Tíminn - 04.08.1988, Blaðsíða 12

Tíminn - 04.08.1988, Blaðsíða 12
Fimmtudagur 4. ágúst 1988 12 Tíminn Flugkappanum á Rauða torginu gefið frelsi Matthíasi Rust, flugkappinn ungi sem lenti Cessnavél sinni á Rauða torginu í Moskvu í maímánuði í fyrra hefur verið náðaður af Hæstarétti Sovétríkjanna og mun ganga út í frelsið á ný innan skamms. Rust hlaut á sínum tíma dóm upp á fjögurra ára þrælkunarvist fyrir tiltækið sem féll illa í jarðveginn hjá sovéskum stjórnvöldum en vakti aðdáun flestra annarra. Óstaðfestar fregnir herma að Rust verði afhentur sendiráðsmönnum Vestur-Þýskalands í Lefortovo fang- elsinu í Moskvu innan skamms. Rust er ekki nema tvítugur að aldri. Hann flaug flugvél sinni frá Finnlandi, yfir sovésku landamærin og alla leið til Kremlarmúra, án þess að Sovétmenn lyftu litla fingri, hvað þá meira. Vakti þetta mikla athygli og undrun á sínum tíma og fékk Sergei Sokolov þáverandi varnar- málaráðherra Sovétríkjanna að hirða pokann sinn með skömm eftir atvikið ásamt yfirmönnum loftvarna Sovétmanna, enda flaug Rust yfir viðkvæmustu hernaðarmannvirki Sovétmanna. Sovésk yfirvöld hafa ekkert látið frá sér fara í kjölfar náöunarinnar. en Hans-Dietrich Genscher utanrík- isráðherra Vestur-Þýskalands fagn- aði náðuninni. Hann var reyndar í Moskvu um síðustu helgi og fundaði með Eduard Shevardsnadze utan- ríkisráðherra Sovétríkjanna um bætt samskipti þjóðanna. Náðun Rust kemur ekki allsendis á óvart, því vonast hafði verið að flugkappinn yrði náðaður í tengslum við för Helmuts Kohls kanslara til Sovétríkjanna nú í haust og heim- sókn Gorbatsjofs til Vestur-Þýska- lands næsta vor. Friöarviöræðurnar um Angóla og Namibíu: FRÉTTAYFIRLIT NIKÓSÍA — íranar sögðust, hafa skotið niður írakska orr-i ustuþotu sem tók þátt í loftá- rásum á verksmiðjur í Busehr héraði. íranska fréttastofan IRNA sagði að írakskar flug- vélar hafi einnig ráðist á verk- Ismiðjur í Khuzestanhéraði og; valdio miklum skemmdum. BAGDAD - Ráðherrar Ar- ababandalagsins hafa , lýst stuðningi sínum við kröfu Iraka um beinar viðræður milli íraka og Irana. í yfirlýsingu Araba- bandalagsins sem sjö utanrík- isráðherrar arabaríkja undirrit- uðu sagði að beinar viðræður væru eina leiðin til að benda enda á Persaflóastríðið. 1 NÝJA DELHI - Hæstirétt- ur Indlands breytti dauðadómi' Shíka sem dæmdur hafði verið fyrir aðild að morðinu á Indiru Gandhi forsætisráðherra Indlands. Hins vegar úrskurð- aði rétturinn að tveir aðrir Shík- ar skuli hanga. JERÚSALEM - Hægri menn í Israel þrýsta nú mjög á ríkisstjórnina aó innlima her- numdu svæðin á vesturbakka Jórdan og Gaza til að fylla það tómarúm sem þar er orðið eftir að Jórdanar slitu efnahags- tengsl við þessi svæði. I Amm- an skoruðu Palestínumenn á PLO að taka upp viðræður við Jórdana um framtíð hernumdu svæðanna. JÓHANNESARBORG- Hópur hvítra ungmenna í Suð- ur-Afríku hefur neitað að gegna herþjónustu á þeim forsendum ao hernum sé beitt til að viðhalda óréttlátri kyn- þáttastefnu. Á blaðamanna- fundum sem haldnir voru í fjórum borgum samtímis lýstu 143 menn því yfir að þeir muni ekki gegna herþjónustu. Þeir eiga því yfir höfði sér sex ára fangelsisvist. AÞENA — Grikkir hafa ákveðið að loka stærstu her- flugstöð Bandaríkjamanna í landinu, Hellenikon herstöð- inni, rétt utan við Aþenu. Við- ræður Grikkja og Bandaríkja- manna um nýjan herstöðvar- samning hafa verið í hnút frá j því í nóvember. BANGKOK - Ríkisútvarp- ið í Burma lýsti því yfir að herlög tækju gildi í höfuðborg- inni Rangoon. Ekki var tekið fram í yfirlýsingunni af hverju lýst hafi verið yfir neyðará- standi. Kúbanir hafna boði Suður-Afríkumanna Angólumenn og Kúbanir munu hafna hinu óvænta friðartilboði Suð- ur-Afríkustjórnar þar sem gert var ráð fyrir vopnahléi og sjálfstæði Namibíu. Þetta kom fram hjá Kúbu- mönnum þrátt fyrir að tilboðið hafi ekki enn verið rætt í friðarviðræðun- um sem standa yfir í Genf. Hermaður skotinn á Norður- írlandi Blóðbaðið á Norður-írlandi heldur nú áfram. Maður sem starfar að hluta til sem hermaður í Heimavarnarliði Ulsterhéraðs var skotinn til bana úr fyrirsát á Norður-írlandi í gær, skammt frá þeim stað þar sem sex liðsmenn Heimavarnarliðs Ulsters særðust í sprengjutilræði á þriðjudag. Á þriðjudag var einn lögreglumað- ur og einn liðsmaður Heimavarn- arliðs Ulsters drepnir og á mánu- dag lést breskur hermaður í sprengjutilræði IRA í skemmu í London. Það er Irski lýðveldisherinn sem ber ábyrgð á þessum drápum og hafa samtökin varað almenn- ing við að halda sig nærri breskum hermönnum vegna herferðar þeirrar sem IRA stendur nú fyrir gegn breskum hermönnum. Morðið á liðsmanni Heima- varnarliðs Ulster á þriðjudaginn var sérstaklega grimmilegt. Byssumenn réðust að manninum þar sem hann kom út úr verslana- miðstöð og skutu hann með köldu blóði fyrir augum konu hans og tveggja ára dóttur. Nýjasta herferð IRA hefur nú staðið í átta mánuði og hafa liðsmenn samtakanna drepið sautján óbreytta borgara á þeim tíma. þá hafa tíu liðsmenn heima- vamarliðs Ulsters verið drepnir á þessu ári. í tilkynningu Kúbana vegna til- boðsins sagði að þó tilboð Suður- Afríkumanna hafi ekki enn verið rætt í samningaviðræðunum í Genf, þá gætu sendinefndir Kúbu og Ang- ólu ekki sæst á skilyrði sem því fylgja. Hins vegar var tekið skýrt fram að Kúbumenn og Angólumenn vilja ekki slíta þeim friðarviðræðum sem hófust í London í maímánuði og hefur verið framhaldið í Kaíró, New York og Genf. Tilboð Suður-Afríkumanna fól í sér að þeir myndu hefja brottflutning herliðs frá Namibíu þann 1. nóvem- ber og að því yrði lokið 1. júní, en þá yrðu kosningar í þessu landi sem Suður-Afríkumenn hafa stjórnað í sjötíu ár. Hins vegar var gert ráð fyrir að Kúbanir kölluðu 50 þúsund manna herlið sitt í Angólu heim fyrir þann tíma og að Angólustjórn loki sjö herstöðvum Afríska þjóðarráðs- ins sem berst gegn aðskilnaðarstefnu Suður-Afríkustjórnar. Flugvél hins unga þýska flugkappa Matthíasar Rust á Rauða torginu í Moskvu. Rust hefur nú verið náðaður. íranska farþegaþotan sem skotin var niður af bandarískri freigátu: Afsakið, mannleg mistök! Mannleg mistök áttu mestan þátt í því að bandaríska freigátan Vinc- ennes skaut niður íranska farþega- þotu yfir Hormuzsundi í síðasta mánuði með þeim afleiðingum að . 290 manns létu lífið. Þetta mun koma fram í óbirtri skýrslu banda- rískrar rannsóknarnefndar sem nú hefur lokið störfum. „Þetta voru mannleg mistök“ sagði í frétt bandarísku ABC sjón- varpsstöðvarinnar. „Þegar hin opin- bera skýrsla um skotárásina á Iran air flug 655 verður birt almenningi mun þetta vera eina skýringin“. Sjónvarpsstöðin fullyrðir að rann- sóknarnefnd flotans hafi komist að þeirri niðurstöðu að radarvarnar- kerfi Vincennes hafi verið í full- komnu lagi þegar skotárásin var gerð og því sé ekki hægt að kenna tækninni um. Þá mun hafa komið fram við rannsókninna að skipherra Vincenn- es hafi verið tjáð að flugvél stefndi á fullri ferð að freigátunni eins og um F-14 orrustuþotu væri að ræða, þrátt fyrir að radarkerfi skipsins hafi gefið annað í skyn. Gögn í radarkerfinu sýna að flug- vélin var að hækka flugið, en ekki að lækka það og að flughraðinn var mun hægari en eðlilegur flughraði F-14 orrustuþotu ætti að vera. „Það mun ekki vera ljóst hvort starfsmenn í radarklefa Vincenne hafi mislesið tákn radarkerfisins eða hvort upplýsingar hafi brenglas á leið til skipherrans" sagði einnig frétt sjónvarpsstöðvarinnar. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkj anna hafði ekki tjáð sig um þess; frétt ABC sjónvarpsstöðvarinnar gær. Varð fyrir lest eftir eldsvoða Belgískur öldungur slapp í gær með naumindum frá heimili sínu sem stóð í ljósum logum, en lést skömmu seinna er hann varð fyrir lest. Maðurinn sem var áttatíu og tveggja ára gamall hélt frá heimili sínu og gekk inn á járnbrautarteina er liggja nærri húsi hans. Þar ók lest yfir öldunginn. Talsmaður saksókn- arans í Aalst, þar sem atburður þessi gerðist, sagði að maðurinn hefði látist samstundis. Ekki væri ljóst hvort um slys hafi verið að ræða, eða hvort öldungurinn hafi viljað binda endi á líf sitt eftir að hafa tapað

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.