SVIPUR- INN George Hamilton er einn af „flottustu kavalerunum“ í Hollywood. Hann hefur verið fylgisveinn Elizabeth Taylor lengi, og því var það henni mikið áfall þegar hann fór að fara út með Joan Collins - þrátt fyrir að hún sjálf hefur veríð út og suður með gamla millanum sem er „besti vinur“ hennar núna.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.