Tíminn - 02.09.1988, Blaðsíða 19

Tíminn - 02.09.1988, Blaðsíða 19
, Tíminn, 19 Föstudagur2. september 1988 SPEGILL 11!!! Prinsessan nýtur lífsins Af fjórum systrum Gústafs Svía- konungs, giftist aðeins Birgitta konungbornum manni. En þó hún yrði eins konar „drottning“ af Múnchen við að giftast þýska prins- inum Johanni Georg af Hohenzoll- Birgitta og Hansi hafa verið gift í 27 ár og eru alveg jafn sæl og á sjálfan brúðkaupsdaginn. ern-Sigmaringen, hefur fjölskyld- an alltaf lifað mjög svo eðlilegu heimilislífi. Þau Birgitta og Hansi eignuðust þrjú börn sem gengu í venjulega skóla í Grúnewald. Nú eru þau fullorðin og lifa sínu eigin lífi. Carl Christian er 25 ára og stundar búskap í Kanada, Desirée starfar á dagblaði og nemur markaðsfræði í kvöldskóla og Hubertus, 21 árs, fer til Kanada strax eftir herskyld- una, en hann hyggst gera sjón- varpsauglýsingar að lifibrauði sínu í framtíðinni. Birgitta prinsessa hefur því næg- an tíma fyrir sjálfa sig. Hansi er önnum kafinn forstjóri og má sjald- an vcra að því að skreppa frá starfinu. Birgitta rekur tískuversl- un ásamt vinkunu sinni, en skrepp- ur til sólarlanda nokkrum sinnum á ári. Þannig verða til alls kyns kjaftasögur, en henni er sama. Hún nýtur þess að skemmta sér en alltaf þykist einhver viss um að hjónabandið sé ekki í góðu lagi. Besta skemmtun prinsessunnar er þó golf og það stundar hún af miklunt móði. Hún hefur góðan kennara og þjálfara og takmarkið er að ná keppnisstigi, svo hún æfir sig marga tíma á dag. Eins oft og hún getur, fer hún tií Mallorca, þar sem fallegi golf- völlurinn á Santa Ponsa freistar. Á veturna leikur hún sér svo á skíðum eða siglir í gríska skerjagarðinum. Ekki er heldur óalgengt að sjá hana í Sólhlíð, sumarsetri sænsku konungsfjölskyldunnar. Þar hittast systurnar stöku sinnum allar, en ein þeirra Margaretha býr í Eng- landi. Christina og Desiré búa báðar í Svíþjóð og eiga stórar fjölskyldur. Birgitta Svíaprinsessa er giæsileg og sportleg 51 árs stúlka með golfdcllu. Kjaftasögur um Kim Söngkonan Kim Wilde vísar því harðlega á bug að hún hafi staðið í eldheitu ástarsambandi við Calvin Hayes, stjörnu hljómsveitarinnar „Jhonny Hates Jazz“. Sagan komst á kreik, þegar Calvin lét hafa eftir sér að hann hefði slitið sambandi við gamla vinkonu sína vegna Kim. Kim er lítið hrifin af þessu, en segist ekki skilja hvernig á því standi að frá 15 ára aldri hafi karlmenn verið valdir að öllum hennar vandamálum, jafnvel þó hún hafi aldrei komið nálægt þeim. - Það er ekki að undra, þó ég syngi um stúlkur sem illa hefur verið komið fram við, ég hef reynsluna. Annars dreymir Kim um kvikmyndaleik með tíð og tíma, en vill ekki sjá að vera í hlutverki heimskrar ljósku, þó raunar hafi hún fengið slík tilboð. - Ég er alls ekki þannig. Ekki svo galið hjá henni. Ross er skass Þeir sem eitthvað hafa haft af Díönu Ross að segja um dagana, cru sammála um að konan sé skapvargur hinn mesti. Þessa dag- ana er það önnur söngkona, Whitney Houston sem veldur reiði- köstunum. Nýlega stökk Díana upp á nef sér í samkvæmi, þar sem einhverjum varð á að minnast á Whitney. - Nefnið ekki þann stelpukrakka svo ég heyri, æpti Díana. - Ég er stjarnan hér. Eiginmaður Díönu, Norðmað- urinn Arne Næss brást skjótt við og sagði við frúna: - Vissulega ertu stjarna, en í guðs bænunt reyndu þá líka að haga þeir eins og stjarna. Ástæðan fyrir illskunni í garð Whitney er sögð sú, að í kvikmynd- inni „Dream Girls" á Whitney að leika valdasjúka söngkonu í vin- sælu söngtríói þeldökkra stúlkna. Díana á ákaflega erfitt með að sætta sig við þetta og telur það stórmóðgun við sig. Annars kvað allt ganga vel í hjónabandinu og Díana elskar son sinn litla, Ross Arne.heitar en allt annað. Hún gat ekki einu sinni verið nema tvo daga í sumarleyfis- ferð um Noreg, heldur fór hún heini með næstu flugvél, því hún saknaði hans svo. Svo brá hún sér nteð hann til Parísar og keypti á hann 30 alklæðnaði, sem hún borg- aði litlar 450 þúsund krónur fyrir. Varla er hætta á að drengurinn verði ofdekraður, eða hvað? Díana og Arne eru hin ánægðustu með soninn og lífið yfirleitt. Listunnand- inn Elton Nú hefur Elton John tekist að gera tvo óþekkta, sovéska lista- menn fræga og auðuga. Um er að ræða hjón, scm áttu verk á sýningu hjá Sothcby’s í London, en Elton var einmitt að setja nokkuð af eigin minjagripum á uppboð þar. Þegar sýningn var send aftur heim til Sovétrfkjanna, voru verkin boð- in til sölu þar. Elton John sendi þegar starfsmann sinn á stúfana til að kaupa tvö málverk eftir hjónin. Kaupverðið var tæpar 3 milljónir. Talsmaður Sotheby’s sagði að Svetlana Kopistianska og Igor eig- inmaður hennar hefðu fengið að halda 60% söluverðsins og þar með eru þau auðkýfingar á sovésk- an mælikvarða, auk þess sem þau urðu fræg fyrir vikið. Þó Elton sé bæði auðugur og frægur sjálfur, gengur honum síður en svo allt í haginn. Allir muna eftir hálsaðgerðinni, sent hann þurfti að gangast undir í Ástralíu, þegar hann var þar á hljómleika- ferðalagi og á sama tíma lá við að slitnaði upp úr hjónabandi þeirra Renötu. Það er nú komið í lag og nú vilja þau hjón fyrir hvern mun eignast barn, en hvorki gengur né rekur. Platan um sama hljómleika- ferðalag, „Live in Australia” hefur fengið einkar slæma dóma og Elton varð svo mikið um, að hann svaraði ekki í símann um hríð. Ekki er honum þó alveg santa um símann, því fyrirskömmu týndi hann minnisbókinni mcð síma- númerunt vina og kunningja og heitir nú veglegum fundarlaunum fyrir gripinn. í bókinni eru meðal annars óskráð númer fjölda kon- ungborinna og heimsfrægra, scm gefið hafa Elton leyfi til að hringja til sín við tækifæri. - Ég tek ekki ofan fyrir neinum. þrumaði Elton við vopnaleit á flugvellinunt í Los Angeles um daginn. Öryggisverðirheimtuðuað Elton John hefur að minnsta kosti stundum ástæðu til að vcra glað- beittur, þó hann virðist óttalcgur hrakfallabálkur. fá að ganga úr skugga um að hann væri ekki með vopn undir hattin- um. Elton varð að láta í minni pokann og í Ijós kom, að skalli hans var óvopnaður. Við höfum nefnt hér fyrr, að Elton er lítt hrifinn af köttum. Hins vegar er hann mikill hunda- vinur og einkum veikur fyrir cock- er-spaniel. Nýlega hugðist hann fá sér slíkan hvolp og skoðaði af- kvæmi tveggja úrvalstíka til að finna þann útvalda. Endirinn varð sá að Elton gat ekki valið, svo hann fór með alla 15 hvolpana heim. Þar sem ekkert var búið að venja þá, hafa Elton og þjónustufólk hans nóg að gera við að þrífa og taka til í húsinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.