Tíminn - 09.07.1988, Qupperneq 24
RÍKISSKIP
NÚTÍMA FLUTNINGAR
Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu,
0 28822
Auslýsinsadeild hannar
auglýsinguna fyrir þig
Ókeypis þjónusta
9
Tímtnii
Verður mór næsta
útflutningsvara?
Iðntæknistofnun íslands hlaut nýverið 700 þúsund
króna styrk úr rannsóknasjóði, til að gera forathugun á
möguleikum á að vinna virk kolefni úr íslenskum mó.
Guðjón Jónsson hefur umsjón með verkefninu fyrir hönd
Iðntæknistofnunar og sagði hann virkt kolefni nú notað í
síauknum mæli erlendis í síurfyrir neysluvatn.
Dýrt er að framleiða virkt kol- þvf var ákveðið að skoða þann
efni úr kolum en einnig er hægt að
framleiða það úr ýmsum öðrum
efnum sem gefa kolefni við bruna.
Erlendis er virkt kolefni t.d. fram-
leítt úr sagi, úrgangspappír og
kókoshnetum. Mór hefur verið
notaður í Hollandi og írlandi og
möguleika hér.
Forathugunin gengur út á að
athuga hvort mórinn sé nógu gott
hráefni. Hugsanlega verður ekki
hægt að nota hann ef öskuinnihald
mælist of mikið. Öskuinnihald hef-
ur mælst nokkuð hátt í þeim mó
sem rannsakaður hefur verið hér-
lendis.
Heimsmarkaðsverð er þó tölu-
vert hátt og er notkunin sífellt að
aukast. Mórinn gæti því hæglega
orðið næsta útflutningsvara
íslands, svo framarlega sem niður-
stöður þessarar forathugunar reyn-
ast jákvæðar.
Að sögn Guðjóns er ekki enn
farið að hugsa út í framhaldið á
málinu en reynist hráefnið gott,
opnast margar leiðir fyrir útflutn-
ing. Svar ætti að fást nokkuð fljótt,
að sögn Guðjóns mun það ekki
taka lengur en einn, tvo mánuði að
fá niðurstöðu úr forathuguninni.
Til er mikið af gögnum um rann-
sóknir á mónum. Menn hafa áður
horft til nýtingar á mó, einkum
sem eldsneyti. Áhuginn hefur jafn-
an verið sem hæstur þegarolíuverð
hefur verið hátt en í dag er frekar
mikil lægð og eru menn tregir að
leggja mikla peninga í slíkar rann-
sóknir þar sem olíuverð er tiltölu-
lega lágt.
Hráefnið er þó ekki af skornum
skammti og fáist jákvæð niðurstaða
verður hægt að byrja á tilrauna-
vinnslu og að kanna samstarf við
erlenda aðila. Þá mun að sjálf-
sögðu þurfa mun meira fjármagn í
rannsóknir og sagði Guðjón að
hafi menn heppnina með sér, taki
það 5 til 10 ár áður en framleiðslan
fer endanlega af stað.
Verði það hins vegar niðurstaða
forathugunarinnar að hreinsa verði
öskuna úr, veröur að sækja um
styrk upp á nýtt. Það var skilyrði
fyrir þessari styrkveitingu frá
Rannsóknaráði. Reynist nauðsyn-
legt að skilja efnin að verður það
sér verkcfni, að sögn Guðjóns. jm
Hækkunarbeiðni olíufélaganna fyrir verðlagsráði:
Vilja 7-10%
verðhækkun
Olíufélögin hafa farið fram á 7%
verðhækkun á bcnsíni, 10% hækkun
á gasolíu og 9% hækkun svartolíu.
Hcfur beiðnin verið lögð inn hjá
Verðlagsstofnun og verður hún tekin
fyrir hjá verðlagsráði í næstu viku.
Síðustu vikur hefur verð á unnum
olíum lækkað í verði í Rotterdam-
markaði en þrátt fyrir það telja
forsvarsmcnn olíufélaganna hér
heima nauðsynlegt að hækka vcrðið.
Er bæði um að ræða liækkun á
olíuverði sem slíku og einnig hækk-
un álagningar af hálfu félaganna
sjálfra.
Vilhjálmur Jónsson, forstjóri Ol-
íufélagsins hf., sagði að undanfarið
hefðu fjármunir runnið út af verð-
jöfnunarreikningi olíufélaganna og
ætti það einkum við gasolíuna. Inn
á þennan verðjöfnunarreikning er
fært tap og gróði olíufélaganna mið-
að við það olíuverð sem samþykkt
er hverju sinni í þeim tilgangi að
ekki sé stöðugt verið að breyta
smásöluverði olíunnar. Er reikning-
ur þessi í umsjón verðlagsstjóra.
Sagði Vilhjálmur að ástæður hækk-
unarinnar væru af tvennum toga.
Annars vegar hefði dollar hækkað í
verði að undanförnu, en öll innkaup
eru gerð í bandaríkjadollar. Hins
vegar hafi launakostnaður félaganna
aukist til muna með launahækkun-
um síðustu mánaða, sem hefðu átt
stærstan þátt í innlendum kostnaðar-
hækkunum. Af þessum sökum hafi
verð á olíu dregist aftur úr kostnað-
arvísitölu oiíufélaganna.
Óli Kr. Sigurðsson, eigandi Olíu-
verslunar íslands hf. Olís, sagði að
undanfarna þrjá mánuði hafi
olíuverð verið of lágt fyrir eðlilegan
rekstur olíufélaganna. Þeir væru
samt í'raun ekki að hækka olíuna
sjálfir þar sem þessi hækkunarbeiðni
væri til komin formsins vegna. Olíu-
félögin geti ekkert ákveðið sjálf í
þessum efnum. „Og hvað hefur ekki
hækkað síðustu mánuði?“ sagði Óli
Kr. Sigurðsson.
Hörður Helgason hjá Olís sagði
að meðalverð olíufélaganna í birgð-
um væri of lágt. Hækkunin núna
væri hækkun olíufélaganna annars
vegar og hækkun vegna gengisþró-
unar dollars hins vegar.
Árni Ólafur Lárusson, hjá Skelj-
ungi hf., sagði að verð á unninni olíu
hér heima væri alltaf á eftir heims-
markaðsverði. Orsakir þessarar
hækkunarbeiðni væri gengisfelling
íslensku krónunnar og styrking
bandaríkjadollars. Sagði hann að
núna væri verið að glíma við verð-
hækkunarsveiflu snemma í vor. Við
það bættist að útlit væri fyrir að
olíverðslækkun síðustu vikna á
markaðinum í Rotterdam hafi nú
stöðvast um sinn.
Að sögn Jóhannesar Gunnarsson-
ar, hjá verðlagsstofnun, liggur
beiðnin fyrir en ekki hefur verið
ákveðið hvenær hún verður tekin
fyrir. Ljóst er þó að það verður ekki
fyrr en í næstu viku þar sem sér-
fræðingur verðlagsráðs í olíuvið-
skiptum er ekki á höfuðborgarsvæð-
inu sem stendur. Venjufastir fundir
verðlagsráðs eru á miðvikudögum
og enn sem komið er hefur ekki
verið boðaður sérstakur fundur fyrri
hluta vikunnar vegna þessa máls.
KB
Sjávarútvegsráðuneytið stendur í flutningum þessa dagana, í fyrrum húsakynni ríkisútvarpsins að Skúlagötu 4.
Það verður því ekki langt að fara til að ræða hvalamálin við Hafrannsóknarstofnun því hún er með skrifstofur
sínar þar fyrir. Húsinu var lokað í dag vegna flutninga og hér sjást deildarstjórarnir Gylfí Gautur Pétursson og
Kristján Skarphéöinsson að drukkna í pappakössum. Timamynd Gunnar
Fjögur fyrjrtæki fá
að bjóða í Öskjuhlíð
Stjórn Innkaupastofnunar
Reykjavíkurborgar samþykkti á
fundi sínum 4. júlí, að gefa fjórum
verktakafyrirtækjum kost á að bjóða
í framkvæmdir vegna útsýnishússins
á hitaveitutönkunum í Öskjuhlíö-
inni. Er þar um uppsteypu á útsýnis-
húsinu og vetrargarði að ræða.
Ákvörðunin er byggð á bréfí Hita-
veitu Reykjavíkur þar sem mælt er
með því að þessi fjögur fyrirtæki geri
tilboð.
Fyrirtækin fjögur sem hlutu sam-
þykki eru Hagvirki hf., Byggðaverk
hf., ístak hf. og Ármannsfell hf.
Einnig sóttu Steintak hf. og Álftarós
um rétt til að bjóða í verkið en þeim
var synjað.
Gunnar Kristinsson, hitaveitu-
stjóri, var spurður hvers vegna þessi
fjögur fyrirtæki hefðu orðið fyrir
valinu en hin tvo ekki. „Þessi fjögur
fyrirtæki eru traust og vön og hafa
nóg af nauðsynlegum tækjum. Svo
er eiginfjárstaða þeirra góð. Steintak
og Álftarós uppfylltu einfaldlega
ekki þessi skilyrðisagði Gunnar.
Ákvörðunin mun m.a. hafa verið
tekin í ljósi úttektar verkfræði-
stofunnar Fjarhitunar hf. á fyrirtækj-
unum.
„Fyrirtækin munu gera sín tilboð
seinni hluta mánaðarins," sagði
Gunnar. JIH