Tíminn - 03.09.1988, Blaðsíða 10

Tíminn - 03.09.1988, Blaðsíða 10
10 Tíminn Laugardagur 3. september 1988 DAGVIST BARIVA Fóstrur, þroska- þjálfar, áhugasamt starfsfólk! Dagvist barna, Reykjavík, óskar eftir starfsfólki í gefandi störf á góöum vinnustöðum. Til greina koma hlutastöf bæði fyrir og eftir hádegi. Upplýsingar veita forstöðumenn eftirtalinna dagvistar- heimila og skrifstofa Dagvistar barna, sími 27277. Vesturbær - miðbær Grænaborg Eiríksgötu 2 s. 14470 Hamraborg v/Grænuhlíð s. 36905 Laufásborg Laufásvegi 53 s. 17219 Múlaborg v/Ármúla s. 685154 Njálsborg Njálsgötu 9 s. 14860 Nóaborg Stangarholti 11 s. 29595 Skáli Kaplaskjólsvegi s. 17665 Skóladagheimili Auðarstræti 3 s. 27395 Tjarnarborg Tjarnargötu 33 s. 15798 Valhöll Suðurgötu 39 s. 19619 Vesturborg Hagamel s. 22438 Ægisborg Ægisíðu 104 s. 14810 Austurbær Árborg Hlaðbæ 19 s. 84150 Foldaborg Frostafold 33 s. 673138 Hlíðaborg v/Eskihlíð s. 20096 Holtaborg Sólheimum21 s. 31440 Rofaborg Skólabæ 2 s. 672290 Sunnuborg Sólheimum 19 s. 36385 Breiðholt Arnarborg Maríubakka 1 s. 73090 Bakkaborg v/Blöndubakka s. 71240 Fálkaborg Fálkabakka 9 s. 78230 Fellaborg Völvufelli 9 s. 72660 Hálsaborg Hálsafelli 27 s. 78360 Hálsakot Hálsaseli 29 s. 77275 Hraunborg Hraunbergi 10 s. 79600 Hraunkot Hraunbergi 12 s. 78350 Iðuborg Iðufelli 16 s. 76989 Leikfell Æsufelli 4 s. 73080 Seljaborg v/Tungusel s. 76680 Suðurborg v/Suðurhóla s. 73023 Völvuborg Völvufelli 7 s. 73040 Völvukot Völvufelli 7 s. 77270 Ösp/sérd. almd. Asparfelli 10 s. 74500 FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR T Félagsráðgjafar Lausar eru til umsóknar 2 stöður félagsráðgjafa við Fjölskyldudeild. Um er að ræða störf við forsjár- og umgengnisréttar- deilur og fósturmál. Reynsla af fjölskyldumeðferð skilyrði fyrir ráðningu. Upplýsingar gefur yfirmaður Fjölskyldudeildar í síma 25500. Umsóknarfrestur er til 24. september n.k. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. jjSAMVINNUMÁL, Suðuriandsbraut 32. (Tímunynd: Pjetur.) Sambandið selur Suðurlandsbraut 32 Nýlega gekk Samband ísl. samvinnufélaga frá samningi um sölu á húseign sinni að Suðurlandsbraut 32. Kaupendur voru tveir lögmenn í Reykjavík, þeir Jón Gunnar Zoega og Jón Ingólfsson. Kjartan P. Kjartansson framkvæmdastjóri Fjár- hagsdeildar Sambandsins sagði að kaupendur hefðu óskað eftir því að hann gæfi fjölmiðlum ekki upp söluverð eignarinnar, en hins vegar hefðu þeir tekið við öllum gildandi leigusamningum við þau samvinnufyrirtæki sem nú hafa aðsetur í húsinu. Suðurlandsbraut- 32 var um langt árabil einn af helstu athafnastöðum Sambandsins í Reykjavík. Þetta hús keypti Sambandið árið 1971, fyrst og fremst til að skapa þar aðstöðu fyrir sívaxandi umsvif sín á sviði smásölu- verslunar með byggingavörur. Með þessari eign keypti Sambandið einnig aðliggjandi lóð aftan við bygging- una, að Ármúla 29. Á þessum stað var svo miðstöð byggingavöruverslunar Sambands- ins um langt árabil, annars vegar í verslun á tveimur neðri hæðunum þeim megin sem snýr út að Suður- landsbraut, og hins vegar í porti á Ármúlalóðinni þar sem var af- greiðsla fyrir timbur og aðrar þung- avörur. í bakbyggingu hússins var svo eitt af samstarfsfyrirtækjum Sambandsins til húsa, Dráttarvélar hf., en þær fóru með umboð fyrir Massey-Ferguson dráttarvélar og seldu einnig margs konar önnur landbúnaðartæki. Smám saman leið svo að því að of þröngt væri orðið um byggingavöru- verslunina á þessum stað, og var þá hafist handa um uppbyggingu fyrir hana að Krókhálsi þar sem hún er núna. Þegar öll afgreiðsla á timbri og þungavörum hafði svo verið flutt þangað seldi Sambandið lóðina Ár- múlamegin. Þegar öll byggingavöru- salan hafði svo verið flutt að Krók- hálsi nokkru síðar var versluninni þarna einnig lokað. Dráttarvélar hf. voru aftur á móti sameinaðar Vél- adeild Sambandsins í Búnaðardeild fyrir fáum árum, og hætti þá einnig öll starfsemi þess fyrirtækis þarna. Þá var Framhaldsdeild Samvinnu- skólans sett á stofn árið 1973 á efstu hæð byggingarinnar að Suðurlands- braut 32, og skömmu síðar fluttist Fræðsludeild Sambandsins þangað einnig og var þar í mörg ár. Fram- haldsdeildin hefur starfað þarna samfellt síðan, þannig að það er orðinn talsvert stór hópur fólks sem aflað hefur sér menntunar í þessari byggingu og útskrifast þaðan með stúdentspróf. Nú líður hins vegar að því að Framhaldsdeildin hætti störfum, þar sem Samvinnuskólan- um hefur verið breytt þannig að hann veitir menntun á háskólastigi að Bifröst eins og kunnugt er. Verð- ur hún starfrækt þarna í síðasta sinn nú í vetur. Núna er húsgagnaverslunin 3-K með jarðhæð hússins á leigu, en sú verslun er í eigu þriggja kaupfélaga á Suðurlandi. Þá er Vinnumálasam- band samvinnufélaganna einnig með aðsetur sitt þarna, ásamt Framleiðni sf. og Útvegsfélagi samvinnumanna. Líka er Bréfaskólinn með aðsetur á annarri hæð í vesturenda hússins, og Framhaldsdeildin er þar enn á fjórðu hæðinni. Einnig er Nýja teiknistofan hf. þarna til húsa, en hún var á sínum tíma stofnuð upp úr Teikni- stofu Sambandsins. Þrátt fyrir eig- endaskiptin að húsinu er ekki gert ráð fyrir öðru en að þessir aðilar muni allir hafa þarna aðsetur áfram fyrst um sinn. -esig FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR T Útideild Við í Útideild erum að leita að félagsráðgjöfum eða fólki með sambærilega menntun til að starfa með okkur. Markmið með starfinu er fyrst og fremst að hjálpa unglingum til að koma í veg fyrir að þeir lendi í erfiðleikum og aðstoða þá ef slíkt kemur fyrir. Lögð er rík áhersla á fyrirbyggjandi starf, frumgreiningu vandamála, stuðning við einstaklinga og hópstarf. Ef þú hefur áhuga á spennandi og skemmtilegu starfi með fámennum og nánum samstarfshóp, þar sem fagmenntun þín nýtist vel, legðu inn umsókn til okkar. Vinnutíminn er sveigjanlegur. Nánari upplýsingar getur þú fengið í síma 621611 og 622760 á skrifstofutíma. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. PLASTPOKAR fyrir votheysrúllur 3 stærðir Hagstætt verð Einnig hentugir fyrir GRÆNFÓÐUR BUNADARDEILD ÁRMÚLA3 REYKJAVÍK SÍMI 38900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.