Tíminn - 04.08.1988, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.08.1988, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 4. ágúst 1988 Menningarstarfsemi á Vestfjörðum heiður Magnúsdóttir, og foreldrar hans, Ólafur Magnússon og Ólafía Egilsdóttir, hafa verið samhent í þessu rnáli, en Ólafur gætir safnins daglega. Vel þekkt er hjálpsemi og gestrisni þessa fólks við ferðalanga og aðra. Egill hefur verið flugvall- arstjóri og oft liðsinnt fólki. Sjóminjasafn á ísafirði Fyrir skömmu hófst starfsemi sjóminjasafns á ísafirði, enda þótt ekki sé búið að ganga fyllilega frá því. Mun hafa verið talið skyn- samlegara að lofa fólki að skoða Töluvert hefur verið að gerast í byggðasafnamálum hér á landi á seinni árum. Er það vel því að söfnin eiga sinn mikilvæga þátt í að gera þjóðina að menningarþjóð. Þau eru því ómissandi í hverju byggðarlagi. Tvö söfn á Vestfjörðum verða nú gerð sérstaklega að umtalsefni, annað er safnið að Hnjóti í Örlygshöfn og hitt er sjóminjasafn á ísafirði, sem hóf starfsemi sína nýlega. Er þá ekki gleymt safni til minningar um Jón Sigurðsson, forseta að Hrafnseyri, sem sómi er að. Byggðasafnið á Hnjóti Byggðasafnið á Hnjóti er afrek Egils Ölafssonar, sem byrjaði ung- ur að safna munum og áhöldum til safnsins. Það er einkar vel búið, með miili 2 og 3 þúsund muni, þar á meðal marga merka gripi, sem komið er haganlega fyrir í góðu húsnæði. Safnhúsið byggði Vestur- Barðastrandarsýsla skömmu fyrir 1980, eftir að hafa þegið safnið að gjöf frá Agli Ólafssyni. Egill hefur ekki látið deigan síga þó að safnið sé komið í gott hús og sé fullskipað, ef svo má segja. Við hlið safnhússins hefur verið komið fyrir víkingaskipinu, sem var í Vatnsfirði á þjóðhátíðinni 1974. f>á hefur Egill Ólafsson bjargað frá glötun fyrsta afdrepinu sem haft var við flugstjórn á'Patreks- firði og komið því fyrir hjá safnhús- inu að Hnjóti. Hús af þessari gerð voru notuð við marga flugvelli úti á landi. En búið er að endurnýja þau öll, með betri húsakosti, og mun flugstöðin að Hnjóti vera sú eina sem enn er til. Þetta þakkar- verða framtak Egils á Hnjóti, al- gerlega upp á eigin spýtur, er vissulega vísir að flugminjasafni. Flugvöllur við Patreksfjörð, hjá Sauðlauksdal, kom fyrst til sögunn- ar 1962 í þágu sjúkraflugs Björns Pálssonar og síðar, 1965, varð hann viðurkenndur til almenns farþegaflugs. Það er víst að fjölskyldan að Hnjóti, Egill, kona hans, Ragn- Frá Byggðasafninu á ísafirði. Fallbyssan í forgrunni og víraklippur til hliðar. I baksýn er Tjöruhúsið svonefnda, elsta hús á landinu. runinn: eh. safnið í sumar, en að hafa það lokað vegna þess merkingar vant- aði á gripi og áhöld, auk þess sem unnt væri að þróa það eftir því sem reynslan sýndi. Safnið er aðallega til húsa í svonefndu Turnhúsi í elsta hluta ísafjarðar. Á minja- safnssvæðinu er einnig elsta hús á landinu, Tjöruhúsið, auk Kram- búðar og Faktorshúss. Safnvörður býr í seinastnefnda húsinu og einnig er búið í Tjöruhúsinu, en það mun vera talið heppilegt fyrir húsið. Við opnun sjóminjasafnsins bár- ust því að gjöf frá stjórnvöldum fallbyssa og víraklippur, sem varð- skipið Týr kom með og Sigurður í>. Árnason, skipherra, afhenti heimamönnum. Fallbyssan er 25 mm og um aldargömul og í góðu lagi. Víraklippurnar voru leyni- vopn Landhelgisgæslunnar í þorskastríðinu og reyndust mjög áhrifaríkar. Alls mun hafa verið skorið með klippunum á togvíra tæplega 150 sinnum, þar af hjá breskum togurum í 115 skipti og hjá vestur-þýskum togurum 30 sinnum. Sýnt er að safnið í ísafirði sem geymir elstu hús landsins býr vel að inörgum merkilegum munum, áhöldum og tækjum í sjóminja- safni, og sýna þeir atvinnu- og lífsháttasögu þjóðarinnar um aldir. Þeir ferðalangar, sem leið eiga um Vestfirði ættu því að líta við á Hrafnseyri, í Byggðasafnið á ísa- firði og á Byggðasafn Egils Ólafs- sonar að Hnjóti. eh Minjasafnið að Hnjóti, kennt við Egil Ólafsson. Víkingaskipið til hliðar og í baksýn sést í flugstöðina. Aðalfundur Sambands vestfirskra kvenna: Fólk flýr undan háu raforkuverði „Orkuverð á Vestfjörðum er stór kostnaðarliður í útgjöldum heimil- anna. Það er brýnt hagsmunamál heimila á Vestfjörðum og víða á landsbyggðinni að orkuverð sé lækkað,“ segir í ályktun aðalfundar Sambands vestfirskra kvenna, sem Gunnar H. Hall hefur verið ráðinn skrifstofustjóri á Hagstofu fslands og staðgengill hagstofu- stjóra frá 1. ágúst 1988. Gunnar lauk prófi í þjóðhags- kjarna frá viðskiptadeild Háskóla íslands 1976 og mastersgráðu í þjóðhagsfræði frá Uppsalaháskóla 1981. Hann var kennari í þjóðhag- fræði og stærðfræði við Verslunar- skóla íslands 1976-1978. Að loknu námi í Svíþjóð hóf hann störf sem sérfræðingur hjá Fjárlaga- og hag- sýslustofnun í ágúst 1981, var skrif- stofustjóri þar frá því síðla árs 1983 til ársloka 1987 og settur hagsýslu- stjóri frá ársbyrjun 1988. Gunnar var í stjóm Skipaútgerðar rfkisins frá september 1982 og hefur verið í stjórn Norræna hagrannsóknar- haldinn var á Bíldudal 2. og 3. júlí sl. í boði Kvenfélagsins Framsóknar á Bfldudal. „Okkur finnst tími til kominn að þingmenn kjördæmisins geri sér grein fyrir því, að á sama tíma og Landsvirkjun greiðir hagnað af ráðsins frá því á árinu 1986. Eiginkona Gunnars er Sigurveig Alfreðsdóttir hjúkrunarfræðingur og eiga þau þrjú böm. rekstri sínum, er orkuverð á Vest- fjörðum svo hátt, að stór hluti af tekjum heimilanna fer í raforku- kaup. Staðreynd er að fólk flýr héðan vegna þessa. Við skorum á stjórnvöld að beita sér fyrir því að orkuverð á landsbyggðinni lækki og verði það sama um allt land.“ Auk venjulegra aðalfundarstarfa voru mörg mál rædd og gerðar um þau ályktanir. Má þar nefna réttar- stöðu heimavinnandi fólks, vegamál á Vestfjörðum, sem konum þótti vera í miklum ólestri, og umhverfis- mál. í lok fundarins fór fram kosning ritara og var Guðrún Jóhannesdótt- ir, Bolungarvík, kosin í stað Elísa- betar Agnarsdóttur, sem verið hefur ritari sl. 6 ár en gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Jóhanna Kristjáns- dóttir, Kirkjubóli, sem setið hefur í varastjórn sambandsins í 25 ár, baðst nú einnig undan endurkosningu. Voru henni þökkuð mikil og óeigin- gjörn störf í þágu kvenfélagshreyf- ingarinnar á Vestjörðum, og var hún einróma kosin heiðursfélagi sam- bandsins. Fundarstjóri var Hrafnhildur Þór, fundarritarar Jóhanna Kristjáns- dóttir og Elísabet Agnarsdóttir. Gestir fundarins voru stjórnarkonur úr Kvenfélagasambandi íslands, þær ■ Sigríður Ingimarsdóttir, varafor- 1 maður K.I. og ritstjóri Húsfreyjunn- ar, og Sigrún Sturludóttir gjaldkeri K.í. Hagstofa íslands: GUNNAR H. HALL SKRIFSTOFUSTJÓRI Umferð um verslunarmannahelgina tekur sinn toll: VEGIRNIR UPPTÆTTIR Umferðin um verslunarmanna- helgina tók sinn toll af vegum landsins og þá sérstaklega malar- vegunum. Þeir sem voru í seinna lagi að koma sér heirn úr ferðalög- um helgarinnar urðu áþreifanlega varir við holótta og torfarna malar- vegi. Ástand þeirra var ekki síst að þakka öllum hinum bílunum, sem fóru þessa sömu leið á undan. Hinir sem héldu sig við malbikið voru heppnari. „Malarvegirnir spillast af þessari auknu umferð, þeir standast bara ekki álagið. Þeir aflagast og verða holóttir," sagði Ólafur Torfason hjá vegaeftirliti Vegagerðar ríkis- ins. Vegagerðin mun þó ekki gera neinar sérstakar ráðstafanir til að bæta tjónið, aðrar en þær að hefla vegina þar sem því verður við komið. „Heflun fer í gang þar sem veður leyfir. Ef það er hæfilega rakt verður heflað og reynt að koma lagi á vegina að nýju,“ sagði Ólafur. Vinnuflokkar Vegagerðarinnar eru um Jaessar mundir uppteknir við allar þær framkvæmdir sem Vegagerðin stendur fyrir í ár, sem önnur ár. Þess má geta að samtals eru um 130 verk unnin á vegum Vegagerðar ríkisins á landinu í sumar. Þetta eru verk af öllum stærðargráðum og gerðum, ailt frá frágangi við verk frá fyrri árum, sem kosta innan við eina milljón króna, til gerðar 3 km langra jarðganga í gegnum Ólafsfjarðar- múla. Það er langstærsta verkið á þessu ári og er 120 milljón krónum veitt í það. JIH ENN LANDRIS Landris og skjálftavirkni heldur áfram við Kröflu. Samkvæmt upp- lýsingum sem fengust hjá Norrænu eldfjallastöðinni í gær, hefur bilun í tölvu sem sendir boð um landris, torveldað að hægt hafi verið að fylgjast með landrisinu á þessum slóðum stðan á laugardag. Að sögn Eysteins Tryggvasonar há Norrænu eldfjallastöðinni var landris fram á laugardag eins og verið hefur undanfarnar vikur. Eysteinn sagði að ekki væri hægt að segja hversu landið hefði risið mikið síðan þessi hrina hófst, en í fyrravet- ur reis land á fimm mánuðum um 20 sentimetra, og sagði hann að landris- ið virtist vera svipað nú og þá. Á laugardagskvöld var dálítil skjálfta- virkni á svæðinu, heldur minni en þegar hún var mest á dögunum. -ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.