Tíminn - 02.09.1988, Blaðsíða 20

Tíminn - 02.09.1988, Blaðsíða 20
Auglýsingadeild hannar auglýsinguna fyrir þig Ókeypis þjónusta RIKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, © 28822 Tillögur að fjárlagagerð fyrir næsta ár og efnahagsaðgerðir þessa mánaðar Tíminn J Hallinn árið 1989 allt að 3,6 milljarðar kr. Tillögur aö fjárlagagerð næsta árs eru tilbúnar en verða ekki birtar fyrr en efnahagstillögur ríkisstjórnarinnar liggja fyrir um miðjan þennan mánuð. Gera þær ráð fyrir sömu forsendum og fjármálaráðuney tið hefur byggt sínar áætlan- ir á til þessa. Samkvæmt sérstökum heimildum Tímans er gert ráð fyrir 3,2 milljarða króna halla á A-hluta ríkissjóðs fyrir árið 1989 en 3,6 milljarða króna halla ef teknar verða frekari ákvarðanir um ríkisútgjöld það sem eftir lifir þessa ars. Tillögur að fjárlögum næsta árs hafa verið ræddar á formannafundi ríkisstjórnarflokkanna og einnig í ríkisstjórn fyrir hádegi í gær og í þingflokkum stjórnarflokkanna síðdegis. Að sögn heimildarmanna Tímans eru tillögurnar svo mjög háðar því sem gerist á næstunni í efnahagsmálum að ekki verður fjallað um þær opinberlega fyrr en ríkisstjórnin hefur komið sér sam- an unt að fara niðurfærsluleiðina eða ekki eða yfirleitt hvað hún ákveður fyrir 20. september nk. Búast má því við að þingflokkarnir afgreiði alls ekki tillögur ríkis- stjórnarinnar um fjárlög og láns- fjárlög næsta árs fyrr cn væntanleg- ar efnahagsráðstafanir stjórnarinn- ar liggja fyrir. 3,54% aukning á milli ára Ef fjárlög yrðu lögð fram miðað við óbreyttar forsendur er gert ráð fyrir því að 3,5-4,0% útgjalda- aukning verði á milli ára á rekstri ríkissjóðs og þýðir það um 3,2-3,6 milljarða króna halla á A-hluta. Munurinn liggur í þeim ákvörðun- um um útgjöld ríkisins sem teknar verða þaðsem aferárinu. Heimild- armaður Tímans segir að auknar niðurgreiðslur á landbúnaðaraf- urðum, sem ákveðið var að fresta með nýlegum bráðabirgðalögum, sé gott dæmi um þá pressu sem fjármálaráðherra er nú að beita önnur ráðuneyti í því skyni að lækka útgjöldin í ár til þess að létta á forsendum fjárlagagerðar fyrir næsta ár. Lækkun launaliðar Til að draga úr þeirri útgjalda- þenslu, sem fyrirsjáanlegt er að yrði á næ<;ta ári, er lagt til að lækka ríkisútgjöld með ýmsum ráðum en einnig að auka tekjuöflun ríkisins. Lagt er til að lækkun launaliðar ríksins nemi allt að einum milljarði og er gert ráð fyrir að ná þessu marki með stórfelldum niður- skurði. Einnig hefur Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráðherra, lýst því yfir í Tímanum, að hann vilji að fjárlög verði afgreidd miðað við allt að 1,5 milljarða tekjuaf- gangi. Jón B. og ríkisendurskoðun Fyrir hálfum mánuði var lagt fram handrit að skýrslu ríkisendur- skoðunar og hefur hún verið til umfjöllunar sem trúnaðarmál hjá forsetum Alþingis og æðstu stjórn landsins. Gerir hún ráð fyrir mun meiri halla á ríkissjóði í ár en áætlun fjármálaráðuneytis. Hefur Jón Baldvin sagt að sínar áætlanir muni standa og við þær verði miðað áfram þrátt fyrir að þarna skeiki um 0,8-1,3 milljarða króna í ár. Er mismunurinn skýrður þannig í skýrslu ríkisendurskoðunar að greiðsluafkoma ríkissjóðssé einum milljarði meiri á fyrri hluta ársins en fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir. Þá hafi verðlag hækkað um 8% umfram forsendur fjárlaga og einnig hafi gengisforsendur breyst um 15% til hins verra frá því meðalgengi fyrra árs sem fjárlögin byggja á. Aukning vaxtagjalda Mestu munar um mismunandi mat á aukningu vaxtagjalda vegna aukinna fjárþarfar og hækkandi vaxta. Þessi liður er metinn í skýrslu ríkisendurskoðunar til allt að 1,2 milljarði meira en finna má í forsendum fjárlaga. Einnig er bent á nýjar útgjaldaákvarðanir, sem nemi um 300 milljónum króna, hækkun launakostnaðar, um 200 milljóna króna og minni innheimtu vörugjalds um allt að einum þriðja. Þessum mun á niðurstöðum fjár- laga og skýrslu ríkisendurskoðun- ar, hefur fjármálaráðherra svarað í fjölmiðlum á þá leið að ríkisend- urskoðun birti skýrslu um fram- kvæmd fjárlaga en fjárlög byggi á gefnum forsendum sem taki breyt- ingum. Ríkisendurskoðun, sem er eitt af verkfærum Alþingis, miðar við of hátt mat á hækkun vaxta- gjalda, samkvæmt því sem Jón Baldvin hefur sagt í fjölmiðlum. Einnig má nefna útgjaldahækun vegna hækkunar sjúkratrygginga og aukningu launakostnaðar sem rekja má til aukinnar yfirvinnu- gjalda í starfsmannahaldi ríkis- starfsmanna. KB Gagn hf. á Selfossi: Sérhæfa sig í karfavinnslu „Það cr dálítið snemmt að segja til um það hvernig reksturinn geng- ur en alla vega var byrjunin ágæt,“ sagði Snorri Snorrason hjá Gagn hf. á Selfossi, fiskvínnslufyrirtæki sem sérhæfir sig í vinnslu á karfa fyrir Japansmarkað. Snorri sagði að sæmilegt verð t'engist fyrir karfann. „Hráefn- isverðið spilar þarna mikið inn í og undanfarið hefur markaðsvcrðið verið hátt. Það er náttúrlega fram- boðið og eftirspurnin sem ráða þessu," en Gagn kaupir karfann yfirleitt af fiskmörkuðunum eða beint frá bátunum. Hann sagðist ekki gctað séð hvaða áhrif verð- stöðvunin hefði á fiskverð. „Ég get ekki séð hvernig það er fram- kvæmanlcgt að miða verðið- við síðasta hæsta verð fyrir verðstöðv- un. Uppboð er uppboð og verðið fcr bara eftir því hve eftirspurnin er mikil," sagði Snorri aðspurður. Hjá Gagn hf. vinna nú 12 manns og er afkastagcta fyrirtækisins 7 til 10 tonn á dag. „Verður maður ekki að vera bjartsýnn,“ sagði Snorri aðspurður um hvort reksturinn lof- aði góðu. „Ég held að ég eigi við svipaðan vanda að strtða og mfnir kollcgar í greininni. Þetta er kannski öðruvísi, minni eining og yfirbyggingin er sáralítil. það er eiginlcga bara ég. Við ætlum að haldá okkur innan hæfilegra marka og reyna ekki að verða allt of stórir og halda fjármagnskostnaðinum í lágmarki sem er að fara með marga." „Það hefur verið sagt að ég borgi iangtum hærra en allir aðrir en það er bara vitlcysa. Ég borga öðruvísi á þann hátt að hjá mér er ckki bónus. Tímakaupið sem slíkt er citthvað hærra og ég hugsa að þetta jafni sig út og verði á endan- um svipað og hjá frystihúsunum þar sem fólkið hefur bónus," sagði Snorri. Hann sagðist ekki hafa gert nein- ar tilraunir til að selja karfann hér innanlands. „Hins vegar er ég á því að fólk sé sífellt að komast meira upp á iag með að borða karfa enda er hann ntjög góður fiskur." -ABÓ ATAL i n i - j Sprenging í Bátalóni Sprenging varð í Bátalóni í Hafn- arfirði í gærmorgun. Að sögn Þor- steins Karlssonar, slökkviliðsmanns í Hafnarfirði, voru menn að hefja vinnu í lestinni á bát sem var til viðgerðar í stöðinni. Þegar þeir Þótt hátt sé til lofts og vítt til veggja má greinilega sjá hvernig sprenging- in þeytti upp þakplötum. Á innfelldu myndinni sjást dyr hússins. Tímamyndir Pjetur kveiktu á logsuðutækjum varð sprengingin. Talið er að lekið hafi úr logsuðu- tækjunum um nóttina og menn ekki orðið þess varir er þeir komu til vinnu. Mennirnir tveir sem í lestinni voru brenndust lítillega en ekki urðu önnur slys á fólki. Sprengingin þeytti upp dyrum á stöðvarhúsinu og þakplötur losnuðu og eldur kviknaði í rjáfrinu en greiðlega tókst að ráða niðurlögum hans. -sá.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.