Tíminn - 04.08.1988, Blaðsíða 16

Tíminn - 04.08.1988, Blaðsíða 16
16 Tíminn Fimmtudagur 4. ágúst 1988 SVEITARSTJÓRNARMÁL Sveitarstjórnarmál 3. tbl. 1988 er hclg- að tveimur málaflokkum: fræðslumálum og jafnrétti karla og kvenna. Sigurður Helgason, deildarstjóri í menntamála- ráðuneytinu, skrifar grein í tilefni af því að hinn 1. júní voru 80 ár frá upphafi skólaskyldu á íslandi, Sigrún Gísladóttir, skólastjóri Flataskóla í Garðabæ, skrifar um hlutverk skólans í þjóðfélagi nútím- ans, Böðvar Stefánsson, skólastjóri á Ljósafossi, skrifar um fyrsta heimavistar- skólann í sveit 40 ára og Ólafía Jakobsdóttir um Múlakotsskóla á Síðu. Elsa S. Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisráðs, ágrcin um ráðið, eneinnig ciga greinar um jafnréttismál: Aðalhciður Alfreðsdóttir, formaður jafnréttisnefndar Akureyrar, Lára V. Júlíusdóttir, aöstoð- armaður félagsmálaráðherra og Pálína Skarphéðinsdóttir, sem segir frá starfi forðagæslumanns. Sigríður Ingvarsdóttir, formaður Barnaverndarráðs tslands, á grein um umdæmaskipan barnaverndarnefnda, Hulda Valtýsdóttir, formaður menning- armálanefndar Reykjavíkurborgar, kynnir starf ncfndarinnar og Sólveig Brynja Grétarsdóttir, formaður umfcrð- arnefndar Hafnarfjarðar, skrifar um um- ferðarfræðslu. Gunnar H. Ágústsson verkfræðingur skrifar um fjöru- og sjávarmengun, Ing- unn St. Svavarsdóttir, oddviti á Kópa- skeri skrifar fréttir úr strjálbýli og síðan cru greinar um 50 ára afmæli Hvamms- tangahrepps og 80 ára afmæli Hafnar- fjarðarbæjar. Forystugreinin „Um byggð- arkjarna" ritar Sigurgeir Sigurðsson, for- maður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Forsíðuinynd er af Hvammstanga. 6.TBL19S8 Óskum eigcndum og áhöfn til hamingju með þetta glæsilega skip, sem er smíðað i skipasmíðastöð Sirnek Flekkefjord. SöluaSili í Noregi: Vestlandske FartygbyBgjarlag, Bergen Umboð á íslandi: BtNtDIKÍ SVFINSSON hr!. Au^turstrund 1 -- Simi 610223 ÆGIR 6. tbl. 81. árg. ■ Rit Fiskifélags íslands í þessu blaði af Ægi er m.a. skrifað um Ijósátur. Það erdr. ÖlafurS. Ástþórsson sem skrifar greinina: Veiðar og nýting Ijósátu. Þá er grein um Verðjöfnunar- sjóð. Einnig er sagt frá skólaslitum Stýri- mannaskólans í Reykjavík 1988. Gissur Pétursson skrifar greinargerð um starfs- fræðslu fiskvinnslunnar. Sagt er frá heildarafla í jan.- apríl 1988 og 1987 og ísfisksölum í maí 1988. Kynnt eru ný fiskiskip og fleiri greinar um útvegsmál og sjávarafla er í blaðinu. Á forsíðu er mynd af skipinu Ými HF 343. Ritstjóri er Þorsteinn Máni Árnason. Rjómabúið á Baugs- stóðum opið Eins og undanfarin sumur verður gamla rjómabúið hjá Baugsstöðum austan við Stokkseyri opið almenningi til skoðunar í sumar síðdegis á laugardögum og sunnu- dögum í júlí og ágúst milli kl. 13:00 og 18:00. Tíu manna hópar eða fleiri geta fengið að skoða rjómabúið á öðrum tíma, ef haft er samband við gæslumenn í síma 98- 22220 (Ólöf), 98-21972 (Ingibjörg) og 98-21518 (Guðbjörg) með góðum fyrir- vara. OPIÐ HÚS - fyrir erlenda ferðamenn í Norræna húsinu í „opnu húsi“ í Norræna húsinu íkvöld, flmmtud. 4. ágúst kl. 20:30, talar sr. Heimir Steinsson þjóðgarðsvörður um Þingvelli, hvert hlutverk þeirra hafi verið í vitund þjóðarinnar og sögu. Spjall Heimis verður flutt á dönsku, enda er dagskráin í „opnu húsi“ einkum ætluð norrænum ferðamönnum, en ís- lendingar cru engu síður velkomnir. Eftir kaffihlé verður sýnd kvikmyndin „Þrjár ásjónur íslands" með norsku tali. I anddyri hússins stendur nú yfir sýning á íslenskum steinum og í sal er sýning á landslagsmálverkum eftir Jón Stefánsson. Bókasafnið og kaffistofan verða opin til kl. 22:00 eins og venja er á fimmtudög- um meðan „opið hús“ verður á dagskrá í sumar. I bókasafni liggja frammi bækur um ísland og íslenskar hljómplötur. Aðgangur er ókeypis. Minningarkort SJÁLFSBJARGAR í Reykjavík og nágrenni fást á eftirtöldum stöðum: Reykjavík: Reykjavíkur apótek, Garðsapótek, Vesturbæjarapótek, Kirkjuhúsið við Klapparstíg, Bókabúð Fossvogs, Grímsbæ við Bústaðaveg, Bókabúðin Embla, Drafnarfelli 10, Bókabúðin Úlfarsfell, Hagamel 67, Verslunin Kjötborg, Búðargerði 10,- Hafnarfjörður: Bókabúð Olivers Steins, Strandgötu 31. Kópavogur: Pósthúsið. Minningarkort fást einnig á skrifstofu Sjálfsbjargar, Hátúni 12. Gíróþjónusta. Sumarferðalag Verkakvenna- félagsins Framsóknar Hið árlega sumarferðalag Verka- kvennafélagsins Framsóknar verður farið 7.-9. ágúst nk. Farið verður um Skaga- fjörð og gist á Sauðárkróki. Nánari upplýsingar á skrifstofu félags- ins. Sími er 688930. BILALEIGA meö útibú allt í kringum landiö, gera þér mögulegt aö leigja bíl á einum staö og skila honum á öörum. Reykjavík 91-31615/31815 Akureyri 96-21715/23515 Pöntum bíla erlendis interRent Bílaleiga Akureyrar v TÖLVU- NOTENDUR Við í Prentsmiðjunni Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðir eyðublaða fyrir tölvuvinnslu Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000 Bridgefélag Sigluf jarðar 50 ára í tilefni af 50 ára afmæli sínu mun Bridgefélag Siglufjarðar efna til stórmóts í tvímenningi helgina 3.-4. sept. Spilað verður samkvæmt Mitchcll-kerfi, líklega þrjár 28 spila lotur. Vegleg peningaverð- laun eru í boði. Fyrir hæstu skor í hverri lotu verða ferðavinningar frá Samvinnu- ferðum/Landsýn. Auk þess verða veittar viðurkenningar fyrir 6.-10. sæti. Spila- mennska hefst kl. 10:30 laugardaginn 3. sept. á Hótel Höfn. Keppnisstjóri verður Hermann Lárusson. Tilkynning um þátttöku þarf að hafa borist fyrir 20. ágúst, en hámarksfjöldi þátttakcnda er 50 pör. Skráning er hiá Samvinnutryggingum (96-71228)"á skri’f- stofutíma. Keppnisgjald er 5000 kr. á par. Pennavinur í Bandaríkjunum 37 ára gamall Bandaríkjamaður óskar eftir bréfaskiptum við tslendinga. Utan- áskrift til hans er: Grcgory C. Peacock 150 No. Stewart Creve Coeur, Illinois 61611 USA Sími: (309) 694-3656 Kvennaathvarf Húsaskjól er opið allan sólarhringinn og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi í heimahúsum eða orðið • fyrir nauðgun. Síminn er 21205 - opinn allan sólar- hringinn. Listasafn Einars Jónssonar Listasafn Einars Jónssonar er opið alla laugardagaogsunnudaga kl. 13:30-16:00. Höggmyndagarðurinn er opinn alla daga frá kl. 11:00-17:00. Heyrnar-og talmeinastöð íslands: - Móttaka á Norðurlandi vestra Móttökur verða á vegum Heyrnar- og talmcinastöðvar íslands á Norðurlandi vestra 8. til 13. ágúst. Þar fer fram greining heyrnar- og talmeina og úthlutun heyrnartækja. Áætlað er að verða á Ólafsfirði 8. ág., Siglufirði 9. ág., Sauðárkróki 10. ág., Blönduósi ll.ág og fram til hádegis 12. ág., Skagaströnd 12. ág. frá kl. 13:00 og á Hvammstanga 13. ágúst. Sömu daga, að lokinni móttöku Heyrn- ar- og talmeinastöðvarinnar verður al- menn lækningamóttaka sérfræðings í háls-, nef- og eyrnalækningum. Tekið er á móti viðtalsbeiðnum á viðkomandi heilsugæslustöð. LA TTU Tíniann EKKl FLJUGA FRA ÞÉR ASKRIFTA'RSIMI 686300 Sumarferð framsóknarfélaganna í Reykjavík inn í Lakagíga verður farin laugardaginn 13. ágúst. Ferðaáætlun: Lagt af stað frá umferðarmiðstöðinni, Reykjavík, kl. 8 f.h. Stoppað á austurleið á Hellu og Hvolsvelli. Áætlaður komutími á Kirkjubæjarklausturkl. 13.00. Þarmun utanríkisráðherra, Steingrímur Hermannsson, ávarpa ferðalanga. Á Kirkjubæjarklaustri mun verða sagt frá sögu Skaftáreldanna. Inn í Lakagíga er áætlað að verða komið kl. 16.00. Þar mun Jón Jónsson jarðfræðingur segja frá jarðfræðilegri sögu Skaftáreldanna. Á leiðinni til Reykjavíkur er áætlað að stoppa í Vík í Mýrdal. Áætlaður komutími til Reykjavíkur er kl. 22.00. Ferðalangar eru minntir á að hafa með sér nesti. Fararstjórar og leiðsögumenn verða í hverri rútu. Verð kr. 2.000 fyrir fullorðna og verð kr. 1.000 fyrir börn. Tekið á móti pöntunum í síma 24480 og miðar seldir á skrifstofu framsóknarfélaganna milli kl. 8.00 og 16.00. Ungir framsóknarmenn! Þing Sambands ungra framsóknarmanna, og fimmtíu ára afmælisbing sambandsins verður haldið á Laugarvatni helgina 2.-4. september 1988. Ungir framsóknarmenn eru hvattir til að fjölmenna. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu Framsóknarflokksins af Agli og Þórunni í síma 91-24480. Nánar auglýst síðar. S.U.F. Fjölskylduferð Hin árlega fjölskylduferð framsóknarfélaganna í Árnessýslu verður farin 13. ágúst. Lagt af stað frá Selfossi kl. 9, stoppað í Skeiðarrétt kl. 9.45, Skálholt skoðað og síðan mun deginum eytt á Þingvöllum. Þórhallur Heimisson segir sögu staðarins. Síðan verður gengið í Skógarkot undir leiðsögn Péturs Jóhannssonar. Keyrt um Grafning með viðkomu á Nesjavöllum á heimleiðinni. Nánar auglýst síðar. Nefndin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.