Tíminn - 18.08.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.08.1988, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 18. ágúst 1988 Tíminn 5 Fjórðungur allra útflutningsteknanna 1987 í bíla, föt, húsgögn, heimilistæki og leikföng: itum hvað klukkan slær og króknum varla í kreppunni íslenska þjóðin ætti að vita „hvað klukkan slær“. Þótt tæpast fleiri en 200 þús. íslendingar kunni á klukku voru yfír 95.000 vasa- og armbandsúr flutt inn á síðasta ári, auk þeirra sem keypt voru í fríhöfnum eða ferðalögum erlendis, og auk um 24.800 kílóa af innfluttum eldhús- og stofuklukkum. Og allt er þetta til viðbótar við 50.600 úr sem flutt voru inn árið áður og 36.600 úr árið þar áður. Þar sem ólíklegt er að þjóðina hafi beinlínis vantað á annað hundrað þúsund klukkur á einu ári virðast þessar tölur fyrst og frcmst lýsandi vottur um það dæmalausa „kaupæði“, sem runnið hefur á íslenskan almenning árið 1987 - samanborið við árið áður, sem einnig sýndi þó verulega magn- aukningu í innflutningi frá næstu árum þar á undan. Um 30-100% magn* aukning milli ára Ólíklegt er að verslunarskýrslur nokkurrar „venjulegrar" þjóðar beri vitni um kaupæði eitthvað í líkingu við það sem lesa má út úr verslunarskýrslum Hagstofunnar 1987. Pærupplýsam.a. aðinnflutn- ingur á fatnaði, húsgögnum, fólks- bílum, heimilistækjum allskonar og leikföngum hafi aukist um 30- 50% og allt upp í og yfir 100% frá árinu áður, talið í stykkjum eða tonnum. Enda þurfti góðan fjórð- ung allra útflutningstekna lands- manna til að greiða fyrir aðeins þessa vöruliði. Álíka magnaukn- ingu má svo sjá í nánast hverjum einasta öðrum vöruflokki þar sem um er að ræða söluvarning til almennings, nema helst í matvör- um, enda magamáli landsmanna eðlilega nokkur takmörk sett. Þarna vantar þó allan „innflutn- inginn" sem leyndist í ferðatöskum 143.000 utanlandsfara, sem líka fjölgaði um 28% milli ára - m.a. Glasgow-faranna, sem stórkaup- menn börmuðu sér hvað sárast yfir. Bíll kominn í stað barnavagns? Ein athyglisverð undantekning er þó í ökutækjaflokknum. Barna- vagnar eru einu ökutækin sem sýna stóran samdrátt (30%) í innflutn- ingi frá 1986, á móti 54% fjölgun fólksbíla. Spurning hvort fólk er kannski fremur farið að bæta við bíl en barnavagni þegar fjölgunar er von f fjölskyldunni? A.m.k. hafa aðeins um 1.800af þeim4.100 börnum sem fæddust í fyrra fengið nýjan vagn, samanborið við 2.600 vagna fyrir mun færri börn árið áður. Öll frystu fiskflökin dugðu ekki fyrir fötum og „leikföngum“ Um 500 milljónir vantaði á að verðmæti allra frystra fiskflaka sem flutt voru út 1987 nægði til að borga aðeins fyrir bílana, fatnað- inn og áðurnefnd tæki og leikföng, sem samtals kostuðu um 13.270 milljónir króna. Samsvarandi tala árið 1986 var 7.950 milljónir. Það ár dugðu því % hlutar frystu flak- anna fyrir þessu góssi, þótt þá væri gróskumikið verslunarár. í krónum talið jókst innflutning- ur þessara vöruliða því um 67% á sama tíma og verð erlends gjald- eyris hækkaði um 3,7% að meðal- tali. Ef landsmenn hefðu t.d. látið sér nægja 10% aukningu (sem þætti mikið í útlöndum) í kaupum á bílum, fötum, húsgögnum, tækj- um og leikföngum frá árinu áður, hefði það sparað um 4,5 milljarða eyðslu erlends gjaldeyris, þ.e. hall- inn á viðskiptajöfnuðinum (fob/cif) og þar með hefði erlend lántaka orðið þessum um 4,5 milljörðum króna minni en raun varð á. Þarna er t.d. um að ræða nær tvöfalt hærri upphæð en fékkst fyrir allt loðnumjöl og lýsi á árinu (2,5 ntilljarðar). Þessi 4,5 milljarða viðbótarkaup á bílum, fötum og „leikföngum“ fullorðinna og barna árið 1987 voru álíka alvarleg fyrir vöru- skiptajöfnuðinn, eins og t.d. ef loðnu-, síldar- og humarstofnarnir hefðu allir horfið af íslandsmiðum þetta ár. Eru þó, sem áður segir, ótaldir fjölmargir liðir almennra neysluvara, sem flestir sýna álíka aukningu milli ára. Grjótkast úr glerhúsi... Sá grunur hlýtur að læðast að þeim sem les umrædda skýrslu, að stór hluti almennings, sem nú hefur hvað hæst um offjárfestingu og óráðsíu í þjóðfélaginu, stundi þar steinkast úr glerhúsi. Enda sú „kaupgleði" almennings, sem skýrslan ber vitni um, ljósasta ástæðan fyrir þeirri „offjárfcstingu í verslunarhöllum" sem svo mörg- um er tíðrætt um -en ekki öfugt. Þessi 13.270 milljóna króna inn- flutningur skiptist í flokka sem hér segir, talið í milljónum króna 1986 og 1987,ogaukningu í prósentum: Millj. 1986 Miilj. 1987 % Fólksbílar . . 2.940 5.410 84% Fatnadur . . . 2.780 4.040 45% Húsgögn . . . 1.000 1.770 77% Heimilis/ rafmagnstæki 710 1.240 76% Leöurvörur . 230 360 58% Leikföng . . . 290 440 52% AUs: . . 7.950 13.270 67% Útvarpstæki . . 41.820 70.800 69% 7.030 82% íslendingar ættu að vera orðnir vel skóaðir, því innflutningurinn í fyrra svaraði til þess að hvert mannsbarn hafí | fengið 5 ný pör. 590 tonnum af barnaleikföngum. (Það gæti svarað til þess að hvert barn undir 12 ára aldri hafi fengið um 13 kg af leikföngum í jóla- og afmælisgjafir á árinu, auk „mjúku" pakkanna og bókapakkanna. Nær 33 tonn af erlendum myndabókum (68% aukning frá 1986) eru t.d. ekki þarna meðtalin.) Hinn hlutinn er ýmisskonar spil og íþróttavörur svo sem skíði og skautar. Grammófónar . 3.870 Myndavélar . . 11.410 24.110 111% Sjónaukar ... 2.110 3.540 67% Rakvélar .... 6.150 7.320 19% Armbandsúr . . 50.580 95.120 88% Reiknivélar . . 22.520 27.080 20% Rafm.orgel ... 780 1.380 77% Píanó............ 120 1.590 1300% milli ára og var hátt í helmingi minni en fimm árum áður. Og til að geta nú dáðst að sjálfum sér í nýja „skrúðanum1- jókst innflutningur á speglunt um 50%, sem við var að búast, og varð 395 tonn á árinu. Skyldu kaupmenn víða í veröld- inni geta fagnað 67% aukningu í sölu innflutts varnings á einu ári þegar meðalverð erlendra mynta stendur nánast í stað? Ef gengið væri út frá því að smásöluverð með söluskatti væri þrefalt hærra en innflutningsverð, gæti sala framangreindra hluta í fyrra hafa numið í kringum 40.000 milljónum króna, sem er um 560.000 kr. á hverja „vísitölufjöl- skyldu“ að meðaltali árið 1987 í stað 330.000 kr. árið áður. í þessar tölur vantar þó m.a. öll búsáhöld, skrautmuni og skartgripi, kvik- mynda- og myndbandstæki, einka- tölvur, Ijósabúnað, gólfteppi, inn- fluttar bækur og blöð, ilmvötn og snyrtivörur svo nokkuð sé nefnt af þeim vörum sem fólk kaupir oft fremur af löngun og auraráðum heldur en beinum „þörfum". Með 5,4 milljarða fólksbílakaupum eru heldur ekki talin dekk, varahlutir, bensín né annað sem kaupa þarf vegna bílanna. Um 590 tonn af barnaleikföngum Af 440 millj. kr. fyrir leikföng í fyrra voru 60% vegna kaupa á um Koma leðurjakkarnir „hina“ leiðina? Leðurvörurnar eru að stærstum hluta fatnaður; töskur, hanskar og belti. Að magni til jókst innflutn- ingur á leðurvörum úr 215 í 327 tonn, eða um 52%, milli þessara tveggja ára. Þjóðinni ætti tæpast að vera kalt á höndunum, því af þessu voru skinnhanskar t.d. rúm 27 tonn og þar við bættist svo nær annað eins af öðrum hönskum og vettlingum. Miðað við hvað leður- jakkar og buxur eru áberandi kem- ur á óvart að þyngd innflutts leður- fatnaðar er litlu meiri heldur en skinnhanskanna. Skyldu Glasgow- ferðirnar vera skýringin? Þótt algengast sé að Hagstofan skrái magn í tonnum í skýrslum sínum er sú undantekning gerð varðandi margskonar tæki að nefna einnig stykkjatal. Taflan hér að neðan sýnir m.a. stykkjafjölda þeirra tækja sem landsmenn fluttu inn fyrir 1.240 milljónir króna á sl. ári og sömuleiðis fjölda tækja árið áður, ásamt fjölgun í prósentum milli áranna 1986 og 1987: Um 352.000 vélar og tæki Stykki 1986 Stykki 1987 % Kæli/frvstisk. 7.630 10.800 42% Uppþvottavélar 1.620 2.710 67% Þvottavélar . . 5.750 9.310 62% Þurrkarar .... 797 1.530 92% Garösláttuv. . . 1.840 3.270 77% Saumavélar . . 2.800 4.140 48% Ryksugur .... 8.950 15.220 70% Hrærivélar . . . 4.880 11.160 129% Eldavélar .... 4.090 6.080 49% Ofnar 5.340 10.630 99% Kaffikönnur . . 9.860 13.210 34% Katlar . . 1.940 3.100 60% Brauðristar . . . 6.260 9.990 60% Sjónvarpstæki . 8.380 12.220 34% Samtals fjölgaði þessum munum úr tæplega 210 þús. 1986 upp í nær 352 þús. stykki árið 1987, eða sem svarar úr þremur tækjum í fimm á hverja fjölskyldu að meðaltali. Er það m.a. merkilegt í ljósi þess að nokkrum vikum fyrir síðustu jól vissi almenningur að mörg þessara tækja áttu að lækka í verði eftir áramótin, vegna breyttra tollalaga. Frá árinu 1982 hefur fjöldi inn- fluttra tækja nær tvöfaldast, úr 180 þús. (þrátt fyrir að utanlandsfarar voru þá einnig nær helmingi færri). Króknum varla í „kreppunni“ Innflutningur á fatnaði var 2.040 tonn á síðasta ári, sem var nær 500 tonnum (30%) meira en árið áður og 800 tonnum (65%) meira en fimm árum áður. Athyglisvert er að „fatadellan" virðist ekki síður hafa gripið karl- kynið en kvenkynið. Af þeim rúm- lega helmingi þess fatnaðar sem sjá má hvort ætlaður er körlum eða konum áttu karlarnir nær helming- inn, sem var40% aukningfrá árinu áður miðað við 45% aukningu á kvenfatnaði. Þessi aukning kom fram á öllum tegundum fatnaðar, m.a.s. 50% á náttfötum karla, sem og brjóstahöldurum fyrir konur. Ekki má gleyma punktinum yfir i-ið. Um 20.000 kílóum af skart- gripum, sem einnig var 30% aukn- ing milli ára. Nyja skó í stað skóáburðar? Þarna eru þó ótalin nær 800 tonn af skófatnaði, sem var fjórðungi meira en árið áður. Alls færði Hagstofan á skýrslur 1.118.200 pör af hverskonar skófatnaði, sem svarar til þess að hver landsmaður hafi fengið hátt í 5 pör af skóm á sl. ári. Innflutningur á skóáburði minnkaði aftur á móti um fjórðung Um 90% fleiri sængurver... Aukin vefnaðarvörukaup ein- skorðuðust ekki við eigin skrokk, því 662 tonn af tilbúnum vefnaðar- vörum hafa bæst í línskápa lands- manna í fyrra, svo sem sængurföt, borðdúkar, handklæði og fleira. Aukningin var tæp50% milliára. Og 83% fleiri styttur... Sjálfsagt hcfur þurft meira skáparýmifyriröllnýjufötin. Enda jókst húsgagnainnflutningur milli ára um 45% og varð 8.095 tonn á síðasta ári. Sú aukning varð á öllum liðum; skápum og hillum, stólum, borðum, rúmum ogöðru. Til að skreyta nýju borðin og hillurnar voru flutt inn 185 tonn af styttum og skrauthlutum úr leir, sem var hátt í tvöföld aukning. Þá jókst líka innflutningur á borðbún- aði úr postulíni, gleri og leir um þriðjung, í tæp 600 tonn. Hagstæð- ara hefði verið að hinkra með eitthvað af þeim kaupum, því þess- ar vörur lækkuðu stórlega í verði í byrjun þessa árs. Stendur „veislan“ enn? Sem sjá má bera verslunarskýrsl- ur 1987 með sér 30-70% aukinn innflutning í magni, nær hvar sem gripið er niður í vöruflokka sem tcljast til almennrar neysluvöru. „Veislunni" hjá kaupmönnum virðist þó a.m.k. ekki hafa lokið strax unt áramótin. Veltutölur smásöluverslunar fyrir 1. fjórðung þessa árs sýna nefnilega 35-65% aukningu á veltu frá santa tímabili 1987, t.d. 40% á fatnaði og 52% á húsgögnum og búsáhöldunt - sem er töluvert yfir verðlagshækkunum á tímabilinu. Spurning er hvort „kaupveislan" stendur enn þrátt fyrir allan „kreppusönginn"? -HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.