Tíminn - 16.08.1988, Síða 2
2 Tíminn
cpp • 4 \ ■; i » ♦ t j v '
Þriöjudagur 16. águst 1988
Sjúkrahús Keflavíkur:
Svæfingalækni
vantað í 2 ár
Keflavíkurlæknishérað hefur aug-
lýst stöðu svæfingalæknis í um tvö ár
án árangurs. Á sjúkrahúsinu er vel
útbúin skurðstofa, en ef svæfinga-
lækninn vantar er lítið hægt að
framkvæma þar. Hefur þetta verið
leyst með aukastörfum svæfinga-
lækna frá Reykjavík. Um árabil
hefur verið nokkuð um það að
sjúklingar sem gera hefur þurft
minniháttar aðgerðir á, eða sem
komið hafa á heilsugæsluna með
minni háttar meiðsl hafa verið sendir
inn til Reykjavíkur, þrátt fyrir að
sex læknar starfi á heilsugæslustöð-
inni og þar sé vakt allan sólarhring-
inn.
Rætt var við Ólaf Björnsson,
stjórnarformann Sjúkrahúss Kefl-
avíkurlæknishéraðs og hann spurður
um vanda sjúkrahússins. Hann sagði
að sæmilega hefði gengið að manna
hjúkrunar- og sjúkraliðastöðurnar í
sumar. Skurðstofunni hefði verið
lokað yfir sumartímann síðustu ár,
og væri ástæðan sú að afleysingafólk
vantaði.
Heilbrigðisráðherra skipaði í vet-
ur nefnd til að veita ráðgjöf um
hagræðingu í rekstri sjúkrahúsa.
Sagði Ólafur að þeir hjá Sjúkrahúsi
Keflavíkur hefðu átt von á að fá
ábendingar þessarar nefndar um
miðjan apríl síðastliðinn en hafi
ekkert heyrt frá henni ennþá. SH
SKÚLAGATAN er heldur betur að breyta um svip, gömul hús
eru rifin og ný eru á leiðinni í staðinn. Bílstjórar neyðast til að
taka aukahring um hringtorgið því þeir gleyma því að umferðin
er ekki lengur í báðar áttir, og gamli bragginn við Skúlagötuna,
þar sem þessir sömu bilstjórar fylltu á bensíntanka sína, víkur
nú fyrir nýrri bensínstöð sem búið er að byggja aðeins austar
við götuna. Tímamynd:Pjetur.
löntæknistofnun íslands:
Upplýsingaþjónusta
á sviði umbúðamála
Iðntæknistofnun Islands hcfur
nú hleypt af stokkunum upplýs-
ingaþjónustu á sviði umbúðamála
með það að markmiði að auka
þekkingu á umbúðum og flutning-
um og byggja upp gagnabanka sem
nýst getur íslenskum fyrirtækjum.
Það er rekstrartæknideild Iðn-
tæknistofnunar sem sér um um-
búðaþjónustuna. Samstarf er í
gangi við Umbúða- og llutninga-
stofnunina í Danmörku til að ís-
lensk fyrirtæki eigi þar greiðari
aðgang að tækjakosti til prófunar á
umbúðum sínunt. Þá hefur Iðn
tæknistofnun gerst aðili að Sam-
tökum umbúðastofnana á Norður-
löndum.
1 fréttatilkynningu frá Iðntækni-
stofnun segir að ætlunin sé á næst-
unni að gefa út fréttabréf með ■
völdum greinum um umbúðamál
auk þess sem fyrirtæki eigi kost á
upplýsingum um ákveðin efni úr
gagnabankanum.
iðntæknistolnun mun skipu-
leggja hópferð umbúðaframleið-
enda og -notenda á sýninguna
Scanpack 88, sem fram fer í Gauta-
borg í Svíþjóð í október nk. I
framhaldi af því verður ferðinni
haldið áfram yfir til Danmerkur og
danska umbúðastofnunin og fyrir-
tæki á þessusviði m.a. heimsótt.
óþh
Horft í norðurátt frá Skógeyjarskerí.Á Skógeyjarsvæði var sáð í 250 ha.í vor. Búið er að sá í og bera á um 2000 ha.
á þessu svæði síðan varnargarðar voru byggðir við Hornafjarðarfljót og Hoffellsá. Tímamynd:Agnar..
Landgræðsla við Skógey í Hornafirði:
1200 HEKTARAR
GRÆDDIR UPP
Miklar landgræðsluframkvæmdir hafa staðið yfir á Skógeyjarsvæðinu í
Hornafirði undanfarin ár og er nú svo komið að þar sem áður var örfoka
sandur, hefur gróður tekið við á um 1200 ha. sem grætt hefur verið upp, auk
þess sem borið hefur verið á til að styrkja þann gróður sem fyrir er á um 800
hekturum. Áfok af Skógeyjarsvæðinu á Höfn var oft svo mikið að loka varð
fískvinnslunni og ekki var hægt að hafa opna glugga á húsum vegna sandfoks.
Eftir að byrjað var á byggingu varnargarða við Hornafjarðarfíjót og Hoffellsá
samhliða landgræðslu á svæðinu á inilli ánna, hefur tekist að græða upp
landið að miklu leyti og koma þannig í veg fyrir frekara sandfok og
gróðureyðingu.
Fyrstu sandgræðsluaðgerðir í
Austur-Skaftafellssýslu má rekja allt
aftur til 1884 þegar sr. Sveinn Eiríks-
son á Sandfelli hóf ræktun á um
einum hektara lands. Hins vegar
verða kaflaskil í landgræðsluaðgerð-
um með tilkomu þjóðargjafarinnar
1974. Uppgræðsla Skógeyjarsvæðis-
ins var eitt af þeim verkefnum sem
sérstaklega var tilgreint í land-
græðsluáætlun I 1974 til 1979 og
einnig í síðari landgræðslu- og land-
verndaráætlunum II og III fyrir árin
1982-1986 og 1987-1991. Hér er um
að ræða umfangsmikið, samverk-
andi landgræðsluverkefni. Fyrst
: varð að beisla vötnin sem ýmist
i flæmdust um allt svæðið frá þjóðvegi
og suður að Skógey, eða þá að
svæðið var allt þurrt þegar lítið var í.
vötnum með tilheyrandi sandfoki og
gróðureyðingu. Ljóst var að fyrir-
hleðslur við Hornafjarðarfljót og
Hoffellsá myndu leiða af sér aukna
hættu á sandfoki nema jafnóðum
væri hægt að rækta gróður og landið
þornaði.
Frá árinu 1982 hafa verið byggðir
varnargarðar austan og vestan
Hornafjarðarfljóts og austan og
vestan við Hoffellsá, samtals um 15
km. að lengd, auk þess sem grafinn
var 12 metra breiður og 4,2 km
langur stokkur fyrir Hoffellsá. Með
þessum varnargörðum hcfur tekist
að koma í veg fyrir að árnar fari úr
farvegi sínum og landið á milli þeirra
ræktað upp í áföngum. Samtals hef-
ur verið sáð og borið á um 2000
hektara lands á Skógeyjarsvæðinu.
VISA ísland fagnaði fimm ára
afmæli sínu fyrr í vikunni en það var
stofnað 8. ágúst 1983. Óhætt er að
segja að íslendingar hafi tekið vel á
móti VISA því samkvæmt upplýs-
ingum frá VISA ísland lætur nærri
að um 70% h£imila í landinu noti sér
þessa þjóhustu. VISA-kortin eru nú
um 100 þúsund talsins og á hverjum
tíma eru um 80.000 þeirra í virkri
notkun.
Það er mat þeirra sem að þessum
framkvæmdum standa, að þegar
búið er að fullgera þá varnargarða
sem þegar hafa verið byggðir, sé
hægt að halda áfram uppgræðslu á
Skógeyjarsvæðinu. Menn merkja að
eftir að Skógey er tekin að gróa upp
að nýju hefur fuglalíf á eynni aukist
jafnt og þétt, þó ekki sé enn vitað
um hreiðurgerð. Búist er við að stór
hluti þessa svæðis muni síðar meir
breytast í mýrarflóa, vegna lágrar
stöðu og ætti því að verða athvarf
votlendisfugla. Einnig merkja menn
aukna fiskgengd í Hoffellsá, eftir að
henni var veitt í þrengri farveg.
Sérstaklega athyglisvert er hve oft
íslendingar nota VISA-kortin sín í
samanburði við útlendinga, en VIS A
tengist VISANET sem er alþjóðlegt
greiðsluskiptakerfi. Korthafar í
heiminum nota kortið sitt að meðal-
tali þrisvar sinnum í mánuði. íslend-
ingar með kort nota hins vegar
kortið sitt að meðaltali 10 sinnum í
mánuði, eða meira en þrisvar sinn-
um oftar en gengur og gerist annars
staðar.
-ABÓ
VISA ísland fimm ára um þessar mundir:
íslendingar nota VISA
kortin oftar en aðrir
Keyrt á lögguna.Smávægilegur árckstur lögreglubifreiðar og fólksbíls varð á mótum Bæjarbrautar og Hraunbæjar á föstudag.
Lögreglubifreiðin var þó í fullum rétti því fólksbifreiðin virti ekki biðskyldumerki. Átta lögreglubifreiðar voru teknar úr umferð
á dögunum sökum lélegs ástands og hér bætist sú níunda í liópinn. -gs Tímam)
VISA fsland hefur á sínum 5 ára
ferli stöðugt verið að bæta við þjón-
ustu sína og enn er von á nýjungum
frá fyrirtækinu. T.d er nú unnið að
því að koma upp svokölluðum búða-
og símskanna, sem færslum og upp-
lýsingum um heimildir er miðlað til
verslana og annarra þeirra sem taka
VISA í gegnum tölvutengsl, þannig
að pappírsflóð minnka^mikið.
f stjórn VISA eiga sæti fulltrúar
eigenda fyrirtækisins sem eru fimm
bankar og 13 sparisjóðir. Núverandi
stjórn skipa Jóhann Ágústsson frá
Landsbanka, Sólon R. Sigurðsson
frá Búnaðarbanka, Sigurður Haf-
stein frá Samb. ísl. sparisjóða,
Gunnar Sigurjónsson frá Samvinnu-
bankanum, Flalldór S. Magnússon
frá Iðnaðarbanka og Ólafur St.
Ottósson frá Alþýðubanka.
Framkvst. er Einar S. Einarsson.
-BG