Tíminn - 25.08.1988, Blaðsíða 9

Tíminn - 25.08.1988, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 25. ágúst 1988 Tíminn 9 llllllll!!: VETTVANGUR Þorvaldur Jóhannsson, bæjarstjóri: Af hverju jarðgöng á Austfjörðum? Fyrstu jarðgöng hérlendis voru gerð árið 1948 í gegnum Arnardalshamar milli ísafjarðar og Súðavíkur, lengd 0.030 km. Strákagöng við Siglufjörð var næsta verkefni, 0.780 km: á Iengd, opnuð árið 1967. Oddskarðsgöng við Norðfjörð, 0.640 km, opnuð árið 1977. Þar með eru upptaiin þau mannvirki á íslandi sem falia undir jarðgöng í vegakerfinu, samtals 1.450 km. Eftir að framkvæmdum í Odd- skarði lauk, sem af mörgum sem til þekkja var talin misheppnuð framkvæmd, var hljótt yfir jarð- gangnaumræðu um sinn. Þær hug- myndir sem uppi voru um framhald voru lagðar til hliðar í bili. Virkjanaframkvæmdir á íslandi hafa fært okkur reynslu og þekk- ingu á þessu sviði og nægir þar að nefna aðveitu- og fallgöng Búrfells- virkjunar á sínum tíma og nú síðast aðkomu-, fall- og frárennsl- isgöng Blönduvirkjunar. Austfirðingar, Vestfirðingar og Norðlendingar lifðu þó alltaf í voninni með að „stóri bróðir" myndi hressast á ný og því héldu umræður allan tímann áfram heima fyrir. Svo fór að mönnum brast þolinmæðin og Vestfirðingar riðu á vaðið og tóku málin í sínar hendur 1985 og hófu rannsóknir 1986. Ólafsfjarðarmúlinn fékk inni í vegáætlun og nú eru framkvæmdir þar að hefjast 12 árum eftir að lokið var við jarðgöngin í Odd- skarði. Til hamingju Norðlending- ar. Áfram er haldið undirbúnings- rannsóknum á Vestfjörðum fyrir harðfylgi heimamanna og skilnings í forystuliði þingmanna jtar. En hvað er að frétta frá Austfjörðum? Árið 1977 lögðu þáverandi bæjarstjórar á Seyðisfirði og Nes- kaupstað fram til kynningar og umræðu hugmynd að tengingu fjarðanna á Mið-Austurlandi með jarðgöngum. í>ótti þetta framtak tvímenninganna athyglisvert af sumum, en víða var hlegið og jafnvel skopast að hugmyndinni. Árið 1984 fór fram jarðfræðiat- hugun á vegum Vegagerðar ríksins á þeim stöðum á Austurlandi þar sem ætla má að leggja megi jarð- göng til aðbæta samgöngur. Áðal- áhersla var lögð á svæðið frá Seyð- isfirði til Fáskrúðsfjarðar þ.e.a.s. Mið-Austurland. Reynt var m.a. að ráða í þykkt og halla hrauns og millilaga. Ekki hefur enn verið unnið úr þeim gögnum sem safnað var. Umræðan heima fyrir hélt þó áfram aðallega í þessum tveimur byggðarlögum (Seyðisfirði - Nes- kaupstað) en undirtektir þing- manna og yfirmanna samgöngu- mála í landinu voru engar. Á aðalfundi Sambands austfirskra sveitarfélaga í september 1987 var samþykkt að verja fjármagni til könnunar á byggðaþróun á Austur- landi með tilliti til jarðgangnagerð- ar. Leitað var eftir aðstoð frá Byggðastofnun í þessu skyni. Stjórn Byggðastofnunar hafnaði erindinu. Á sl. vetri lagði Jónas Hallgríms- son, varaþingmaður Austurlands, fram þingsályktunartillögu á AI- þingi um jarðgangnagerð á Mið- Austurlandi, þ.e. frumkönnun og undirbúning. Tillagan var kynnt í sölum Alþingis, afgreidd í nefnd en síðan hefur ekkert heyrst. Þing- menn Austurlands sváfu á verðin- um, en þess í stað vöknuðu þing- menn Vesturlands og fengu í gegn á síðustu dögum þings í vor, fjár- veitingu til rannsókna undir Hvalfjörð. Einn áhugamaður um jarð- gangnagerð á Austurlandi hafði þetta að segja um áhuga þing- manna: „Ólíkt hafast þeir að höfð- ingjar í austri og vestri“. En heimamenn voru ekki á því að gefast upp þó á móti blési og Seyðfirðingar ásamt stjórn S.S.A. boðuðu til ráðstefnu um jarðgöng á Seyðisfirði í lok maí sl. f>ar voru mættir þingmenn kjördæmisins, aðstoðarforstjóri Byggðastofnun- Bensín- og olíunotkun á bílaflota landsmanna erca. 280 milljónir lítra á ári. Með því að hækka hvern lítra um 1.20 kr. og láta pen- inga sem þannig fást renna óskipta til jarð- gangnagerðar næstu 15árindugarþað tilað klára fyrirhuguð jarð- göng í Ólafsfjarðar- múla á Vestfjörðum og Austfjörðum og líklega verður afgangur til að Ijúka öllum undirbún- ingi fyrir Hvalfjarðar- göng. ar, aðstoðarvegamálastjóri og ráðuneytisstjóri í samgönguráðu- neytinu ásamt fleiri aðilum. Ráð- stefna þessi var hin ágætasta og hlaut nafnið „Borstefnan ’88“. Ályktun borstefnunnar var m.a. á þann veg að sett skyldi á fót samvinnunefnd um jarðgangna- mál, sem í væru 3 fulltrúar frá Austurlandi og fulltrúar frá Byggðastofnun, samgönguráðu- neyti og Vegagerð ríkisins. Aust- firðingar hafa þegar tilnefnt sína fulltrúa í nefndina, en ekkert hefur heyrst um tilnefningar frá hinum æðri stöðum. Að lokinni „Bor- stefnunni" ákvað stjórn S.S.A. ásamt kaupstöðunum tveimur að hefjast þegar handa við áframhald- andi forrannsóknir strax í sumar. Björn Jóhann Björnsson jarð- og verkfræðingur var ráðinn til verks- ins og vann hann að rannsóknum og athugunum í júlí sl. Enn var leitað til Byggðastofn- unar um mótframlag í rannsóknir þessar, en haft er fyrir satt að forstjóri Byggðastofnunar sé lítt hrifinn af þessum „gassagangi" Austfirðinga og ruslakarfa stofn- unarinnar hýsi nú beiðni þeirra. Aðstoðarforstjórinn er hins vegar mikill áhugamaður um jarðgöng. Rannsóknir þær sem Björn vann að í júlí sl. má skoða sem beint framhald af vinnu jarðganganefnd- ar sem þáverandi samgönguráð- herra Matthías Bjarnason skipaði á sínum tím, en hún skilaði áliti í mars 1987. Nefndin átti samkvæmt skipunarbréfi að gera tillögu um langtímaáætlun um jarðgöng á ís- landi, til samgöngubóta í þjóð- vegakerfi landsins. Markmið áætl- unarinnar er m.a. að tengja þau byggðalög við vegakerfi landsins, með jarðgöngum, sem ekki eiga völ á fullnægjandi tengingu með öðrum hætti. Seyðisfjörður og Neskaupstaður eru staðir sem falla undir þá skilgreiningu. Núverandi ástand Samgöngur til Seyðisfjarðar og Neskaupstaðar eru þolanlegar í 4-5 mánuði á ári, þ.e.a.s. um sumartímann og fram á haust. í 7-8 mánuði mega íbúarnir sæta þeim afarkosti að einungis er tryggt að fjallvegir til þeirra séu mokaðir einu sinni í viku, en þó tvisvar ef snjólétt er (Snjómokstursreglur V.R. frá 1985). Á árunum 1984- 1986 voru vegir til þessara byggðar- laga lokaðir vegna snjóa 70 daga eða 2,3 mánuði til Neskaupstaðar, 110 daga eða 3,7 mánuði til Seyðis- fjarðar. Þessar tölur um lokanir eru fengnar frá samgönguráðu- neytinu. Staðreyndin er hins vegar sú að þeir voru í raun miklu fleiri og í snjóavetri er engin trygging fyrir opnum vegi nema einu sinni í viku eða 4-5 sinnum í hverju mánuði. Snjóléttir vetur síðustu ára hafa hins vegar ger t það að verkum að ástandið hefur verið allmiklu skárra. Auðvitað hlýtur nútímamaður- inn að hafna þessum takmörkunum í jafn sjálfsögðum frumþörfum og samgöngur eru. Annað hvort flytur hann burt þangað sem hann getur notið mannsæmandi samgangna, eða hann rís upp á „afturlappirnar" heima fyrir og krefst úrbóta. Síðari kostinn hafa íbúar á Seyðisfirði og í Neskaupstað valið. Jarðgöng sem samgöngubót Jarðgangnagerð er ævagömul í framkvæmd. Róntverjar byggðu jarðgöng nokkru fyrir fæðingu Krists, löngu áður en nokkur vissi að ísland var til. Slík mannvirkja- gerð fyrir samgöngur hófst þó ekki að neinu marki fyrr en á 19. öld. Norðmenn og Færeyingar hafa grafið jarðgöng af kappi og byggðastefna þeirra byggist að hluta til á því að viðhalda byggð sem víðast með góðum samgöng- um. f Noregi er heildarlengd jarð- gangna nú um 280 km og á ári hverju bætast við u.þ.b. 15 km. f Færeyjum eru jarðgöng nú samtals um 23 km og þar bætast við um 1,5-2 km á ári. Verkstjóri við fyrstu jarðgöngin f Færeyjum var íslendingur og íslendingar hafa komið allnokkuð við sögu í fær- eyskri jarðgangnagerð. Nýjustu göngin þar eru 3.055 km á lengd, á vesturhluta Kuneyjar og tengir 100 manna byggð við Klakksvík. Strákagöng við Siglufjörð breyttu miklu um öryggi samgangna til kaupstaðarins á sínum tíma, og Múlagöngin munu hafa sömu áhrif fyrir Ólafsfjörð þegar þeim fram- kvæmdum lýkur. Æskileg tímasetning framkvæmda og niðurröðun í niðurstöðum jarðganganefndar frá 1987 kemur fram að vegna öryggis sjónarmiða sé eðlilegt að jarðgöng í gegnum Ólafsfjarðar- múla verði fyrst í röðinni. Sú framkvæmd er nú inni í langtímaá- ætlun um vegagerð og er áætlaður verktími 3 ár frá 1988-91. Vegna byggðaþróunar sem er neikvæðari á Vestfjörðum en Aust- fjörðum, og samanburður á lokun- um vegna vegna snjóa á vetrum í sömu landshlutum, telur nefndin rétt að framkvæmdir við Breiða- dalsheiði og Botnsheiði fylgi á eftir Ólafsfjarðarmúla. Áætlaðurverk - tími er 7 ár frá 1992-99. Jarðgöng á Austfjörðum koma síðan í kjölfarið. Austfirðingar geta verið sammála niðurstöðu nefndarinnar hvað varðar niður- röðun verkefna, verði þau unnin eitt fram af öðru. Hins vegar fallast Austfirðingar ekki á að bíða þurfi fram yfir næstu aldamót með að byrjað verði á jarðgangnagerð á Austurlandi. Ástæða þess er einföld. Byggð- irnar sem bíða eftir því í dag að samgönguvandi þeirra verði leyst- ur á þennan hátt, þola ekki svo langan biðtíma. Atvinnulífið og íbúarnir þar eru þátttakendur í því að byggja upp velferðarlandið ís- land og ekki svo litlir ef grannt er skoðað. Bættar samgöngur eru forsenda þess að slík þátttaka haldi áfram. Aðframansögðu erljóstað samhliða því að framkvæmdir eru hafnar á Vestfjörðum (1992) verð- ur rannsóknum og undirbúningi að Ijúka á Austfjörðum (4-5 ár) og framkvæmdir að hefjast sem allra fyrsteftirþaðogeigi síðaren 1994. Áætlaður framkvæmdahraði, miðað við hefðbundna jarðgangna- gerð (bora, sprengja, hreinsa, styrkja) er 1,6-2 km á ári, miðað við að unnið verði á 10 tíma vökum 5-6 daga í viku. Engin reynsla er hérlendis á heilborun, en í Noregi hafa þeir nýtt sér þá tækni með góðum árangri. í Bandaríkjunum og Sviss t.d. er algengt að fram- kvæmdahraði hafi aukist um 40- 60% miðað við hefðbundna aðferð. Hér ræður þó miklu um afköstin ástand bergs í jarðgangna- stæði. Miðað við heildarlengd jarð- gangna á Austurlandi í þessum áfanga verði um 15-18 km, sem er líkleg lengd hvor leiðin sem verður valin, þ.e.a.s. fjarðatenging Seyð- isfjarðar, Mjóafjarðar og Nes- kaupstaðar, eða bein tenging út frá fjörðunum, má gera ráð fyrir a.m.k. 10 ára framkvæmdatíma miðað við áðurgefnar forsendur. Það segir okkur að árið 2005 geti Seyðfirðingar og Norðfirðingar ásamt landsmönnum ekið með nokkru öryggi allt árið til og frá þessum stöðum. Eftir það á að huga að jarð- gangnagerð sem framkvæmd í að stytta vegalengd milli staða, t.d. við Hvalfjörð og milli Reyðarfjarð- ar og Fáskrúðsfjarðar. Hvað kosta jarðgöng á Austurlandi og hver á að borga? I skýrslu jarðganganefndar frá í mars 1987 er áætlað að hver km í jarðgöngum með styrkingu og mal- bikun kosti um 128 milljónir kr. Annar kostnaður við hver göng um 79 milljónir (forskálar, munna- styrking o.fl.) I Ólafsfjarðarmúla þar sem ný- lega hefur verið gengið frá samn- ingi við verktaka er samningsverð pr. km ekki langt frá þessum stærðum framreiknuðum. Hér er því verið að tala um fjárhæð sem getur verið um 2,5 milljarðar kr. í jarðgöng á Austurlandi. Já, nú hrökkva einhverjir illilega við og spyrja: Hvaða vit er í því að fara í framkvæmdir sem kosta slíkar upphæðir fyrir 3-400 manns? Það hlýtur að vera ódýrara fyrir þjóðfélagið að flytja íbúana og þá um leið atvinnustarfsemina sem þar fer fram (hvert?) og gera þessar byggðir að t.d. útivistar- eða hvíldarstöðum fyrir nútíma- manninn á íslandi eða erlenda ferðamenn svo eitthvað sé nefnt. Ef þetta er svona einfalt, væri vel þess virði að velta ögn fyrir sér hugmyndinni, en þar sent slíkar vangaveltur eru svo víðsfjarri raun- veruleikanum sem frekast er, þá halda rannsóknir áfram og jarð- göng verða að veruleika væntan- Annað hvort flytur hann burt þangað sem hann getur notið mannsæmandi sam- gangna, eða hann rís upp á „afturlappirnar" heima fyrir og krefst úr- bóta. Síðari kostinn hafa íbúaráSeyðisfirði og í Neskaupstað valið. lega innan ekki of langs tíma. Hér er nefnilega ekki verið að tala um fjárfestingu fyrir 3-4000 manns heldur nauðsynlega samgöngubót fyrirheilan landsfjórðung sem nt.a. byggir afkomu sína á þessunt byggðarlögum. Landshlutinn Austurland er einn hlekkur, og ekki sá veikasti í landi nútíma- mannsins á íslandi. Heildarverð- mæti mannvirkja á Seyðisfirði og í Neskaupstað þ.e. hafna, gatna og fasteigna (endurstofnverð) er talið vera rúmir 5 milljarðar kr. Þau verða ekki svo auðveldlega flutt burt. Aflaverðmæti sjávarafla 1987 var frá þessum tveimur byggðar- lögum um 1.000 milljónir kr. Fiski- miðin úti fyrir Austfjörðum verða heldur ekki flutt til á landakortinu. Það er því rangt að halda þvt' fram að það sé ekki Kringlu eða flug- stöðvar virði að koma á mannsæm- andi samgöngum til þeirra staða sem af miklum krafti taka þátt í því að skapa verðmæti sem þjóðin lifir af og getur ekki verið án. En hvaðan á að fá peningana? Það er nú ekki aldeilis svo að þeir liggi á lausu. Eða hvað? Ekki má auka erlendar skuldir það getum við verið sammála um. Nei, fjármagn- ið er til innanlands, það er bara að þora að sækja það. Bensín- og olíunotkun á bíla- flota landsmanna er ca. 280 mill- jónir lítra á ári. Með því að hækka hvern lítra um 1.20 kr. og láta peninga sem þannig fást renna óskipta til jarðgangnagerðar næstu 15 árin dugar það til að klára fyrirhuguð j arðgöng í Ólafsfjarðar- múla á Vestfjörðum og Austfjörð- um og líklega verður afgangur til að ljúka öllum undirbúningi fyrir Hvalfjarðargöng. Ef þessi leið verður valin til tekjuöflunar skerð- ist ekki fjármagn í almenna vega- gerð landsmanna, jarðgangnaáætl- un verður þá haldið utan langtíma- áætlunar um almenna vegagerð. Fyrirsögn þessa greinarkorns er „Af hverju jarðgöng á Austfjörð- um?“ Lokaorðin verða svarið: Þjóðin þarfnast þeirra. (þ.þ.þ.). Þorvaldur Jóhannsson, Seyðisfírði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.