Tíminn - 25.08.1988, Blaðsíða 8

Tíminn - 25.08.1988, Blaðsíða 8
8 Tíminn. Fimmtudagur25.ágúst1988 Iíminn MÁLSVARIFRJÁLSIYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGísiason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.- Á bjargbrúninni Eftirtektarvert er að í umræðum um nauðsyn efnahagsráðstafana, sem eðlilega hafa aukist eftir að niðurfærsluhugmyndin komst í almæli, er varla staðnæmst við að ræða sjálfan vandann, sem við er að glíma, heldur einblínt á ágalla þeirra leiða, sem til greina koma við lausn á ef nahagsöngþveitinu. Það væri illa farið, ef þjóðin og forystulið hennar í hópi stjórnmálamanna og formanna hagsmunasamtaka almennings, halda áfram að deila um leiðir út úr ógöngunum, þar til þjóðin og þj óðarleiðtogarnir hrapa út af bj argbrúninni. Hvað niðurfærsluleiðina varðar þá er æskilegt að allir geri sér grein fyrir því að hún er því aðeins fær að öll áhrifaöfl þjóðfélagsins standi á bak við hana. Niðurfærsluleiðin er vissulega rothögg á pólitískar kreddur og þær patentlausnir, sem móðins er að veifa sem allrameinabót á borð við óhefta markaðshyggju eða slagorðavaðal um kjaraskerðingu, ef reynt er að rjúfa vítahring verðbólguskrúfunnar. Niðurfærsluleiðina verður að skilja þannig - og framkvæma þannig - að í henni felist þær heildarráðstafanir sem gera þarf til þess að koma útflutnings- og samkeppnisatvinnuvegunum á réttan kjöl. Þegar rætt er um leiðir til að komast út úr efnahagsvanda er höfuðatriði að skýrgreina vandann, vita um hvað er verið að tala. Vanda- málið er alls ekki það, hvort hægt sé að tryggja óskert lífskjör hvers einasta manns í landinu, ekki heldur hvort hægt sé að tryggja kaupsýslu- stéttinni frjálsa álagningu á vöruverð, eða bænd- um vélræna hækkun búvöruverðs, hvað þá peningamöngurum frelsi til að okra á lánsfé. Ekkert af þessu er hægt að tryggja. Enda er efnahagsvandinn alls ekki fólginn í því að íslendingar búi við fátæktarkjör og ófrelsi, hann er ekki fólginn í því að verslunarálagning og vaxtataka sé í einhverju lágmarki. Það sem er að drepa íslenskt atvinnulíf er verðbólga og framkvæmdaþensla á höfuðborgar- svæðinu. íslensk útflutningsstarfsemi er ósam- keppnisfær að selja vörur sínar á erlendum mörkuðum. Samkeppnisiðnaður í landinu stenst ekki samkeppni við innflutta vöru. Fjármagnið er orðið að markaðsvöru á opinberum svarta- markaði innan í þröngum og lokuðum fjármagns- markaði íslensks hagkerfis. Ef umrædd niðurfærsluleið liggur út úr þessu öngþveiti, þá ættu ráðamenn þjóðarinnar að fara hana. Ríkisstjórnin lýsir yfir því að hún sé að kanna þessa leið sem úrræði til lausnar efnahags- vandans. Það er ástæða til að skora á önnur ráðaöfl þjóðarinnar að gera slíkt hið sama. Fordómalaus athugun ætti engan að skaða. Hver fann upp framfarirnar? Ekki alls fyrir löngu átti einn af blaðamönnum Tímans viðtal við flugmálastjóra, Pétur Einarsson, þar sem hann greindi frá ýmsu, sem er að gerast í flugmálum hér á landi og reyndar í útlöndum líka. Þetta viðtal logaði allt af bjart- sýni varðandi möguleika flugsins. Flugmálastjóri sér framtíðina þannig fyrir sér að fsland eigi eftir að verða eins konar „skiptistöð“ fyrir norðurhluta Evrópu og Amer- íku, þar sem leiðir muni liggja til margra átta. Maður sem faeri frá Bandaríkjunum og ferðaðist um ísland gæti átt þess kost að fara þaðan til Norðurlanda, Þýskalands og annarra Evrópulanda með is- lenskum flugvélum. Altt í ólestri Þetta má takast, segir flugmála- stjóri, ef íslendingar taka á djarf- legan hátt þátt í alþjóðlegu sam- starfi um flugrekstur og skipulag flugleiða um ísland. Segir Pétur Einarsson að tslendingar eigi að vera óragir við að hafa hér starf- andi flugfélög, sem útlcndingar eigi stóran hlut í, að því tilskildu að þau fylgi íslenskum lögum og lúti íslenskri stjórn. Pétur Einarsson bendir á að flugrekstur sé að verða frjáls í öllum löndum meira og minna og ekki einokaður á þjóðlegum grundvelli, svo að tímabært sé fyrir íslensk flugfélög að huga að nánari tengslum við „risana", sem hann svo kallar. Þá víkur flugmálastjóri að því sem er að gcrast beint í innan- landsfluginu og nefnir þar nýja flugmálaáætlun, sem nú er að koma til framkvæmda. Hún er, að dómi flugmálastjóra, mesta fram- tak íslendinga í flugmálum fyrr og síðar. í henni felst m.a. fjórföldun á framkvæmdafé, sem þýðir að nú sjáum við fram á að geta lokið uppbyggingu á öllu okkar flug- vallakerfi innan tíu ára eða jafnvel fyrr. Segir hann að flugvallagerð íslendinga hafí verið í miklum ólestri, enda séum við langt á eftir öllum nágrannaþjóðum okkar í flugvallagerð. Bjartsýni nú og þá Allt er þetta rétt og satt í sjálfu sér. Hins vegar má ekki gleyma því, þegar verið er að bera saman nútíð og fortíð að hvert tímaskeið hefur sína möguleika. „Allt hefur sinn tíma,“ segir í Heilagri ritn- ingu. Frá sjónarmiði tæknistigs og Ijárhagsgetu ársins 1988 er eðlilegt að halda því fram að flugvallamál hafi verið og séu í ólestri. En ef menn leyfa sér að horfa nokkra áratugi um öxl og missa ekki sjónar af þróun þjóðfélagsins, þá mætti alveg eins halda því fram að fram- farir og athafnir á sviði flugmála hafi verið stórkostlegar. Það fer allt eftir því hvaða mælikvarði er lagður til grundvallar slíkum full- yrðingum. Því sitthváð hefur nú skeð. ísland hefur jafnvel verið obbolítil skiptistöð í flugi milli heimsálfa. Sannleikurinn er sá að bjartsýní og framfarahugur er ekkert sér- einkenni á allra síðustu árum eða nánustu samtíð. Allt sem af er þessari öld, að minnsta kosti, hefur ekki annað orð verið munntamara athafnamönnum og stjómmála- mönnum en verklegar framfarir. Þar hefur samgöngumál borið hátt, flugsamgöngur og flugrekstur ekki síður en annað, Anno 1938 Garri var hér á dögunum að fletta upp í Tímanum frá sumrinu 1938. Þar er að finna langa grein um flugmál, enda voru Tímamenn snemma mikiir áhugamenn um flug. í þessari Tímagrein er því haldið fram „að árið 1938 virðist ætla að verða merkisár í íslenskum flugmálum". Þar segir frá því að tveir ungir flugmenn, Agnar Ko- focd-Hansen og Bergur G. Gísla- son, hafi með styrk úr ríkissjóði flogið hringinn í kringum landið í leit að lendingarstöðum. Þá var varla til flugvöllur á íslandi, líklega enginn, en þessi ferð var farin, að sögn Tímans, til þess að gera nauðsynlegar athuganir áður en hafist væri handa um að gera „landflug" að virkum þætti í sam- göngum. Áður hafði verið notast við sjóflugvélar, það litla sem flog- ið var í atvinnuskyni. Nú er aldrei nema von að ungum mönnum þyki 50 ár langur tími og finnist ekki umtalsvert, þótt eitt- hvað hafi miðað í framförum á hálfri öld, en komíst samt að þeirri niðurstöðu að allt sé í ólestri. Ungir menn hafa vissulega leyfi til þess að „leggja stórhuga dóminn á feðranna verk“. Það var ungum mönnum reyndar ráðlagt strax um aldamótin. Samt finnst Garra að ungir og athafnasamir menn gætu oft komist jafn langt með áhugamál sín og staðið fyrir umbótum og framförum án þess að trúa því að þeir hafi fundið upp púðrið. Þcssum hugleiðingum Garra er út af fyrir sig ekki beint til okkar bráðduglega flugmálastjóra, þótt tilefni þeirra sé hressilegt viðtal við hann um framtiðarmöguleika flugsins og orð sem hann viðhafði um ástand flugvalla hér á landi miðað við önnur lönd. Garri er jafnvel svo ósvífinn að benda ungu fólki á að þakka fyrir að það hefur fyrir framan sig ótal óunnin verk og þarf ekki að kvíða athafnaleysi í framtíðinni. Það versta sem fyrir getur komið er það, ef einhver kynslóðin færi slíkum hamförum i verklegum framkvæmdum að hún skildi ekkert eftir handa afkom- endum sínum að sýsla við. ■> Garri Leiðrétting í grein Garra á þriðjudaginn (Alþýðumenning án þess að vera það) hefur orðið sú prentvilla að þar sem standa átti alþýðlegum hefðum hefur misprentast „alþjóð- legum“ hcfðum, sem auðvitað er rangt þama og leiðréttist hér með. Garri. Illllllllllllllllllllllllll VÍTTOG BRÉITT Svikamylla okraranna Fiskvinnslan á íslandi er komin á hausinn vegna of hárra launa. Formaður ráðgjafanefndar ríkis- stjórnarinnar í efnahagsmálum er öllum hnútum kunnugur í fisk- vinnslu- og launamálum. Hann upplýsti í sjónvarpi í fyrrakvöld að svo sé komið að fiskvinnslufólk á íslandi fái nú svipuð laun og verka- fólkið sem vinnur hjá íslensku fiskverksmiðjunum í Bandaríkjun- um. Þar með er allt komið í voða hér. Þegar launin voru helmingi lægri við að vinna að fiski hér en að handfjatla sama fisk á færibönd- um í USA var þetta allt í lagi. En svo hrapaði dollarinn og launin hækkuðu á íslandi og allt er að fara til andskotans, svo að notuð sé lýsing ( páfa íslensks iðnaðar á ástandi atvinnu- og peningamála. Einsýnt er að lausnin á vanda- málunum miklu er að lækka launin. Til að breiða sanngirnisblæju yfir þá einföldu aðgerð er lagt til að vöruverð lækki líka, en helmingi minna en kaupið. Dýrari heima en erlendis Útgerð og fiskvinnsla segja að allt verði í sómanum hjá sér, aðeins ef kaupið verður lækkað. Hins vegar virðist því fólki sem þarna stjórnar ekkert koma við hvernig launafólkið á að draga fram lífið og fiskverð til íslenskra neytenda bendir ekki til að þeir sem með fiskdreifingu sýsla beri skarðan hlut frá borði. Lengi var það svo að fiskur var ódýr á íslandi og hægt var að halda heimiliskostnaði verulega niðri með mikilli fiskneyslu. Verkamað- ur er fjórum sinnum lengur að vinna fyrir fiskmáltíð nú en fyrir 30 árum. Það er talað um að lækka vöru- verð um 4-5% til að vega upp á móti væntanlegum launalækkun- um. En hvað skyldu það verða miklar kjarabætur ef milliliðir drægju úr óhóflegum álögum á fisk? í fréttum sjónvarps í fyrrakvöld var viðtal við lúðuveiðimann í Eyjum. Fram kom að hann selur afla sinn í gámum til útlanda og fær 280 kr. fyrir kílóið. Fiskmarkaðurinn í Hafnarfirði greiðir 108 kr. fyrir kíló af stór- lúðu. Á íslandi er kílóið selt á 495 kr. út úr búð. Það er í sneiðum, úrgangur er enginn en hausinn seldur á aðeins lægra verði. Vel á smurt I Tímanum í gær var sagt að 100 kr. hafi fengist fyrir kíló af ýsu í Bretlandi. Fyrr í mánuðinum var það á 77 kr. á sama markaði. Morgunblaðið sagði frá 70 kr. meðalverði á ýsu á fiskmörkuðum í Bretlandi í júní. Sama mánuð var meðalverð á ýsu í Hafnarfirði 46,43 kr kílóið, en á fiskmarkaði Suður- nesja var meðalverðið á ýsu í júlí 53.22 kr. Á Faxamarkaði var með- alverðið 47.21 kr. í júlímánuði. DV sagði þær fréttir, einnig í gær, að á Faxamarkaði hafi fengist 61-64 kr fyrir kílóið af ýsu. Tvær stórlúður voru seldar á 160 kr kílóið. Allt er þetta náttúrlega heild- söluverð og fiskur er seldur haus- aður í smásölu, eða jafnvel flakað- ur, nema stórlúðan, og skattur leggst á með álagningunni. Þetta verð getur hvert einasta heimili á landinu borið saman við það sem greitt var fyrir síðustu máltíð af ýsu eða lúðu. Samt sem áður er fiskur óheyri- lega dýr til íslenskra neytenda. Ef þeir sem fiskinn draga, verka og selja bæru gæfu til að draga úr okrinu til íslenskra neytenda og gefa þar með kost á ódýrri og hollri fæðutegund mundi það vera meiri og betri kjarabót en flestar ráðstaf- anir aðrar. Það gæti jafnvel farið svo að þeir hefðu efni á að reka útgerð og fiskvinnslu áfram, ef þeir aðeins hefðu það vit í kollinum að reyna að græða meira á öðrum en einmitt því sama vinnuafli sem þeir segjast ekki hafa efni á að borga kaup. Ef heimilin ættu þann valkost að einhver ódýr fæðutegund væri á boðstólum, mundi það geta lækkað heimiliskostnað verulega og haft áhrif til að draga úr vöruverði og þar með verðbólgu. OO

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.