Tíminn - 13.09.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 13.09.1988, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 13. september 1988 Tíminn 5 Skuldir sjávarútvegs í bönkunum jukust um 50% á fyrri helming ársins: Skuldasðfnun sjávarút- vegs 31 milljón á dag Lán bankanna til sjávarútvegsins hækkuðu úr um 11.670 í 17.340 milljónir króna, eða um tæp 50% frá áramótum til júníloka. Skuldaaukningin er því 5.670 milljónir króna, eða sem svarar yfír 31 milljón króna hvern einasta dag á þessu sex mánaða tímabili. Þar af var hrein raunaukning skuldanna, þ.e. umfram hækkun lánskjaravísitölu, rúm- lega 4.200 milljónir, eða um 32% aðeins á þessu hálfa ári, samkvæmt því sem Iesa má í Hagtölum Seðlabankans. Þarna er um aö ræða nær alla þá raunaukningu sem varð á útlánum bankakerfisins á tímabilinu. Nokk- ur aukning varð að vísu á lánum til þjónustu verslunar og iðnaðar. En á móti kom að skuldir landbúnaðar og samgöngufyrirtækja stóðu nán- ast í stað að krónutölu, sem þýðir að raungildi þeirra hefur lækkað. Verslunin skuldaði t.d. rúmlega 800 millj. kr. meira en sjávarútveg- urinn um síðustu áramót. Á miðju ári voru skuldir sjávarútvegsins hins vegar orðnar rúmlega 2.800 krónum meiri en verslunarinnar. Þessi gífurlega skuldasöfnun sjávarútvegsins á fyrri helmingi ársins mun kannski ekki síður valda stjórnendum bankanna höf- uðverk. Því á þessu hálfa gerðu innlán bankakerfisins ekki betur en rétt að halda í við verðbólguna. Það sama má raunar segja um heils árs tímabil. Frá miðju síðasta ári hafa innlán í bankakerfinu nær ekkert aukist að raungildi. í lok júní í fyrra voru innlán innlánsstofnana rúmlega 3.700 milljónir umfram útlánin. Sá mun- ur hafði verulega minnkað um síðustu áramót og á miðju þessu ári hafði dæmið svo algerlega snúist við - útlánin voru orðin rúmlega 4.200 krónum hærri en innlánin. Skuldasöfnunin jókst því um 8.000 milljónum króna meira held- ur en þær inneignir sem bönkunum var falin ávöxtun á þessa 12 mán- uði. Þar fyrir utan hækkuðu svo m.a. erlend endurlán bankanna til skamms tíma úr rúmlega 10.200 upp í nær 16.700 milljónir á þessu sama ári. Einstaklingar eiga sem kunnugt er stærstan hluta innlánanna í bönkum og sparisjóðum. Á því sama ári sem þau gerðu vart betur en að halda verðgildi sínu miðað við verðbólgu á tímabilinu, juku einstaklingar skuldir sínar í banka- kerfinu um 2.700 milljónir króna að raungildi. Einstaklingar skuld- uðu um 20.400 milljónir króna í bankakerfinu á miðju þessu ári, eða rétt um fjórðung af heildarút- lánum þess. - HEI Sverrir Hermannsson bankastjóri segir að Landsbankinn hafi ekki tök á að standa undir bullandi hallarekstri fiskvinnslunnar: Lánveitingar stoppaðar af Landsbanki íslands hefur ákveðið að stoppa af allar lánveit- ingar til fiskvinnslunnar, nema þegar um hefðbundin afurðalán er að ræða. Sverrir Hermannsson bankastjóri Landsbankans sagði í samtali við Tímann að Lands- bankinn hefði ekki tök á því að standa undir bullandi hallarekstri á fiskvinnslunni í landinu. „70% fiskvinnslufyrirtækja eru á okkar snærum og nú er þetta fyrirkomu- lag einfaldlega á enda runnið,“ sagði Sverrir, „auk þess sem fyrir- tækjunum er enginn greiði gerður með því að láta þau hrúga upp botnlausum skuldum". Bankanum er gert að skildu, af hálfu stjórnvalda að hafa lausafé á hverjum tíma sem nemur rúm- um 2500 milljónum króna. Sverr- ir sagði að þeir væru búnir að reka sig uppundir það þak. „Þeg- ar svo er komið verður farið að beita okkur viðurlögum og sektum. Svoleiðis brot ætlum við ekki að stunda gagnvart ríkis- valdinu," sagði Sverrir. Aðspurður sagði hann að fjöl- margar beiðnir um fyrirgreiðslu lægju á borðum bankans, „það eru heilu hrúgurnar, sem við getum ekki sinnt“. Hann sagði að þó lánsfjármagn væri dýrt þá væru íslendingar alltof hungraðir í fé og því væri það algjör lífs- nauðsyn að stoppa af fjárfestinga og eyðsluæði. „Þar hlýtur ríkis- sjóður að ganga á undan, en það hefur farið lítið fyrir því ennþá. Menn eru að tala um að taka sig á, en við í Landsbankanum ætlum ekki að láta þar við sitja, við ætlum bara að framkvæma það.“ sagði Sverrir. - ABÓ Fríkirkjusöfnuðurinn fundaði í húsi íslensku óperunnar í gærkvöldi: Sögulegur Fríkirkjufundur Andrúmsloftið fyrir framan hús íslensku óperunnar var spennu- þrungið síðustu tvo tímana fyrir safnaðarfund Fríkirkjusafnaðarins, sem boðað var til og hefjast átti klukkan 20.00 í gærkvöldi sam- kvæmt auglýstri dagskrá. Þegar dyr- um Óperunnar var lokað klukkan níu, var þétt setinn bekkurinn í húsinu, og þurftu margir að láta sér nægja að standa. í upphafi fundar átti að leggja fram tillögu um breyt- ingu á dagskrá fundarins, þar sem farið var fram á að gerð yrði fyrst grein fyrir ástæðum uppsagnar sr. Gunnars áður en gengið yrði til atkvæða um kjörstjórn. Þessi tiUaga var samþykkt. Meðlimi Fríkirkjusafnaðarins dreif að fundarstaðnum um leið og húsið var opnað klukkan 19.00. Þegar nær dró auglýsum fundartíma hafði myndast löng og mikil biðröð sem náði niður Ingólfsstræti, að horninu á Hverfisgötu. Telja mátti rúmlega 150 manns í röðinni þegar hún var hvað lengst. Ástæðu biðrað- arinnar mátti rekja til þess að innan- dyra þurftu safnaðarmeðlimir að framvísa fullgildum persónuskilríkj- um til að fá inngöngu á fundinn og í staðinn var þeim fengið í hendur umslag sem í voru atkvæðaseðlar, auk þess var þeim afhent tillaga safnaðarstjórnar um menn í kjör- stjórn sem kjósa átti um, en umsókn- arfrestur um stöðu sóknarprests Fríkirkjusafnaðarins rennur út 15. september nk. Ekki voru allir á skrám safnaðar- ins, sem á fundinn vildu fara, og hafði verið komið upp sérstakri kvörtunardeild í öðrum inngangi Óperuhússins. Þar mátti heyra há- værar raddir og var mikið rifist um hvort þessi eða hinn hefði rétt á að fara inn á fundinn, en farið var eftir félagsskránni sem byggð er á skrá frá Hagstofu íslands. Þeir sem fengu inngöngu þurftu að hafa verið skráð- ir í Fríkirkjuna í Reykjavík þann 1. des 1987, auk þess sem flett var upp í íbúaskrá Reykjavíkur í vafaatrið- um. Heyra mátti óánægjuraddir hjá mörgum þeirra sem sóttu fundinn þess efnis að við stjórnarkjörið í vor hefði ekki verið farið eftir þeim skrám sem farið væri eftir inn á þann fund sem boðað var til í gær. Látum hér fylgja nokkur orða- skipti, milli þess sem fór með vafa- málin og eins sem komast vildi á fundinn. Starfsmaður: „Þú ert ekki á skránni“. Maðurinn: „Ég er fædd- ur og uppalinn í kirkjunni og hef gengið í gegn um allar athafnir hennar, og staðið við allar mínar skuldbindingar, en svo segir þú að ég sé ekki á einhverri skrá.“ Orða- skipti þeirra urðu lengri á svipuðum nótum, en það endaði með því að maðurinn fór ekki inn. Öðrum manni var meinaður að- gangur á þeirri forsendu að á tímabili hafið hann flutt upp á Kjalarnes, sem varð til þess að hann strikaðist sjálfkrafa af lista safnaðarins og því ekki í skránni frá 1. desember 1987. Maðurinn hafði hins vegar flutt aftur til Reykjavíkur á þessu ári og gengið á ný í söfnuðinn. Hann var með stimplað bréf frá Hagstofunni upp á að hann væri meðlimur safnaðarins frá ákveðnum tíma á þessu ári, eins og svo margir aðrir, en enginn þeirra fékk að fara inn. Það var hins vegar rétt áður en fundurinn hófst, að sá sem hafði séð um vafamálin hleypti u.þ.b. sex til átta manns inn, sem ekki voru á þeim skrám sem farið var eftir, heldur höfðu umgetið bréf frá Hag- stofunni um að þeir væru safnaðar- meðlimir. Þetta fólk mun hins vegar ekki hafa fengið í hendur kjörseðla, þannig að það fékk aðeins að hlusta og horfa á það sem fram fór. Fyrir fundinum lá dagskrá, þar sem fyrsta mál var að kjósa áður- nefnda 7 manna kjörstjórn, í öðru lagi lá fyrir beiðni safnaðarmeðlima um að stjórnin gerði grein fyrir uppsögn Gunnars Björnssonar fyrr- um sóknarprests safnaðarins. í þriðja lagi voru önnur mál. Sam- kvæmt upplýsingum Tímans ætluðu stuðningsmenn Gunnars að bera fram þá dagskrártillögu að greint yrði frá uppsögn prestsins áður en gengið yrði til atkvæða um kjörstjón, enda ætluðu stuðningsmenn Gunn- ars jafnframt að leggja fram tillögu um menn í kjörstjórn. Fundurinn stóð enn yfir þegar Tíminn fór í prentun. -ABÓ Ragnar Tómasson lögfræðingur sker úr um vafaatriði hjá Guðmundi J. Guðmundssyni Og fleirum. (Tímamynd Gunnar) Stöðugir jarðskjálftar í Grímsey: Sá sterkasti mældist 5,2 Mikill jarðskjálfti varð í Gríms- ey um kl. 20.20 í gærkvöldi og mældist hann 5,2 á Richter-kvarða. Stóð sterk jarðskjálftahrina yfir samfellt til kl. 20.35, að sögn Vilborgar Sigurðardóttur, stöðvar- stjóra í Grímsey. Þar með var ekki öll sagan sögð, stöðug hreyfing hafði verið allt kvöldið þegar Tím- inn fregnaði síðast klukkan tæp- lega23.00. Sagði Vilborgað nokkr- ar sekúndur liðu milli skjálftanna en að þeir væru ekki eins sterkir og í upphafi. Vilborg var í sambandi við Al- mannavarnir í Reykjavík og Akur- eyri og voru bæði flugvélar og skip til taks ef fólk vildi láta flytja sig í burtu. Að sögn Vilborgar telja jarðfræðingar ekki hættu á gosi. JIH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.