Tíminn - 12.07.1988, Blaðsíða 14

Tíminn - 12.07.1988, Blaðsíða 14
ðí nnifniT 14 Tíminn Þriðjudagur 12. júlí 1988 Frá menntamálaráðuneytinu Lausar stöður við framhaldsskóla Að Framhaldsskólanum á Húsavík vantar kennara í íslensku og stærðfræði í fullar stöður og í þýsku og frönsku sem jafngildi heillar stöðu. Að Fjölbrautaskólanum í Keflavík vantar kennara í vélritun. Um er að ræða hálfa stöðu. Við Myndlista- og handíoaskóla íslands er staða fulltrúa á skrifstofu skólastjóra laus til umsóknar. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 20. júlí. Menntamálaráðuneytið MINNING BLIKKFORM Smiðjuvegi 52 - Sími 71234 Öll almenn blikksmíðavinna, vatnskassavið- gerðir, bensíntankaviðgerðir, sílsalistar á alla bíla, (ryðfrítt stál), og einnig nælonhúðaðir í öllum litum. Póstsendum um allt land (Ekið niður með Landvélum). Vantar ráðskonu í sveit í sumar til að hugsa um 5 manna heimili í ca 2 mánuði. Upplýsingar í síma 95-1648. mmísmr Járnhálsi2 Sími 83266 110 Rvk Pósthólf 10180 r?Ti Dráttarvélarl Sannarlega peninganna virði. VELAR OG ÞJONUSTA HF. - Velaborg JARNHALSI 2 -SÍMI 83266 -686655 BILALEIGA meö útibú allt í kringum landið, gera þér mógulegt að leigja bíl á einum stað og skila honum á öðrum. Reykjavík 91-31615/31815 Akureyri 96-21715/23515 Pöntum bíla erlendis interRent Bílaleiga Akureyrar r r*-^ TOLVU- NOTENDUR Við í Prentsmiðjunni Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðir eyðublaða fVrir tölvuvinnslu ~__ l'KI N I SMIUJAN •—, Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000 Guðrún Jónsdóttir frá Kjós Guðrún Jónsdóttir móðursystir mín var í gær borin til moldar en hún lést eftir langvarandi heilsuleysi 3. júlí s.l. Guðrún var fædd að Kjós í Reykj- arfirði á Ströndum 1. sept. 1921. Hún var yngsta dóttir ömmu minnar, Petrínu Sigrúnar Guðmundsdóttur og síðari manns hennar, Jóns Dan- íelssonar, en hann var ættaður úr Eyjafirði. Guðrún ólst upp hjá foreldrum sínum til fjögurra ára aldurs, en þá var hún tekin til fósturs af föður- bróður sínum, Sigurgeir Daníels- syni, sem búsettur var á Sauðár- króki, og ólst að mestu upp hjá honum eftir það. Sennilega hafa uppvaxtarárin á Sauðárkróki verið bestu ár Guðrún- ar, því að meiri hluta ævi sinnar, eftir að fullorðinsaldri var náð, þurfti hún að glíma við fjölþætta erfiðleika og andstreymi. Innan við tvítugsaldur kynntist hún ungum manni, Pétri Péturssyni, sem hún varð mjög hrifin af og hann af henni. Þau munu hafa ætlað að eigast en örlögin höguðu því þó þannig að úr því varð ekki. Þau áttu saman einn dreng, Pálma, sem varð henni til mikillar ánægju, en gerði henni um leið erfiðara að koma sér áfram og afla sér menntunar. Pálmi er nú fyrir löngu orðinn fulltíða efnismaður. Á stríðsárunum kynntist Guðrún bandarískum hermanni og felldu þau hugi saman. f stríðslok gengu þau í hjónaband og hún fluttist til hans í Bandaríkjunum, eftir að hann hafði tekið þátt í innrásinni í Norm andí. Hrellingar stríðsins höfðu þó sett á hann óafmáanlegt mark. Hann var sá eini úr sínum herflokki sem lifði stríðið af. Allirhinirféllu. Þegarheim kom tókst honum ekki að afmá úr huga sér þær minningar og þjáðist það sem eftir var ævinnar af ólækn- andi sinnisveiki. Guðrún treysti sér ekki til að dvelja vestanhafs þegar svo var kom- ið og þau slitu samvistum eftir frem- ur skamma sambúð. Hún kom svo aftur heim til íslands með dreng sem þau eignuðust, Gunnar Mosty. Guðrún hafði þó áfram samband við tengdafólk sitt í Ameríku og fékk m.a. oft bréf frá tengdamóður sinni, sem henni var mjög hlýtt til. Hún er nú látin og einnig fyrrverandi eiginmaður Guðrúnar. Gunnar sonur hennar óx upp með móður sinni og varð mesti efnispilt- ur. Hann kvæntist og þau hjón eignuðust börn. En þá dundi ógæfan yfír. Gunnar var við köfunaræfingar í Straumsvík, þegar eitthvað fór úrskeiðis og hann drukknaði. Þetta gerðist26. apríl, 1980ogersennilega einhverjum enn í fersku minni. Gunnar var augasteinn móður sinnar og því má geta sér til, hvílíkt reiðarslag þetta var fyrir hana. Guðrún starfaði lengstaf við Landssíma íslands, bæði úti á landi og í Reykjavík. Fyrir nálægt aldar- fjórðungi kynntist hún ekkjumanni, nokkru eldri en hún var sjálf. Hann var einnig starfsmaður Landssímans og hét Jóhannes Sigurðsson. Þau hófu búskap saman, sem entist meðan bæði lifðu, en hann lést á síðasta ári. Jóhannes var vænn og traustur maður. Guðrún annaðist hann í ellinni og þau veittu hvort öðru þann félagsskap sem allir þarfnast. Oft var heilsa Guðrúnar þó svo slæm að vafasamt var hvort þeirra þurfti meira á hjúkrun að halda, hún eða Jóhannes. Á yngri árum, og reyndar alla tíð, bjó Guðrún yfir sérstökum persónu- töfrum. Hún var óvenjulega fjölhæf- um gáfum gætt, m.a. var hún vel hagorð og hefði sennilega getað þroskað þann hæfileika sinn ef annir brauðstritsins hefðu leyft það. Sem dæmi um það álit sem á henni var á unga aldri má geta þess, að hún fékk inngöngu í Húsmæðraskólann á Blönduósi, enda þótt hún væri með barn á fyrsta ári á arminum. Þetta mun hafa verið algert eins- dæmi á þeim tíma þegar litið var niður á ógiftar mæður og þeim voru flest sund lokuð í námi. Guðrún var einnig búin fjölþætt- um dulrænum hæfileikum og hefði sennilega getað orðið miðill ef hún hefði fengið rétta þjálfun. Sumir töldu að hún sæi inn í framtíðina við Gunn • It ra Guttormsdóttir Fædd 14. október 1895 Dáin 4. júlí 1988 í dag er til moldar borin móðir mín, Gunnþóra Guttormsdóttir frá Gilsárteigi, en hún andaðist að morgni þess 4. þ.m. á sjúkradeild dvalarheimilis aldraðra í Egilsstaða- kaupstað á nítugasta og þriðja ald- ursári. Gunnþóra fæddist að Ásgeirsstöð- um í Eiðaþinghá þann 14. október 1895. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurlaug Jónsdóttir og Guttormur Pálsson, Sigurðssonar stúdents á Eyjólfsstöðum, en kona Sigurðar var Ingunn Vigfúsdóttir, Ormssonar prests að Valþjófsstöðum í Fljótsdal. Gunnþóra dvaldist í foreldrahús- um til 5 ára aldurs, en var þá tekin í fóstur af Sigríði Hallgrímsdóttur og Gunnari Pálssyni, bónda á Ketils- stöðum á Völlum, en hann var föðurbróðir hennar. Á þessum tíma var Ketilsstaða- heimilið eitt hið ríkmannlegasta á Austurlandi og Gunnar Pálsson tal- inn einn af best stæðu bændum þar um slóðir. Þau Gunnar og Sigríður voru barnlaus en Sigríður átti þrjú börn eftir fyrri mann sinn, Þórarin í Beinárgerði. I uppvextinum á Ketils- stöðum var Gunnþóra í góðu atlæti á þeirra tíma vísu. Hún hlaut venju- lega barnafræðslu á heimiliskennur- um, sem dvöldu á Ketilsstöðum nokkurn hluta hvers vetrar. Að lokinni fermingu var hún send í unglingaskóla til Seyðisfjarðar, þar sem hún stundaði nám veturinn 1910-1911, en í fæði og húsnæði var hún hjá þeim hjónum Jóni í Múla og Valgerði. Veturinn 1911-1912 stundaði hún svo nám í Kvenna- skólanum í Reykjavík og bjó þá hjá Einari Sveini og Guðnýju Vilhjálms- dóttur á Grundarstíg 7. Veturinn ^^^¦: \' ¦- - j* .....&j? .^H 1912-1913 fer Gunnþóra svo aftur til Seyðisfjarðar og stundar nú saumanám á klæðskeraverkstæði, sem rekið var af Guðrúnu Gísladótt- ur. Þann vetur dvaldi hún hjá Eyjólfi Jónssyni, síðar útibússtjóra Islands- banka á Seyðisfirði. Þegar hér er komið sögu snýr Gunnþóra aftur heim til húsa fósturforeldranna að Ketilsstöðum og vinnur þar við al- geng bústörf. Um sumarið 1915 kom í Ketilsstaði ungur piltur, þá nýkom- inn frá námi við búnaðarskólann á Eiðum, Sigurbjörn Snjólfsson. Kynni þeirra Gunnþóru leiddu til nánari samvista, en þau voru gefin saman í hjónaband af séra Guð- mundi Þorbjörnssyni, fríkirkjupresti á Eskifirði, þann 11. maí 1916. Næstu þrjú árin vann Sigurbjörn í skógræktarstöðinni á Hallormsstað, en þau Gunnþóra fengu til afnota hjáleigubýli frá Hallormsstað, sem nefndist Ormsstaðir, og ráku þar smá búskap. Þá fluttu þau að Höfðasali á Völlum og bjuggu þar eitt ár. En 1921 kaupa þau hálfa jörðina Gilsár- teig í Eiðaþinghá af Þórarni Jóns- syni, síðar bankagjaldkera við Út- vegsbanka íslands á Seyðisfirði, og flytja þangað um vorið. Síðan eignuðust þau svo alla jörð- ina og bjuggu þar allan sinn búskap. Þeim Gunnþóru og Sigurbirni varð 14 barna auðið. Af þeim eru sjö á lífi og búa fjögur á Egilsstöðum og þrjú á höfuðborgarsvæðinu. Það læt- ur að líkum að Gilsárteigsheimilið var oft mannmargt, oft á tíðum um og yfir tuttugu manns í heimili. A þeim árum var ekki skroppið útí búð til að kaupa grillaðan kjúkl- ing og franskar kartöflur, svo hægt væri að gefa húsmóðurinni frí frá matseldinni. Þvotturinn var heldur ekki sendur í þvottahús eða börnin á dagheimili eða í leikskólann, enda var konan þá húsmóðir á sfnu heimili og meira en það, hún var kennari og sálusorgari þegar því var að skipta. Gunnþóra Guttormsdóttir var mikil húsmóðir og yndisleg móðir. Hún bar mikla umhyggju fyrir öllu, sem lífsanda dregur, og innrætti börnun- um sínum þá lífsskoðun. Vegna umsvifamikilla félagsstarfa eigin- mannsins þurfti Gunnþóra oft að sinna búrekstrinum utan húss jafnt og innan. Ég man ekki eftir að hafa heyrt hana kvarta undan því álagi. Seinustu árin hefur Gunnþóra búið á Egilsstöðum og notið skjóls af návist barna sinna, sem þar eru búsett. Við sem fjær höfum búið eigum þessum systkinum okkar mik- ið upp að unna fyrir þeirra umhyggju og hjálpsemi við móður okkar, sem við kveðjum í dag hinstu kveðju og biðjum henni guðsblessunar. Guttormur Sigurbjörnssoii

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.