Tíminn - 18.08.1988, Side 12
12 Tíminn
———
FRÉTTAYFIRLIT
. Islamabad - Forseti Pak-i
' istan Mohammad Zia-ul-Haq[
lést í gær, er flugvél hansf'
hrapaði rétt fyrir utan borgina j
Multan. Forsetinn var 64 áraij
gamall og hafði verið við völd'!
síðan 1977. |
í
' London - Verkalýðsfélög í!
Bretlandi hafa boðist til að i
greiða lækniskostnað blökku- j
mannaleiðtogans Nelsons;
Mandela, með því skilyrði að
honum verði sleppt og sendur1
á sjúkrahús í Bretlandi. Mand-
ela sem er sjötugur að aldri, l
þjáist af berklum. Hann var'
dæmdur í lífstíðarfanqelsi árið
1964 fyrir tilraun til ao steypa
stjórn hvíta minnihlutans í
Suður-Afríku.
Jastrzebie - Fjögur hundr-
uð kolanámumenn hófu í gær
verkfall í suðurhluta Póllands
til að sýna 3000 námamönnum
sem hófu verkfall í fyrradag,
stuðning sinn. Námamennirnir
krefjast þess að hin ólögleqa
verkalýðshreyfing, Samstaða
hljóti viðurkenningu.
Beirút - Gífurleg spenna.
ríkti í Líbanon í gærog vopnuð
átök virtust vera á næsta leiti
þar sem kristnir öfgamenn hót-
uðu að grípa til vopna til að
koma í veg fyrir að Suleiman
Franjieh, sem lengi hefurverið
studdur af Sýrlendingum, verði
kosinn. Hersveitir kristinna,
manna í Líbanon(LF) hvöttu
stjórn landsins til að mæta ekki
á þingið, en þar á að kjósa
forseta á morgun.
Khartoum - stjórnvöid í
Súdan hófu í gær brottflutning,
fólks frá Khartoum, höfuðborg
landsins þar sem gífurleg.
flóðahætta ríkir.
Peking - Leiðtogi kínverska:
kommúnistaflokksins Zhao
Ziayang segir að Skæruliða-
samtök Rauðra khmera ættu:
ekki að komast aftur til valda í;
Kampútseu eftir að herlið Víet-!
nama væru farin á brott.j
Skæruliðasamtök Rauðrai
khmera hafa lagt fram tillögu í,
fjórtán liðum um að koma á:
friði í Kampútseu.
Singapore - Boðað hefur
verið til kosninga í Singapore í,
næsta mánuði, 15 mánuðum
áður en áætlað var. Tímasetn-;
ingin kemur ekki á óvart þari
sem efnahagur landsins er
mjög góður, laun há, verðbólga
lítil og atvinnuleysi óverulegt.
Stjórnarflokkurinn mun því;
væntanlega styrkja stöðu sínai
í kosningunum.
London - Hersveitir ísra-l
elsmanna hafa misþyrmt þús-
undum Palestínumanna á;
hernumdu svæðunum á síö-i
ustu átta mánuðum og aðj
minnsta kosti átta manns hafa;
látið lífið, segir í nýrri skýrslu!
sem Amnesty International, al-
þjóðleg baráttusamtök fyrir'
mannréttindum hafa sent frá ■
sér.
Fimmtudagur 18. ágúst 1988
illlllllllllllllllillllli ÚTLÖND lllllllllllllllllllllllllllillllllilllllilll
Vopnahlé í augsýn á Persaflóa:
Efnahagur hins
vegar í molum
Formlegt vopnahlé milli írana og
fraka tekur gildi næstkomandi laug-
ardag og stjórnvöld í Teheran ein-
beita sér nú að því að finna lausn á
því hvernig bæta megi efnahag
landsins, scm er í rúst eftir átta ára
styrjöld.
Haft er eftir embættismönnum í
fran að fyrir utan þann gífurlega
mannskaða, sem orðið hefur í stríð-
inu á Persaflóa, hafi stríðið lamað
efnahag landsins og skapað óyfir-
stíganleg vandamál.
Ríkisstjórn landsins hefur þegar
komið saman til að reyna að finna
lausn á því hvernig enduruppbygg-
ing geti farið fram. Vestrænir stjórn-
arerindrekar segja að áætlunin sem
stjórn landsins hafi í huga byggist á
þeirri ósk frana að verða fjárhags-
lega sjálfstæðir og grundvallist því á
litlum verkefnum sem þeir geti fjár-
magnað sjálfir, í þeim tilgangi að
koma verksmiðjum í gang á ný,
endurbyggja heimili og koma lífi í
landbúnaðinn.
Stjórnarerindrekar segja að 30%
landsmanna séu atvinnulausir eða
um það bil fjórar milljónir og verð-
bólga sé hátt í 70%.
Áætlað er að sala á olíu, sem er
helsta uppistaða efnahags landsins,
færi sjö milljarða dollara í ríkiskass-
ann í ár, sem er lægsta upphæð sem
heyrst hefur um áraraðir. Á móti
kemur hins vegar að ekki mun þurfa
jafn mikið fé í stríðsrekstur. IDS
Stjóm landsins hefur komið saman til að finna ráð til að leysa úr
efnahagsvandanum.
Meira en helmingur selastofnsins orðinn plágunni að bráð:
Um 130 selir
Ástandið í stórum hluta Norður-
sjávar og Eystrasalts, þar sem selir
og aðrar lífvcrur sjávar hafa drepist
unnvörpum að undanförnu, er miklu
vcrra cn talið var, að sögn sænskra
vísindamanna.
Pessar upplýsingar komu fram í
skýrslu scm kynnt var á ncyðarfundi
í Stokkhólmi sem haldinn var í
tilefni þessarar miklu piágu. Fund-
inn sóttu starfsmenn umhverfismála
frá 14 löndum.
„Seladauðinn er áhrifarík viðvör-
un til okkar allra. Okkar helsta
verkefni núna er að finna leið til að
ráða niðurlögum vandans og það er
ekki einungis verk umhverfisráðu-
neyta, heldur verða ríkisstjórnirnar
í hcild að reyna að finna lausn,“
sagði ingvar Carlsson forsætisráð-
herra Svía.
Talið cr 3.300 selir hafi orðið
plágunni að bráð við vesturströnd
Svíþjóðar, en það er meira en helm-
i ngur selastofnsins á þessum slóðum.
„Þetta er miklu verra en við
George Bush forsetaframbjóðandi repúblikana hefur valið Dan Quayle -
öldungardeildarþingmann sem varaforsctaefni sitt.
deyja á viku
héldum," sagði Tero Herkonen líf- það bil 130 dauðum selum skolaði á
fræðingur. Hann bætti því við að um land í viku hverri. IDS
Bush velur sér
varaforsetaefni
George Bush forsetaframbjóð-
andi Repúblikanaflokksins hefur
valið sér varaforsetaefni, J. Dan-
forth Quayle öldungardeildarþing-
mann frá Indiana.
Dan Quayle sem hefur setið í
öldungadeild Bandaríkjaþings í átta
ár'nýtur stuðnings íhaldssamari rep-
úblikana og herma fregnir að hann
sé þekktari fyrir glæsilegt útlit en þá
stefnu sem hann fylgir.
Áður en Quayle tók sæti í öld-
ungadeildinni hafði hann setið tvö ár
í fulltrúadeildinni, en bauð sig fram
til öldungadeildar árið 1980 á móti
einum efnilegasta frambjóðanda
Demókrataflokksins og vann óvænt-
an sigur, þá aðeins 33 ára að aldri.
Þann tíma sem hann hefur setið á
þingi hefur hann einbeitt sér að
utanríkis-, hernaðar- og efnahags-
málum og hefur ávallt lagt mikla
áherslu á sterkar varnir Bandaríkja-
manna.
„Ég hef valið þennan framúrskar-
andi öldungadeildarþingmann til að
vera varaforsetaefni mitt í væntan-
legum kosningum. Hann er leiðtogi
í málum er varða þjóðaröryggi.
Hann erbrautryðjandi,“ sagði Bush,
er hann kom til New Orleans upp
Mississippi ána með fljótabáti.
Eiginkona varaforsetaefnisins
heitir Marilyn Quayle og eiga þau
þrjú börn. IDS
Vísindamenn risavelda
Bandarískir og sovéskir vísinda-
ntenn lögðu í gær lokahönd á undir-
búning sameiginlegra kjarnorkutil-
rauna í Nevadaeyðimörkinni með
það að markmiði að með tímanum
fái staðfestingu tveir samningar um
tilraunabann á kjarnorkuvopnum,
sem gerðir voru 1973 og 1976.
Kjarnorkutilraunin sem gerð var
neðanjarðar er önnur tveggja sem
Bandaríkjamenn og Sovétmenn
hafa fallist á að framkvæma í samein-
ingu til að finna áreiðanlegar aðferð-
ir við að sanna umfang kjarnorkutil-
rauna hvor annars.
Fyrirhugað er að síðari tilraunin
verði gerð um miðjan september
nálægt Semipalatinsk í Sovétríkjun-
sprengja í sameinmgu
um.
„Veðrið er tilvalið núna til að
framkvæma tilraunina og Jtað er allt
tilbúið svo hún geti hafist," sagði
Chris West talsmaður Orkustofnun-
ar Bandaríkjanna.
Sovésku vísindamönnunum var
ekki tilkynnt nákvæmlega um eðli
tilraunarinnar, en þeir fengu að
koma upp ýmsum mælitækjum i
grennd við tilraunastaðinn og á
honum.
Að sögn vísindamanna átti til-
raunasprengingin að vera rétt merkj-
anleg í Las Vegas, en tilraunastaður-
inn er um 200 kílómetra norðvestur
af borginni. IDS
Lestarslys tíö í Sovétríkjunum á þessu ári:
Kviknar í hraðlest á leið til Moskvu
Eldur kom upp í sovéskri hraðlest
eftir árekstur er hún var á leið frá
Leningrad til Moskvu í gær, að sögn
opinberu fréttastofunnar Tass þar í
landi. Slysið átti sér stað um 250
kílómetra norðvestur af Moskvu,
milli Berszaika og Poplavenets.
Eldurinn kom upp í matsal lestar-
innar og breiddist út á svipstundu,
svo lestin var skömmu síðar alelda.
Að sögn Tass fréttastofunnar var
unnið að því í gær að koma slösuðum
undir læknishendur. Ekki var getið
um fjölda látinna farþega en ljóst er
að margir urðu eldinum að bráð.
Slæmt ástand vega í Sovétríkjunum
kom í veg fyrir að slökkvilið kæmist
að lestinni svo gripið var til þess ráðs
að senda aðra lest með búnað til að
ráða niðurlögum eldsins. Ekki tókst
þó betur til en svo að lestin sem send
var á staðinn varð vatnslaus, að sögn
Tass fréttastofunnar.
Nefnd hefur verið skipuð af sjórn
landsins til að rannsaka orsök
slyssins. 1
Lestarslys hafa, verið tíð í Sovét-
ríkjunum undanfarið ár. í júní létu
yfir 80 manns lífið er eldur kom upp
í lest sem hlaðin var sprengiefnum,
er hún kom inn á lestarstöðina í
Arzamas, sem er iðnaðarborg fyrir
austan Moskvu. Það var versta slys
síðan í ágúst í fyrra er 106 manns
létu lífið í lestarslysi. IDS