Tíminn - 18.08.1988, Qupperneq 6
6 Tíminn
Fimmtudagur 18. ágúst 1988
Fegrunarnefnd Hafnarfjaröar:
Vesturvangur valin stjörnugata
Vesturvangur var valin stjömugata Hafnarfjarðar árið 1988.
Sævangur 1 fékk viðurkenningu fyrir fagran garð þar sem tillit er tekið til
hraunsins og íslensku flórunnar.
Fyrr í vikunni veitti fegrunarnefnd
Hafnarfjarðar árlega viðurkenningu
sína fyrir fallega garða, snyrti-
mennsku og fegrun. Hafnflrðingar
höfðu ekki þann háttinn á að velja
úr einn garð sérstaklega heldur voru
valdir úr nokkrir garðar víðsvegar í
bænum sem eru mismunandi að
gerð og uppbyggingu.
Jafnframt var veitt viðurkenning
fyrir fallega uppgert gamalt hús og
hlutu Sigríður Harðardóttir og Páll
V. Bjarnason, Holtsgötu 4, þann
heiður. Esso, Lækjargötu 46, fékk
líka viðurkenningu fyrir góðan frá-
gang á byggingu og lóð, Vesturvang-
ur var valin stjörnugata Hafnarfjarð-
ar 1988. Einnig var Kristjáni Inga
Gunnarssyni veitt sérstök viður-
kenning fyrir frábær störf.
Þeir sem fengu viðurkenningu fyr-
ir garða sína voru þessir:
Reykjavíkurvegur 10, fyrir sérlega
fallegan og snyrtilegan garð í gömlu
hverfi. Eigendur eru Ágústa Hann-
esdóttir og Hallgrímur Steingríms-
son.
Suðurvangur 9, fyrir fallegan og vel
skipulagðan garð sem fellur vel að
húsi. Eigendur eru fris Dungal og
Elín Eggerz Stefánsson og Árni Friðflnnsson í garði sínum að Herjólfsgötu 10.
Tímamyndir Gunnar
Ágústa Hannesdóttir og Hallgrímur Steingrímsson í garði sínum að Reykjavíkurvegi 10.
Guðmundur Þ. Pálsson.
Sævangur 1, fyrir fagran garð, þar
sem sérstakt tillit er tekið til hrauns-
ins og íslensku flórunnar. Eigendur
eru Ingibjörg Sigurðardóttir og Árni
Hjörleifsson.
Sævangur 3, fyrir fagran garð, þar
sem sérstakt tillit er tekið til hrauns-
ins og íslensku flórunnar. Eigendur
eru Stefanía Jónsdóttir og Jón
Guðmundsson.
Erluhraun 8, fyrir hlýlegan og falleg-
an garð í áraraðir. Eigandi er Rósa
Loftsdóttir.
Suðurhvammur 1, fyrir stílhreinan
og afar vel hirtan garð. Eigendur eru
Ingunn Þorsteinsdóttir og Guðjón
Valdimarsson.
Herjólfsgata 10, fyrir snyrtilegan og
gróskumikinn garð unninn við erfið
ræktunarskilyrði. Eigendur eru Elín
Eggerz Stefánsson og Árni Frið-
finnsson.
Manni bjargað
við Látrabjarg
Saga lífríkis og
gjóskutímatal í
Syðriflóa Mývatns
í nýútkominni skýrslu Náttúru-
verndarráðs um Mývatn er fjallað
um rannsóknir á 6,53 metra löng-
um borkjarna sem tekinn var úr
botnseti Mývatns í janúar 1985.
Kjarninn var tekinn í sunnanverð-
um Syðriflóa. Höfuðmarkmið
rannsóknanna var að fá yfirlit yfir
lífríki Syðriflóa þegar hann var
dýpri en hann nú er. Með því móti
er talið að vitneskja fáist um áhrif
dýpkunar af völdum kísilgúrtöku.
Kísilgúr hefur verið numinn úr
Mývatni í tvo áratugi. Botnseti er
dælt á land og það hreinsað og
þurrkað. Innan skamms verður
tekin ákvörðum um hvort hefja
eigi kísilgúrtöku úr Syðriflóa, en
hún hefur hingað til verið bundin
við Ytriflóa. Þessir tveir flóar eru
tengdir saman af mjóu sundi og er
lífríki þeirra ólíkt. Ef hægt er að fá
upplýsingar um líf í vatninu fyrr á
öldum þegar setlögin höfðu ekki
hlaðist upp og vatnið var dýpra, er
talið að sjá megi fyrir áhrif dælingar
í Syðriflóa. Lífssaga Syðriflóa hef-
ur nú verið rakin með greiningu á
leifum lífvera í seti.
Dýpkun Syðriflóa Mývatns mun
rýra stofn grænþörungsins Clado-
phora. Nær fullvíst er að í kjölfarið
muni stofnar nokkurra botndýra
minnka, einkum mýflugunnar
Psectrocladius og kornátu, sem er
krabbadýr. Þessar dýrategundir
eru afar þýðingarmikil fæða vatna-
fugla og silungs. Stofnar mýflug-
unnar Tanytarsus og svifkrabbans
langhalaflóar munu stækka. Um
frekari breytingar í kjölfar dýpkun-
ar er erfitt að spá fyrr en ljóst
verður hvað orsakaði lífríkisbreyt-
inguna á 1.-7. öld e.Kr.
Rannsóknir á borkjarnanum
voru gerðar að tilhlutan Náttúru-
rannsóknastöðvarinnar við
Mývatn. SH
Manni á sex tonna trillu, Blæ, var
bjargað naumlega rétt áður en trilla
hans sökk. Hann var einn um borð.
Maðurinn var staddur um fimm-
tán sjómílursuðvesturaf Látrabjargi
þegar mikill leki kom að bátnum.
Um tíu leytið barst Slysvarnarfélag-
inu hjálparbeiðni. Hildur RE 123,
tíu tonna bátur sem staddur var tvær
Um kl. 13:30 í gær var ekið á tvo
gangandi vegfarendur við umferð-
arljós á Glerárgötu á Akureyri.
Bremsur á bifreið sem kom keyr-
andi eftir götunni biluðu með þeim
afleiðingum að bifreiðin fór bremsu-
laus yfir á rauðu ljósi og tveir
vegfarendur urðu fyrir henni.
Annar vegfarandinn var fluttur á
gjörgæslu en hinn liggur viðbeins-
brotinn á sjúkrahúsi.
sjómílur frá trillunni, heyrði kallið
og fór þegar á staðinn.
Stuttu seinna var trillukarlinum
bjargað heilu og höldnu upp í Hildi.
Og mátti vart tæpara standa því
skömmu síðar sökk Blær. Farið var
með manninn til Rifs og gekk björg-
uninmjögvel. -gs
Bifreiðin var ekki á mikilli ferð.
Talið er að bremsuvökvi í bifreiðinni
hafi skyndilega klárast.
1 Reykjavík var keyrt á gangandi
vegfaranda á mótum Hverfisgötu og
Klapparstígs um kl. 14:00 í gær.
Vegfarqndinn, sem varkona, meidd-
ist á fæti og var flutt á slysadeild.
Bifreiðin var á eðlilegum hraða.
-gs
Umferöarslys á Akureyri:
Yfir á rauðu og ók á tvo