Tíminn - 04.08.1988, Blaðsíða 19

Tíminn - 04.08.1988, Blaðsíða 19
Fimmtúdagur 4. ágúst i 988 «,«««• i t *•* • • « • « >•••»•• *.* *.» *.' r f.f f.t.r.r.f Tíminn 19 illllllllllí- UM stræti OG TORG ......................................................................................... ........ •;::: ;; ;....... ' Kristinn Snæland: FOSSVOGSBRAUT Að undanförnu hefur allmikið verið ritað og rætt um hugsanlega Fossvogsbraut. Mér virðist urjiræð- an beinast um of að röngu atriði, eða því hvort æskilegt sé að hafa hraðbraut í dalnum eða ekki. Ég verð minna var við að um það sé rætt í fullri alvöru hvort það sé yfirleitt þörf fyrir þessa braut eða ekki. Sjónarmið þeirra í Kópavogi er að gera dalinn að útivistarsvæði og er það skiljanlegt með tilliti til þess að lítið er um slíkt í Kópavogi þótt þeir gætu hugsanlega eins gert sér útivistarsvæði sunnan við hálsinn. Frá sjónarhóli Reykvík- ings er vitanlega engin þöríf fyrir fleiri illa nýtt útivistarsvæði og af þeirri ástæðu engin þörf fyrir dal- inn sem slíkan. Sem Reykvíkingur lít ég hinsvegar svo á að það að skipuleggja hraðbraut í landi ann- ars sveitarfélags sé ekkert annað en dónalegt ofbeldi. Það getur þó verið eðlileg aðgerð ef hún sam- ræmist einhverjum samningi sem mun vera til milli Reykjavíkur og Kópavogs um nýtingu lands í Foss- vogsdal. Það er þá aftur spurningin um þörfina. Er trúlegt að Reykvík- ingar þurfi hraðbraut um dalinn? Ég get ekki séð að útlit sé fyrir það. Eins og er, höfum við tvær meginleiðir frá miðbæ og vesturbæ í austurátt og þrjár sé talið frá Snorrabraut. Sjávarleiðina með ströndinni, Miklubraut og Bú- staðaveg. Auðvelt er að gera fjórar akreinar um Bústaðaveg, og sex um hinar brautirnar. Fullvinna þarf hugmyndina um götuna yfir hafn- arsvæðið og út á Granda og eins þarf að fá betri tengingu frá Bú- staðavegi og Miklubraut vestur fyrir Tjörn. Að þessum verkefnum loknum trúi ég ekki að nokkur þörf sé fyrir hraðbraut í Fossvogsdal. Eins og sakir standa ber á umferð- artregðu á annatímum kringum Miklatorg og eins í miðbænum um Tryggvagötu. Með því að klára brúna yfir hafnarsvæðið og með þeirri breytingu sem er unnið að við að tengja Bústaðaveg og Miklu- braut betur við miðbæ og vesturbæ, trúi ég að álagið á annatímum verði viðunandi. Álagið á Mikla- torg er reyndar ekki meira núna en svo að jafnvel aðeins þrjár akreinar upp Skógarhlíð gætu verið nóg. Að morgni er álagið einn eða tvo tíma í átt til miðbæjar og svo um klukkutíma að kvöldi í átt frá miðbænum. Væru þarna (í Skógar- hlíðinni) þrjár akreinar, tvær nýtt- ar í átt að miðbænum að morgni og tvær í átt frá honum að kvöldi, rynni umferðin þarna greiðlega um. Miðað við hugsanlega fjölgun íbúða og fyrirtækja vestan Snorra- brautar er engan veginn líklegt að umferð aukist svo að þörf sé fyrir hraðbraut í Fossvogsdal. Það ber líka að hafa í huga að ekkert er athugavert þó umferð sé þung og fremur hæg á mestu anna- tímum. Miðað við reynslu mína af umferðinni þarna og þeim úrbótum sem verið er að gera og hægt er að gera til viðbótar sýnist mér hug- myndin um hraðbraut í Fossvogs- dal ekki vera annað en gæluverk- efni mannvirkjahönnuða sem hafa of lítið við tíma sinn að gera. Auk þess virðist mér að þeir sem vinna að hönnun gatnakerfis í Reykja- vík sinni ekki miklu brýnni verk- efnum sem auðveldað gætu um- ferðina í borginni og flýtt fyrir henni. Þau verkefni eru mörg hver smá og því ekki líkleg til að verða minnisvarðar um hönnuðina, þess vegna sitja þau kannski á hakan- um. Ég nefni sem dæmi að afar víða mætti með auðveldum hætti koma fyrir hægribeygjubraut framhjá umferðarljósum. Víða mætti lengja aðdraganda að slíkum beygjum sem þegar eru til og má nefna sem dæmi beygjuna af Höfðabakka upp til hægri inn á Bæjarháls. í raun og veru úir og grúir af margskonar svona smá breytingum sem auðvelt væri að gera í gatnakerfinu, myndu flýta fyrir umferðinni og gera hana greiðari og hættuminni. Ég legg til að gæluverkefnið í Fossvogsdal verði lagt til hliðar og hönnuðir borgarinnar snúi sér frá draumum að raunveruleikanum. Gras er gott Nýlega er lokið við að ganga frá umferðarskerinu upp Höfðabakka að Hólum. Ekki get ég stillt mig um að finna að því verki þó ég sé reyndar þakklátur fyrir að því sé loks lokið. Steypti hlutinn er svo hroðvirknislega unninn að ef verk- taki hefur unnið þarna að, þá teldi ég rétt að neita honum um greiðslu. Ef verkið er aftur á móti unnið af starfsmönnum borgarinnar, þá ætti að setja viðkomandi verkstjóra í önnur verkefni en steypufrágang. Annað er svo það að steypti hlutinn nær ekki nógu langt upp skerið. Steypa átti upp fyrir beygjuna en allir vita, og þá að sjálfsögðu einnig borgarstarfsmenn, að bílar sem koma niður brekkuna eru stöðugt að aka up á skerið, sérstak- lega í hálku. Við þetta má svo bæta því að slysaskiltið í beygjunni er á of háum fæti og ætti að sjálfsögðu að vera á plaströri. Eða getur það verið ráðandi sjónarmið hjá gatna- málastjóraembættinu, að þessi helvíti sem aka skiltin okkar niður skuli sko sannarlega fá að finna fyrir því að ekki sé ætlast til þess? Um að gera að skemma bílinn sem mest fyrir þessum vitleysingum sem ekki geta haldið sig á götunni. Ég skil alls ekki þá þvermóðsku gatnamálastjóra að geta ekki tekið Vegagerð ríkisins sér til fyrirmynd- ar og setja þau skilti á plaströr sem helst er hætt við að ekin séu niður. Mér virðist þessi þvermóðska jaðra við mannvonsku. Ég vil a.m.k. enn um sinn trúa því að þessi afstaða stafi af þvermóðsku en ekki heimsku. Ég vona sannarlega að mennirnir sjái að sér. Ekki þyrftu þeir nú annað en skreppa yfir Borgartúnið til að fræðast um notkun Vegagerðarinnar á plast- rörum undir umferðarmerki. Þeir gætu meira að segja laumast til þess að næturlagi að kynna sér þetta víðsvegar um Reykjanes- braut. Blessaðir reynið að bæta ráð ykkar. með þeim maður hennar byggði. Hann var leikarinn Michael O’Shea og varð bráðkavaddur 1973. Ásamt Virgin- iu búa þar dóttir hennar, tengda- sonur og 3 börn þeirra. Þegar Virginia er beðin að segja frá mótleikurum sínum, byrjarhún á Ronald Reagan. -Hefði ég vitað þá, að hann yrði forseti, hefði ég iíklega verið örlítið notalegri við hann, segir hún hlæjandi. -Annars var stórkostlegt að vinna með honum. Danny heitnum Kaye lýsir hún sem einstökum listamanni og snill- ingi. Rex Harrisson var frábær leikari, sem „stal“ öllum myndum sem hann kom fram í. Gregory Peck kynnir sér hlutverkin vand- lega í minnstu smáatriðum. Eftir- lætisleikari Virginiu er þó James Cagney, ein skærasta stjarna sem Hollywood hefur getið af sér. Það var Sam Goldwyn sem upp- götvaði Virginiu Mayo og flutti hana til Hollywood. Hún hafði þá r^unar verið í skemmtanaútvegin- um árum saman, byrjaði 6 ára. Hún dansaði m.a. ballett í óperu- húsinu í St. Louis. Hæfileikar hennar voru alhliða, allt frá því að túlka verk Shakespeares til þess að dansa stepp. Hins vegar segist hún aldrei hafa getað sungið, svo það var rödd annarrar sem heyrðist í öllum söngvamyndum hennar. Hún leikur enn á sviði, en gæti vel hugsað sér hlutverk í kvikmynd. -Framleiðendur standa ekki beinlínis í biðröðum hjá manni þegar maður er kominn á þennan aldur, segir hún. Virginia er afskaplega hrifin af þeirri þróun að nú eru miðaldra stjörnur hvað vinsælastar og dáð- astar. -Allar þær fallegustu og Þannig man fólk eftir Virginiu. Hér er hún með dóttur sína, Mary Catherine. Virgina er meira en tómstundamálari. Hún selur svo grimmt að aldrei er nóg eftir til að halda sýningu. Hún vann Danny Kaye dreymdi dag- drauma um hana í myndinni um Walter Mitty, Gregory Peck var næstum farinn í hundana hennar vegna, Burt Lancaster réðst inn í kastala til að bjarga henni, en James Cagnéy sló hana svo hún hentist veggja á milli. Paul New- man byrjaði feril sinn sem mótleik- ari hennar og annar meðleikari, sem hún kallar Ronnie, býr í Hvíta húsinu. Virginia Mayo er 63 ára, ennþá gullfalleg, Ijóshærð og með græn- ustu augu í Hollywood, eins og sagt var í gamla daga. Hún hefur búið skammt utan við Los Angeles í 20 ár í húsi í spænskum stíl sem stóru frægustu eru á aldrinum 40 til 60 ára og enn ungar, segir hún. Sem ungling dreymdi Virginu um að verða leikari eða listmálari. Hún varð leikari og öðlaðist frægð og auðæfi. Nú er hún hins vegar búin að Iáta hinn drauminn rætast og málar mikið. Málverkin seljast jafnóðum, svo aldrei er nóg til að halda sýningu. Ætlar hún að giftast aftur? -Nei, það hefur ekki hvarflað að mér. Ég átti indælt hjónaband og það nægir mér. Ég er engin Zsa Zsa Gabor. Virginia er ánægð með lífið. Hún fylgist með öllu sem gerist í kvikmyndaborginni og sést iðulega í veislum og á frumsýningum. -Það er mikilvægt að sýna sig öðru hvoru, segir hún. -Annars heldur fólk bara að maður sé dauður - þannig er lífið hér í draumaverksmiðjunni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.