Tíminn - 02.09.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 02.09.1988, Blaðsíða 15
Föstudagur 2. september 1988 Tíminn 15 Ástríður Guðrún Beck Fædd 18. apríl 1909 Dáin 24. ágúst 1988 Kvödd er í dag ágæt atgerviskona, sem átti farsæla ævigöngu að baki. Sumarsins sóldýrð vafin er hin mæta minning góðrar vinkonu, gengins félaga. Sjálf átti hún ríkulega sól í sinni og megnaði mörgum að veita, trygg, heilsteypt og sönn manneskja. Fátækleg verður kveðja mín á stopulli stund, en aftur hvarflar hug- ur heim á leið til þess tíma, er þau Guðrún og Hans, systkinin á Sóma- stöðum, sátu bú sitt austur þar með ágætum, þar sem alúðin og snyrti- mennskan lýsti af allri iðju og úti sem inni bar allt umhirðu og eljusemi systkinanna ágætt vitni. Þar var gestum og gangandi tveim höndum tekið og hið besta ávallt í boði. Gestrisni húsfreyjunnar á Sóma- stöðum var ekki innantóm uppgerð- arkurteisi, þar var öllum tekið af sömu einlægu hjartahlýjunni, að allir mættu njóta þess, að þar væru þeir velkomnir. Mikið undur er gott að hugsa til þess tíma, er komið var í hlað á Sómastöðum, handtökin hlý og traust, horfið á vit góðra veitinga óg ekki síðri umræðna um landsinS gagn og nauðsynjar, bros og birta yfir öllu, því ævinlega voru hinar ljósu hliðar lífsins efst á baugi, það sem lýsti upp, það sem brá bjarma -gamanseminnar grómlausu yfir grá- an hversdagsleikann. Ekki var síður um vert að hlýða á heitar og ákveðnar skoðanir, sem ekki voru á neinu rósamáli reifaðar: Um ísland fyrir íslendinga eina, utan allra herbandalaga, laust úr viðjum vígóðra dáta, um rétt hins stritandi þegns til verðugra verka- launa, þar sem afætum öllum yrði ýtt út í ystu myrkur. Af heitu hjarta var Guðrún hinn sanni herstöðvaand- stæðingur, hiklaust og einarðlega hélt hún á málstað sínum, málstað friðar, frelsis og jafnréttis og þar af leiddi, að hún var einlæg og ákveðin í afstöðu sinni til þjóðfélagsmála - lítilmagninn átti hug hennar og alla samúð og hún var ótrauð í því að túlka þann málstað á vettvangi hins daglega lífs. Hiklaust gekk hún þar til liðs, sem henni þótti þörf og þar var engin hálfvelgja á hlutunum. Það fékk ég að reyna 1962, þegar ég var að baksa við að koma saman lista vinstri manna heinta, sem síðar varð Alþýðubandalagsins og fór til Guðrúnar í liðsbón. Án rnikils hiks, eftir að hafa hugsað máiið gaf hún þess kost að fara í þriðja sæti listans, sem þá voru líkur til að yrði vara- mannssæti í sveitarstjórn, sem og varð. Önnur afbragðskona, sem féll sviplega frá á síðasta ári, skipaði svo fjórða sætið, og ekki var nú jafnrétt- isþróunin komin Iengra á veg en það þá, að listi okkar var oftast kallaður kvennalistinn hans Helga. Guðrún sat svo fyrir mig nokkra fundi og var í nefndum á okkar vegum og við vissum öll, að þar var vel skipað sæti og sannarlega hefði hún átt að halda áfram, en svo varð þó ekki af ýmsum ástæðum. En liðsemdar hennar var áfram gott að leita, enda lagði hún ótæpt lóð sitt þar á vogarskálar, sem hún taldi þess þurfa. Sómastaðir í Reyðarfirði liggja ef svo má segja um þjóðbraut þvera, þjóðvegurinn liggur fram með húsveggnum. en ys og þys umferðarinnar virtist órafjarri, þeg- ar inn í stofu var gengið og glaðst með glöðum, því húsráðendur létu það í engu raska hugarró sinni. Hins vegar gerðist það gjarnan meðan vegir voru verri og farartæki ekki svo fullkomin sem nú, að Sóma- staðir urðu áningar-, fyrirgreiðslu- og griðastaður þeirra, sem þar fóru um garð.. Og víst var um það, að öllum var opnum örmum tekið af • þeirri rausn og reisu, sem þessum ágætu systkinuin var í blóð borin og ekki talinn e; aukinn erill og ærin fyrirhöfn. Þar voru ht og ekki leyr þau systkinin ngjar heim að sækja ér hversu samtaka u í eindrægni sinni frá Sómastöðum ST'— og einlægum vilja að gjöra öllum gott. Börn og unglingar sóttu mjög í sveit til þeirra og það vissi ég vera þeim góðan skóla, sem þau mátu mikils á lífsleiðinni. , Þeim var kennt að vinna án allrar þjökunar, þau fengu bæði blíðu og ákveðna ögun, þeim var kennt það gildis- og verðmætamat, sem mestu skiptir í lífinu. Umsögn þeirra yljuð miklum hlý- hug segir mikla sögu og sómaprýdda. Hlutur Guðrúnar var ekki einung- is við heimilið bundinn, því í bú- skapnum öllum var hún hinn virki þátttakandi, rösk og kappsöm, sem kom sér einkar vel áður en tæknin hélt innreið sína. Búfénaður þeirra bar af, umhverf- ið allt var fágað og fegrað, þar fannst ekki ryðbrunnið rusl og gamalt fúa- skran eins og allt of víða blasir við. Hvort tveggja sýnir og sannar mikið um eðliskosti systkinanna á Sóma- stöðum. Ég tala gjarnan um þau bæði í sömu andrá og ekki að ástæðulausu, svo ágætlega sem þau samtvinnuðu helstu kosti góðra húsráðenda. Guðrún var glaðlynd kona, naut þess að gefa öðrum og vera gefið af nægtabrunni gleðinnar, sambland kímni og kátínu og umhugsandi alvöru varð hjá henni eðlilegt í allri viðkynningu. Hún var sérlega vel greind kona, fylgdist vel með helstu hræringum þjóðlífs, las mikið og sagðist læra af, var enda víða heima og gat í mörgu miðlað miklum fróðleik. Hún var ör í lund, en alltaf skjót til að hlýða á annarra rök og ráð, en hæst fannst mér bera heita, mannlega sam- kennd, sem hún sýndi í orði sem í verki. Hún var kona mikilla heil- inda, traustrar skapgerðar og ríkrar rausnar, vinsæl og vinmörg. Ég rek ekki ætt hennar né ævi- göngu öðruvísi en í örstuttu máli. Ástríður Guðrún var fædd 18. apríl 1909 og var því á áttugasta aldursári er hún lést. Foreldrar hennar voru hjónin María Svein- bjarnardóttir frá Skáleyjum á Breiðafirði og Páll Beck, bóndi á Sómastöðum. Systkinin voru fimm og eru þrjú þeirra enn á lífi, Hans og systurnar Steinunn og Sigríður. Sómastaðir voru heimili hennar alla tíð, en þar bjuggu þau félagsbúi systkinin, hún og Hans Jakob, sem bar báðum ljóst vitni. Þau brugðu búi 1983, enda heilsan þá farin að gefa sig og miklar breytingar í vænd- um á búskaparslóðum þeirra. Fluttu þau systkin hingað til Reykjavíkur og undu hag sínum allvel, enda frændgarður hér mikill og stór, en oft mun hugurinn hafa verið bundinn ættarslóðum eystra. Heilsunni hrak- aði svo ört og heiminn kvaddi hún 24. ágúst s.l., sátt við allt og alla. Að Innritun í prófadeildir AÐFARANÁM: Jafngilt námi í 7. og 8. bekk grunnskóla (1. og 2. bekkgagnfræðaskóla). Ætlað þeim sem ekki hafa lokið ofangreindum eða vilja rifja upp og hafa fengið E (1 -3) á grunnskólaprófi. FORNÁM: Jafngilt grunnskólaprófi og foráfanga á framhaldsskólastigi ætlað fullorðnum, sem ekki hafa lokið gagnfræðaprófi og unglingum sem ekki hafa náð tilskyidum árangri á grunnskólaprófi (fengið eink. D). FORSKÓLI SJÚKRALIÐA eða HEILSUGÆSLU- BRAUT, undirbúningur fyrir Sjúkraliðaskóla íslands. VIÐSKIPTABRAUT/HAGNÝT VERSLUNAR- OG SKRIFSTOFUSTÖRF, framhaldsskólastig. Nám í prófadeild er allt frá 1 önn í 4 annir, hver önn er 13 vikur og er kennt 4 kvöld í viku. Kennslaferfram í Miðbæjarskóla og Laugalækjar- skóla. Kennslugjald fer eftir fjölda námsgreina sem nemandi stundar. Hvermánuðurgreiðistfyrirfram. Kennsla hefst 12. september. INNRITUN FER FRAM í MIÐBÆJARSKÓLAN- UM, Fríkirkjuvegi 1, föstudaginn 2. sept. og mánudag 5. sept. kl. 16-20. Nemendur greiði kennslugjald við innritun. Nánari fyrirspurnum svarað í símum 12992 og 14106. NÁMSFLOKKAR REYKJAVÍKUR. baki er mikil og ágæt eljusaga, þar sem mörgum var veitt af rausn, enda ríkidæmi hjartans mikið. Starf búandkonu með mikla gesta- nauð er engan veginn rósabraut athafnaleysis, en starfið gefur ótví- ræða lífsfyllingu og Guðrún var í mörgu gæfumanneskja. Hún var kona einlægrar lífstrúar og lífsgleði, sem leiftrað gat af, þegar hún gaf sig á vald hugðarefn- um og hugarsýnum. Hún varheilog sönn íhverrigerð. Hún Ásta Gunna, eins og hún var oft kölluð, hefur farið sína hinstu ferð. Góð var ganga hennar um lífið og kært er hún kvödd af okkur, er áttum hana að vini. Við vottum Hans vini okkar og aðstandendum öðrum einlæga samúð. Fjölskylda mín þakkar gengna tíð og góða vináttu. Eg þakka farsæla fylgd og fallega minningu um tryggan félaga og traustan vin um áraraðir. Heiðríkja hásumars á Sómastaða- hlaði bregður ljóma á bjarta minn- ingu. Blessuð sé sú bjarta minning. Helgi Seljan Veltum borðum víxlaranna Þing Sambands ungra framsóknarmanna og fimmtíu ára afmælisþing sambandsins verður haldið á Laugarvatni helgina 2.-4. september 1988. Drög að dagskrá: Föstudagur 2. sept. Kl. 16.00 Setning. Gissur Pétursson. Kl. 16.20 Ávarp. Steingrímur Hermannsson. Ki. 16.45 Ávarp. Petra Kelly. Kl. 17.10 Starfsmenn kosnir. Kl. 17.20 Skýrsla stjórnar. Kl. 18.20 Lögð fram drög að ályktunum. Kl. 19.00 Kvöldverður. Kl. 20.00 Áframhald umræðna. Kl. 21.30 Skipan í starfshópa. Laugardagur 3. sept. Kl. 9.00 Vinna í starfshópum. Kl. 10.00 Umræður og afgreiðsla mála. Kl. 12.00 Hádegisverður. Kl. 13.00 Áframhald umræðna og afgreiðsla mála. Kl. 14.30 Hlé-útivera. Kl. 16.00 Stjórnmálaályktun afgreidd. Kosningaúrslit. Kl. 19.00 Hátíðarfundur hefst - ávörp gesta. Kvöldverður og dansleikur. Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns leikur. Allir ungir framsóknarmenn eru hvattir til að fjölmenna. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu Framsóknarflokksins af Agli og Þórunni í síma 91-24480. Ath.: Barnapössun verður á staðnum. S.U.F. SUNNLENDINGAR SUF þing á Laugarvatni Félög ungra framsóknarmanna á Suðurlandi hvetja allt ungt fólk sem styður Framsóknarflokkinn til að skrá sig sem þátttakendur á afmælisþinginu á Laugarvatni, sem hefst föstudaginn 2. september Þeir sem vilja fá upplýsingar um þingið eða láta skrá sig hafi samband við einhvern eftirtalinna aðila: Erling Örn Árnason Sími33763 Guðmund Geir Sigurðsson .... Sími 66753 Sigurjón Karlsson Sími 78959 Berg Pálsson Sími 78591 Salvar Júlíusson Sími71380 Guðbjörgu Jónsdóttur Sími 71254 Oddnýju Garðarsdóttur Sími12635 Guðbjörgu Sigurgeirsdóttur . .. Sími12423

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.