Tíminn - 04.08.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 04.08.1988, Blaðsíða 15
Fímmtudagur 4. ágúst 1988 Tíminn 15 ■IH MINNING Helgi Fæddur 21. júlí 1906 Dáinn 23. júlí 1988 Þegar við erum að kveðja Helga Gunnarsson í hinsta sinn verður mér hugsað til vordaga árið 1952. Þá aðstoðaði ég frænda minn Stefán Gunnarsson og fjölskyldu hans við búferlaflutninga frá Grund á Jökul- dal að Kirkjubæ í Hróarstungu. Minnisstæð er sú stund er við ókum úr hlaði á Grund. Híbýli er hýst höfðu sex manna fjölskyldu stóðu nú hljóð og tóm en eftir stóð einn maður, er ætlaði að hefja þar búskap. En maðurinn var ekkert einstæð- ingslegur. Giaður og bjartsýnn stóð hann í hlaði, eins og kóngur í ríki sínu, fullur tilhlökkunar að takast á við komandi störf. Þessi maður var Helgi Gunnars- son bróðir þess er var að flytja frá Grund, sjötta barn af fjórtán börn- um Ragnheiðar Stefánsdóttur og Gunnars Jónssonar er kennd hafa verið við Fossvelli. Helgi hafði um árabii átt góða samvinnu við Stefán bróður sinn og var sem einn úr fjölskyidunni. Því hlýtur þessi stund að hafa verið ekki með öllu sársaukalaus. Helgi hafði nokkru áður, en þessi tímamót urðu í lífi hans, misst annað augað af slysförum. Þessi fötlun hafði þó ekki áhrif á glaðværð og jákvæð viðhorf hans til lífsins og tilverunnar, en það hlýtur að hafa þurft kjark og það mikinn kjark til að gerast einsetu- maður við þessi skilyrði. Helgi bjó á Grund í níu ár. Hann undi sér þar vel og sagði að hann hefði aldrei verið einmana. Húsdýr- in voru félagar hans og þegar tími Gunnarsson vannst til las hann góðar bækur. Stundum hitti hann nágranna sína er hann mat mikils en langt er á milli bæja á Efra-Dal. Þegar Helgi þurfti að hýsa fénað sinn á vetrarkvöldum var nægilegt fyrir hann að kalla á kindurnar. Pá komu þær hlaupandi og fóru hver á sinn stað. Að launum fengu þær ilmandi hey á garðann. Árið 1961 varð Helgi að hætta búskap. Sjón var þá orðin lítil og varð hann alveg blindur á fáum árum. Hann varð að yfirgefa sveit- ina, bæ sinn og fénað. Eftir að hafa nær eingöngu unnið við landbúnaðarstörf frá barnæsku fram á sextugsaldur varð hann að byrja nýtt líf með litla sjón í nýju umhverfi. Margir verða fyrir ýmsum áföllum í iífi sínu og fólk er mismun- andi undir slíkt búið. Sumir brotna en aðrir laga sig eftir aðstæðum. „Að brotna" og „að gefast upp“ voru setningar sem Helgi Gunnars- son þekkti ekki. Hann þoldi ekki að sér væri vorkennt. Þeim er það gerðu sagði hann að hann væri búinn að sjá nóg. Hann var um tíma hjá Guðnýju systur sinni og Jóhanni mági sínum og veittu þau honum mikilvæga aðstoð, fyrst eftir að hann kom til Reykjavíkur. Fljótlega flutti hann svo í hús Blindrafélagsins að Hamrahlíð 17. Næstu árin vann hann við bursta- gerð, hlustaði á útvarp og skáldverk af hljóðsnældum. Hann tók þátt í félagslífi Blindrafélagsins af lífi og sál og eignaðist þar góða vini. Gleðin og bjartsýnin voru enn mest áberandi einkenni Helga. í huga og sál var ekki myrkur. í ágúst 1983 varð Helgi fyrir því slysi að lærbrotna og upp frá því fór heilsu hans mjög að hraka. Hann dvaldist á öldrunardeild Borgarspítala frá 1. des. 1983 en var með lögheimili að Hamrahlíð 17. Hann sagði að þar væri sitt fólk. Helgi var hamingjusamur í faðmi íslenskrar náttúru og naut samskipta við marga vini. Mér verður á þessari stundu hugsað til Bergþóru systur hans og Kjartans manns hennar er sýndu honum alltaf einstaka vináttu og hjálp, og þá ekki síst eftir að þjáningarfull veikindi fóru að þjaka hann. Ég veit að Helgi var þeim mjög þakklátur svo og öðrum er veittu honum aðhlynningu til hinstu stundar. Blessuð sé minning Helga Gunn- arssonar. Hreinn Kristinsson. illlllllllllllllllllllll LESENDURSKRIFA Fjárslys á vegum Lengi hefur viðgengist sú ósvinna, að græða upp vegabrúnir á vegum landsins. Þetta hefur haft þá illu afleiðingu, að kindur hópast á þessa grænu bletti, og verða oft fyrir hryllilegum slysum, er þær reyna að komast yfir vegina. Þær eru ótaldar og ómældar dauðakvalirnar, sem blessuð dýrin verða að líða, þar til tekst, oft eftir langan tíma, að ná í einhvern bóndann, sem á fjárbyssu og getur þá bundið enda á þjáningar skepnunnar, sem orðið hefur að berjast um, oftast illa beinbrotin og stórkostlega lemstruð, í lengri eða skemmri tíma, meðan beðið var eftir þessu líknarskoti. Ég veit, að ýmsir menn, sem lent hafa í því óláni að slasa kindur á vegum, hafa oft verið lengi að ná sér andlega, eftir að hafa orðið valdir að slíkum hryllingi. Ég vil spyrja þá, sem ættu að vita, hvernig við skuli bregðast í slíkum tilvikum: 1. Hvað getur bílstjóri gert til að binda skjótan endi á dauðakvalir hins særða dýrs? 2. Gæti hann fengið leyfi til, að hafa ávallt með sér líknarsprautu í bíl sínum og nota hana í slíku tilviki? 3. Gæti hann fengið leyfi til að eiga og nota fjárbyssu í þessum tilgangi? Mér finnst alveg ótækt að láta skepnu kveljast lengur en þörf er á. Hér er það mannúðin, sem ætti að ráða. Og eitt er óhætt að brýna fyrir yfirmönnum vegamála: Hættið alveg að græða upp vegabrúnir, því slíkir gróðurreitir leiða til slysa á skepnum. Og við okkur bílstjóra vil ég segja: Hægjum mjög á ferðinni og ökum með mikilli gát, þar sem skepnur eru á beit við vegabrúnir. Með þvf getum við oftast forðað þeim frá hryllilegum slysum og dauða, og okkur sjálfum frá sálar- kvölum, sem oftast munu fylgja í kjölfarið. Ingvar Agnarsson. Vitaverðir á Galtarvita VITASTOFNUN ÍSLANDS Stöður aðal- og aðstoðarvitavarða á Galtarvita eru lausar til umsóknar. Stöðurnar veitast frá 15. september 1988. Laun verða samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Við mat á umsækjendum verður m.a. lögð áhersla á þekkingu og reynslu í meðferð véla- og tækja- búnaðar. Nánari upplýsingar um störfin eru veittar hjá Vitastofnun íslands í síma 27733. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist samgönguráðuneytinu fyrir 19. ágúst 1988. Vitamálastjóri. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu Þórhildar Bárðardóttur Ásavegi 2, Vestmannaeyjum Birgir Símonarson Klara Bergsdóttir Sigrún Símonardóttir Eðvarð Þór Jónsson barnabörn og barnabarnabarn. fcJRARIK ■K ^ RAFMAGNSVEITUR RlKISINS Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfarandi: RARIK 88010 10 MVA Aflspennir Opnunardagur: Þriðjudagur 20. september 1988 kl. 14.00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyrir opnunartíma og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagns- veitna ríksins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með fimmtudegi 4. ágúst 1988 og kosta kr. 300,00 hvert eintak. Rafmagnsveitur ríksins Laugavegi118 105 Reykjavík. Gagnfræðaskólinn í Mosfellsbæ Kennara vantar í eftirtaldar greinar: íslensku, dönsku og smíðar. Upplýsingar gefur Helgi R. Einarsson yfirkennari í síma 667166. Sandgerði - Sandgerði Tíminn óskar eftir umboðsmanni í Sandgerði. Nánari upplýsingar veitir skrifstofustjóri í síma 91-686300. Kennarar Kennara vantar að grunnskólanum Djúpavogi. Upplýsingar gefur sveitarstjóri Búlandshrepps (Ólafur) í síma 97-88834 eða Sigurður í síma 97-88814. Skólastjóri Skólastjóra vantar að grunnskólanum Djúpavogi. Upplýsingar gefur sveitarstjóri Búlandshrepps í síma 97-88834 eða Sigurður í síma 97-88814. BLIKKFORM ______Smiðjuvegi 52 - Sími 71234_ Öll almenn blikksmíðavinna, vatnskassavið- gerðir, bensíntankaviðgerðir, sílsalistar á alla bíla, (ryðfrítt stál), og einnig nælonhúðaðir í öllum litum. Póstsendum um allt land (Ekið niður með Landvélum). Garðsláttur Tökum að okkur að slá garða. Fast verð. Afsláttur ef samið er fyrir sumarið. Upplýsingar í síma 41224.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.