Tíminn - 02.09.1988, Blaðsíða 14

Tíminn - 02.09.1988, Blaðsíða 14
- I f r i » ; I 14 Tíminn r.p.n • Föstudagur 2. september 1988 AÐ UTAN iiiiiiiiinii Tapað stríð á Sikiley og í Kalabríu: Enn nær mafían undirtökunum Á undanförnum árum hefur stundum virst svo sem verið sé að gera heiðarlega tilraun til að ráða niðurlögum mafíunnar á Ítalíu. En enn og aftur reka rannsóknardómar- ar í þeirri baráttu sig á að mafíósarnir eiga valdamikla vini á æðstu stöðum sem eru þeim bakhjarl þegar á móti blæs. Það er meiri stuðningur en dómararnir fá og segjum við hér á eftir frá vonlausri baráttu dómara á Sikiley og í Kalabríu gegn „Kolkrabbanum“. I dómhöllinni í Palermo, sem er Dómarar á Sikiley fá ávítur frá yfir- mönnum sínum Biturt bros líður yfir andlit hans. „Nei, ég hef ekki enn tekið afsögn mína til baka,“ segir Giovanni Falcone, 49 ára gamall dómari á Sikiley þegar hann kemur úr yfir- heyrslu æðsta dómararáðsins í Róm. Frægasti mafíuveiðari Ítalíu hafði verið þar í yfirheyrslu dag- langt ásamt 25 af starfsbræðrum sfnum í Palermo. Nauðsynlegt hafði verið að kalla saman fund í æðsta ráði ítalskra dómara vegna þess að Falcone og starfsmenn hans álitu sig hindraða í starfi í Palermo. Á Sikiley höfðu þeir lagt sig í lífshættu í starfi sínu og orðið prýðilega ágengt. í fyrsta sinn höfðu ekki bara smáseiðin í mafí- unni, heldur líka guðfeður, fram- umkringd herverði, fundu Falcone og samstarfsmenn hans, hvernig þeir urðu meira og meira einangr- aðir þar til kom að tíma „varhuga- verðrar háspennu“. Falcone og menn hans undirbjuggu stórréttar- höldin gegn „þriðja valdalaginu" í mafíunni, sem átti að gefa skýring- ar á pólitískum morðum í Palermo og leiða þá seku til refsingar. Dómararnir sem störfuðu að því að upplýsa starfsemi mafíunnar þörfnuðust við þessa vinnu fyllsta stuðnings valdsins í Róm. Þeir lögðu því sjálfir til atlögu og mót- mæltu opinberlega „afvopnun alls löggæslukerfisins" þar sem væru orðnar stórar gloppur eftir að dug- legustu lögreglumennirnir við rannsóknina hefðu verið drepnir eða færðir til í starfi. Þar við bættist að nýi foringinn yfir rannsóknardeildinni, Antonio Meli, skipulagði rannsóknina þess að fara réttar embættisleiðir. Hins vegar megi „hið þýðingar- mikla starf dr. Falcones" ekki hafa verið unnið fyrir gýg, var þó tekið kurteislega fram í ályktuninni sem samþykkt var með sjö atkvæðum gegn fjórum í þeirri nefnd dómara- ráðsins sem berst gegn mafíunni. „Einn svartasti dagur í sögu ítalsks réttarfars“ „Baráttan er töpuð. Þetta er einn svartasti dagur ítalskrar réttarfarssögu,“ voru viðbrögð Falcones við niðurstöðunni. Margir starfsbræðra hans í dóm- arastétt taka undir þessa svartsýni hans. Nokkrir þeirra minntust í þessu sambandi ágústdagsins 1982 þegar annar mafíuveiðari, Dalla Chiesa yfirlögregluþjónn, kvartaði undan því í blaðaviðtali að emb- ættismenn og yfirvöld á Sikiley frystu hann úti. Tæpum fjórum vikum síðar voru hann og kona hans skotin til bana af handlöngur- um mafíunnar. „Nú erum við í sömu sporum,“ segja samstarfs- menn Falcones. Borgarstjóri Palermo borgar, kristilegi demókratinn Leoluca Or- lando, gat ekki heldur talið kjark í Ákærðir mafíuforingjar bíða hér dóms í Palermo á árinu 1986. Falcone tókst að koma 300 þeirra í fangelsi og fleiri bíða dóms. En þá þótti einhverjuin valdamiklum nóg komið. mámenn í pólitík og viðskiptalífi verið afhjúpaðir frammi fyrir dómstóli. Margir mafíuforingjar sem höfðu lengi verið ósnertanlegir, voru loks komnir bak við lás og slá, m.a. vegna þess að Falcone dóm- ara hafði tekist að koma í höfn meistarastykki 1984. Þá hafði hann fengið mafíuforingjann Tommaso Buscetta til að bera fram játningu um leyndardóma æðstu foringja mafíunnar. Sá atburður leiddi til tímamóta í baráttunni gegn mafí- unni. Guðfeður, sem áður hafði verið árangurslaust reynt að koma lögum yfir, voru nú handteknir. Falcone sjálfur rannsakaði mál allt að því 800 mafíósa og nú hafa 300 þeirra hlotið dóm. Árangur dóm- arans raskaði pólitísku jafnvægi Þessi árangur varð ekki bara til þess að dómarinn hlyti viðurkenn- ingu. Þessi árangur raskaði líka pólitísku jafnvægi borgar eins og Palermo, þar sem pólitík, viðskipti og dómskerfi er gegnsýrt af mafí- unni. Upp á síðkastið lýsa reyndar virðulegir dómarar því yfir hver í kapp við annan við fastaborðið sitt á kránni, að mafían sé bara „upp- finning blaðamanna og rannsókn- ardómara sem þyrstir eftir að aug- lýsa sjálfa sig“. þannig að „skyndilega var hún komin inn á þúsund smábrautir sem gengu þvert hver á aðra,“ eins og einn dómarinn orðaði það. Sumarleyfisró stjórnmálamannanna í Róm raskað Neyðaróp dómaranna á Sikiley hefði ekki raskað sumarleyfisró stjórnmálamanna í Róm hefði ekki Francesco Cossiga forseti sjálfur falið innanríkis- ogdómsmálaráðu- neytinu, ásamt æðsta ráði dómar- anna, að fara ofan í saumana á klögumálum sikileysku dómar- anna. Ráðuneytin bæði sendu í hasti tvo eftirlitsmcnn til Palermo á sama tíma og dómararáðið liélt yfirheyrslufundi sína, sem stóðu í fimm daga. Falcone þafði fyrir fundinn sent frá sér þriggj’a síðna langt bréf þar sem hann fórfram á að veia íærður til í starfi þar sem „Rannsóknar- mælikvarði hans væri allur annar en hinna nýju yfirmanna hans“. Samstarfsmenn hans létu það í ljós að ef Falcone færi úr starfi, héldu þeir ekki heldur lengur út að vinna . við þessar aðstæður. Dómararáðið vottaði hins vegar traust sitt Meli, sem harðasta gagn- rýni Falcones beindist að, og ávít- aði Falcone. Ráðið sagði dómar- ana í Palermo hafa borið sig rangt að þegar þeir heföu borið fram ásakanir sínar í fjölmiðlum, í stað rannsóknardómarana og varð að viðurkenna að ofurvald mafíunnar væri of sterkt til að takast á við það. „Vald mafíunnar er komið á sama stig hjá okkur og í Rómönsku Ameríku," segir hann. Cossiga Ítalíuforseti hefur þó fullan hug á því að ágreiningur gæslumanna laga og réttar á Sikiley falli ekki í gleymsku á meðan menn bregða sér í sumarleyfi. Þingmcnn hafa frest til 15. sept- ember til að kynna sér öll skjöl vegna málsins, og þá jafnvel aftur- kalla úrskurð dómararáðsins. Lögreglan sker upp herör gegn mafíunni í Kalabríu En það er víðar en á Sikiley sem mafían hefur farið sínu fram óáreitt og löggæslumönnum hefur lítið orðið ágengt í baráttunni við hana. I austurhlíðum Aspromonte- fjallanna í Kalabríu á Suður-Ítalíu hefur lögreglan nú loks gripið til aðgerða gegn íbúum, scm hafa stundað mannrán sér til framfærslu um langa hríð. Stigamannasamfélag í smáþorpi í Kalabriu hefur loks ögrað ítölsk- um yfirvöldum svo að þau hafa nú látið til skarar skríða gegn þeim. I húfi er hvort yfirvöldum í Róm á að takast að hafa stjórn á hluta yfirráðasvæðis síns, en til þessa Falcone dómari á Sikiley hefur staðið sig vel í baráttunni gegn mafíunni. Nú hefur hann fengið ávítur frá yfirmönnum sínum en óvinir hans traustsyfirlýsingu. virðast stigamennirnir hafa haft yfirhöndina. I þorpinu Plati, þar sem íbúarnir eru aðeins 3.700, ræður kalabriska mafían, Ndrangheta, lögum og lof- um enda er talað um hana með lotningu sem „Hæstvirtan félags- skap". Á undanförnum 20 árum hafa yfir 175 gíslar verið í haldi í héraðinu, nokkrir árum saman. Flest þessi mannrán, þeirra frægast úti í heimi er ránið á milljónaerf- ingjanum John Paul Getty III árið 1973, hafa íbúar Plati eða ná- grannaþorpanna framið. Eitt síðasta framtak íbúanna í Plati var að ræna átta ára dreng, Marco Fiore frá Turin, sem hafður var í haldi í 17 mánuði. En nú gekk svo alvarlega fram af almennings- álitinu á Ítalíu að stjórnvöld sáu sér ekki annað fært en að senda þúsundir velvopnaðra lögreglu- manna á staðinn. Lögregluaðgerðin klúðraðist vegna fyrir- framtilkynningar! Eitt verkefna þessa vopnaða liðs var að leita að a.m.k. fjórum öðrum gíslum á þessu svæði. Þessi aðgerð misheppnaðist þó, að hluta til vegna þess að embættismenn innanríkisráðuneytisins í Róm til- kynntu um hana opinberlega í smáatriðum kvöldið áður. „Heiðraða félagið“ í Kalabríu lét ekki standa á viðbrögðunum. Þrem dögum eftir að aðgerðir lög- reglunnar hófust, var ferðamanni frá Napólí og sonarsyni hans rænt nokkrar mílur frá Plati, á svæði sem átti að heita að væri á valdi lögreglumannanna, og send út krafa um lausnargjald að jafnvirði 160 milljóna ísl. kr. Til að núa salti í sært stolt stjórnvalda var aðeins viku seinna myrtur umsjónarmað- ur á tjaldsvæðinu þar sem ferða- mennirnir höfðu dvalist. Eina andsvarið sem ítölsku ríkis- stjórninni hefur tekist að grípa til er að senda 1500 hermenn „til heræfinga" á svæðinu nú í sept- ember. Héraðið Reggio Calabria er í raun og sann undir yfirráðum Ndrangheta. Á síðustu fimm árum hafa verið framin þar yfir 820 morð og á síðasta ári voru hvorki fleiri né færri en 264 manns drepnir þar. Mannrán og fjárkúgun helstu atvinnu* greinarnar Á árinu 1987 færðist fjárkúgun í aukana og nam aukningin frá fyrra ári 300%. Líf atvinnurekenda í héraðinu, sem búa við stöðugar morðhótanir, er orðið svo óbæri- legt að álitið er að 70% þeirra sem ekki tilheyra mafíunni í þeim hópi séu búnir að selja fyrirtæki sín. Það má því heita nú orðið að eina atvinnugreinin í héraðinu sem eitthvað kveður að, og teygir jafn- vel anga sína til annarra landa, sé mannrán. Á árunum 1960-1980 sendi Ndrangheta í Plati afrakstur- inn af mannránunum til ættingja í Ástralíu til að kaupa land í New South Wales til ræktunar mariju- ana. Þessir útfluttu Kalabríumenn ráða nú öllu í marijuna viðskiptum í Ástralíu og hafa fært út kvíarnar í heróínviðskipti á alþjóðlegum markaði. Mörg fórnarlömb mannræningj- anna eru auðugir Italir frá norður- hluta landsins. Yfirleitt eru þeir fluttir með flutningabílum til As- promonte-fjallanna og faldir þar í hellum og gjótum eða einfaldlega hlekkjaðir við tré. Álitið er að stigamennirnir hafi fengið greitt sem svarar 5,6 millj- örðum ísl. króna í lausnarfé á síðustu 10 árum. Það lítur þó ekki út fyrir að miklu fé hafi verið varið til uppbyggingar í Plati þar sem ekki er annað að sjá en hálfhrunda húsakofa, þröng, rusli drifin húsa- sund og ókláraðar íbúðablokkir úr múrsteini og steinsteypu. Að sögn dómara í héraðinu fer mest af peningunum í fjárfestingar í heró- íni og kókaíni eða þá vopnum, sem eru aftur notuð sem gjaldmiðill til að kaupa eiturlyf. „Gott og heiðar- legt fólk“ en flestir á sakaskrá Plati er ekki aðlaðandi staður. 70% íbúa af karlkyni hafa sakaskrá eða eru skráðir opinberlega sem grunaðir um mafíuaðild. Gestir, og þá sérstaklega fréttamenn, hafa orðið fyrir líkamsárásum. Bæjar- stjórinn reynir þó að sýna gestum sæmilegt viðmót. Hann er í erfiðri aðstöðu og veit að líf hans er ekki margra skildinga virði. Á síðustu fjórum árum hafa tveirfyrirrennar- ar hans verið myrtir. Hann ásakar yfirvöldin um að leggja héraðið í einelti og íbúa þess, sem hann fullyrðir að séu „gott og heiðarlegt fólk“. Hann neitar því að Ndran- gheta fyrirfinnist í Plati og segir að ef slíkur félagsskapur sé til, sé hann að finna í Róm, „í ríkisstjórn- inni sjálfri". Ungu lögreglumennirnir fimm sem halda vörð um lögreglustöðina eru ekki eins rólegir. Þeir segjast þurfa að vera sífellt á verði gagn- vart leigumorðingjum. „Við förum sjaldan frá stöðinni og göngum alltaf um vopnaðir, tveir eða fleiri saman". „Hindranir frá æðri stöðum“ Það eru litlar líkur á því að þessi vandi verði yfirstiginn, þrátt fyrir mikla tilburði stjórnvalda. Carlo Macri dómari, sem hefur árum saman barist harðri baráttu gegn Ndrangheta, er ekki bjartsýnn á að sjái fyrir endann á þeirri viðureign. Hann segir ástandið vera svo vonlaust og þrúgandi að hann hafi nú beðið um að vera fluttur í annað starf. „Síðustu þrjú árin hefur verið unnið að því að „koma í eðlilegt horf“ lífi almennings gagnvart mafíunni. Ég er núna í nákvæm- lega sörnu aðstöðu og starfsbræður mínir á Sikiley sem berjast gegn mafíunni. í hvert skipti sem ég geri eitthvað til að stemma stigu við völdum mafíunnar rek ég mig á hindranir frá æðri stöðum,“ segir hann. Og bætir við: „Jafnvel þessir fáu mannræningjar sem hafa verið teknir fastir eru núna í „gæsluvarð- haldi“ heima í þorpunum sínum þar sem þeir geta gert hvað sem þeir vilja!“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.