Tíminn - 12.07.1988, Blaðsíða 19

Tíminn - 12.07.1988, Blaðsíða 19
,t>riöjudaggr1988 Tímihn 19 Enn dansar Arthur,93 ára! Hann Arthur Murray byrjaði að æfa dans fyrir 76 árum. Hann var svo feiminn í skólanum, að hann fór í danstíma 17 ára í New York, þ.e.a.s. árið 1912. Honum gekk það vel í dansinum, að nokkrum árum seinna byriaði hann sjálfur Arthur Murray, 93 að kenna dans. I fyrstu var hann ára, dansar við aðeins með danskennslu í bréfa- Kathryn konu sína skólaformi. Seinna stofnaði hann dansskóla og hafði víða útibú frá skólanum, sem góðir nemendur hans stjórnuðu en hann fór á milli. Það fór svo mikið orð af því, hve afkastamikill danskennari Arthur var, að hann var þekktur sem „maðurinn sem kenndi heiminum að dansa“. Fyrir 60 árum var hann á skemmtisiglingu ásamt Kathryn, eiginkonu sinni. Þá dönsuðu þau með sveiflu á þilfarinu og voru mynduð í bak og fyrir af farþegum, sem lærðu af þeim sporin. Nýlega voru þau enn á skemmti- siglingu. Þá var Arthur 93 ára, en frúin er eitthvaða yngri. Enn döns- uðu þau svo vel, að það tæmdist dansgólfið til að gestir gætu horft á þau. Ekki var sveiflan eins kraft- mikil og fyrrum, en óneitanlega dansa þau Murray-hjónin með glæsibrag enn í dag. Mjólkur- pósturinn Hinn vellríki gamanleikari Benny Hill er alltaf tryggur heima- bæ sínum, Southampton. Nú er orðið nokkuð um liðið, síðan hann var mjólkurpóstur þar, en yfirvöld- in hafa ekki gleymt því og heldur ekki hinu, að Benny á enn lög- heimili í Southampton. Það er vegna þessa góða minnis yfirvalda, að ákveðið hefur verið að gera Benny að heiðursborgara á staðnum. ... eins og fyrir 60 árum á skemmti- ferðaskipinu, — en þá var sveiflan heldur kraftmeiri hjá honum en í dag með grænu augun Áströlsku kvikmyndaleikararnir sem komið hafa í sviðsljósið á síðustu árum hafa orðið geysivin- sælir um allan heim. Fremstan í flokki áströlsku „sjarmöranna" má telja hann Bryan Brown. Hann höfum við m.a. séð sem Joe Harm- an í sjónvarpsþáttunum frá stríðs- árunum „A Town Like Alice“ og ekki er hann síður minnisstæður sem hinn grófgerði Luke O'Neill í sjónvarpsþáttunum „Þyrnifuglarn- ir“. Þar lék hann á móti Rachel Ward, og varð það „ást við fyrsta koss“ sem þau kysstust við kvik- myndatökuna. Þau voru svo orðin hjón um líkt leyti og upptökum á Þyrnifuglunum lauk. - Þau Rachel og Bryan gætu ekki verið komin úr ólíkara um- hverfi, segir samstarfsmaður þeirra einn frá „Þyrnifugla-tímanum". Rachel Ward er af ríkum breskum aðalsættum en Bryan Brown er úr ástralskri verkamannastétt. „Ég hef oft leikið hálfgerða rudda,“ segir Bryan, en hann bætir því við, að það sé langt frá því að hann sé eitthvert karlrembusvín í veruleikanum. „Ég er rómantískur og viðkvæm- ur, enda er ég alinn upp hjá móður minni og systur, og mér hefur alltaf þótt gott að umgangast kvenfólk. Nú er ég giftur indælli konu og við eigum tvær dásamlegar dætur. - Þið sjáið,... mér er það áskapað að vera umkringdur konum sí og æ. Ég gæti hugsað mér að eignast margar dætur, þó það þýddi það að erfitt væri að komast á baðherberg- ið! Ég yrði bara að byggja nýtt hús með mörgum baðherbergjum.“ Bryan Brown, kvenna- gullið ástralska, heillar konur um allar álfur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.