Tíminn - 12.07.1988, Blaðsíða 8

Tíminn - 12.07.1988, Blaðsíða 8
8 Tíminn Þriðjudagur 12. júlí 1988 Tíminn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvaemdastjóri Ritstjórar: Aöstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.- Ut í auðnina Vaxandi áhyggjur af ástandi fyrirtækja benda til þess að fjármagnskostnaður í landinu sé kominn úr öllum böndum. Jafnvel þeir, sem hvað harðastir kenningasmiðir hafa verið um sjálfkrafa aðlögun atvinnuvega að háum raúnvöxtum og verðbóta- þáttum, eru nú farnir að tala um nauðsyn afskipta ríkisvalds af þessum málum. Jafnvel Alþýðuflokk- urinn, sem um tíma virtist hallur undir frjáls- hyggjustefnu, boðar nú að áður en þing kemur saman í haust verði að liggja fyrir ákveðin stefna í efnahagsmálum, annars þýði ekki að halda stjórn- arsamstarfinu áfram. Forustulið iðnaðarins, víglundarnir í samfélag- inu, boða annan daginn að íslenskan gjaldmiðil þurfi að tengja erlendum gjaldmiðli, en hinn daginn stíga þeir fram og tilkynna að hér sé þrjátíu til fjörutíu prósent vextir, og því sé ekki nema von að fyrirtæki leiti eftir erlendum lánum sem fást með allt niður í 3-4% vexti. Þetta eru hrikalegar yfirlýsingar, og raunar lítt dulbúin tilkynning um gjaldþrot frjálshyggjunnar. Það sem átti að jafnast af sjálfu sér hefur versnað, og í raun verður ekki séð í dag hvert fjármagnskostnaðurinn kemst ef ekkert verður aðgert. Þótt fjármagnskostnaður af erlendum lánum sé umtalsvert lægri virðist gengisáhætta ekki reiknuð inn í dæmið. Nú hefur dollarinn verið að hækka að undanförnu, og lán tekin í dollurum hækka frá degi til dags hvað sem vöxtum af þeim lánum líður. P»að er svo athyglisvert, að þegar boðað er að fyrirtækj- um skuli heimilt að taka erlend lán upp á einn milljarð króna berast umsóknir um átta milljarða króna í erlendum lánum. Sú skýring er gefin, að vegna mikið betri vaxtakjara sé eðlilegt að menn vilji taka lán í erlendum gjaldmiðli. Miðað við fyrrgreindar tölur er auðséð að þeir eru margir sem verða vonbiðlar erlenda fjármagnsins, þar sem ekki fæst að taka átta milljarða að láni. Erlendar lántökur og verðbréfasala, þar sem afföll eru ákveðin eftir hentugleikum, gerir næstum ómögulegt að hafa stjórn á innlendum peninga- markaði. Það heyrist jafnvel úr fjármagnsfyrirtækj- um að vaxtamálin séu orðin tóm vitleysa. Væri bönkum skipað að lækka vexti á innlánum myndu innlánin fara til fjárfestingarfélaganna. Sú leið virðist því ekki fær á meðan fjárfestingarfélögin fá að starfa svo að segja að vild. Bindiskylda banka hjá Seðlabanka átti að þýða stjórnun á útstreymi fjár, þ.e minnka þenslu, en bindiféð er að öllum líkindum runnið út í umferðina í gegnum lántökur ríksins. Pannig ber allt að sama brunni í efnahags- málum okkur. Hingað til hefur ekki mátt minnast á breytingu eða skerðingu á óhóflegu frjálsræði á peningamarkaði. Þá hefur frjálshyggjuliðið ætlað að sleppa sér. Hinsvegar eru búsifjar fyrirtækja vegna fjármagnskostnaðar orðnar slíkar, að frekar leita þau að átta milljörðum erlendis en líta við innlendum verðbréfasölum og fjármagnsfyrirtækj- um. Þau líta á þá leið eins og veginn út í auðnina. / garri „Hliðhollar" veðurfréttir Veðurstofa Suð-Vesturlands? i 'r raka yfir suð- -11 stiga heitir. x yfir hálend- . ’wmið upp I , wertmeira. . ‘ittfremur \ x (slenskt 'a "’™y" ^ )vl væta .ium kemur ; mannfólkinu ...ueið til lengdar. ^ _ a nann leggst (norðrið, kóln- _ nins vegar á þessu landi, þegar á heildina er litið. Norðanvindamir, sig á megináhrifum suðlægra oj norðlægra loftstrauma á lífið landinu og gróðuríar. Auk þess e hægt, án þess að gerast sekur ur tilætlunarsemi, að kreQast þess a starfsmenn Veðurstofunnar haf sér eins og starfsmenn Veðurstof íslands, lýsi veðri og veðurhorfun en sleppi eigin raati á þvf hver: konar veðurlag sé æskilegt fýr: landsmenn. Þess hefur raunar lenf: gætt hjá fréttamönnum útvarps o sjónvarps að þeir meti gildi frétt og upplýsinga út frá eigin bæjardyi: nm bAtl hotta hofi hotnoA moA ti Nú í miðri gúrkutíðinni er merki- legt mál komið upp hér í fjölmiðla- umræðunni. DV birti á föstudag lesendabréf þar sem því var skýrt og skorinort haldið fram að veður- fréttir Sjönvarps væru „hliðhollar" Norðlendingum. I Velvakanda Morgunblaðsins á laugardag kom svo aftur bréf þar sem því var haldið fram að þessar sömu veður- fréttir væru þvert á móti hliðhollar íbúum suðvesturhomsins. Hér er með öðrum orðum verið að bera það upp á veðurfræðingana I Sjónvarpinu að þeir taki málstað eins landshluta á kostnað annars. Eins og menn vita koma lægðirnar til okkar úr suðvestri. Það þýðir að þegar við lendum í lægðarennu þá er gjarnan rigning og slagveður á suðvesturhominu en betra fyrir norðan og austan. Þegar hann stendur aftur á móti úr norðri eða norðaustri gengur frekar á með rigningu og kulda norðan- og aust- anlands, meðan oftast er þá bjart og hlýtt syðra. Andstæð sjónarmið í þessari nýbyrjuðu deilu stendur skoðanaágreiningurinn sem sagt um það hvort veðurfræðingamir séu hliðhollir íbúum Suðvestur- lands eða íbúum norðanlands og austan. Hvort það hlakki í þeim þegar hann gengúr á með útsynn- ingsrigningar syðra, eða þvert á móti þegar hann leggst í kulda og rigningar fyrir norðan og austan. Til þessa hefur því ekki beinlínis verið haldið fram í málinu að þessir sömu veðurfræðingar stjómi veðr- inu og úthiuti íbúum landshlutanna góðviðri á víxl, allt eftir því hvemig hver þeirra um sig sé sinnaður. Til þess hlýtur þó innan tíðar að koma, því að eins og allir vita eru þetta hinir hæfustu menn á sínu sviði. Og ekki nóg með það, því að eins og allir vita þá er hér á ferðinni hápólitískt mál. Skilin á milli dreif- býlisins og þéttbýlisins á suðvestur- horninu hafa verið mikið til um- ræðu nú undanfarið. Eins og aliir vita hafa dreifbýlismenn kvartað mikið undan því að verslun, fjár- magn og umsvif öll væru í stórum stíl farin að færast suður. Öllum eru í fersku minni afleiðingar vaxtasprengingarinnar í vetur leið fyrir fiskvinnslu og verslun á lands- byggðinni. Að ekki sé gleymt þeim ásökunum að allt atvinnulíf úti á landi sé drepið í dróma fastgengis- stefhu og hávaxtapólitíkur á sama tíma og í Reykjavík séu nógir peningar til að leggja í Kringluna, ráðhúsið og skopparakringluna sem á víst að fara að byggja uppi á hitaveitugeymunum í Öskjuhlíð. Og ekki má hér heldur gleyma erfiðleikum landbúnaðarins og þeim mönnum sem helst vilja leggja hann allan niður. Veðrið inn í dæmið Og nú er sem sagt ekki annað að sjá en að starfsmenn Veðurstofu íslands séu að dragast af fullum krafti inn í þessar deilur. Héðan í frá má búast við því að grannt verði yfir því vakað hvort einhverjum þeirra verði það á að glotta svo sem út í annað munnvikið ef spáin er upp á það að hann gangi nú í slagveður í einhverjum lands- hlutanum. Og núna í gúrkutíðinni á blöðun- um mega þeir svo aldeilis eiga von á góðu verði þeim eitthvað slíkt á. Hendi það veðurfræðing að lýsa ánægju sinni með gott veður á Norður- eða Austurlandi, og þar með rigningu syðra, þá má hann eiga von á að fá landbúnaðarand- stæðinga yfir sig með óbótask- ömmum. Og kannski öfugt ef hon- um verður á að brosa eftir sólarspá fyrir höfuðborgarsvæðið. Málið snýst með öðrum orðum um sjálft jafnvægið á milli lands- hluta, á miili dreifbýlis og þéttbýl- isins syðra. Eins og sjá má er hér komið upp stóralvarlegt og hápólit- ískt mál. Að vísu getur það hent jafnvel bestu blöð að lúta að litlu í svokallaðri gúrkutíð, þegar aflir eru í sumarfríum, lítið að gerast í þjóðmálunum og fréttir þar af leiðandi með færra móti. En skoð- anaágreiningur á borð við þennan er þó meðal þess frumlegasta sem í þeim efnum hefur hingað til verið fundið upp. Það verður fróðlegt að fylgjast með framgangi mála að því er varðar þcnnan nýja átakapunkt í deilunum milli þeirra sem vilja íslenskan landbúnað feigan og hinna sem vilja viðhalda honum. Garri. VÍTT OG BREITT Flýja íslensku hungurvofuna Þarf maður nema að hlusta á Flugleiðaforstjóri fræddi þjóð- ina á því fyrir helgina að erlendir ferðamenn héldust ekki við hér á landi vegna matarokurs. Veslings útlendingarnir leggja í drjúgan kostnað til að komast til landsins, en héðan reyna þeir að komast hið allra skjótasta aftur til að horfalla ekki vegna bjargarleysis. Dæmið er einfalt. Erlendur ferðamaður gerir ráð fyrir að dvelja hér tiltekinn tíma og áætlar að uppihald kosti ákveðna upphæð. En svo bregður við að ferðapeningarnir eru uppurðir löngu fyrir áætlaðan brottfarardag og væntanlegir íslandsvinir eiga ekki málungi matar og verða að láta flytja sig af landi brott áður en skorturinn verður þeim að aldur- tila. Flugleiðir staðhæfa að óhugnan- legt matarverð bægi erlendum ferðamönnum frá enda fari þeim fækkandi í fyrsta sinn í mörg ár. Þetta er alvarlegt mál fyrir flutn- ingafyrirtæki og ferðamannaútveg- inn yfirleitt, en áhyggjufullum Flugleiðamönnum er ráðlagt að athuga hvernig verðlagningu er háttað á þeim hótelum sem þeir eiga og reka sjálfir. Okurstarfsemi En að erlendir ferðamenn flýi land vegna matvælaverðs er lítil- vægt hégómamál miðað við að þurfa að búa stöðugt við þá okur- prísa sem innfæddir verða að una. Þeir hafa ekkert að flýja þegar endar ná ekki saman í búreikning- unum. íslenskir neytendur eru orðnir svo vanir að láta bjóða sér hvaða ósvífni sem vera skal í sambandi við álagningu og okur á lífsnauð- synjum, svo sem mat og húsnæði að þeir halda að milliliðaþvælan sé nánast náttúrulögmál, sem ekki má hrófla við. Tíminn benti á dæmi í síðustu viku um hroðalega verðlagningu sem allir virðast steindofnir fyrir. Mjólkurís er seldur í sjoppum og ísbúðum með 400-500% álagningu miðað við heildsöluverð á ísjukk- inu út úr Mjólkursamsölunni. Ef mjólkurverð er lagt til grundvallar er álagningin nærri 2200%. Verðlagsstofnun og neytenda- samtök hafa gjarnan afskipti af svona verslunarháttum, ekki samt með þeim hætti að benda á milli- liðaokrið, heldur gera samanburð á hver okrar meira eða minna en annar. Með svoleiðis háttarlagi er neytendum gert meira ógagn en gagn og álagningarpúkinn fitnar á skyndibitunum. Höfuðskömm Neytendapakki málgagns við- skiptaráðherra sagði okkur s.l. laugardag, að hvert kíló af ýsuflaki kostaði 280 kr. á Selfossi, í Mikla- garði og í Hagkaupi. Engin meinipg var þar um hvort þetta er dýrt eða ódýrt. Verðlag á fiski til íslenskra neyt- enda er höfuðskömm og hefur verið lengi. Þeir sem þarna véla um ljúga að þeir fái svo mikið fyrir. hann í New York, London eða Lissabon að það verði að selja hann yfir búðarborðið á íslandi fyrir margfalt verð miðað við það sem fæst fyrir fiskinn á uppboðs- mörkuðum hér heima eða erlendis. fréttir um fyrir hvað fiskur er seldur á Faxamarkaði eða í Grimsby til að sjá að það er ekki nema brot af því verði sem neyt- endur í Reykjavík og á Selfossi þurfa að borga. Stundum er haft á orði að fiskur- inn á íslandsmiðum sé eign allra landsmanna. En það er nú ekki aldeilis þegar að því kemur að þeir þurfi að fá sér í soðið. Þá mega þeir kaupa hann dýrum dómum og í afskaplega óheiðarlegri samkeppni við fiskætur í fjörrum löndum. Fiskur á að vera og getur vel verið ódýr matur á íslandi. En þarna þarf að okra á mörlandanum eins og víðar og þeir sem verðgæslu þykjast stunda láta sér ekki detta í hug að athuga hvemig verðið verð- ur til, heldur aðeins að upplýsa hver okrar meira en annar. Verðlag á matsölustöðum og í sjoppum er með þeim hætti að maður á bágt með að skilja að þar skuli yfirleitt seljast nokkur matar- biti. En þetta er ekki allt á hausn- um þótt gjaldþrot séu með tíðasta móti í þeirri grein okurstarfsemi. En það er einmitt á svona stöðum sem útlendir ferðamenn þurfa að næra sig og þarf engan að undra þótt skotsilfrið dugi skammt. Matarskattur getur vegið þungt þegar hann leggst á mörg hundruð prósenta álagningu, sem búið er að maka á næringuna áður en 10 prósentin bætast ofan á. Ef það þarf alltaf útlendinga til að taka mið af er flótti þeirra til að forðast hungurvofuna á íslandi lýs- andi dæmi um hvemig ekki á að fara með þá sem kjósa að búa á landinu allan ársins hring. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.