Tíminn - 16.08.1988, Qupperneq 6

Tíminn - 16.08.1988, Qupperneq 6
6 Tíminn Þriðjudagur 16. ágúst 1988 y Jesse Jackson: A HERÐUM HETJA HVILDU ÖRLÖG HEILS KYNÞÁTTAR Eftirfarandi viðtal við Jesse Jackson birtist í bandaríska tímaritinu Roll- ing Stone, sl. nóvember. Þar minnist Jackson 7. ára- tugarins og hvernig það var að vera svertingi í Banda- ríkjunum á þeim tíma. Tímarnir breytast og mennirnir með. A 7. ára- tugnum var aðskilnaði kyn- þátta strangt viðhaldið en í dag er Jesse Jackson einn af valdamestu mönnum í flokki demókrata og háði hann harða baráttu við Mic- hael Dukakis um að verða útnefndur forsetaframbjóð- andi flokksins, í forseta- kosningum sem fram fara n.k. nóvember. Aðskilnaðarstefnan Hvaða augum leist þú Bandarík- in á sjöunda áratugnum? Hvað fannst þér um þjóðfélag þess tíma? „Fyrir 1964 og Borgararéttinda- lögin, þar sem aðskilnaður í Bandaríkjunum var gerður ólög- legur, var haldið jafn fast við lögin um aðskilnað kynþátta hér og í Suður-Afríku. Ég man eftir því þegar maður fór í strætisvagna og sá skiltið fyrir ofan höfuð bílstjór- ans: Sæti hvítra fram í, sæti hvítra fram í, lögbrjótar verða sóttir til saka. Þetta var7. áratugurinn fyrir mér. Þessi skilti minntu okkur á að við vorum ekki fullgildir þegnar. Það ríkti gífurlega mikill byltingar- andi, að við værum jafn mennsk og hver annar, að við ættum skilið að vera frjáls.“ Hvaðan kom sú tilfinning og hvernig varð hún hluti af borgara- réttindahreyfingunni? „Það má segja að það hafi verið fengið frá Biblíunni: Við erum öll börn Guðs. Þessi hugsun er nokk- urs konar alheims staðfesting á því að við erum í raun öll eitthvað. Við vorum stöðugt að reyna að sanna það að við værum ekki síðri, að við værum ekki síðursiðmenntað fólk, að vitsmunir okkar væru ekki síðri, að lrkamlega værum við ekki síðri. Það var eilíf barátta að sanna það að maður væri jafngildur þegn. Milli 1955 og 1964 var það nokk- urs konar innri þörf að eiga skilið að vera frjáls og það voru nægar ytri breytingar sem sýndu að það gæti átt sér stað. Hvort sem það var Ernest Green, sem barðist fyrir borgararéttindum í Little Rock 1957 eða Rosa Parks í Montgom- ery 1955, þá voru teikn á lofti um að við gætum brotist úr viðjunum. Maður fylgdist með Sammy Davis, Frank Sinatra og Dean Martin í sjónvarpinu. Maður sá líka Harry Belefonte eða Jackie Robinson (hafnaboltastjarna) og hugsaði með sér, „ef við fáum tækifæri, þá mun okkur takast þetta“. Þessir menn voru ekki bara meistarar, ekki bara menn sem skiluðu vinnu sinni vel. Þeir voru hetjur vegna þess að á herðum þeirra hvíldu örlög heils kynþáttar. Fólkið ber meistarana á herðum sínum en hetjur bera fólkið á sínum herðum." Kennedybræður og King myrtir Það var gífurlegur meðbyr með borgararéttindahreyfingunni á 7. áratugnum. Hvað varð af honum? Jesse Jackson á kosningafundi. „Við vorum að sigra. Skiltin voru tekin niður, aðskilnaðurinn var að líða undir lok. Við gátum nýtt okkur kosningaréttinn og húsnæðismálin bötnuðu. Sjálfs- virðing okkar fór stígandi. John Kennedy var kosinn forseti og fólk hafði það á tilfinningunni að verið væri að uppfylla loforð þess sem Bandaríkin áttu að standa fyrir. Þá var Kennedy myrtur. Svo var dr. King myrtur. Grunurinn um þátt stjórnarinnar í þessu morði hefur enn ekki verið útmáður og verður það aldrei í mínum huga. Við vitum hver var heltekin af Martin Luther King - það var alríkislögreglan (FBI). Hún sagði dr. King ógna þjóðarörygginu. í skjölum alríkislögreglunnar stóð að hlutverk hennar væri að trufla og útrýma hreyfingu svertingja, að gera óvirkan leiðtogann. Að gera óvirkan þýddi að drepa. Ég stend fastur á því að hreyfingin hafi ekki bara leyst upp, heldur hafi hún verið sprengd í sundur. Henni var tortímt með hryðjuverkum. Og þá var Robert Kennedy myrtur nokkrum mánuðum seinna. Nýir vindar tóku að blása. Þegar Kennedy og Johnson voru forsetar höfðum við aðgang að Hvíta hús- inu en lengi vel vildi Nixon ekki hitta okkur. Hann skýldi sér á bak við hugtökin „lög“ og „regla“. Ég var að koma úr fangelsi einn daginn þegar ég heyrði í Robert Kennedy í útvarpinu. Þegar hann varspurð- ur um átökin í Birmingham (Al- abama) sagði hann að aðskilnaður væri ekki bara vafasamur gagnvart lögum, heldur væri hann siðferði- lega rangur. Ég hafði aldrei heyrt háttsettan hvítan embættismann segja þetta fyrr. Ég get ekki lýst því hvað það var mér mikils virði að heyra þessi orð. Kennedy-King tímabilið fjallaði um muninn á réttlátum og óréttlátum lögum, að lögin yrðu að aðlaga sig en ekki siðferðið. Nixon-tímabilið breytti þessu.“ Reagan ekki okkar maður Árið 1980, þegar Reagan varð frambjóðandi virtust svertingjar skynja mjög fljótt að hann væri ekki þeirra maður. Hvernig gátu þeir vitað það? „Það var 16 ára þróun fyrir tíma Reagans. Við höfðum Goldwater, Wallace, Nixon og nú Reagan. Stuðningurinn við Reagan þróaðist á þann veg að hvítir, sem lifðu við einhvern ástæðulausan ótta, gátu betur og betur sætt sig við hann. Hann spilaði upp kynþáttapólitík- ina sér til framdráttar. Reagan gaf í skyn að dr. King hefði verið kommúnisti og það var þungt högg. Hann hóf líka kosningabaráttu sína í Mississippi og það hafði greinilega ákveðna þýðingu. Þegar hann flutti ræðu þann dag, lýsti Klu Klux Klan yfir stuðningi við hann. Jafnvel þótt hann hafi ekki viðurkennt stuðning þeirra var hér greinilega maður sem hafði alist upp við hefðir sem voru andstæðar öllu sem við höfðum verið að berjast fyrir.“ Hvernig metur þú siðferðislegt andrúmsloft þjóðarinnar? „Maður finnur fyrir sams konar eigingirni og óréttlæti í samskipt- um kynþátta nú og þá, t.d. í átökum milli kynþátta í háskólum landsins. Þau valda mér mestum vonbrigðum. Þegar unga fólkið snýst gegn hvort öðru þá erum við komin á ansi lágt plan." Hvað veldur þessu? „Reagan forseti. Hann hefur ekki í eitt einasta skipti sagt, „Þetta er rangt. Ekki gera þetta.“ Skorturinn á siðferðislegri sýn í Hvíta húsinu hefur fyllt skýin og núna falla steinar kynþáttafor- dóma af himnum ofan, líkt og súrt regn.“ Fátækum fjölgar Ef þú lítur um öxl, yfir síðustu 20 árin, hvað hefur orðið um fátæka fólkið sem þjóðfélagið mikla ætlaði sér að hífa upp af botninum? „Þaðerþarennþá. Bátarnirsem vorú fastir á botninum eru ennþá fastir og við hafa bæst fleiri bátar. Þetta voru bændur, fólk sem bjó til bíla, sem var í rafiðnaði, gúmmíi, dekkjum, textíl, stáli. Þeim hefur verið sökkt með sprengjum fjöl- þjóðafyrirtækjanna. Menngera sér ekki grein fyrir því hversu margir eru fátækir. Af þeim 43 milljónum sem búa við fátækt, er 31 milljón hvítt fólk. Flest fátækt fólk er hvítt eða kvenkyns eða ungt. En hvort sem það er hvítt, svart eða brúnt, þá er hungur jafn sársaukafullf." Þú ólst upp í Greenville, South Carolina, og það hefur verið sögð um þig sú saga, að þegar þú vannst á veitingahúsi þar hafir þú hrækt í mat viðskiptavinanna vegna þess að þú þoldir ekki hvíta yfirboðara þína. Ér þetta sönn saga? „Raunar vildi ég óska þess að ég hefði aldrei sagt þetta, vegna þess að það er ekki satt. Ég hataði aldrei hvítt fólk. Kristilegt uppeldi mitt kom í veg fyrir það. Túlkun okkar var sú að ef maður hataði einhvern gat maður ekki séð Guð, maður gat ekki verið heill maður. Kærleikurinn var vopnið. Okkar var kennt að bæta okkur í stað þess að verða bitur, þannig að ég fór aldrei í gegnum haturstímabilið. Mér fannst ástandið gremjulegt, mér sárnaði það þjóðfélag sem leit niður á persónu mína og ég barðist á móti því. En ég hafði alltaf aðgang að hvítu fólki sem reyndist mér vel: Hvíti læknirinn sem tók á móti mér þegar ég fæddist, hvíta fólkið sem amma mín vann fyrir, dómarinn sem fósturpabbi minn vann fyrir, sem hvatti mig til að fara í háskóla, og þjálfari minn í Furman háskólanum sem hjálpaði mér að fá styrk til náms við Illinois háskólann. Ég hafði mikla og góða reynslu af hvítu fólki.“ Sameining hvítra og svartra Hvernig tilfinning er það í dag, 25 til 30 árum seinna, að vera frambjóðandi með mikið fylgi í skoðanakönnunum og í forystu fyrir samsteypu sem miðar að því að sameina svarta og hvíta? „Ég hef alltaf haft trú á því að það væri hægt. Mfn trú hefur alltaf verið sú að ástæðan fyrir því að hvítir og svartir hafa ekki getað komið sér saman er sú að þeir hafi ekki haft aðgang hver að öðrum. Því oftar sem ég tala í kirkjum, á bænasamkundum og fundum fél- aga molna þessir veggir niður. Það segir mér að þetta sé bara spurning um aðgang.“ Sem leiðtogi framfaravængs Demókrataflokksins, ætlarðu að leiða flokkinn lengra til vinstri? „Ég ætla að leiða hann upp á við og fram á við! Spurningin er ekki um vinstri og hægri, heldur aftur- ábak og áfram. Lausnin er ekki taumlaust frjálslyndi né hreyfing- arlaus íhaldssemi. Hún er að fara fram á við og upp á við.“ Mikill tími fer hjá þér í að tala við ungt fólk. Hvað finnst þér um ástand þess í dag? „Hvert sem ég fer - jafnvel í skóla í dreifbýlinu og í trúarlega einkaskóla - eru stóru vandamálin mikil eitiirlyfjanotkun, börn að eiga börn, ofbeldi og sjálfsmorð." Hvers vegna er þessi mikla eitur- lyfjanotkun? Hvað er að gerast? „Það er erfitt að tilgreina það en ég held að það sé ekki spurning um að neyta þeirra ánægjunnar vegna, heldur til að deyfa sársaukann. „Pabbi fór aftur í vinnuna á mánu- daginn en núna er búið að loka smiðjunni.“ „Mamma og pabbi hafa gert sitt besta til að halda búskapnum gangandi en nú á að bjóða jörðina upp.“ Svo er það óttinn við kjarnorkustríð - maður kemst ekki hjá því að hugsa um það. Hluti af eiturlyfjanotkuninni er flótti frá veruleikanum, því mörgu ungu fólki finnst veggimir vera farnir að þrengja að því. Við verðum einhvern veginn að sann- færa það um að það sé þess virði að lifa Iífinu.“ „Enginn verður óbarinn biskup“ Þetta ástand er ólíkt því sem þú bjóst við þegar þú varst ungur. Þið vissuð að þið voruð þátttakendur í sögulegri hreyfingu. Þið voruð að gera allt vitlaust og að breyta þjóðfélaginu. „Við gátum ekki sagt það þá en við fundum fyrir því, við skynjuð- um það. Það var pottur af gulli við enda regnbogans ef maður fór í háskóla og lét ekki bugast. Hafði maður gráðu gat maður verið viss um að fá vinnu. Maður vissi að maður átti möguleika á að komast áfram.“ Ertu bjartsýnn um framtíð þjóð- arinnar í dag? „Við lifum þetta af. Mér finnst við, Bandaríkjamenn, hafa styrk til að snúa aðstæðum. Við eigum eftir að lifa af viðhorf Reagans til svertingja, spænskumælandi fólks og kvenna. Við eigum eftir að vinna upp þann tíma sem við höfum sóað. Við munum lifa það af að hafa verið læst út úr Hvíta húsinu. Það mun opnast á ný og þá munum við betur kunna að meta forseta sem sýnir umhyggju. Við söknum slíks forseta verulega. Við munum standa uppi eldri, vitrari og sterkari þegar Reagan tímabilið er á enda. „Enginn verður óbarinn biskup.““ * (Byggt á Rolling Stone)

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.