Tíminn - 13.09.1988, Page 3

Tíminn - 13.09.1988, Page 3
Þriðjudagur 13. september 1988 Jíminn .3 Eldur í bragga Eldur kom upp í gömlum bragga frá stríðsárunum, sem stendur á svokölluðu Ullarnesi í Mosfellsbae, á tólfta tímanum á sunnudagskvöld. Bragginn hafði, þar til fyrir nokkru, verið notaður undir bif- reiðaverkstæði, en eigendur hans höfðu hafið breytingar á honum, og var ætlunin að nota hann til tóm- stundaiðkana. Tjón þeirra er ekki talið mikið þar sem engin tæki voru innandyra þegar eldurinn kom upp. Þegar slökkviliðið kom á staðinn var bragginn alelda og að mestu brunninn. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Talið er líklegt að kviknað hafi í út frá rafmagni. -ABÓ Eldur í Fjörutíuogþrír afgreiðslustaðir Landsbankans selja og innleysa Spariskírteini Ríkissjóðs. Spariskírtáni Ríkissjóðs eru önujg fjárfesling og bera 7-8% ársvexti umfrarn verðtryggingu. Spariskírteinin eru að verðgildi kr. 5.000, ÍO.OOO, 50.000, 100.000 og l.OOO.OOO. Starfsfólk Landsbankans veitir ennfremur upplýsingar um aðrar góðar ávöxlunarleiðir, svo sem Kjörbók, Afrmdisreikning og Bankabréf Haustfundur Félags sambands fiskframleiðenda er nú haldinn á Hótel KEA á Akureyri þar sem framtíðarhorfur í fiskiðnaðinum eru til umræðu. Þar eru efnahagstillögur sem ríkisstjórnin vinnur nú að einnig ofarlega á baugi. Aðalfundur Sam- bands fiskvinnslustöðvanna sem haldinn var á Stykkishólmi fyrir helgi tók eindregna afstöðu með niðurfærsluleiðinni og var Árni Benediktsson, formaður SAFF, spurður hvort það sama væri upp á teningnum á fundinum á Akureyri. „Mér sýnist að við séum sama sinnis. Það er ekki endanlega búið að ganga frá þeim málum, þetta er til umræðu ennþá, en mér sýnist að menn hallist mjög að því, að niður- færsluleiðin sé að minnsta kosti hluti af því sem ætti að gera,“ sagði Árni í samtali við Tímann í gær. Hann sagði að afstaða til efnahagstillagna yrði tekin í dag. Haustfundur þessi var þó ekki boðaður sérstaklega vegna þessa, búið var að ákveða hann fyrir nokkr- um mánuðum. Aðal umfjöllunarefn- in eru sölu-, markaðs- og tæknimál og ýmislegt það sem kynni að horfa til bóta í fiskiðnaðinum. „Þetta er megin efni fundarins, að ræða um þau mál sem horfa til framtíðarinnar og að upplýsa fram- leiðendur um stöðu rnála. Það fer svo ekki hjá því að það sem er að gerast fyrir sunnan hafi veruleg áhrif á það sem við ræðum um, því að rekstrarstaðan er þannig að það þýðir ekki að ræða um neina framtíð nema það sé rætt um rekstrarstöð- una og það sem er að gerast. Annars verður engin framtíð og allt er unnið fyrir gýg. Ég met rekstrarstöðuna þannig að hallinn sé það mikill að reksturinn standist ekki til lengdar,“ sagði Árni. Breytingar á markaðsmálum eru sem fyrr segir á meðal þess sem er til umræðu. „Stærsta markaðsbreyting- in sem er að verða núna er að það er mikill samdráttur á Bandaríkja- markaði en mjög mikil aukning til Austurlanda fjær, Japans, Taiwan og Kóreu. Menn eru að hugleiða það hvort þetta verði á/ram eða hvort það snúist við aftur. Það fer býsna mikið eftir verði, gengismál- um og ýmsu öðru. Við erum að taka kennileitin og reyna að gera mönn- um fært að meta það hver fyrir sig hvernig á að snúast við þessum aðstæðum. Aðalatriðið er að menn hafi sem bestar upplýsingar um þess- ar breytingar,'1 sagði Árni. JIH Árni Benediktsson. Haustfundur SAFF haldinn á Akureyri í gær og i dag: MENN HALLAST AÐ NIDURFÆRSLUNNI Bláfelli Eldur kom upp í olíuskipinu Blá- felli í gærmorgun, þegar verið var að logskera í vélarrúmi skipsins, þar sem það er til viðgerðar hjá Stál- smiðjunni í Reykjavík. Mikinn reyk lagði úr vélarrúminu þegar slökkvi- liðið kom á staðinn og þurfti að senda tvo reykkafara niður til að slökkva eldinn, og gekk það greið- lega. Tjón var lítið sem ekkert. -ABÓ L Landsbanki fslands Banki allra landsmanna

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.