Tíminn - 25.08.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 25.08.1988, Blaðsíða 15
Tíminn 15 Fimmtudagur 25. ágúst 1988 Laxeldiskvíar í Tálknafirði á vegum Þórslax hf. Tímamynd: eh Framleiðslukostnaður í fiskeldi í Noregi í Noregi hefur allt frá því árið 1982 verið kannað á vegum fiskimálastjórnarinnar hver hafí verið framleiðsiukostnaður í fískeldi og tekjuöflun í greininni. Gerði Gunnar Nybö nokkra grein fyrir niðurstöðum þessara athugana á ráðstefnu, sem Efnahags- og framfarastofnunin í París efndi til í janúarmán- uði sl. Verður nú stiklað á helstu atriðum þessa forvitnilega mals. Laxinn tók forustuna Gunnar skýrði frá því að fiskeldi væri tiltölulega ný atvinnugrein í Noregi. Lítið hefði gerts fyrir seinni heimsstyrjöldina og það væri reynd- ar ekki fyrr en á sjötta áratugnum að alvöru tók að gæta og framfarir sáu dagsins ljós á sviði fiskeldis. Silung- seldi í sjó var veigamesta fiskeldist- egundin allt fram til 1976, en frá 1977 hefur laxinn náð yfirburðum í eldinu. Samt sem áður er töluvert um að menn séu bæði með lax og silung í eldi, því að 1986 var þriðjungur af stöðvunum með slíkt eldisfyrirkomulag. Ótrúleg aukning Árið 1973 var framleiðslan í Nor- egi 1.300 lestir af regnbogasilungi og 320 lestir af laxi. En árið 1987 voru framleiddar 47.417 lestir af laxi og 8.787 lestir af regnbogasilungi. Framleiðsla annarra fisktegunda í eldi er í óverulegu magni. Fjárhagslegar niðurstöður kann- ana um rekstur fiskeldis í Noregi sýna, að 1982 varð afrakstur af starfi sem svaraði einu mannári 1.401 þús ísl. kr. Árið 1983 var þessi tala 1.347 þús. kr. og 1984 1.665 þús. kr., 1985 var hún 1.821 þús. kr. og 1986 1.009 þús. kr. Til samanburðar er nefnt, að hlið- stæðar tölur á fiskiskipaflotanum í Noregi á árunum 1982 - 1986 voru frá 657 þúsund til 1.232 þús. krónur á stærri skipum. Framleiðslukostnaður 278 krónur á hvert kíló Meðalkostnaður við að framleiða eitt kíló af fiski, laxi eða silungi, var 1986 278 krónur og hafði hækkað um 20 af hundraði frá árinu áður. Innifalið er allur kostnaður, útreikn- uð verðlækkun, laun eiganda og eðlilegir vextir af höfuðstól. Seiðak- ostnaður var 23,1% af heild, kostn- aður við fóðrun nam 27.9%, laun starfsmanna 13,4% og annar kostn- aður 10.9%. Athyglisvert er, að á þessu ári var framleiðslukostnaður 34 krónum hærri en greitt var fyrir hvert kíló af laxi í Noregi. Enda var það svo, að 140 fiskeldisstöðvar eða 63 af hundr- aði úrtaksins í könnuninni höfðu hærri kostnað en nam söluverði hvers kílós af fiski þetta ár. Hæsti kostnaður í N-Nor- egi Hæsti framleiðslukostnaðurinn var í Norður-Noregi, í Finnmörku og Tromsö, en stöðvarnar í suðvest- urhluta Noregs voru með lægstan kostnað. Kostnaður við framleiðslu á hvert kíló var 305 krónur hjá fiskeldis- stöðvum með 5 þúsund rúmmetra rými eða minna. Hinar sem stærri voru komust af með 257 krónur. Heildarniðurstaða þessa árs, 1986, leiddi í Ijós, að árið var mun óhagstæðara en árin á undan. Er þetta rakið til erfiðari markaðsað- stæðna, enda lækkaði laxaverðið um 20% milli ára. Hins vegar varð árið 1987 mun betra hvað afkomu snerti. Sú breyting varð milli áranna 1985 og 1986, að stövðar færðu út kvíarn- ar, þ.e. stækkuðu eldisrýmið og bættu þannig hag sinn. Framleiðsla á hvern rúmmetra var 14,8 kíló 1985 og 13,9 kíló 1986. Vaxtaágóði af eign gaf aðeins 12% árið 1986, en arðurinn var 32,8% 1985. eh LÁ TTU límann LKh ÍIJÚCjA TRÁ TÉR ÁSK FTARSÍMI 686300 Effco þurrkan læknar ekki kvef En það er óneitanlega gott að snýta sér í hana heimilisstörfin, sem áður virtust óyfirstíganleg, að skemmtilegum leik. Óhreinindin bókstaflega leggja á flótta þegar Effco þurrkan er á lofti. Hún er svo stór og mjúk og særir nebbann ekki neitt. Svo þegar kvefið er batnað getur þú notað afganginn af rúllunni til annarra hluta, eins og t.d. til að þrífa bílinn, bátinn, sumarbústaðinn og svo getur þú að sjálfsögðu notað hana til algengustu heimilisstarfa. Það er eitthvað annað að þrífa -með Effco þurrkunni. Hún gerir Effco-þurrkan fæst á betri bensínstöðvum ___ . . . .. ocþ verslunum. ....____________1 Hcildsala Höggdéyfir — EFFCO simi 73233 íe Effco-purrKan *P Útboð - Ji- Setbergsskóli Hafnarfjarðarbær leitar tilboða í byggingu fyrri áfanga Setbergsskóla. Byggingin er á tveimur hæðum, alls um 2100 m2. Grunnur verður tilbúinn til uppsláttar um miðjan september, en skila á húsinu fullbúnu 15. júlí 1989. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjarverk- fræðings, Strandgötu 6, gegn 30.000,- kr. skila- tryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 15. september kl. 11:00. Bæjarverkfræðingur Til sölu Underhaug 1600 kartöfluupptökuvél árg. 1980. Upplýsingar í síma 98-66677. t Útför sambýlismanns míns, föður, tengdaföður og afa Stefáns Sigurðssonar Ytri-Rauðamel Borgarbraut 63 verður gerð frá Borgarneskirkju, laugardaginn 27. ágúst kl. 14. Jarðsett verður á Ytri-Rauðamel. Vigdís Einbjarnardóttir Björn Stefánsson Þorgerður Sigurjónsdóttir Steila Stefánsdóttir Ásmundur Reykdal Ragnheiður Stefánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn t Þökkum innilega auösýnda samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar og tengdaföður Sverris Guðnasonar Miðtúni 3, Höfn, Hornafirði Erla Ásgeirsdóttir Birkir Birgisson Elín Ragnarsdóttir Sjöfn Sverrisdóttir Hrafn Úlfsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.