Tíminn - 13.09.1988, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.09.1988, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 13. september 1988 Tíminn 9 VETTVANGUR Jón Kristjánsson: Landbúnaðurinn og byggðamálin IVlikia erfíðleika hefur veriö við að glíma í landbúnaðar- málum á undanförnuni árum. Þeir erfíðleikar hafa verið vegna markaðsmála og samdráttar af þeim sökum, og vegna riðunnar, auk þeirra áfalla sem ætíð verða í þessum atvinnuvegi sem svo háður er tíönrfarinu. Loðdýraræktin sem menn bundu miklar vonir við á einnig við mikla erfíðleika að etja. Landbúnaðurinn og landsbyggðin Erfiðleikarnir í landbúnaðar- málunum hafa verið stór þáttur í slæmri stöðu landsbyggðarinnar að undanförnu. Öflugur landbúnaður hefur ávallt verið sterkasta undir- staðan þarásamt sjávarútveginum. Þjónusta við landbúnaðinn hcfur verið uppistaðan í atvinnulífi stórra byggðarlaga á okkar mæli- kvarða. Þess vegna cr það ekki spurning að það á að leita allra lciða til þess að snúa vörn í sókn í landbúnaði og jafnframt að huga að því með hverjum hætti má auka fjölbreytni í atvinnulífinu í dreif- býli. Loðdýraræktin Undanfarið hcfur vcrið leitað leiða til þess að loðdýrabændur geti þraukað þann slæma tíma í markaðsmálum sem verið hefur og í hönd fer. Miklu skiptir að þær aðgerðir heppnist því vissulega hefur loðdýraræktin létt á hefð- bundnum búskap og skapað at- vinnu í sveitunum. Þcgar rætt cr um staðsctningu loðdýrabúa sem oft er deilt á má ekki gleyma þessum þætti. Það má ckki gleyma því að sveitir landsins eru við- kvæmt samfélag. Þegar bújörö fcr í eyði brestur hlckkur í því samfé- lagi og erfiöara verður um vik fyrir þá sem cftir cru. Búvörusamningarnir Það hcl'ur því miður farið mikil orka í þaö að tryggja undanbragða- lausa framkvæmd búvörusamn- ingsins við ríkið. Einkum virðast vera hnökrar á framkvæmdinni gagnvart þriðja aðilanum, slátur- leyfishöfunum, sem eiga að greiða út landbúnaðarframleiðsluna sam- kvæmt lögum. Það er brýnt verk- efni að koma þessum viðskiptum í fastan farveg, einkum vaxtagreiösl- um af óseldum birgðum sem íþyngja sláturleyfishöfunum mjög mikið. Það er mikið hagsmunamál bænda að málefni sláturleyfishafa og vinnslustöðva séu í góðu horfi. Nýleg dæmi sýifci stóráföll fyrir bændastéttina cf illa fer. Mjög áríðandi er að huga nú að framhaldi búvörusamninganna. hvað við tckur eftir að samnings- tímanum lýkur. Jafnframt því verður að huga að öllum möguleg- um atvinnutækifærum í sveitum sem geta stuðlað þar að byggð. Kemur þar í hugann hvernig efla má skógrækt, leröaþjónustu og aðrar atvinnugreinar sem gætu hentað i sveitum landsins. Skóg- ræktin er vinna l'yrir framtíðina. sem gefur ekki arö í fyrstu. Hins vegar er fullkomlega réttlætanlegt og rökrétt að tryggja bændum laun við skógrækt á þeim svæðum sem best eru til hennar fallin. Samgöngurnar Það hefur farið mjög í vöxt aö svcitafólk sæki vinnu að hluta í þéttbýli. Atvinnumál þéttbýlis- staða eru því í vaxandi mæli hluti af möguleikum sveitafólksins til þess að hal'a lílsviöurværi í sínu umhvcrfi. Þarna fara hagsmunir sarnan. Til þess að þessir möguleik- ar haldist verða samgöngur að vera eins tryggar og kostur er. Hlutur samgangna í byggðaþróun hefur ávallt veriö mikill, en ekki síst á það við nú. Reglur um snjómokst- ur hljóta í framtíðinni í ríkari mæli að taka mið af breyttum atvinnu- háttum sveitanna og þær kröfur sem gerðar eru í þessu efni hljóta að vaxa. Víða ríkir nú misræmi varöandi snjómoksturinn, þar sem sums staðar er mokað á kostnað ríkisins að fullu, en annars staðar þurfa sveitarfélög að greiða hann á móti ríkinu. Þarna erbreytingar þörf og ráðu- ncyti samgöngumála og vegagerðin þurt'a að huga sérstaklega að úrbót- um á þessu við endurskoöun á reglum um snjómokstur. Breyttar aðstæður og þá einkum breyttir atvinnuhættir í sveitum gera það nauðsynlegt. í þagu allrar þjóðarinnar Brýnustu verkefnin í þjóðmálum nú eru að tryggja rekstur undir- stööuatvinnuveganna og rétta stöðu landsbyggðarinnar. Þessi markmið fara saman. Þáttur land- búnaðarins í byggðaþróuninni í landinu er slíkur að ef hann brcstur þá er voðinn vís. Því miður heyrast þær raddir og eru oft háværar í þjóðmálaumræðunni að landbún- aðurinn sé óþarfur atvinnuvegur og flóttinn úr hinum dreifðu byggð- um sé náttúrulögmál sem ekkert sé við að gera. Hins vegar hef ég ttldrei skiliö þá menn sem ekki vilja heldur byggöarlög með lifandi fólki en cydd byggðarlög. Ég skil ckki þá menn sem vilja fjölga fjölbýlis- húsum í Reykjavík meðálíka íbúa- fjölda og í kaupslað úti á landi, fjölbýlishúsum með endalausum bílastæðum og malbiki í kring. Er það þessi borgarmynd sem menn vilja haftt í Reykjavík í framtíö- inni? Menn skyldu gá að því að fólksflóttinn utan af landi skapar Reykjavfk mikil vandamál og því er það í þágu allrar þjóðarinnar að styrkja landsbyggöina í sessi. Þó einkum vegna þess að þar er undir- staðan. Þar l'er framleiðslustarf- semin fram. Þorsteinn Guöjónsson: Um Snorra í Reykholti og þá frændur Madur segir við mig: Þú skrifar of sjaldan; annar: Ég les það sem þú skrifar; og þar sem fæstir ná til mín með slíkt, þó svo að þeir hugsi það, mætti ætla að þetta þýði, að ég ætti að skrifa. Nú, ef svo væri, þá mætti reyna að segja nokkur orð um Snorra Sturluson, því að slíkt hefur aldrei betur við átt en nú, þegar hinn aldni Noregskonungur, Ólafur V, er að heiðra staðinn Reykholt og minningu Snorra með heimsókn sinni. Ég álít Snorra hafa verið göfug- mcnni cn ekki vesaling eða mann- leysu, eins og stundum mætti ætla eftir því sem um hann er ritað og talað. (Ég cr hér að tala unt landlægan ósið). Það sem menn hafa helst þóst geta brigslað honum um, giftingar dætra hans. Ingi- bjargar, Hallberu og Þórdísar, má alveg eins lesa á þann veg, að hann hafi viljað sjá vel fyrir þeim með því að gifta þær hinum efnuðustu og voldugustu mönnum landsins. En slíkt hefur löngum þótt eftir- sóknarvert. Að þessir mcnn reynd- ust konum sínum illa (nema ef vera skyldi maður Þórdísar) er önnur saga, en það lýsir nokkuð eðlisfari Snorra sjálfs, að meðan hann var nærri, var sambúð þeirra Ingibjarg- ar og Gissurar viðunandi; návist Snorra bætti úr. Ég hef heyrt áhugamann um sögu Snorra tala þannig um hann yfir hópi útlendinga hingað kom- inna, í ræðu sem reyndar hafði ýmsa kosti, að óhjákvæmilega hlaut að vekja ntjög blendnar til- finningar áheyrenda gagnvart þess- um íslendingi á 13. öld. „Hann misnotaði börn sín,“ sagði ræðu- maður. Utlendingarnir skildu þetta svo, að Snorri hefði verið kynferð- isafbrotamaður af verstu tegund. Þetta leiðréttist reyndar við fyrir- spurn, en það segir nokkuð um „andann" í ræðunni, að hún skyldi geta orðið þannig skilin. Og þó var þessi ræðumaður einn af mestu aðdáendum Snorra í nútíð vorri hér á landil! Hvernig munu þá hinir vera, sem eru honum and- snúnir? íslendingar þekkja ekki Snorra Sturluson! Þeir gera sér rangar hugmyndir um hann og hafa alltaf gert, síðan þeir myrtu hann í myrkri árið 1241. En það morð er þjóðarskömm, sem bíður þess enn að verða afmáð. Svo rækilega var frá því gengið að rægja og níða liann dauðan, að nafn hans fékk hér enga upprcisn í nærri sex aldir, fyrr en Norðmenn höfðu áttað sig á því, hvílíkur maður hann var, og svo að segja byggt á verki hans hið nýja ríki sitt. „I sögu Noregs samanlagðri hefur enginn Norð- maður haft jafnmikil áhrif og ís- lendingurinn Snorri Sturluson," sagði norskur prófessor við mig eitt sinn. Ég svaraði einhverju, sem við átti, en mér varð um leið hugsað til þess, hvort mcnningar- ástandið á íslandi leyfði það að vera hreykinn af Snorra. - Frægð Snorra hefur komið erlendis frá og þeir hafa fúlsað við henni, alveg eins og þeir mega helst ekki heyra nefndan Leif heppna. Og á Eiríks- stöðum í Haukadal, fæðingarstað Leifs, hins alfrægasta íslendings er enginn minnisvarði og enginn upp- gröfturáhinum auðþekktu tóftum. meðan varið er milljónum í að grafa í hverskyns munkaþúfur. Hvernig stendur á þessu? kann einhver að spyrja og hygg ég að því sé ekki svo mjög „erfitt að svara". Snorri Sturluson skrifaði heiðna goðafræði og þó svo að hann segði að þetta væri aðcins kennslubók í skáldskaparlist, er ekki víst að öllum hafi litist svo á. Að minnsta kosti segir í annálum þess tíma: „ill rit lesin á þingi“ um það sumar, sem Snorri réð einn mestu á Al- þingi; mér hefur dottið í hug, að hin „illu rit“ hafi verið Snorra- Edda - hafi hinn káti og glaðværi maður ncytt þess, að hann hafði þar völdin og látið lesa það, sem honum þótti skemmtilegast. En hvað sem því líður, er það sann- mæli, að rit Snorra voru ekki beinlínis í anda rétttrúnaðar þeirr- ar aldar - þegar rannsóknarréttur- inn var í uppgangi sínum - og hefði Snorri naumast getað skrifað svo sem hann gerði, hefði hann ekki verið ríkastur maður hér á landi um sína daga. Það segir mér allshcrjargoði, að Snorri hafi haft litla skyggni- og draumagáfu til að bera og má vera að uppeldinu í Odda sé þar að nokkru um að kenna, því að þar léku um „menningarstraumar“; er- lendir munkar með ranga drauma- fræði tíðir gestir - freudistar þeirr- ar aldar. „Og hefði Snorri ekki verið heima þarna um haustið, ef hann hefði haft draumspeki ýmsra annarra Sturlunga," kvað goði og hygg ég hann satt segja, enda cr þetta augljóst um Sturlu Þórðar- son, bróðurson Snorra, að skamm- lífari hefði hann orðið og íslenskar bókmenntir fátækari, ef ekki hefði komið til draumspeki hans. Hann marg-bjargaði sér með því að fara eftir draumum. Þess verð ég þó að geta, sá draumafræðingur sem ég er að sönnu, að draumspeki forn- manna er ekki hið sama og vísinda- legur skilningur á eðli drauma. En hvenær sá tími kemur, að slíkt verði rætt til hlítar, er eftir að vita. Þorsteinn Guðjónsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.