Tíminn - 13.09.1988, Page 7

Tíminn - 13.09.1988, Page 7
Þriðjudagur 13. september 1988 Tíminn 7 Viðskiptahallann virðist mega rekja til mikilla innkaupa og utanferða einstaklinga. Hlutfall unninna neysluvara og ferðagjaldeyris úr 40-44°o i 55% af gjaldeyristekjunum: Tíminn: Pjetur Neysla og ferðalög gleyptu gjaldeyrinn Viðskiptahallann árið 1987 virðist fyrst og fremst mega rekja til mikilla innkaupa og utanferða einstaklinga. Innflutn- ingur fullunninna neysluvara, fólksbfla, bensíns á þá og ferðagjaldeyrir „gleyptu“ 55,3% af öllum gjaldeyristekjum þjóðarinnar af útflutningi og erlendum ferðamönnum í fyrra. Oll árin frá 1981 (með einni undantekningu) lét þjóðin sér nægja 40-44% af gjaldeyristekjunum til kaupa þessara neysluvara og ferðalaga. Hefðu íslendingar líka látið sér nægja 44% í fyrra (eins og 1986) hefði það sparað rúmlega 6.000 milljóna króna gjaldeyriseyðslu og samsvarandi erlend- ar lántökur Ár: Gjaldey. Fullu. Fólks- Bensín Ferða- Alis: tekjur neysluv. bíiar á bíla qjaldeyr. Milljónir % % % % % 1980 4.570 23,7 3 3,2 4,4 34,2% 1981 6.690 26,7 4,3 3,5 5,7 40,2% 1982 8.790 34,8 4,8 3,9 7,8 51,4% 1983 19.310 27,7 2,4 3,4 6,3 40,0% 1984 24.660 28,3 3,6 3,2 8,8 43,8% 1985 35.510 27,6 2,7 2,8 9 42,1% 1986 47.410 26,7 6,3 1,9 9,5 44,5% 1987 56.380 31,2 9,8 1,5 12,8 55,3% Athygli vekur hve margt virðist líkt með þeirri aukningu á neyslu (eyðslu) - (umfram efni?) - sem virðist hafa átt sér stað árið 1982 og síðan aftur 1987. Spurning er hvort álíka „niðurfærsla" kaupmátt- ar mun nú aftur fylgja í kjölfarið árið eftir? Minna hlutfall gjaldeyris- teknanna í bensín er vegna mikiilar verðlækkunar, en innflutningur þess var fjórðungi meiri í fyrra heldur en árið 1982 í tonnum talið. Endurtekning áranna 1982 og ’83? Undantekningin, sem áður er nefnd, var árið 1982, þegar rúmlega 51% útflutnings- og ferðamanna- teknanna fór til greiðslu fullunninna neysluvara, bíla, bensíns og í ferða- gjaldeyri. Árið 1982 (eins og 1987) varð aukningin ekki hvað síst í því sem kallast varanlegar neysluvörur, þ.e. ýmisskonar vélar og tæki. Að- gerðir sem fylgdu í kjölfarið árið eftir (1983) munu þjóðinni í fersku minni. Spurning er hvort eitthvað svipað á nú eftir að endurtaka sig? „Þjóðin lifir um efni fram“ er algeng yfirlýsing ráðherra þegar við- skiptahallann við útlönd og annan efnahagsvanda ber á góma. „Það getur ekki átt við almenna launa- menn“ svara verkalýðsfrömuðir gjarna. En hver eyddi þá um efni fram? Hvaða liðir innflutningsins uxu svo mjög milli ára? Tíminn leitaði í innflutnings- skýrslur Hagstofu og Seðlabanka. Heildarinnflutningurinn er þar m.a. flokkaður niður í: Almennar full- unnar neysluvörur, m.a. einkabíla, rekstrarvörur til atvinnuveganna, eldsneyti, bensín á bíla, fullunnar fjárfestingarvörur og byggingarefni. Atvinnureksturinn sparsamur? Athyglisvert virðist - með offjár- festingarumræðuna í huga - að samanlagður innflutningur fjárfest- ingar- og rekstrarvara og eldsneytis (annars en bensíns á einkabíla) var lægra hlutfall af útflutningsverðmæti landsmanna á síðasta ári heldur en öll árin 1980-1985. Hlutfall fjárfest- ingarvara hækkaði að vísu töíuvert í fyrra - og fór álíka hátt og 1982. Á móti kom að olíureikningurinn var nú miklu lægri. Og þrátt fyrir margumræddar „hallarbyggingar" fór einnig lægra hlutfall útflutningsteknanna í fyrra til kaupa á byggingarefni og efni til mannvirkjagerðar heldur en nokkru sinni milli 1980 og 1985, en nokkru hærra en 1986. Meirihluti gjald- eyris í munað? Það reyndist því hinn stóraukni innflutningur á neysluvörum, bílum og gjaldeyriseyðsla til utanferða sem hirti drjúgan meirihluta af gjaldeyr- istekjunum og myndaði þar með viðskiptahallann á síðasta ári. Til þessara hluta fóru um 31,2 milljarðar króna, sem var hækkun um (rúmlega 10 milljarða) 48% á sama tíma og verð á erlendum gjaldeyri hækkaði um 3,7% að með- altali. Aukningin kemur fram á öllum þessum liðum, nema hvað almennir bíleigendur nutu lágs bensínverðs ekki síður en atvinnuvegirnir hvað varðar olíuverðið. Hver keypti svona miklu meira? Á neðangreindri töflu má sjá það hlutfall samanlagðra gjaldeyristekna þjóðarinnar af vöruútflutningi og eyðslu erlendra ferðamanna hér á landi sem fór til greiðslu áðurnefndr- ar neyslu. Skipin % af einkabílunum Til innflutnings rekstrarvara fisk- vinnslu og fiskveiða (sem skapa stærstan hluta gjaldeyrisins) fór að- eins 3,7% gjaldeyristeknanna í fyrra, eða t.d. aðeins um fjórðungur á við það sem þjóðin notaði í ferðagjaldeyri. Tekið skal fram að þar er einungis átt við ferðagjaldeyri er ekki gjaldeyri vegna námsmanna erlendis, sjúklinga eða því um líkt. Skipainnflutningur, sem óx verulega í fyrra, kostaði þó innan við % þess sem landsmenn vörðu til kaupa á einkabílum. Og rekstrarvörur til landbúnaðarins (hverra hlutfall hef- ur minnkað meira en helming síð- ustu árin) kostuðu minni gjaldeyri en fór til bensínkaupa á einkabílana. Til innflutnings á öllu öðru elds- neyti og olíum en bílabensíni (þ.e. fyrir skipa- og flugflotann, landbún- að og annan atvinnurekstur ásamt húshitun og rafmagnsframleiðslu) fóru 5,8% þeirra gjaldeyristekna sem hér er miðað við (helmingi lægra hlutfall en á árunum 1983- 1985), þ.e. tæpiega fjórfalt hærri upphæð en í bílabensínið. Þá má geta þess að innflutningur véla- og verkfæra var litlu hærra hlutfall gjaldeyristeknanna í fyrra heldur en um mörg undanfarin ár. Slagsíðuna á viðskiptajöfnuðinum verður því að skrifa á innkaupa- og ferðagleði þjóðarinnar 1987. En sú slagsíða er eitt höfuðvandamálið í þeirri „kreppu“ sem stjórnmála- menn og fleiri eru nú að deila um hvemig eigi að leysa. Jafnframt má benda á að á meðan þjóðin eyðir árlega meiri gjaldeyri en hún aflar þarf stöðugt stærri hluta af gjaldeyr- istekjunum til þess að greiða vexti af erlendu lánunum sem taka þarf til að standa undir eyðslunni. -HEI DÚNDUR ÚTSALA íGardínubúðinni, Skipholtí 35 Gluggatjaldaefni, stórisefni og nú líka fataefni í miklu úrvali. OP'ð Gardínubúðin, Mánudaga - föstudaga frá kl. 9-18 Skipholti 35 Laugardaga frá kl. 10-16 sími 35677!

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.