Tíminn - 04.08.1988, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.08.1988, Blaðsíða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 4. ágúst 1988 Olíuleki í Reykjavíkurhöfn: GAT Á GAS- OLÍULEIÐSLU Nú er búið að finna út hvað olli olíuflekknum sem sást á ytri höfn- inni í Reykjavík á laugardagsmorg- un. Um er að ræða smágat sem kom á gasolíuleiðslu frá Olís í Sundahöfn og hafa viðgerðir staðið yfir frá því á laugardag. Sigurður Þorgrímsson, yfirhafn- sögumaður, sagði að sáralítið magn olíu hefði farið í höfnina, enda hefði gatið uppgötvast mjög fljótt. „Það er ekki erfitt að sjá að olía hafi lekið, erfiðleikarnir eru fólgnir í að finna hvaðan og hvernig," sagði Sigurður. Hann sagði að slíkir olíulekar væru sem betur fer sjaldgæfir hér á landi. í gær var búist við að búið yrði að gera við gatið með kvöldinu. -SÓL Fötluð börn: Fræðsla fyrir aðstandendur Félögin Þroskahjálp, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Styrktarfélag vangefinna og Sjálfsbjörg landssamband fatl- aðra, munu standa fyrir námskeiðahaldi fyrir foreldra og aðstandendur fatlaðra barna, eitt af hverri gerð námskeið- anna verður haldið í september og október n.k. í Reykjadal í Mosfellssveit. Fyrsta námskeiðið verður haldið helgina 24.-25. september, og er það ætlað fyrir foreldra fatlaðra ung- linga. Annað námskeiðið verður svo haldið dagana 29.-30.október, en það er fyrir aðstandendur cða for- eldra fatiaðra barna á forskólaaldri. Þetta eru helgarnámskeið og ekki er gert ráð fyrir barnagæslu eins og á fyrri námskeiðum. Hámarksþátt- taka foreldra er 15, og það er reiknað með að foreldrar gisti á staðnum. Einnig er reiknað með 3-4 foreldr- um utan aflandi,ogerþeimgreiddur ferðakostnaður. Námskeiðin skiptast á um að vera fyrirlestrar sérfræðinga og hópvinna foreldra. Skráning og upplýsingar eru í síma 91-32961 hjá Kristínu Jónsdótt- ur þroskaþjálfa milli kl.17:30 og 19:30. -gs Áhrif kjarnorkustyrjaldar á veðurfar: NÝJUSTU NIÐURSTÖÐUR KYNNTARí HÁSKÓLA „Það hefur verið mikið rætt og reynt að rýna í áhrif kjarnorkustyrjalda á veðurfar undanfarin ár. Vegna mikils reyks og reykjarmóðu myndi kólna verulega, sérstaklega ef þetta ætti sér stað að sumri til,“ sagði Páll Bergþórsson veðurfræðingur í samtali við Tímann. Sunnudaginn 7.ágúst næstkom- andi stendur til að haldinn verði fundur um áhrif kjarnorkustyrjalda á veðurfar. Fundurinn verður hald- inn í Odda, hefst klukkan 15.00 og er öllum opinn. Tveir fyrirlesarar, sovéskur og bandarískur, hafa verið fengnir til að flytja erindi um efnið, þeir Alan Robock frá Maryland háskóla og Stenchikov frá reiknimiðstöð sov- ésku vfsindaakademíunnar í Moskvu. Að fyrirlestrunum loknum verða pallborðsumræður þar sem Robock og Stenchikon munu ræða efnið við þá Henning Rodhe frá veðurfræði- deild háskólans í Stokkhólmi, Arnt Eliassen prófessor í Osló, Tómas Jóhannesson frá samtökum eðlis- fræðinga gegn kjarnorkuvá og Pál Bergþórsson veðurfræðing. Jafn- framt munu þcir allir svara fyrir- spurnum áheyrenda. Páll Bergþórsson veðurfræðingur sagði Tímanum að fyrirlesararnir myndu væntanlega greina frá ný- justu niðurstöðum rannsókna varð- andi áhrif kjarnorkustyrjalda á veðurfar. „Það erekki vitað hversu alvarleg áhrif þetta hefði. Menn telja að þetta hefði ekki eins mikil áhrif að vetri til eins og að sumri, því að vetri er kalt hvort eð er og skýjahulan gerði þá ekki eins mikið til. Tölur varðandi það hve mikil kólnun myndi eiga sér stað eru hins vegar nokkuð óábyggilegar og því ekki annað að gera en að bíða og sjá hvað Robock og Stenchikov segja um nýjustu athuganir á því,“ sagði Páll. IDS Búið er að rétta bifreiðina við ofan í gryfjunni og beðið eftir að kranabflstjóri mæti á vettvang með stóran giussakrana. Þegar hann var svo loksins kominn tókst að hífa bflinn upp, en hann hafði þá dvalið í gryfjunni í tæpa tvo tíma. Timamyndir: Pjetur Hér gerir kranabfllinn árangurslausa tilraun til að ná sendiferðabflnum upp úr gryfjunni, en þangað hafði bifreiðin oltið eftir árekstur við fólksbíl. Árekstur á Fjallkonuvegi í Grafarvogi: VALT í GRYFJU EFTIR ÁREKSTUR Sendiferðabíll valt ofan í 3,5 metra djúpa gryfju við Fjallkonu- veg í Grafarvogi á ellefta tímanum í fyrrakvöld, eftir að hafa lent í árekstri við fólksbíl. Áreksturinn varð með þeim hætti að á Fjallkonuvegi er nú verið að grafa undirgöng við barna- skólann og hafði því verið lagður vegarspotti við hlið ganganna. í krappri beygju þar mættust bílarnir og skullu saman. Við það missti ökumaður sendiferðabílsins stjórn á ökutækinu með þeim afleiðingum að hann valt ofan í gryfjuna við undirgöngin, en þau eru 3,5 metra djúp. Fólksbíllinn skemmdist lítið, en sendiferðabíllinn skemmdist tölu- vert á þeirri hlið sem hann lenti ofan í gryfjunni. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild Borgarspítalans og var hann að minnsta kosti handleggsbrotinn. Tímanum er ekki kunnugt um frekari meiðsli. Götum í næsta nágrenni var lokað skömmu eftir áreksturinn, þar sem forvitnir vegfarendur hindruðu aðkomu sjúkrabifreiðar og var götunum lokað í rúma klukkustund. Ekki tókst að ná sendiferðabíln- um upp með tveimur kranabifreið- um og þurfti að falast eftir aðstoð kranabílstjóra sem hafði yfirráð yfir stórum glussakrana. Tókst síð- an á endanum að ná bifreiðinni upp og voru þá tæpar tvær klukku- stundir frá því að bifreiðin valt.SÓL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.