Tíminn - 04.08.1988, Blaðsíða 10

Tíminn - 04.08.1988, Blaðsíða 10
10 Tíminn Fimmtudagur 4. ágúst 1988 Fimmtudagur 4. ágúst 1988 Tíminn 11 ÍÞRÓTTIR lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllilllllllllllilillllilllllillil^ ÍÞRÓTTIR TÁKKi TRAUSTRA FLIJT NINGA Skip Sambandsins munu ferma til Islands á næstunni sem hér segir: Aarhus: Alla þriðjudaga Svendborg: Annan hvern þriðjudag Kaupmannahöfn: Alla fimmtudaga Gautaborg: Alla föstudaga Varberg: Annan hvern laugardag Moss: Annan hvern laugardag Larvik: Alla laugardaga Hull: Alla mánudaga Antwerpen: Alla þriðjudaga Rotterdam: Alla þriðjudaga Hamborg: Alla miðvikudaga Helsinki: Skip................ 1/8 Gloucester: Jökulfell........... 5/8 Jökulfell...........26/8 Jökulfell.......... 19/9 New York: Jökulfell........... 7/8 Jökulfell...........28/8 Jökulfell...........20/9 Portsmouth: Jökulfell........... 7/8 Jökulfell...........28/8 Jökulfell...........20/9 i ‘ .-----17- SK/PADE/LD SAMBANDSiNS v . . • . c > . LINOAPGÖTU 9A • 101 REVKjAVÍK SlMI 698100 • A 1 A A Á A A A ÞORSTEINN FLAUG LENGST Árlegt svifdrekamót, Potturinn, var haldið á Húsafelli um helgina. Mótið er um leið fjölskylduhátíð þar sem svifdrekaáhugamenn koma • saman og skemmta sér og fljúga drekum sínum. Sigurvegari í mótinu að þessu sinni varð Þorsteinn Marel, en hann flaug 40 km. Annar varð Jóhann ísberg sem flaug 38 km og þriðji varð Frosti Sigurjónsson með 27 km. Alls tóku 14 keppendur þátt í mótinu sem heppnaðist vel. BL Lendl fallinn af toppnum Fékkinn Ivan Lendl, sem verið hefur í efsta sæti afrekalistans í tennis undanfarnar 150 vikur, er nú fallinn í 2. sætið, á eftir Svíanum Stefan Edberg Wimblcdon sigurve- gara. Ástæða falls Lendl af toppnum, er tap hans fyrir Roger Smith frá Bahamaeyjum á alþjóðlega Stratton tennismótinu á miðvikudag. Smith, sem er í 150. sæti afrekalistans, sigraði Lendl, 6-2 og 6-3. Það voru einkun eldsnöggar uppgjafir Ba- hama-búans sem komu Lendl í opna skjöldu og mótlætið fór greinilega í taugarnar á Lendl. „Það skiptir ekki máli hvort ég er í fyrsta sæti eða því fimmta, það sem skiptir máli er að sigra á stórmótunum," sagði Lendl eftir ósigurinn. „Ég lék mjög vel og ef ég héld áfram að leika svona í framtíðinni, þá er allt mögulegt,“ sagði hinn 24 ára gamli Smith eftir sigurinn. BL Frá Reykjavíkur maraþonhlaupinu í fyrra. Skráning hafin í Reykjavíkurmaraþon Hið árlega Reykjavíkurmaraþon verður hlaupsins. Að venju er boðið uppá þrjár haldið í fimmtaskipti þann 21. ágúst. Skráning vegalengdir, maraþon, hálfmaraþon og íhlaupiðerhafinhjáferðaskrifstofunniúrvali skemmtiskokk, sem er 7 km. Verðlóunapen- og væntanlegum þáttakendum er bent á að láta ingar verða afhentir öllum þeim sem ljúka skrá sig sem fyrst til að auðvelda skipulagningu hlaupinu. BL Farsíma til lengri og skemmri tíma til einstaklinga og fyrirtækja Sjónvörp í sumarbústaðinn og við önnur tæki- færi, t.d. á sjúkrahús eða þegar tæki þitt bilar. Video-myndatökuvélar. Taktu mynd af fjölskyldunni, vinum og ævintýrum sem aldrei koma aftur. Sendum ef óskað er. Góð tæki - góð þjónusta. Pöntunarsímar 651877 og 53776. HLJÓÐRITI Kristján Arason tekinn föstum tökum í landsleik í Laugardalshöll. LEIGJUM UT Handknattleikur: Enn tap gegn Spáni íslenska landsliðið í handknattleik varð að sætta sig við fjögurra mark ósigur, 19-23, þegar liðið mætti Spánverjum í fyrsta leik sínum á sterku móti í Irun á Spáni í gær. Svo virðist sem Spánverjar hafi tak á íslendingum, því okkar mönn- um hefur gengið mjög illa gegn þeim á stórmótum á síðustu árum. íslendingar höfðu frumkvæðið mest allan fyrri hálfleik og voru yfir í hálfleik, 11-10. í síðari hálfleik snérist dæmið við og Spánverjar náðu undirtökunum. Þeir náðu í fyrsta sinn tveggja marka forystu, 16-14, um miðjan hálfleikinn og komust síðan í 22-18. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir íslendinga til að minnka muninn í lokin tókst það ekki og Spánverjar sigruðu 23-19. Að sögn Júlíusar Jónassonar landsliðsmanns, sem hvíldi í leikn- um í gær, var leikurinn illa leikinn af beggja hálfu og greinilegt að bæði liðin voru mjög þreytt. í síðari hálfleiknum misnotuðu íslendingar mörg dauðafæri og sendingar fóru forgörðum. Júlíussagði aðgreinilegt væri að liðin hefðu verið í stífri þjálfun að undanförnu og leikurinn eftir því. „Við höfum æft mjög stíft síðan við lékum við V-Þjóðverja heima og menn eru mjög þungir. Mér líst svona þolanlega á leikinn gegn A-Þjóðverjum á morgun, við verðum að leika með hjartanu í þeim leik,“ sagði Júlíus. Einar Þorvarðarson stóð í mark- inu mest allan leikinn í gær bg varði þokkalega í fyrri hálfleik, en hann náði sér ekki á strik í þeim síðari. Brynjar Kvaran kom inná undir lokin og varði nokkur skot. Um frammistöðu annarra leikmanna er það að segja, að enginn stóð uppúr og leikur íslendinga í heild slakur. Mörk íslands skoruðu: Alfreð Gíslason 5, Atli Hilmarsson 4, Bjarki Sigurðsson 2, Sigurður Gunn- Körfuknattleikur: arsson 2, Geir Sveinsson 2, Kristján Arason 2, Þorgils Óttar Mathiesen 1, Jakob Sigurðsson 1, og Guðmund- ur Guðmundsson 1. Fyrir Spán voru markahæstir: Munoz 5, Serena 4, Guig 4 og Ruis 4. BL Babcock þjálfar Grindvíkinga Úrvalsdeildarlið Grindvíkinga í körfuknattleik hefur ráðið Banda- ríkjamanninn Arthur Babcock sem þjálfara iiðsins næsta keppnistíma- bil. Babcock er 32 ára gamall og hefur þjálfað í 3 ár í Frakklandi og 1 ár í Vestur-Þýskalandi. Síðastliðinn vet- ur þjálfaði hann hins vegar lið Cand- en High School í New York. „Ég er mjög ánægður með þessi málalok og gott að þessi mál eru komin í höfn,“ sagði Eyjólfur Guð- laugsson formaður körfuknattleiks- deildar UMFG í samtali við Tímann í gær. „Við vorum ásakaðir fyrir að reyna að kaupa einn af leikmönnum ÍBK til okkar, en hið rétta er að við buðum honuni þjálfarastöðu hjá okkur, rétt eins og nokkur önnur lið hafa gert að undanförnu,“sagði Eyj- ólfur. Grindvíkingar munu verða í vand- ræðum í Reykjanesmótinu, þar sem þrír af bakvörðum liðsins verða þá staddir erlendis í keppnisferð með knattspyrnuliði UMFG. Þeir munu ekki verða komnir heim fyrr en örfáum dögum fyrir fyrstu leiki úr- valsdeildarinnar. Þar með hafa öll 10 lið deildarinn- ar ráðið sér þjálfara fyrir komandi tímabil. BL Frjálsar íþróttir: Jón Arnar braut stöngina og varð að hætta keppni Jón Arnar Magnússon HSK, varö fyrir því óbappi að stangar- stökksstöng hans brotnaði og hrökk í hendi hans þannig að hann varð að hætta keppni, þar sein hcndin bólgnaði upp. Þetta átti sér stað á heimsmeistaramóti unglinga í Sudbury i Kanada um helgina. Jón keppti i tugþraut á mótinu, en hann varð fyrir skömmu Norðuriandameistari unglinga í þeirri grein. Jón Arnar átti tveimur greinum óiokið þegar óhappið varð og var þá í 6. sæti, af 25 sem hófu keppnina. Þrátt fyrir að geta ekki lokið keppni, hafnaði hann í 16. sæti. Árangur hans var sem hér segir: 100 m hlaup 10,93 sek. langstökk 6,73 m, kringiukast 34,64 m, kúluvarp 11,23 m, há- stökk 1,92 m 400 m 50,93 sek, 110 m grindarhiaup 16,15 sek. Hann stökk 4 m í stangarstökkinu, en var að reyna við 4,10 m, sem hefði verið persónulegt met, þegar óhappið varð. Hann gat ekki keppt í 1500 m hlaupi og spjótkasti. Súsanna Helgadóttir úr FH keppti einnig á niótinu og varð 14. í langstökki, stökk 5,94 m, sem er hcnnar besti árangur til þessa, áður hafði hún stokkið 5,89 m. Þrátt fyrir meiðslin ætlar Jón Arnar að keppa í bikarkeppninni í frjáisum íþróttum um næstu helgi, enda skiptir hvert stig þar mikiu máli í hinni hörðu baráttu sem búast má við milli ÍR, HSK og FH. BL Landsliðið í knattspyrnu: Pétur í sátt Sigi Held landsliðsþjálfari í knatt- spyrnu hefur vaiið landsliðshópinn sem mætir Búlgörum á sunnudag. Athygli vekur að Pétur Pétursson er nú kominn í ný í landsliðshópinn. Liðið sem mætir Búlgörum er þannig skipað: Markverðir: Friðrik Friðriksson..... B 1909 Guðmundur Hreiðarsson . Víkingi Aðrir leikmenn: Atli Eðvaldsson ..............Val Guðni Bergsson ...............Val Halldór Áskelsson.............Þór Ólafur Þórðarson ......... f A Ómar Torfason................Fram Pétur Amþórsson..............Fram Pétur Ormslev ...............Fram Pétur Pétursson ...............KR Ragnar Margeirsson............ÍBK Sigurður Grétarsson .... Luzern Sigurður Jónsson .... Sheff.Wed Sævar Jónsson ................Val Viðar Þorkelsson.............Fram Þorvaldur Örlygsson ...........KA Það er ljóst að með þessu vali er lítil breyting gerð á liðinu frá síðustu leikjum, þrátt fyrir að um vináttu- landsleik sé að ræða, á móti Búlgör- um. Sterkir leikmenn svo sem Ásgeir Sigurvinsson, ArnórGuðjohnsen og Guðmundur Torfason komast ekki í þennan leik. Aftur á móti komast leikmenn sem hafa staðið sig vel í deildarleikjum hér heima ekki í liðið að þessu sinni. Sérstaklega vekur athygli að Birkir Kristinsson mark- vörður Fram er ekki valinn, þrátt fyrir að hann hafi aðeins fengið á sig 2 mörk í 1. deildinni í sumar. Valið Friðriks Friðrikssonar vekur athygli þar sem hann dvelur í Danmörku, fjarri augum þeirra sem velja liðið. Þá fá leikmenn eins og Ormarr Örlygsson Fram og Karl Þórðarson ÍA ekki tækifæri þrátt, fyrir að hafa leikið mjög vel í sumar. Pétur Pét-. ursson KR er nú aftur valinn í liðið, eftir misklíð á síðasta ári. Hann er því kominn í sátt við forráðamenn KSÍ. „Ég tel þetta allt vera efnilega og sterka leikmenn," sagði Sigi Held landsliðsþjálfari á blaðamannafundi í gær, þegar val liðsins var tilkynnt. „Ég vel liðið í samráði við Guðna Kjartansson og við erum að leita að sterkasta liðinu fyrir leikinn gegn Sovétmönnum þann 31. ágúst. Þegar Held var spurður um hugs- anlega möguleika Islands í leiknum gegn Búlgörum sagði Held. „Ég veit ekki í hvernig æfingu þeir eru núna, en þeir hafa verið með eitt af 10 bestu liðum í Evrópu á síðustu árum. Við fáum stuttan tíma til að undirbúa liðið, því leikið er í 1. deildinni í kvöld og annað kvöld, en við munum reyna að leika til sigurs. Til þess að við getum leikið sóknar- knattspyrnu verðum við að hafa knöttinn og geta haldið honum“. Ljóst er að við ramraan reip verður að draga gegn Búlgörum, þeir léku í úrslitum HM 1986 og voru aðeins einu marki frá því að komast í úrslit Evrópukeppninnar í V-Þýskalandi í sumar. Leikurinn á sunnudag er fyrsti leikur fslendinga og Búlgara, en 183. landsleikur fslands. Leikurinn hefst á Laugardalsvellinum kl 19.00 á sunnudagskvöld. BL Bikarkeppni í frjálsum íþróttum: FH-ingum spáö sigri Bikarkeppnin í frjálsum íþróttum verður haldin um næstu helgi. Keppni í 1. deild fer fram á Laugar- dalsvelli, en í 1. deild keppa ÍR, FH, HSK, Uf A, UMSB og KR. ÍR-ingar hafa sigrað í bikarkeppn- inni síðastliðin 16 ár, en nú er búist við mjög harðri keppni um sigurinn milli ÍR, HSK og FH. Nokkrir af helstu spámönnum frjálsíþróttahreyfingarinnar voru fengnir til að spá fyrir um úrslit í keppninni. Þeir eru Þorsteinn Þórs- son ÍR-ingur og Gunnar Páll Jóakimsson þjálfari fR, Stefán Jó- hannsson þjálfari Ármanns, Þráinn Hafsteinsson þjálfari HSK og Krist- ján Harðarson FH. Spá þeirra fer hér á eftir: Þorsteinn og Gunnar Páll ÍR 1. ÍR................153 stig 10 gull 2. FH ...............153 stig 9 gull 3. HSK ..............153 stig 7 gull 4. UÍA...................... 127 stig 5. UMSB.............................72 stig 6. KR .........................56 stig Stefán Jóhannsson 1. HSK........ 155 stig 10 gull 10 siiiur 2. FH ........ 155 stig 10 gull 8 silfur 3. ÍR..............................146 stig 4. UÍA.............................123 stig 5. UMSB.............................81 stig 6. KR .........................49 stig Þráinn Hafsteinsson 1. FH .........................165 stig 2. ÍR..........................151 stig 3. HSK ........................143 stig 4. UÍA.........................122 stig 5. UMSB..............................73 stig 6. KR ..........................63 stig Kristján Harðarson 1. FH .......................153 stig 2. ÍR............................151 stig 3. HSK ......................148 stig 4. UÍA............................126 stig 5. UMSB............................47 stig 6. KR ........................43 stig BL Enska knattspyrnan: Samningar í augsýn Ekkert mun verða úr því að nokkur öflugustu félögin í ensku knattspyrnunni dragi sig út úr deildakeppninni og stofni sérstaka úrvalsdeild. Það voru samningar um sjón- varpsútsendingar, sem komu deil- um félaganna af stað. Stóru félögin vildu fá meira í sinn hlut, þar sem meira er sýnt frá leikjum þeirra en lakari neðri deildar liðanna. Nú er aftur á móti í býgerð samningur allra 92 félaganna í deildakeppn- inni við ITV, sem mun vera um 11 milljóna punda virði og til fjögurra ára. Þá hefur enska knattspyrnu- sambandið gert samning við BBC og BSB um sjónvarpssendingar frá leikjum í bikarkeppninni og mun samningurinn vera uppá um 20 milljónir punda og til 5 ára. Áður höfðu BBC og BSB, sem eru ríkisreknar stöðvar, hætt viðræð- um við félögin um sendingar frá leikjum í deildakeppninni, þarsem hin einkarekna ITV stöð gat boðið betur en ríkið. Með þessum samningum er ljóst að ekkert verður úr klofningu í enska knattspyrnusambandinu og sjónvarpssendingar frá leikjum í Énglandi verða í góðu lagi þegar keppni hefst síðar í mánuðinum. BL Maraþon:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.