Tíminn - 25.08.1988, Blaðsíða 20

Tíminn - 25.08.1988, Blaðsíða 20
RIKISSKIP NÚTÍMA FLÚTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvagöfu, ______® 28822 Auglýsingadeild hannar auglýsinguna fyrir þig Okeypis þjónusta Tíminn STRUMPARNIR HRESSA I Tíminn „Leynivopnið" í hendur ráðuneytis Gísli Guðmundsson, yfirlög- regluþjónn í dómsmálaráðu- neytinu, hefur nú fengið nýja ríkisbifrcið til umráða og til að nota á ferðalögum sínum um landið. Þetta væri e.t.v. ekki í frásögur færandi ef þessi bíll væri ekki nær eini sérsmíðaði lögreglubíllinn á landinu og líklega einn sá öflugasti og sterkasti. Tíminn greindi frá þessum bílakaupum fyrir nokkru og gekk þessi nýi fars- kjóti þá undir nafninu „leyni- vopnið“. Vegna þessa máls hafa lögreglumenn orðið afar reiðir og benda Tímanum á að t.d. í Reykjavík, þar sem ástandið er hvað verst í bíla- málum, séu þeir að keyra út bílgarma sem eknir eru allt að 7-800 þúsund km áður en þeir eru teknir úr notkun. Hinn sérsmíðaði lögreglubíll dóms- málaráðuneytisins er Volvo 240 GLT, með yfirstærð af vél sem gefur 133 DIN hestöfl og er hann styrktur á margan hátt líkt og aðrir bílar fyrir lögregl- una heima í framleiðslulandinu Svíþjóð. Hann stendur nú án nokkurra einkenna sem lög- reglubíll fyrir utan dómsmála- ráðuneytið, en er merktur sem aðrar ríkisbifreiðar á fram- hurðinni. Bíllinn var sérstaklega pantaður inn af umboðinu Velti hf. sem þá var, og boðinn til reynslu á litlu hærra verði en óbreyttir Volvobílar lögreglunnar. Þetta var gert í sam- ráði við innkaupayfirvöld ríkisins. Þann 10. ágúst sl. gerðist það svo að ráðuneytið sjálft skráði bílinn á sitt nafn og hefur Innkaupastofnun ríkisins t.d. ekki komið nærri kaup- unum á þessum bíl, líkt og þegar keyptir eru inn bílar til nota fyrir „Leynivopnið,“ fyrir utan dómsmálaráðuneytið í gær. Því er nú ekið af skrifstofumanni, eins og lögregluþjónn orðaði það, á meðan lögreglan.býr við alvarlegt ástand bílaflotans. Tímamynd: Pjeiur lögreglulið vítt og breitt um landið. Tíminn spurði Gísla um það af hverju lögreglubíllinn hafi ekki verið skráður inn til nota hjá einhverju lögregluliðinu til að hægt yrði að meta hann eftir því hvernig hann stæði sig við erfiðar aðstæður. Sagðist Gísli geta reynsluekið honum sjálfur rétt eins og lögreglu- menn, enda væri hann gamalreynd- ur lögreglumaður. Hins vegar væri það líklega réttast að mesta prófun á bílinn fengist ef hann væri t.d. í notkun í almennu deildinni hjá Lögreglunni í Reykjavík eða þá umferðardeild þeirra. Hætta af prófunum Gísla Benti einn lögreglumanna sem Tíminn ræddi við um „Gíslamálið" á þá hættu sem því getur verið samfara ef Gísli er að reynsluaka þessum bíl og taka hann til kost- anna á vegum úti, án nokkurra viðvörunarmerkja, sem lögreglu- bílar eru útbúnir með. Af þessum prófunum Gísla Guðmundssonar gæti því skapast óþarfa hætta fyrir ferðalanga eða aðra ökumenn, ef hann væri í raun að prófa bíllinn eins og hann ætti að vera prófaður. Haldi Gísli sig hins vegar innan ramma umferðar- laganna á akstri sínum fyrir ráðu- neytið, væri ekki mikil hætta á að nýi „óeinkennisklæddi" lögreglu- bíllinn þyrfti nokkru sinni að lenda í öðru en venjulegum akstri óbreyttra borgara. Það væri m.ö.o. engin hætta á því að lögregluyfirvöld verði nokkru nær um getu sérsmíð- aða lögreglubílsins umfram venju- lega fjölskyldubíla meðan Gísli hefur hann til eigin nota í starfi og leik. Til frambúðar? Yfirlögregluþjónninn í dóms- málaráðuneytinu var því spurður að því hvort ætlunin væri að hann hefði hann til frambúðar eða að- eins til reynslu næstu vikur eða mánuði. Sagðist Gísli hafa haft ágæta ríkisbifreið áður en hann fékk þennan bíl í hendurnar og var sú af gerðinni Opel Rekord. Var Rekordinn orðinn talsvert ekinn hjá Gísla eða um 40 þúsund km á tveimur árum. Sá bíll hafði verið látinn fara til löggæslustarfa í Mos- fellsbæ vegna þess að þar hafi vantað bíl með stuttum fyrirvara, eins og Gísli orðaði það. Ekki væri ákveðið hversu lengi hann hefði þennan nýjasta lögreglubíl, en komið gæti að því að hann færi til nota við löggæslu einhvers staðar á landinu. Lögreglan í Reykjavík annast nú gæslu í Mosfellsbæ og nær eftirlitsvæðið allar götur norður í Hvalfjarðarbotn og austur á Mos- fellsheiði. Er þetta eitt erfiðasta eftirlitssvæði Reykjavíkurlögreglu um þessar mundir. í viðtali við Tímann fyrir skömmu greindi sett- ur aðalvarðstjóri í Reykjavík frá því að bíla- og tækjamál Reykja- víkurlögreglu væru í miklum molum. Tók hann þá Mosfellsbæj- arsvæðið sérstaklega sem dæmi um getuleysi lögreglunnar ef bílar bila eða verða strand af einhverjum ástæðum. Það væri sérstaklega erf- itt að sætta sig við stefnu lögreglu- yfirvalda í bílamálum þar sem hún virtist vera sú að helst af öllu ætti að keyra alla bíla út. Tók varðstjór- inn sem dæmi að bíll í Árbæjar- hverfi hafi ekki verið seldur úr liðinu fyrir en eftir 800 þúsund km akstur, enda var hann þá farinn að bila á annarri hverri vakt. Einn lögreglumannanna, sem aka þarf nætur og daga og oft við erfiðustu skilyrði að hraða sér á slysa- eða afbrotastað, var sérstak- lega hneykslaður á ráðstöfunum í bílamálum Gísla Guðmundssonar. Sagði hann það enga hemju „að setja sterkasta og traustasta lög- reglubíl landsins undir rassinn á skrifstofumanni í dómsmálaráðu- neytinu", meðan starfandi lög- reglumenn á vöktum þyrftu jafnvel að þiggja þau ökutæki sem sá sami skrifstofumaður hefði misst áhug- ann á að aka öllu lengur. Jafnframt nefndi lögreglumað- urinn, sem dæmi um alvarlegt ástand bílaflota Reykjavíkurlög- reglu, að nýlega hefðu átta bílar verið teknir úr umferð við skyndi- skoðun og sá níundi lent í umferð- aróhappi og er sá óökufær. KB Mikligarður sf. og KRON: Sameining í áföngum Jón Sigurðsson lét af störfum sem framkvæmdastjóri Miklagarðs, frá og með deginum í gær, 24. ágúst. Þetta varð niðurstaðan á stjórnarfundi Miklagarðs í gær og var komist að þessu samkomulagi í sátt og samlyndi, að sögn Þrastar Ólafssonar, sem mun hafa yfirumsjón með starfsemi KRON á meðan unnið er að sameiningu á rekstri Miklagarðs og KRON. Unnið dag og nótt Stefnt er að því að taka nýtt húsnæði við Foldaskóla og Selás- skóla og nýjan Vesturbæjarskóla í notkun í haust. Jóhannes Bene- diktsson, byggingastjóri hjá Borgarverkfræðingi sagði, að um níutíu menn ynnu dag og nótt til að Vesturbæjarskólinn yrði til- búinn á tilsettum tíma, um mán- aðamótin. Vesturbæjarskólinn er fyrir börn frá sex til tólf ára og eru tveir bekkir í hverjum árgangi. Áætlaður kostnaður við byggingu Vesturbæjarskóla er 120-140 milljónir. Jóhannes sagði, að vinna við nýjan áfanga Selásskóla gengi vel, og lyki henni um helg- ina. SH Hann var spurður hvort Jón léti af störfum þar sem honum hafi ekki verið veitt fullt vald til ákvarðana- töku um daglegan rekstur, þegar til tals kom að hann tæki við stjórn að lokinni sameiningunni. „Ég held að það þjóni ekki neinum tilgangi að fara að rekja þær viðræður sem átt hafa sér stað. Ég vil alls ekki stað- festa þennan skilning þinn á afstöðu Jóns eða okkar,“ sagði Þröstur í samtali við Tímann í gær. Hann var spurður um hvernig unnið yrði að sameiningunni. „Við höfum verið með tvær dagsetningar, að hafa lokið einum áfanga samein- ingarinnar um áramótin og síðan að vera búnir að koma flestu í gegn sem við ætlum að gera fyrir aðalfund KRON í apríl á næsta ári. Þá verðum við vonandi farnir að sjá einhvern árangur," sagði Þröstur í samtali viðTímann í gær. Hann vildi ekki opinbera hvað fælist í þessum fyrri áfanga. „Markmiðið er náttúrlega að bæta reksturinn og í öðru lagi að gera reksturinn þannig úr garði að við getum verið með sem lægst vöruverð fyrir neytendur. Það hefur verið mjög þungur rekstur síðustu 12 mán- uði. Við opnun Kringlunnar um miðjan ágúst á síðasta ári urðu þáttaskil í verslunarmálum hérlend- is, alveg eins og það hófst nýr kapituli þegar Mikligarður var opn- aður 1983. Við höfum misst mark- aðshlutdeild og við viljum vinna eitthvað af því til baka,“ sagði Þröstur. Hann sagði vinnuna við samein- inguna stutt á veg komna. „Við höfum verið að vinna ákveðna for- vinnu sem þurfti að vinna og nú verður farið að herða á þeirri vinnu hægt og bítandi." Hann sagði engar ákvarðanir liggja fyrir um stöðu starfsfólks KRON og Miklagarðs og hafa engar ákvarðanir um uppsagnir verið teknar. JIH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.