Tíminn - 13.09.1988, Blaðsíða 19

Tíminn - 13.09.1988, Blaðsíða 19
**Þriðjuctegur‘t3.iseptemUert988’i..................................................................... , .,, Rómantíkin blómstrar Hin gullfalelga leikkona Jane Seymour er afskaplega rómantísk, bæði í útliti og að innræti, enda segist hún gera það sem hún geti til að halda rómantíkinni lifandi. Til dæmis úðar hún frönsku ilmvatni á ljósaperurnar í svefnherberginu til að gleðja eiginmanninn, David Flynn. Þegar þau giftu sig fyrir fimm árum, vildi hún Ifkjast sem mest Ófelíu úr Hamlet, hafa síða hárið flóandi um allt og þakið ferskum blómum. - Ég var fjórar klukku- stundir að ganga frá hárinu áður en það varð eins og ég vildi hafa það, segir hún. - En það tók líka meiri hluta brúðkaupsnæturinnar að tína blómin úr aftur. Það er svo sem ekki í eina skiptið, sem Jane hefur gengið um með blómskrýtt höfuðið. Nýlega bar hún sigur úr býtum í keppni um frumlegasta höfuðfatið í Holly- wood. Hatturinn hennar var búinn til úr blómum, sem öll voru ræktuð í hennar eigin garði. Pað tók hana tvo tíma að setja upp hattinn og ennfremur þurfti að vökva hann á hálftíma fresti. Allt gekk það vel og þó Jane væri orðin blaut um kollinn áður en yfir lauk, þóttist hún vel að verðlaununum komin, en þau voru ferð til Parísar til að kanna það nýjasta í tískuhús- unum. Jane er fyrirtaks leikkona, eins og allir vita og hefur nú fengið nafnbótina „Drottning framhalds- myndanna“ enda leikur hún í hverri slíkri á fætur annarri, nú seinast í mynd um Onassis og það fólk, þar sem hún fer með hlutverk Mariu Callas. Nýlega lauk hún við hlutverk Wallis Simpson f mynd um ævi hertogahjónanna af Windsor. Hún tók það hlutverk mjög alvarlega, léttist um fimm kíló til að komast í fötin, sem voru nákvæmar eftir- líkingar af fötum hertogafrúarinn- ar og gekk til talkennara. En þegar farið var fram á að hún notaði bláar linsur í grænu augun sín, fannst henni nóg komið og harð- neitaði. Jane Seymour og fjölskylda. Eigin- maðurinn heitir David Flynn og börnin Kattie, 5 ára og Sean, 2 ára. Auk þess á David 10 ára dóttur frá fyrra hjónabandi. Hárfínir dómar Leikkonurnar Sybill Shepherd og Jaclyn Smith þykja hafa einna fallegast hár og greiðslu af frægum konum, ef marka má skoðana- könnun sem framleiðandi hár- snyrtivara í Bandaríkjunum lét fara fram nýlega. Mörg hundruð manns voru spurðir og var fjöldan- um réttlátlega skipt milli venju- legra viðskiptavina og sérfræðinga um hár. Einnig var spurt, hverjar væru með versta hárið og greiðsl- una. Niðurstöðurnar voru í stuttu máli þær að Sybill og Jaclyn þóttu Engin aðspurðra kvenna vildi líkjast Cyndi Lauper til höfuðsins. Flestar töldu hár hennar dautt og greiðsluna Ijóta. hafa eðlilegast hár og því fallegast. Tætt hár og áberandi litað fékk minnsta aðdáun. svo sem hárið á Cyndi Lauper, Madonnu og Tinu Turner. Margir tóku fram að hár þeirra þriggja hlyti að vera löngu ónýtt og lífvana. Linda Evans fékk mörg atkvæði þó svo allir viti að hár hennar er litað. Hins vegar þykir litunin hafa tekist einkar vel og sé alls ekki öfgakennd. Þá fari greiðslan Lindu sérlega vel. Joan Collins var líka ofarlega á listanum, þó hún dekki hár sitt töluvert. Fáar konur á hennar aldri þola að vera svarthærðar, en hún ber það glæsilega. Um hárið á Sybill sagði fólk, að Hárið á Cybill Shepherd þótti fal- legast vegna þess hvað það er heilbrigt og eðlilegt. þó það væri ekki hnausþykkt, væri það heilbrigt og lifandi og kæru- leysisleg, gamaldags greiðslan þótti einkar þokkafull. Um Cyndi Lauper var sagt að engin sem komin væri af unglings- aldri, vildi líkjast henni til höfuðs- ins. Hárið væri greinilega dautt og uppþornað af kemiskum efnum. Enginn gæti heldur kallað hár- greiðslur Cyndi fallegar. Tina Turner fékk þá dóma að hvort sem hún væri með eigið hár eða hárkollu, væri þetta allt of öfgakennt og færi henni heldur ekki vel. Slíkt gæti gengið á sviði, en ekki sem daglegt útlit. Um Madonnu var fólk sammála um að hvorki ljósi liturinn né stíf greiðslan ætti við fallega andlits- drætti söngkonunnar. Auk þess virðist hár hennar stórskemmt af sterkum efnum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.