Tíminn - 18.08.1988, Page 20

Tíminn - 18.08.1988, Page 20
0 Auglýsíngadeild hannar auglýsinguna fyrir þig Okeypis þjónusta RIKISSKIP NUTIMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvagöfu, S 28822 086300 Tíminn Timinn Um fjóröungs aukning á innflutningi lyfja milli 1986 og 1987: Hvað hef ur orðið af 10 tonnum af f úkkalyfjum? Hvað varð um rúmlega 10 viðbótartonn af fúkkalyfjum, sem flutt voru til landsins árið 1987? Enginn vill kannast við að hafi verið notuð, hvorki af mönnum né skepnum. 1 verslunarskýrslum Hagstof- unnar var innflutningur „skráðra sérlyfja sem innihalda fúkkalyf" (antibíótíka) 36,5 tonn á árinu 1987. Það var rúmlega tíu tonna aukningfrá árinu 1986, en innflutn- ingur þessa lyfjaflokks var þá svip- aður og næstu ár þar á undan. Viðtöl við fólk í Tollinum, Hag- stofunni og Lyfjaeftirliti rtkisins færðu Tímann ekkert nær skýringu á þessari miklu aukningu á inn- flutningi fúkkalyfja. Deildarstjóri í heilbrigðisráðu- neytinu kom af fjöllum. Hann kvaðst hins vegar geta fullyrt að notkun fólks á þessum lyfjum hafi a.m.k. fremur verið að minnka heldur en að aukast - en aukningin gæti varðað nýjustu búgreinina, laxeldið. Ðýralæknar voru álíka undrandi Helstufl. Tonn Tonn Tonn hvort umtalsverð aukning hafi yfir spurningunni um þessi 10 við- 1982 1986 1987 kannski orðið á notkun annarra bótartonn af fúkkalyfjum. Enda . ................................... lyfja en fúkkalyfja handa dýrum reyndu þeir að hamla gegn notkun Fúkkalyf 25,8 27,3 38,1 eða fiskum þetta ár, svaraði yfir- fúkkalyfja eins og mögulegt væri, Ö.skr.sérl. 163,4 155,8 165,3 dýralæknir neitandi. og þarna væri ekki um neitt smá- Óskr.sérlyf 11,4 16,9 23,6 Innflutningsverð þessara 387 ræði að ræða. Þau fúkkalyf sem Lögbókarlyf 1,4 37,7 37,7 tonnaaflyfjum var um 838 milljón- leyfthafiveriðaðblandaífiskafóð- Önnurlyf 54,8 60,5 105,5 ir króna, sem var 195 milljónum ur, sem aðeins væri leyfð notkun á ................................. króna meira en árið áður. Aukning undir ströngu eftirliti, skýri ekki Lyfsamtals: 277 313 387 er fyrst og fremst vegna meiri þessi ósköp. ................................ innflutnings, en bein verðhækkun Eftir 13% aukningu heildarinn- hefur aðeins verið rúm 5% að Það voru þó ekki aðeins fúkka- flutnings á fjórum árum, 1982-86, meðaltali milli ára. lyfin sem jukust stórlega í innflutn- verður síðan um 24% aukning á Miðað við 838 milljóna kr. inn- ingsskýrslum á síðasta ári. Helstu einu ári, milli 1986-87. Auk mikill- flutningsverð er líklegt að lyfja- liðir lyfjainnflutnings hafa verið ar aukningar fúkkalyfja er mest reikningur þjóðarinnar hafi ekki sem hér segir á undanförnum árum áberandi 74% aukning á einu ári á ver‘ð 'angt undir 2.000 milljónum í tonnum talið: flokknum önnur lyf. Spurninguum króna í fyrra. - HEI Ingvar hlýtur viðurkenningu Ingvar Helgason, sem varð sex- tugur fyrir skömmu, hlaut í gær einstaka viðurkenningu frá austur- þýskum yfirvöldum fyrir störf sín að viðskiptum milli Austur-Þýskalands og íslands. f hátíðarræðu af þessu tilefni sagði Klaus Bredow, sendi- ráðsritari A-Þýskalands, að í viður- kenningarskjalinu fælist ekki ein- ungis viðurkenning á þeim viðskipt- um sem Ingvar Helgason hefur lagt mikla rækt við í gegnum fyrirtæki sitt, heldur og viðurkenning á störf- um hans að eflingu og þróun al- mennra viðskipta milli landanna. Þar vegur þyngst seta hans í við- skiptanefnd ríkjanna sem fulitrúi Verslunarráðs íslands. Viðurkenningunni fylgdi heið- ursskjal frá Kammer fúr Aussen- handel Þýska alþýðulýðveldisins og sérstakt merki undir kjörorðinu: „Viðskipti tengja þjóðir". Við af- hendingu viðurkenningarinnar hlaut kona Ingvars, Sigríður Guðmunds- dóttir, sérstakar þakkir og ham- ingjuóskir með þeim orðum að sam- eiginleg hamingja sé tvöföld hamingja. Breytingar hafa nú verið gerðar á helstu bílaframleiðslu A-Þjóðverja og fer þeirra að gæta hér á landi strax í haust. Nýr Wartburg er á leiðinni með nýja vél sem reynst hefur vel í Volkswagen Golf til fjölda ára. Þá eru einnig komnar af stað breytingar í framleiðslu á Trabantinum, á þá lund að í hann á eftir að koma „venjuleg" vél og sitthvað fleira óvænt. KB Hjónin Ingvar Helgason og Sigríður Guðmundsdóttir taka hér við viðurkenningum úr hendi Klaus Bredlow, sendiráðsritara A-Þýskalands á Islandi. rímamjnd Gunnar w Eyjólfur Konráð Jónsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis: Akvörðun Dana kemur á óvart Utanríkismálanefnd Alþingis kemur saman til fundar í dag til að fjalla um þá ákvörðun dönsku ríkis- stjórnarinnar að skjóta deilu Dana og Norðmanna um lögsögumörk við Jan Mayen til Alþjóðadómstólsins í Haag. Eyjólfur Konráð Jónsson, formaður nefndarinnar, telur að ís- lendingar verði opinberlega að mót- mæla þessari ráðstöfun dönsku stjórnarinnar á þeim grunni að ís- lendingar eigi, samkvæmt gerðum samningum, einnig tilkall til þessa svæðis jafnt á við bæði Dani og Norðmenn. Hann bendir á að samn- ingur milli Norðmanna og íslendinga frá 1980 kveði skýrt á um miðlínu milli íslands og Jan Mayen. Á þeim samningi byggist skipting á fiskveiði- réttindum við eyjuna. Eyjólfur Konráð segir að vert sé að hafa í huga í þessu sambandi að íslending- ar hafi nýtt til þessa um 85% af loðnustofninum við Jan Mayen en Norðmenn aðeins um 15%. Steingrímur Hermannsson, utan- ríkisráðherra, segir að íslendingar hafi þarna hagsmuna að gæta. „Sam- kvæmt svokölluðum Jan Mayen- samningi megum við veiða þá loðnu sem í okkar hlut kemur á norsku yfirráðasvæði. Því stærra sem norska yfirráðasvæðið er því betra fyrir okkur. Auk þess segir í þeim samn- ingi að taka skuli tillit til hinna miklu hagsmuna íslendinga á sjávarútvegs- sviðinu almennt." Utanríkisráð- herra segir Norðmenn hafa fallist á almennt eigi að flýta ákvörðunum Alþjóðadómstólsins í Haag, þegar um ágreining landa í milli væri að ræða. „Við íslendingar höfum hins- vegar ekki tekið ákvörðun um þetta,“ bætti utanríkisráðherra við. Deilur Norðmanna og Dana um lögsögumörk á svæðinu milli Jan Mayen og Grænlands hafa verið uppi allar götur frá 1980. Danir hafa í sínum málflutningi vísað til þess að vegna fámennis og afskekktrar byggðar á Grænlandi beri íbúum þar 200 mílna lögsaga. Norðmenn hafa aftur á móti viljað láta miðlínu gilda og hafa þar vísað til alþjóðahafrétt- arsáttmálans. Eyjólfur Konráð Jónsson segir að þessi ákvörðun dönsku stjórnarinnar hafi komið íslenskum stjórnvöldum jafnt sem norskum mjög á óvart og það sé samdóma álit þeirra að mjög óheppilegt sé að skerist svo í odda með vinaþjóðum. Thorvald Stoltenberg, utanríkis- ráðherra Norðmanna, hefur haft þau orð um deiluna að þessi staða sé mjög óheppileg og hann vilji leggja ofurkapp á að málið þurfi ekki að koma fyrir Alþjóðadómstólinn, hægt verði að fara samningaleiðina á þeim 2, 3 eða 4 árum þangað til búast megi við að málið verði tekið þar fyrir. „Ég er mjög sammála þessari skoðun Stoltenbergs. Vitan- lega eiga vinaþjóðir að gera allt til þess að leysa svona mál með sam- komulagi," segir Steingrímur Her- mannsso'n, utanríkisráðherra. óþh Keflavíkurflugvöllur: Þota lenti með sjúkling Bandarísk farþegaþota frá American Airlines, lenti síðdegis í gær á Keflavíkurflugvelli vegna skyndilegs hjartaáfalls eins far- þegans, 26 ára breskrar stúlku. Slöklivilið Keflavíkur flutti stúlk- una á hjartadeild Landspítalans. Þegar Tíminn leitaði þar frétta af líðan stúlkunnar í gærkvöldi, fengust þær fréttir að hún virtist ekki vera eins alvarlega veik og útlit var fyrir í upphafi. Var hún þá talin úr allri lífshættu. Vélin hélt áfram för sinni, en það var ekki á áætlun að lenda á íslandi. KB /

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.