Tíminn - 12.07.1988, Blaðsíða 9

Tíminn - 12.07.1988, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 12. júlí 1988 Tíminn 9 lliilíilllllllllillllH VETTVANGUR ........ : . _ " r ' . ' ^ 'lU ^ Gissur Pétursson, formaður Sambands ungra framsóknarmanna: Að vera eða vera ekki (í stjórninni) Er það spuming? Yfirlýsing ungra framsóknarmanna um að þeir hafi misst trúna á núverandi ríkisstjórnarsamstarf og skori því á ríkisstjórnina að segja af sér, hefur að vonum vakið mikla athygli. Þessi yfirlýsing er sett fram að vandlega yfirveguðu ráði og við gerum okkur fulla grein fyrir því að hún ein gerir ekki útslagið með þetta stjórnarsamstarf. Hins vegar Ieggur hún þungt lóð á vogarskálarnar sem vega þær skoðanir og þau viðhorf sem eru að gerjast innan Framsóknarflokksins, bæði meðal einstakra þingmanna og almennra virkra flokksmanna. En hver er rökstuðningurinn fyrir því að aðeins ári eftir að núverandi ríkisstjórn tók við völdum, sjá ungir fram- sóknarmenn ástæðu til þess að hvetja hana til að afsala sér völdum? Þáttur Þorsteins Pálssonar Við höfum oft bent á það að okkur þyki dugleysi forsætisráð- herrans með ólíkindum. Sem dæmi má nefna að á þessu eina ári hefur ríkisstjórnin gripið sex sinnum til efnahagsaðgerða sem við teljum að hafi verið illa undirbúnar og ár skýrra markmiða. Enda undirstrik- ar staða efnahagsmála nú vel hversu fálmkennd efnahagsstjórn forsætisráðherrans er. Vitaskuld gerðu allir sér það ljóst að þegar þrír stærstu og grónustu flokkarnir tóku sig saman um stjórnarsam- starf að þeir hefðu ólík viðhorf til þeirra aðgerða sem grípa þurfti til. Eins skal fúslega viðurkennt að á þessu ári sem ríkisstjórnin hefur starfað hafa ytri efnahagslegar að- stæður verið henni einkar óhag- stæðar. Við slíkar aðstæður er hins vegar aldrei meiri þörf á styrkri verkstjórn, trúnaði og sanngirni. Þessir þættir hafa hins vegar ekki reynst fyrirferðarmiklir í stjórnar- aðferðum núverandi forsætisráð- herra. Ungir framsóknarmenn eru ekki þeir einu sem eru á þessari skoðun. í forystugrein Morgunblaðsins sunnudaginn 3. júlí sl. eru hinir víðfeðmu efnahagserfiðleikar þjóðarinnar raktir og útlitið ekki bjart að mati höfundar. Hann segir: Því miður er ástæða til svartsýni um það, að tekist verði á við þessi verkefni. Ástæðan er fyrst og fremst sá veikleiki sem nú er í stjórnmálum þjóðarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn ætti að öðru jöfnu að hafa forystu um þá við- reisn þjóðarbúsins sem aðkallandi er. Staða hans hefur hins vegar veikst svo mjög að spyrja má hvort flokkurinn hafl styrk til þess að veita þá forystu. Það vita það allir, sem fylgjast með stjórnmálaumræðunni hér- lendis, að formaður Sjálfstæðis- flokksins á við djúpan innanhúss- ■ vanda að glíma. Vart þarf að geta aðdragandans að klofningi flokks- ins fyrir síðustu kosningar og myndun Borgaraflokksins. Tog- streita af svipuðu tagi virðist vera að myndast milli formannsins og borgarstjórans í Reykjavík, Dav- íðs Oddssonar, sem margir sjálf- stæðismenn líta til sem verðandi formanns flokksins. Davíð hefur að undanförnu lýst yfir vanþóknun sinni á aðgerðum ríkisstjórnarinn- ar og verið okkur ungum fram- sóknarmönnum sammála um að best sé að efna til kosninga að nýju. Með því hyggst Davíð kné- setja Borgaraflokkinn sem að undanförnu hefur komið mjög illa út í skoðanakönnunum, svo að hann geti ekki boði§ fram af styrk- leika gegn honum í borgarstjórnar- kosningunum 1990. Vafalaust myndi Borgaraflokkurinn koma illa út úr kosningum nú, en það eina sem hægt er að fullyrða er að um útkomu þeirra er að ný stjórn yrði ekki mynduð undir forystu Þorsteins Pálssonar. Vera kann að það sé einnig markmiðið í mál- flutningi Davíðs og leikur í valda- taflinu innan Sjálfstæðisflokksins. En skoðanir ungra framsókn- armanna eiga sér fleiri fylgismenn en áður eru taldir. Síðdegisútgáfa Morgunblaðsins, DV, tekur undir með yfirritstjóra sínum frá degin- um áður, í leiðara mánudaginn 4. júlí sl. Þar segir: Hvað er hæft í ásökunum ungra framsókn- armanna? Rétt er að ríkisstjórnin hefur reynst máttlaus í efnahags- málum. Einnig er rétt gagnrýnin á Þorstein Pálsson forsætisráð- herra, að hann hefur ekki sýnt þá festu, sem þurft hefur til að koma hinu ósamstæða liði saman. Getið er frammistöðu hans sem framkvæmdastjóra Vinnuveitenda- sambandsins, en síðan segir: Eftir að Þorsteinn varð formaður Sjálf- stæðisflokksins tók að draga úr tiltrú manna á atorku hans. Þó hefur hann af og til birst með tillögur og fyrirmæli sem tekið hafa af skarið. Með því hefur hann sýnt forystu - að minnsta kosti. En framkoma hans gegn Albert Guðmundssyni var vafasöm, eins og hún var gerð og kostaði Sjálf- stæðisflokkinn klofning og fylgis- tap sem flokkurinn fær kannski aldrei unnið upp að nýju. Sem forsætisráðherra hefur stjórnleysið ráðið mestu. Og það er vert að lesa þessa síðustu setningu í tilvitnun í leiðara DV frá 4. júlí sl. nokkrum sinnum. Hún segir allt sem segja þarf í málflutningi okkar ungra framsóknarmanna. Það er margyfirlýst skoðun Sam- bands ungra framsóknarmanna að öflugt og vel rekið atvinnulíf sé hornsteinn góðra lífskjara og eðli- legrar byggðaþróunar. Ringulreið- in og stjórnleysið sem t.a.m. hefur ríkt á fjármagnsmarkaðnum með óbærilegum okurvöxtum hafa hert svo sultarólina að atvinnulífinu í landinu að það er að þrotum komið. Gelt úr framsóknarhvolpum Hún kom mér fremur á óvart yfirlýsing Þorsteins Pálssonar í DV, mánudaginn 4. júlí, að gagn- rýni okkar á hann væri ósvaravert gelt úr framsóknarhvolpum. Ég hef álitið forsætisráðherra verðug- an andstæðing í stjórnmálum og talið hann geðprúðan og grandvar- an mann. Eg held mig enn um sinn við þá skoðun og trúlega endur- sþeglar menntskælingamálflutn- ingur hans við þetta tækifæri þá spennu og ringulreið sem er í stjórnarsamstarfinu og skapast hef- ur af forystuleysi hans. Yfirlýsingar af þessu tagi eru formanni Sjálf- stæðisflokksins til vansæmdar og segja meira um hug hans til ung- liðastarfs stjórnmálaflokka yfirhöf- uð en skýrar og málefnalegar skoðanir ungra framsóknarmanna á hinu pólitíska ástandi um þessar mundir. En hvad svo? Mér finnst eðlilegt að þingflokk- ur Framsóknarflokksins komi nú sem fyrst saman til að ræða stöðuna í stjórnarsamstarfinu og hug fram- sóknarmanna til þess. Ekki þó einungis vegna yfirlýsinga ungra framsóknarmanna. Ólafur Þórðar- son, þingmaður Framsóknar- flokksins í Vestfjarðakjördæmi, hefur látið af stuðningi við stjórn- ina. Guðni Ágústsson úr Suður- landskjördæmi hcfur hvatt til kosn- inga nú í haust og í sama streng hefur tekið Guðmundur G. Þórar- insson í Rejkjavík. Þá hefur Steingrímur Her- mannsson sagt að miðstjórn flokks- ins skuli koma saman í ágústmán- uði til skrafs og ráðagerða. Fyrir þeim fundi verður afstaða þing- flokksins og annarra stofnana flokksins til þessa stjórnarsam- starfs að liggja skýr fyrir. Afstaða SUF er öllum kunn. Það er alltaf erfitt að spá og sérstaklega um framtíðina, sagði einhver og það á svo sannarlega vel við um íslensk stjórnmál nú. Ef Framsóknarflokkurinn gengi út úr stjórnarsamstarfinu nú gæti hugs- anlega einhver stjórnarandstöðu- flokkanna gengið inn í samstarfið og líklega er Alþýðubandalagið ginnkeyptast fyrir því. Og verði því þá að góðu. Eins gæti minni- hlutastjórn íhalds og krata setið áfram og stjórnað með bráða- birgðalögum fram að þingsetningu og sýnist mér sem það sé líklegasta ráðið sem forsætisráðherra og fjármálaráðherra myndu grípa til - og auðvitað það allra versta. Vera kann að forsætisráðherra veldi þann kost að gefa kjósendum tækifæri til að stokka spiíin upp að nýju og það er vel. Vígstaða okkar framsóknar- manna er góð. Við höfum, þrátt fyrir allt, haldið vel á spilunum í núverandi stjórnarsamstarfi og komið góðum málum í gegn og nefni ég þar sérstaklega frumvarp um stjórnun fiskveiða. Gissur Pétursson. Það er okkur framsóknarmönn- um hins vegar öllum Ijóst að sú efnahagspólitík sem rekin hefur verið undanfarið ár er ekki pólitík Framsóknarflokksins, enda liggja afleiðingarnar Ijósar fyrir. Fjöl- mörg atvinnufyrirtæki ramba á barmi gjaldþrots, atvinnuleysi er framundan og óstjórnin í efnahags- málum er að leiða til meiri mis- skiptingar í tekjum og eignum en áður hefur þekkst hér á landi. Þá þróun verður að stöðva og mér þykir sýnt að það verður ekki gert í samvinnu við núverandi sam- starfsflokka í ríkisstjórn, nema annað fyrirkomulag verði fundið á stjórnarháttum. Stjórnmálaályktun miðstjórnar Sambands ungra framsóknar- manna endaði á þessum orðum: Ljóst er að aldrei hefur verið meiri þörf á samstöðu þjóðarinnar allrar um lausn þeirra gríðarlegu efna- hagsvandamála sem við er að etja. Framsóknarflokkurinn hefur sýnt að honum er treystandi til forystu við að sætta ólík sjónarmið þjóð- inni til heilla. Þar liggur hundurinn grafinn!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.