Tíminn - 04.08.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 04.08.1988, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 4. ágúst 1988 Tíminn 5 Hlutur launþega af verðmætasköpun fyrirtækjanna aldrei verið stærri: Nær 3/4 hlutar þ jóðar- kökunnar til launþega Sá hluti „þjóðarkökunnar“ sem fer í laun til launþega hefur aldrei verið stærri en síðasta ár og í ár, eða í kringum 71-73% samkvæmt útreikningum Þjóðhagsstofnunar. Arin 1985-86 háðu launþegar hins vegar ekki nema um 64% „kökunnar“ í sinn hlut og aðeins 60% árið 1984. Til samanburðar má nefna að árið 1986 var þetta hlutfall á bilinu 61-67% á Norður- löndunum, Bretlandi og Bandaríkjunum, þ.e. ekki ólíkt og þá var hér á landi. Nokkurn veginn svona er áætlað að „þjóðarkökunni“ sé skipt milli launþega og fyrirtækjanna (og eigenda þeirra) árin 1987 og 1988. Ef atvinnurekendum eru ætluð álíka laun og launþegum verður lítið eða ekkert eftir af hagnaði fyrirtækjanna til nýrra framkvæmda. Vaxtagreiðslur fyrirtækjanna verða að hluta að vaxtatekjum einstaklinga (sem eiga megnið af sparifénu). Afskriftir reiknast á móti því sem eignir (t.d. atvinnuhúsnæði, vélar, tæki og skip) úreldast og rýma og notast m.a. til greiðslu afborgana af lánum fyrirtækjanna og til kaupa á nýjum atvinnutækjum í stað úreltra og ónýtra. „Þjóðarkakan" eru þau verðmæti sem vinnuaflið og fjármagnið bera úr býtum. Landsframleiðsla árið 1987 var um 206 milljarðar króna. Þegar frá hafa verið dregnir óbeinir skattar, en framleiðslustyrkjun hins vegar bætt við verða eftir um 166 milljarða króna svonefndar vergar þáttatekjur, sem eru þau verðmæti sem vinnuaflið og fjármagnið báru úr býtum á árinu 1987, þ.e. sjálf „þjóðarkakan". í ár stækkar hún í um 209 milljarða, án þess þó að vaxa neitt að raungildi og þar af er launakostnaður áætlaður 71-73%. Launþegar fá 71 -73% Um 71-73% hlutur launþeganna í „kökunni“ 1987 þýðir aðum 118-119 milljarðar króna hafi farið til þeirra. Hlutur fyrirtækjanna var því um 47-48 milljarðar. Þjóðhagsstofnun áætlar að um helmingur þess sem fyrirtækin héldu eftir (um 24 mill- jarðar) fari í afskriftir. Hinn helm- ingurinn er talinn skiptast nokkurn- veginn til helminga: Annar hlutinn í vexti af lánum og eigin fé fyrirtækj- anna (11-13 milljarðar) og hinn hlut- inn (11-13 milljarðar) í hagnað til eigenda fyrirtækjanna, hvar af þeir urðu m.a. að greiða sjálfum sér laun. Hagnaðurinn aðeins fyrir saiti í graut atvinnurekenda? Þar sem sjálfstæðir atvinnurek- endur eru f kringum 15.000, eða um tíundi hluti starfandi manna í land- inu (þar af um 6.000 í landbúnaði) þurfti um 13 milljarða til að þeirra laun yrðu svipuð og launþeganna. Hagnaður fyrirtækjanna þar umfram virðist því að meðaltali lítill sem enginn, þannig að stækkun eða nýja uppbyggingu hafi fyrirtækin orðið að fjármagna að mestu með lánsfé. Enda eftirspurn mikil eftir lánsfé sem kunnugt er. (Þess ber þó að geta að hluti atvinnurekenda getur haft nokkur Iaun sem launþegar, t.d. bændur sem ráða sig í sláturhús á haustin, þannig að kannski þurfa þeir ekki að fá full laun af hagnað- arhlutanum.) Samkvæmt framansögðu hefur launakostnaður launþega og eigenda samtals verið í kringum 130 milljarð- ar af alls 166 milljarða króna „þjóð- arköku“ árið 1987. Einstaklingar eiga þó líklega enn stærri hlut í „kökunni". í skýrslu Þjóðhagsstofnunar er bent á að sá hluti rekstrarafgangs fyrirtækjanna sem fer í vaxtagreiðslur (11-13 mill- jarðar í fyrra) rennur að hluta til heimilanna, því þau eru nettóspar- endur - þ.e. eiga drjúgan hluta þeirra fjármuna sem fyrirtækin taka að láni. „Breytingar á raunvöxtum geta því haft áhrif á tekjur heimilanna án þess að það komi fram í launahlut- fallinu", segir í skýrslu Þjóðhags- stofnunar. Mikil hækkun raunvaxta undanfarin ár hefur þannig stækkað sneið launþeganna í „þjóðarkök- unni“ enn meira, síðustu ár, eins og meðfylgjandi kökurit sýnir. Það dæmi hefur væntanlega verið öfugt á síðasta áratug, þ.e. neikvæðir vextir af sparifé einstaklinganna hafi þá gert hlut fyrirtækjanna stærri en þau 63-69% sem hann var þá. Unnin ársverk 1987 hafa væntan- lega verið í kringum 127-128 þúsund. Sé samanlögðum hlut launþega og hagnaði atvinnurekenda deilt niður á ársverkin kemur góð ein milljón á hvert þeirra 1987 og hátt í 1,3 milljónir í ár. Benda má á að úrtak úr skattskýrslum sýndi tekjur allra karla og ógiftra kvenna um 1,1 milljón og tekjur giftra kvenna um hálfa milljón 1987. Rætist spár Þjóð- hagsstofnunar um 28% hækkun at- vinnutekna á mann milli ára gætu samsvarandi tölur orðið um 1.400 þús. og 640 þús. kr. á yfirstandandi ári. Það raunalega er að þessi hækkun er öllsömul verðbólgukrónur. Þrátt fyrir þessa 28% hækkun atvinnu- tekna á mann er spáð óbreyttum kaupmætti, enda allur vöxtur „þjóð- arkökunnar" (úr 166 í 209 milljarða 1988) líka eingöngu í verðbólgu- krónum - vöxtur þjóðarframleiðsl- unnar er enginn milli ára. Á árunum 1979 til 1982 komu 69-70% „þjóðarkökunnar“ í hlut launþega, en sú sneið minnkaði síðan í 60-64% árin 1983-86 (botninn ’84). Síðasta ár og þetta hafa launþegar náð 71-73% í sinn hlut sem áður greinir, sem þykir mjög hátt hlutfall. Hér að neðan má sjá hvert þetta hlutfall hefur verið f nágrannalöndum okkar á þessum áratug: Danmörk . . . . .... 62-67% Noregur .... 55-61% Svíþjóð .... 65-69% Bretland .... 63-68% Bandríkin . . . . .... 65-66% ísland .... 60-73% Um 65-66% launahlutfall í Banda- ríkjunum hefur verið nær stöðugt um langt árabil, samkvæmt upplýs- ingum Þjóðhagsstofnunar. í Svíþjóð og Bretlandi komst það hins vegar nokkuð yfir 70% á árunum 1977 til 1980, en hlutfallið rokkar hvergi eins mikið og hér. Eina ráðið að stækka „kökuna“ Af framansögðu má ráða að hlutur launþega í „þjóðarkökunni" stækki varla að ráði frá því sem nú er. Raunverulegra hækkana á launum almennt er því tæpast að vænta hér á landi nema með því að stækka „þjóðarkökuna" í raun, þ.e. með aukinni framleiðslu og framleiðni (verðmætasköpun) í landinu. Að öðrum kosti verða alvöru launa- hækkanir, t.d. handa „þeim lægst- launuðu“ varla að veruleika, nema þá með þvt' að launalækkanir komi á móti hjá einhverjum öðrum hópum - þ.e. að launahlutföllum í landinu verði breytt. Fjöldi manns við rannsókn flugslyssins: 30 sjónarvottar voru yfirheyrðir Rannsóknarnefnd flugslysa og Loftferðaeftirlitið hafa frá því í fyrrakvöld unnið að frumrannsókn á flugslysinu sem varð við Reykjavík- urflugvöll um sexleytið á þriðjudag. í fyrrakvöld og gær voru 30 sjónar- vottar yfirheyrðir til að fá gleggri mynd af því hvernig slysið bar að, auk þess sem gögnum um flugvélina og mennina sem í henni voru, auk annars sem til þarf, var safnað saman. Búið er að breiða yfir flak vélar- innar þar sem hún brotlenti og beðið er eftir fimm manna kanadískri flug- slysarannsóknarnefnd, auk fulltrúa framleiðenda vélarinnar frá Spáni og tveim fulltrúum félagsins sem rak vélina, en von er á þeim fyrir hádegi í dag. Þá verður hafist handa við að rannsaka flak vélarinnar. Skúli Jón Sigurðarson deildar- stjóri hjá Loftferðaeftirlitinu sagði í samtali við Tímann að, að sjálfsögðu yrðu hreyflar vélarinnar vandlega rannsakaðir, þar sem margir sjónar- vottar hefðu heyrt torkennileg hljóð. „Ýmsar vangaveltur hafa komið fram um orsakir slyssins, en of snemmt að segja til um á þessu stigi málsins," sagði Skúli. - ABO Nú hefúr verið breitt yfir flakið og beðið er eftir rannsóknaraðilum frá Kanada og Spáni. Tlmamynd: PJetur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.