Tíminn - 16.08.1988, Side 7

Tíminn - 16.08.1988, Side 7
Þriðjudagur 16. agúst 198Ö Tíminn 7 Hvað er mikið eftir af hækkun tímakaups úr 22 aurum í 220 krónur?: Launin 1000-faldast frá niðurfærslunni árið 1959 „Niðurfærsla á launum, vöxtum og verðlagi.“ Þannig hljóðaði höfuðfyrirsögn Alþýðublaðsins s.l. fimmtudag. Sennilega ekki ósvipað og fyrir 30 árum, þegar stjórnmála- menn gripu til beinnar niðurfærslu launa og verðlags. Tímakaupið var þá beinlínis lækkað í krónum - var rúmlega 13% lægra í lok ársins 1959 heldur en í upphafi þess. Yerðlag lækkaði einnig um 7-8% á sama tímabili. Vaxtalækkun var hins vegar ekki ofarlega á baugi í þá tíð, enda fáir skuldarar þurft að kvarta hátt undan 7% nafnvöxtum og inn á bankabækurnar safnaði fólk peningum með 5% ársvöxtum. Tímakaup verkamannsins nægði fyrir 4 kflóum af kartöflum og 4,2 kílóum af ýsu árið 1960... ... en aðeins fyrir 1 kflói af kartöflum og 1 kflói af ýsu sumarið 1988, þrátt fyrir meira en 1000-falda kauphækkun. Um 5 aura kauphækkun spólaði upp verðbólguna I árslok 1958 hafði tímakaup verkamanna hækkað um 27% frá því í ársbyrjun, eða úr 19,92 kr. í 25,29 kr. á tímann (úr tæpum 20 aurum í rúma 25 aura ef niiðað er við nýkrónur). Verðlag sem staðið hafði í stað fyrri helming ársins tók þá allt í einu á rás og hækkaði um rúmlega 14% frá miðju ári til ára- móta, sem svaraði til 31% verðbólgu umreiknað til heils árs. Stjórnmála- mönnum þess tíma virðast hafa óað slíkar verðbólgutölur. Enda hafði verðlag þá aðeins rúmlega tvöfaldast (130%) á heilum áratug á undan, sem svarar til í kringum 7% verð- bólgu að meðaltali á ári. (Arftökum þeirra 30 árum síðar þykir væntanlega lítið til koma. Samsvarandi tölur í þeirra skýrslum sýna 30 földun verðlags (2900%) á síðustu tíu árum.) Alls 57% vísitöluhækkun á 10árum Fyrir þá fjölmennu kynslóð ís- lendinga sem man tæpast minni verðbólgu en á bilinu 20-80% á ári getur verið forvitnilegt að líta á launa- og verðlagsþróunina á árun- um fyrir og eftir þessa síðustu beinu kauplækkun sem orðið hefur í land- inu. Taflan sýnir þróun tímakaups verkamanna og framfærsluvísitölu, hvort tvegga sett á 100 í árslok 1952, og sömuleiðis hækkun á milli ára: Des.: Tímak.: % Frf.vísit.: : % 1952 100 100 1953 100 0,0% 97 - 2,6% 1954 101 0,6% 98 1,0% 1955 121 20,6% 107 8,8% 1956 126 4,1% 114 6,8% 1957 130 2,8% 118 3,0% 1958 165 27,0% 136 15,3% 1959 143 -13,4% 126 -7,5% 1960 143 0,0% 129 2,3% 1961 159 11,0% 143 11,3% 1962 176 10,8% 157 9,6% Sem sjá má lækkaði tímakaup verkamanna um 13,4% og verðlag (framfærslukostnaður) um 7,5% frá árslokum 1958 til 1959. Verðlagið var aftur komið í sama horf í sept- ember 1961, en tímakaupið náði ekki aftur sömu krónutölu fyrr en nær 3 árum síðar þ.e. á árinu 1962. Pá í árslok var verkamannakaupið 76% hærra en tíu árum áður. En verðlagið (framfærsluvísitalan) hækkaði á þeim sama áratug um 57% - sem er litlu meira heldur en verðlag hækkaði á einu ári 1974 og 1975, á hverju ári 1978 til 1981 og minna en á árunum 1982 og 1983. Verðbólga á áratug (hækkun framfærsluvísitölu) eftir 1942 hefur verið sem hér segir: 1942-52 193% 1952-62 57% 1962-72 210% 1972-82 3297% Sú margra tuga prósenta verð- bólga, sem er það eina sem fólk um og undir þrítugu þekkir, á sér því í raun ekki nema um 15 ára sögu. Framangreind 210% hækkun verð- lags á árunum 1962-72 svarar til 12% verðbólgu að meðaltali á ári. Raunvextir á gömlu bankabókunum Vaxtalækkun var, sem fyrr segir, ekki sama áhyggjuefni stjórnmála- manna 1958 eins og nú þrem ára- tugum síðar. Forvextir bankanna voru 7% frá 1952-1960, hækkuðu þá upp í 11% en lækkuðu svo aftur í 9% til 1965. Vextir á almennum sparisjóðsbókum voru 2% lægri á hverju tímabili (frá 5-9%), en það dugði samt til þess að bankarnir skiluðu sparifjáreigendum þó nokkrum raunvöxum á sparifé sem ávaxtað var á bankabókum allt milli 1952-62 tímabilið - sem er meira en hægt er að hrósa banka- stjórum síðasta áratugar fyrir. Næsta áratug á eftir fór að síga á ógæfuhliðina fyrir „gömlu banka- bókinni" því innlánsvextir voru þá lengst af um 7%, en verðbólgan að meðaltali um 12% eins og fyrr greinir. Um 84 af hverjum 100 kr. „hurfu“ í bönkunum Sú rýrnun var þó hreinn hégómi miðað við 8. áratuginn. Frá 1970-80 þrefölduðu vextirnir inneign sem var á sparisjóðsbók allan áratuginn. Verðlag tæplega 19 faldaðist á sama tíma - en það þýðir að af sparifé sem bönkunum var falið til „ávöxtunar" árið 1970 skiluðu þeir aðeins til baka sem nemur 16 af hverjum 100 krón- um eftir „ávöxtun" í áratug. Bank- arnir og þeir sem fengu peningana lánaða skiptu á milli sín þeim 84 af hverjum lOOkrónum semávantaði. Þótt útlánavextir væru nokkrum prósentum hærri er ljóst að skuldar- ar fengu geysigóða „meðgjöf" með lánunum sínum á 8. áratugnum. Kannski von að þeir sem vöndust því .um langt árabil að geta ekki annað en stórgrætt á hverri krónu sem þeir fengu lánaða, hversu heimskulega sem fjárfest var fyrir þær, stynji nú þungan undan 9-12% raunvöxtun, eða ennþá hærri, ef þeir hafa enn ekki áttað sig á breyt- ingunni. Um 50-55 kr. í mánaðarlaun Fyrir ungu verðbólgukynslóðina, sem nú er að hefja störf á 40.000 til 55.000 kr. „skítakaupi" á mánuði, getur verið fróðlegt að rifja upp, að feður þeirra hafa margir hverjir á sama aldri haft sem svarar 50-55 nýkrónum í mánaðarlaun fyrir 48 stunda vinnuviku. Mæður þeirra höfðu hins vegar fæstar yfir 40 krónur, því karlataxtar og kvenna- taxtar voru þá enn í gildi (til 1967). Hvað við höfum grætt á 1000-földun dagvinnulaunanna á umliðnum þrem áratugum, gæti verið forvitni- legt reikningsdæmi fyrir stjórnmál- askörunga, verkalýðshreyfingu og vinnuveitendur. íbúð fyrir 2380 krónur Hvað kostuðu þá hlutirnir þegar algengustu mánaðarlaunin voru á bilinu 40-55 krónur? Sú er þetta skrifar minnist kaupa á lítilli 2ja herbergja kjallaraíbúð (um 25 ára gamalli) haustið 1962 fyrir 2830 nýkrónur (283 þús.gkr.). Ekki kæmi á óvart að sjá þá sömu íbúð auglýsta nú fyrir í kringum 2,8 milljónir, sem þá einnig mundi þýða um 1000-föld- un á verði á 26 árum. Húsnæðislán voru þá engin til kaupa á notuðum íbúðum né heldur lán frá almennum lífeyrissjóðum. En dæmið er eigi að síður skemmtilegt fyrir þá sem gæla við afnám verðtryggingar - væntanlega þá einnig af 40 ára húsnæðislánum. Hugsum okkur að kaupandi ofan- greindrar íbúðar hefði fengið óverð- tryggt Húsnæðisstjórnarlán fyrir 70% af kaupverðinu, um 2000 krón- ur til 40 ára. Um þriðjungur af láninu (góður fjórðungur af kaup- verði íbúðarinnar) væri enn ógreidd- ur, og afborgun væntanlega milli 60-80 krónur á ári til ársins 2002. Kaupmætti soðningar hrakað Og ekki hefur 1000-föld laun- ahækkun skilað auknum kaupmætti á mælikvarða lang algengustu mál- tíða íslenskra heimila fyrir tæpum þrem áratugum. Árið 1960 kostaði kílóið af ýsunni 3,60 kr. gamlar og kílóið af kartöflum 1,65 kr. Nú kostar ýsan 15700 gamlar krónur og kartöflurnar 7900 gamlar krónur kílóið. Verðir hefur því meira en 4000-faldast. Verkamanninum dugði tímakaupið fyrir rúmlega 4 kg af ýsu og 4 kg af kartöflum árið 1960 en nú þarf hann um 4 stunda laun til að greiða fyrir sama skammt þessara tveggja tegunda matvæla sem áður voru á borðum lansmanna allt upp í 6 sinnum í viku. -HEI Tímakaup hafnarverkamanns í gömlum krónum eins og skýrslur Hagstof- unnar segja það hafa verið í lok hvers árs 1952 til 1962. Samkvæmt þeim varð 13,4% lækkun á timakaupinu frá upphafí til loka ársins 1959. I gömlum krónum væri tímakaupið nú í kringum 22000-23000 krónur.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.