Tíminn - 25.08.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.08.1988, Blaðsíða 5
RWmtúaáéulr 25V&öfe'TSÖÖ' rr.Úr.iY t Tíminn 5 Bjarni Einarsson, aðstoðarforstjóri Byggðastofnunar, um tillögur ráðgjafanefndarinnar varðandi afnám ríkisábyrgða á fjárfestingarlánasjóðum: Þá getum við hreinlega ekki fjármagnað okkur Óhætt er að fullyrða að fjölmargir liðir í tillögum ráðgjafanefndar- innar títtnefndu séu þess eðlis að um þá geti vart náðst pólitísk samstaða. Að margra mati er ákvæði um niðurfellingu ríkisábyrgða á opinbera og hálfopinbera fjárfestingarlánasjóði frá og með 1. janúar 1989, eldfimasti Iiður tillagnanna. Þessi tillaga nær til mjög stórra fjárfestingarlánasjóða, t.d. Fiskveiöasjóðs, Iðnlánasjóðs og þá ekki síst Framkvæmdasjóðs. Einnig er Byggðastofnun sett undir þennan hatt. Tekið er fram í tillögum ráðgjafa- nefndarinnar að á næsta ári verði fjárfestingarlánasjóðum einungis heimilt að taka erlend lán til afborg- ana útistandandi erlendra lána. Með öðrum orðum; sjóðirnir fái ekki heimild eða ábyrgð ríkis til lántöku erlendis til fjárfestingarlána innan- lands. Gangi þessi tillaga eftir er um að ræða umpólun á starfsemi allra fjár- festingarlánasjóðanna. Nærtækt er að líta til Framkvæmdasjóðs fslands í þessu sambandi. Þarf breytingu á lögum um Framkvæmdasjóð f lögum um Framkvæmdasjóð fs- lands frá 1976 segir orðrétt: „Fram- kvæmdasjóði íslands er heimilt að fengnu leyfi ríkisstjórnarinnar að taka lán til starfsemi sinnar, bæði innanlands og erlendis. Ríkissjóður ábyrgist allar skuldbindingar Fram- kvæmdasjóðs íslands." Lagabók- stafurinn kveður skýrt á um ríkis- ábyrgð og á þeim grunni tók sjóður- inn tvö erlend lán á síðasta ári, annað var að fjárhæð 75 milljónir dollara, 2,9 milljarðar ísl. króna miðað við 38,72 króna meðalgengi bandaríkjadollars á síðasta ári, og hitt nam 15 milfjónum dollara, eða 580 milljónum íslenskra króna. Helmingur fyrrgreinda lánsins var nýttur til afborgana af eldri lánum en hinn hlutinn endurlánaður til fjárfestingarlánasjóða og fyrirtækja sem fengið höfðu sérstakar lántöku- heimildir til fjármögnunar fram- kvæmda. 2 milljarðar runnu til fjárfestingarlánasjóða Af nýjum lánum Framkvæmda- sjóðs á síðastliðnu ári, sem námu 2,6 milljörðum króna, runnu tæpir 2 milljarðar til fjárfestingarlánasjóða. Þessi upphæð skiptist svo: Byggða- stofnun 629 milljónir, Ferðamála- sjóður 140 milljónir, Fiskimálasjóð- ur 1,4 milljónir, Fiskveiðasjóður 820 milljónir, Hafnabótasjóður 24 millj- ónir, Landflutningasjóður 13 millj- ónir, Stofnlánadeild landbúnaðarins 312 milljónir, Stofnlánadeild sam- vinnufélaga 20 milljónir og Verzlun- arlánasjóður 20 milljónir. Til fiskeldisfyrirtækja á Suður- og Vesturlandi runnu 353 milljónir á síðasta ári og önnur útlán til fyrir- tækja og félagasamtaka námu 302 milljónum króna. Afnám ríkisábyrgðar þýddi dýrari lán Þórður Friðjónsson, formaður stjórnar Framkvæmdasjóðs, segir að tillaga ráðgjafanefndarinnar um af- nám ríkisábyrgðar á fjárfestingar- lánasjóði sé mjög róttæk sem muni gjörbreyta stöðu þeirra. Hann segir að afnám ríkisábyrgðar hefði ekki í för með sér skert lánstraust Fram- kvæmdasjóðs á erlendum lánamark- aði, heldur væri einfaldlega um að ræða aðgang að mun dýrari lánum en kostur er á með ríkisábyrgð. „Ríkisábyrgð felur einmitt í sér aðgang að hagstæðari lánum á er- lendum lánamörkuðum," segir Þórður. Stoðir Byggðastofnunar veiktust Ef umrædd tillaga ráðgjafanefnd- arinnar nær fram að ganga liggur fyrir að stoðum yrði að verulegu leyti kippt undan starfsemi Byggða- stofnunar. „Eins og er erum við með beina eigendaábyrgð ríkisins. Hún er grundvallaratriði t.d. í lántöku okk- ar nú hjá Nordisk investering bank, sem er okkar aðalviðskiptabanki erlendis. Þessi lán eru þau hagstæð- ustu lán sem við höfum getað fundið,“ sagði Bjarni Einarsson, að- stoðarforstjóri Byggðastofnunar. „Ef þetta nær fram að ganga er Ijóst að við getum hreinlega ekki fjár- magnað okkur. Eiginlega má segja að við værum nteð þesliu allt að því búnir að vera, því að okkar fjármagn kemur að langstærstum hluta inn í erlendum !ánum,“ bætti hann við. Heimild til 520 milljóna lántöku á lánsfjárlögum á sl. ári Á síðastliðnu ári heimiluðu láns- fjárlög 775 milljón króna lántöku. Þessi lántaka var á grundvelli lagaá- kvæðis um Byggðastofnun: „Byggðastofnun er heimilt innan ramma lánsfjárlaga að taka lán til starfsemi sinnar innanlands eða er- lendis, annaðhvort í eigin nafni eða fyrir milligöngu annarra aðila, þann- ig að ráðstöfunarfé stofnunarinnar verði a.m.k. 0,5 af hundraði þjóðar- framleiðslu. Milljónirnar 775 skipt- ust svo (millj.): Til almennrar Erlend lán Innl. lán Alls starfsemi Til fjárhagsl. endurskipul. 210 100 310 fyrirtækja Til skipaviðgerða 210 100 310 innanlands 100 55 155 Samtals 520 255 775 Á þessum tölum sést að um 2/3 hlutar heimilaðra lána á lánsfjárlög- um eru erlend. Og það er líka athyglisverð staðreynd að frá árinu 1981 hafa lántökur nuniið um 2/3 af lánveitingum Byggðastofnunar. Á síðastliðnu ári var hlutfallið 71 af hundraði. Einn af stærri fjárfestingarlána- sjóðum landsins er Fiskveiðasjóður. Már Elísson hjá Fiskveiðasjóði segir það ljóst að nteð afnámi ríkisábyrgð- ar verði fjárfestingarsjóðirnir að gjöra svo vel að standa sig það vel að þeir njóti trausts erlendra lánveit- enda og geti náð jafn hagstæðum lánum og með ríkisábyrgðinni. Allri lánveitingu fylgir áhætta Hluti lána til Fiskveiðasjóðs kem- ur í gegnum Framkvæmdasjóð, 820 milljónir króna á síðastliðnu ári. En langstærstur hluti þeirra kemur hins- vegar í gegnum viðskiptabankana, að sögn Más Eltssonar. „Við hjá Fiskveiðasjóði höfum lengi verið þeirrar skoðunar, eftir að auknir voru möguleikar sjóðanna til þess að fara sjálfir á lánsfjármarkaðinn, að sú leið skuli reynd. Við eigum að reyna að afla okkur trausts hjá erlendum lánveitendum, en það ger- um við eingöngu með því að sýna fram á við séum traustsins verðir og við séum ekki með alröng útlán. En rétt er að taka fram að allri slíkri starfsemi fylgir ákveðin áhætta og það gildir jafnt um lánveitingar í sjávarútvegi og landbúnaði, svo dæmi séu tekin," sagði Már Elísson. óþh Græningjar mótmæltu Efnahagsnefnd Alþýöubandalagsins á móti niðurfærslu: Leggur til nýja leið Efnahagsnefnd Alþýðubandalags- ins mun á næstu dögum leggja fyrir þingflokk og framkvæmdastjórn Al- þýðubandalagsins tillögur í efna- hagsmálum þar sem leiðum niður- færslu og uppfærslu er algerlega hafnað. Leggur nefndin í staðinn til nýja leið - leið kerfisbreytingar og millifærslu. „í þessari leið er gert ráð fyrir stöðugu gengi krónunnar, óskertum kaupmætti launa og fullri atvinnu. Markmiðinu um minnkandi verð- Fjórir íslenskir græningjar stóðu fyrir uppákomu fyrir utan stjórnarráðið seinnipart- inn í gær. Tilefni mótmæla þeir'ra var mengun sú er hlýst af álverinu og hugmyndir sem uppi eru um byggingu nýs álvers. Forsprakki hópsins er fyrr- um eða einnig verandi áhrifa- maður í Flokki mannsins og var það mál manna að hér hlyti að vera einn og sami flokkur- inn á ferðinni sem brygði sér í dulargervi við og við. Til að leggja áherslu á kröfur sínar voru þeir með útbúnað með sér. Gasgrímur, spjöld áletruð slagorðum, ruslat- unnu, visnar jurtir og gjallar- horn. Lögreglan stuggaði við mót- mælendaliðinu og færðist þá leikurinn yfír Lækjargötuna, þar sem þeir fíuttu boðskap sinn. Fáir stöldruðu við, en einstaka maður glápti á fyrir- bærið úr fjarlægð. Mótmæiendur voru hinir kurteisustu að sögn lögregl- unnar og hiýddu tilmælum hennar. Ttm*mynd:Pjctur bólgu og jafnvægi í efnahagslífinu yrði náð með uppstokkun á rekstrar- kerfi útflutningsatvinnuveganna, lögbundinni lækkun raunvaxta og fjármagnskostnaðar og ýmissa ann- arra kostnaðarliða og tilflutningi á fjármagni í gegnum skattakerfið," segir í bréfi nefndarinnar um tillögu- gerðina. „Leið kerfisbreytingar og milli- færslu felur í sér: - að knýja atvinnulífið til varanlegrar endurskipulagningar á rekstrinum. - að láta fjármagnseigendur sem á undanförnum árum hafa fengið í sinn hlut stórfelldan skattfrjálsan hagnað bera meginkostnaðinn af millifærslunni. - að taka upp markvissa stýringu á vöxtum og peningamarkaði og beita lögum til að færa raunvexti strax niður í 3% og minnka vaxtamuninn niður í sama hlutfall og í nágranna- löndum. - að genginu sé haldið stöðugu, ríkissjóður verði í jafnvægi, erlendri skuldasöfnun sé hætt og verðbólgan fari niður í sama stig og í nágranna- löndum.“ Telur nefndin grundvallarspurn- ingu í væntanlegum efnahagsaðgerð- um vera hvort skerða eigi tekjur fjármagnseigenda, sem hafa verið skattfrjálsar á undanförnum árum, eða hvort eigi að skerða tekjur launafólks. JIH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.