Tíminn - 13.09.1988, Síða 11

Tíminn - 13.09.1988, Síða 11
10 Tíminn, ,. Þriðjudagur 13. september 1988 Þriðjudagur 13. septémber 1988 Tíminn 11 Knattspyrna: Ovæntur en sætur sigur á fslandsmeisturum Fram Það var tæplega hægt að merkja langtímum saman hvort liðið væri á toppi eða á botni 1. deildar, þegar Völsungur og Fram mættust á Húsa- víkurvelli, ■' 16. umferð 1. deildarinn- ar í knattspyrnu. Það má segja að andi rólegheita hafi tekið sér bólfestu í megin hluta fyrri hálfleiks. Það voru þó Völsung- ar sem byrjuðu mun betur og reyndu að leika af festu og krafti, en Fram- arar voru að dútla þetta með boltann með takmörkuðum eða engum ár- angri. Það var fyrst á 15. mín. að skot, sem kallast getur því nafni, leit dagsins ljós, en þá átti Björn Olgeirs- son þrumuskot á Fram-markið, en Birkir var vel á verði og bægði hættunni frá. Á 25. mín. klúðraði Guðmundur Steinsson algjöru dauðafæri, er hann hitti ekki boltann rétt utan markteigs og fór þar gott færi forgörðum hjá markakónginum mikla. Næstur Framara til að reyna skothæfni sína var Ómar Torfason, en Þorfinnur markvörður Völsunga sá við honum og varði í horn. Aftur fékk Ómar gott færi á 35. mín. en skot hans bar við hæstu fjallabrúnir. Á 40. mín. fengu Völsungar gott færi, er Sigtrrður Illugason sendi þrumufleyg að markinu, en Fram- vörninni tókst að bjarga í horn. Rétt á eftir í næstu sókn Framara fékk Vinningstölur 10. sept. 1988 Heildarvinningsupphæð: Kr. 4.485.520,- 1. vinningur var kr. 2.066.997,- Aðeins einn þátttakandi var með 5 réttar tölur. 2. vinningur var kr. 618.844,- og skiptist hann á 131 vinn- ingshafa kr. 4.724,- á mann. 3. vinningur var kr. 1.440.891,- og skiptist á 4.327 vinn- ingshafa, sem fá 333 krónur hver. Bónustala 20 Bónusvinningur var kr. 358.788,- og skipt- ist hann á 4 vinningshafa, kr. 89.697,- á mann Mílljonir á hverjum laugardegi! Upplýsingasími: 685111 Pétur Ormslev boltann óvænt, eftir hrikaleg mistök í vörn heimamanna, en brenndi af. Staðan var því 0-0 f hálfleik. Eitthvað hafa þjálfarar liðanna sagt kjarnyrt við leikmenn liða sinna yfir tebollanum í leikhléinu. Leikur- inn varð allur annar í síðari hálfleik. Strax á upphafsmínútum hálfleiksins komst Helgi Helgason í þvílíkt marktækifæri að elstu menn hér um slóðir muna varla annað eins. Því miður tókst honum ekki að vinna úr því, skot hans varði Birkir af stakri snilld. Fór nú að koma til meiri barátta og kraftur beggja liða jókst eftir því sem leið á hálfleikinn. Á 50. mín. tók Ásgeir þjálfari Framara Pétur Arnþórsson út af og setti hinn skemmtilega leikmann Arnljót Dav- íðsson inná, til að fríska uppá sókn- arleik sinna manna. Sýndi hann skemmtilega takta og er leikinn vel. Eftir þunga sókn Völsunga og hama- gang og mikil læti í vítateig Fram, áttu Völsungar þrjú skot í röð, en Frömurum tókst að bjarga á síðustu stundu. Leikurinn var nú í jafnvægi og leikmenn börðust um hvern bolta. Á 30. mín. náðu Framarar góðri sókn sem endaði með því að Guðmundur Steinsson komst einn innfyrir, en Þorfinnur markvörður bjargaði meistaralega og hirti bolt- ann beinlínis af tám hans. En viti menn, Friðjón dómari benti með tilþrifum á vítapunktinn og dæmdi vítaspyrnu á Völsung. Það var Pétur Ormslev sem tók spyrnuna og þrum- aði boltanum yfir markið og uppund- ir lægstu ský. Rétt þar á eftir voru Framarar í þungri sókn og Sigurður Illugason bjargaði á línu og sluppu Völsungar þar með skrekkinn. Á 80. mín. setti Arnar þjálfari Völsunga Skúla Hallgrímsson inná fyrir Skarp- héðin ívarsson og það var einmitt hann sem skoraði sigurmark heima- manna á 85. mín. eftir góða sókn þeirra grænklæddu. Skúli var svo aftur á ferðinni stuttu síðar með feykigott viðstöðulaust skot, eftir sendingu Helga Helgasonar og þar þurfti Birkir markvörður sannarlega að sýna hvað í honum býr, varði hreint meistaralega. Síðustu mín. vörðust Völsungar með kjafti og klóm. Er flauta Friðjóns dómara gall í leikslok varð að sjálfsögðu mikil gleði í herbúðum Völsunga, því það er ekki á hverjum degi sem Islandsmeistarar í knatt- spyrnu eru lagðir hér og það sannar- lega verðskuldað. Bestu leikmenn Völsungs voru Helgi fyrirliði, Jónas Hallgrímsson, sem barðist allan tímann af fullum krafti og Unnar Jónsson, sem tók Pétur Ormslev algjörlega úr umferð. Þar fer sannarlega leikmaður fram- tíðarinnar. Birkir markvörður var yfirburðamaður í liði Fram, einnig átti Viðar Þorkelsson mjög góðan leik. Þáttur dómarans verður ekki tí- undaður hér. Jónas Hallgrímsson fékk gult spjald fyrir kjaftbrúk. HJ/BL Dvöl Leifturs í 1. deild á enda Frá Jóhannesi Hjarnasyni fréttamanni Tímans: KA-menn gerðu nágrönnum sín- um frá Ólafsfírði þann Ijóta grikk á laugardaginn, að sigra þá með 2 mörkum gegn einu, í 16. umferð 1. deildarinnar í knattspyrnu, en leikurinn fór fram á Akureyri. Leiftursmönnum var nauðsynlegt að hljóta 3 stig, en tapið gerir út um nær allar vonir um 1. deildarveru næsta sumar. Samtals 5 leikmenn liðanna voru í leikbanni, þrír úr KA og tveir Leiftursmenn, Jón og Er- lingur Kristjánssynir auk Guðjóns Þórðarsonar þjálfara fengu frí og Steinar Ingimundarson og Hörður Benónýsson höfðu það einnig náð- ugt í stúkunni. Leikurinn var allfjörugur á köflum og virkuðu KA-menn heldur sterkari í fyrri hálfleik. Þeir fengu óskabyrj- un, þegar Þorvaldur Örlygsson skor- aði gott mark á 4. mín. með skoti úr miðjum teig, eftir laglegan undir- Staðan í 1. deild Fram ........ 16 14 1 1 32-6 43 Valur....... 16 11 2 3 30-13 35 ÍA.......... 16 9 4 3 28-19 31 KR ......... 16 7 3 6 23-20 24 KA ......... 16 8 2 6 29-26 26 Þór......... 16 5 5 6 21-25 20 ÍBK......... 16 3 5 8 17-29 14 Víkingur ... 16 4 3 9 14-26 15 Leiftur.....16 1 5 10 10-22 8 Völsungur .. 16 2 2 12 10-30 8 búning Gauta Laxdal og Anthony Karls. Leiftursmenn reyndu hvað þeir gátu til að jafna, en sóknir þeirra voru bitlitlar og hættuminni, en sóknir KA-manna. Á 27. mt'n. dæmdi Ólafur Lárusson vítaspyrnu á Sigurbjörn Jakobsson er hann handlék knöttinn innan teigs og skoraði Þorvaldur Örlygsson sitt annað mark úr vítaspyrnunni. Þetta var neyðarlegt fyrir Sigurbjörn, því aðeins mínútu fyrr hafði hann átt besta færi Leiftursmanna í hálfleikn- um, en þá lét hann Hauk markvörð verja frá sér úr góðu færi. Leifturs- mönnum tókst að minnka muninn á 62. mín. þegar Hafsteinn Jakobsson skoraði eftir góða sókn. Lúðvík Bergvinsson sendi knöttinn fyrir markið, Róbert Gunnarsson skallaði knöttinn fyrir fætur Róberts, sem skilaði honum í netið. Ólafsfirðing- arnir þyngdu sókn sína eftir markið, en KA-menn áttu þó hættuleg færi, sérstaklega Bjarni Jónsson fyrirliði og Valgeir Barðason. Síðustu mín. var þung pressa að KA-markinu og fékk Friðgeir Sig- urðsson algjört dauðafæri, en hitti ekki tómt markið frá vítateigslínu. Þetta var dæmigerður leikur fyrir Leifturs-liðið, það átti mikið í leikn- um, en hann tapaðist samt. Bestir þeirra voru þeir bræður Hafsteinn og Sigurbjörn Jakobssynir og auk þeirra átti Árni Stefánsson ágætan leik. Bjarni Jónsson og Stefán Ölafs- son áttu góðan dag með KA-liðinu, auk þess sem Þorvgldur Öriygsson átti ágætan fyrri hálfleik. Steingrím- ur Birgisson batt vörnina vel saman, en við hlið hans spilaði Halldór Kristinsson sinn fyrsta 1. deildarleik og stóð sig vel í stöðu Erlings Kristjánssonar. JB/BL Þórður Marelsson í harðri baráttu við Þórsara í leiknum á laugardag. Tímamynd Pjetur Víkingar góðir Víkingar unnu sanngjarnan sigur á Þórsur- um, frá Akureyri, í leik liðanna í 1. deildinni í knattspyrnu á velli Víkinga við Stjörnugróf á laugardag. Lokatölur urðu 3-1. Víkingar mættu ákveðnir til leiks og allt annað var að sjá þá heldur en í leiknum gegn Val um fyrri helgi. Þórsarar voru yfirspilaðir og ekki leið á löngu áður en mark leit dagsins ljós. Björn Bjartmarz var þar að verki, eftir að hafa fengið sendingu frá Lárusi Guðmunds- syni. Áfram hélt sókn Víkings, en á 22. mín. náðu Þórsarar skyndisókn. Þrír norðanmenn gegn tveimur Víkingum og þeim viðskiptum lauk með því að Halldór Áskelsson renndi knettinum í netið, eftir sendingu frá Kristjáni Kristjánssyni. Halldór hafði nægan tíma til að athafna sig, enda fáir varnarmenn Víkings að flækjast fyrir honum. Víkingar létu ekki deigan síga þrátt fyrir jöfnunarmarkið, þeir sóttu áfram og gerðu oft harða hríð að norðanmark- inu. Undir lok hálfleiksins átti Björn Bjart- marz skot í stöng, eftir að hafa leikið laglega inní vítateiginn. Rétt á eftir var svipað uppá teningnum við mark Víkinga. Kristján Krist- jánsson átti þá skot í stöng. Víkingar héldu áfram að sækja í síðari hálfleik. Oft brá fyrir laglegum samleik, sem kom mönnum á óvart sem fylgst hafa með Víkingsliðinu að undanförnu. Þórður Marels- son tók hornspyrnu frá hægri á 58. mín. Hann sendi háa sendingu inní vítateiginn þar sem Trausti Ómarsson kom á fullri ferð og skallaði knöttinn í bláhornið hægra megin, óverjandi fyrir Baldvin markvörð, sannkallaður þrumu- skalli og staðan orðin 2-1 fyrir Víking. Trausti hafði lítt komið við sögu í leiknum fram að þessu, en á 64. mín. var honum vikið af leikvelli. Trausti, sem búinn var að fá gula spjaldið fyrr í leiknum, brá einum leikmanni Þórs, og rauða spjaldið fór á loft. Strangur dómur svo ekki sé meira sagt. Þórsarar færðust nokkuð í aukana eftir brottreksturinn og þeir Jónas Róbertsson og Valdimar Pálsson áttu báðir heiðarlegar tilraunir til að jafna leikinn, en hvorugur hitti markið. Víkingar beittu skyndisóknum og ein slík bar ávöxt á 79. mín. Lárus gaf sendingu uppí hægra hornið á Hlyn Stefánsson, sem sendi fyrir markið. þar stökk Björn Bjartmarz manna hæst og skallaði t' netið, 3-1. Víkingar voru búnir að bæta við marki þrátt fyrir að vera manni færri. Stuttu síðar átti Sveinbjörn Jóhannesson skot að marki Þórs en rétt framhjá. Mínútu síðar kiksaði Bjarni Sveinbjörnsson fyrir framan mark Víkings, en Bjarni kom nú inná í fyrsta sinn í sumar, eftir meiðsl. Sigur Víkinga í þessum leik var sanngjarn. Þeir léku oft mjög vel og virðast í mikilli framför um þessar mundir. Björn Bjartmarz, Atli Einarsson og Lárus Guðmundsson áttu allir stórleik í framlínunni og vörn Víkings virkaði, aldrei þessu vant, örugg. Guðmundur Hreiðarsson hafði óvenju lítið að gera í markinu, en var öruggur í aðgerðum sínum að vanda. Hjá Þór var fátt um fína drætti og ekki verður farið útí hér að telja einn leikmann þeirra öðrum betri. Mjög fáir áhorfendur mættu á leikinn, eða innan við 100 manns. BL Sigurjón markahæstur Frá Margréti Sanders fréttamanni Tímans: Valur vann ÍBK 3-1 í Keflavík á laugardag- inn í 1. deildinni í knattspyrnu. Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir Val. Leikurinn var í jafnvægi íbyrjun. Fyrstafæri leiksins átti Sigurjón Kristjánsson á 10. mín. Hann komst innfyrir vörn Keflvíkinga, en Þorsteinn Bjarnason varði vel. Valsarar skor- uðu síðan á 25. mín. og var Sigurjón þar að verki. Hann skoraði með skalla eftir fyrirgjöf Guðmundar Baldurssonar. Ragnar Margeirs- son fékk gott færi til að jafna á 30. mín. en hann skaut framhjá og staðan í hálfleik var því 1-0 fyrir Val. Valsmenn voru meira með boltann í byrjun síðari hálfleiks, án þess að skapa sér færi. Það voru Keflvíkingar sem áttu fyrsta færið í þeim hálfleik, Ragnar Margeirsson var dauðafrírj inní markteig Valsara, en skot hans fór beim í fang Guðmundar markmanns Baldurssonar. Á 61. mín. bættu Valsmenn öðru marki við. Eftir hornspyrnu barst boltinn út til Guðmund- ar Baldurssonar sem lék að markteigshorni og skoraði með föstu skoti. Þriðja mark Vals- manna kom síðan á 83. mín. Þar var Sigurjón enn á ferðinni, hann skoraði með föstu skoti utan úr teig, eftir góðan undirbúning Vals Valssonar. Keflvíkingar náðu að minnka mun- inn á 88. mín. Ragnar Margeirsson skoraði eftir hornspyrnu Jóns Sveinssonar. Bestir hjá Val voru Guðmundur Baldursson, Sævar Jónsson og Sigurjón Kristjánsson, sem eftir þessa umferð er markahæstur í 1. deild með 12 mörk. Hjá Keflvíkingum var Ragnar Margeirsson bestur í annars áhugalausu liði. Dómari var Guðmundur Haraldsson, en athygli vakti hversu lítill áhugi var fyrir og aðeins um 300 áhorfendur mættu MS/BL 111 | athygli v£ irj j leiknum o [ á leikinn. Knattspyrna: KR sótti en mörkin KR og Akranes gerðu jafntefli 1-1, í 1. deildinni í knattspyrnu á KR-vellinum við Frostaskjól á sunnudag. KR-ingar voru sterkari aðilinn í leiknum og sóttu án afláts. Þeim tókst þó ekki að skapa sér umtals- verð marktækifæri, utan einu sinni að Gunnar Oddsson átti hörkuskot rétt yfir mark Skagamanna. Hinum megin á vellinum fengu Akurnesing- ar líka færi til að skora, úr skyndi- sókn átti Karl Þórðarson gott skot yfir markið, enda í þröngri stöðu. í síðari hálfleik komu Skagamenn nokkuð meira inní leikinn, en KR- ingar voru áfram meira með knöttinn. Það kom því flestum mjög á óvart að Skagamenn tóku foryst- una á 69. mín. leiksins. Sigurður B. Jónsson fékk skyndilega sendingu inná vítateig KR, lék áfram án þess að KR-ingar reyndu að elta hann, Sigurður afgreiddi síðan knöttinn í hornið og var sjálfur jafn hissa á ósköpunum og leikmenn KR, sem án efa hafa talið Sigurð rangstæðan. Öllum til mikillar furðu var markið dæmt gott og gilt og Skagamenn komnir yfir 1-0. Undirritaður sá þó ekkert athugavert við markið og KR-ingar ættu að vita að það er aðeins flaut dómara sem stöðar leik- inn. Skagamenn færðust nokkuð í aukana eftir markið og KR-ingar sömuleiðis. Litlu munaði að Skaga- menn skoruðu annað mark tveimur mfn. eftir það fyrra, þegar Haraldur Ingólfsson átti gott skot rétt framhjá KR-markinu. Á 75. mín. átti Jó- steinn Einarsson skot yfir mark Skagamanna úr þokkalegu færi og 5 mín. síðar átti Rúnar Kristinsson þrumuskot sem hafnaði í utanverðu hliðarneti marks Skagamanna. Will- um Þórsson jafnaði leikinn fyrir KR-inga 6 mínútum fyrir leikslok. Willum lék á varnarmann ÍA og síðan inní vítateiginn þar sem hann skaut góðu skoti í netið, óverjandi fyrir Olaf Gottskálksson markvörð telja 1A. Það má því segja að KR-ingar hafi sloppið með skrekkinn að þessu sinni. Þeir voru betri aðilinn í leikn- um og áttu ekki skilið að tapa. Jafntefli var þeim því nokkur sára- bót, þrátt fyrir að þeir væru betri aðilinn í leiknum lengst af. Bestir í liði KR voru Willum Þórsson og Þorlákur Árnason nýliði í liðinu. Hjá Skagamönnum var Sigursteinn Gíslason sprækur og þeir Guðbjörn Tryggvason og Mark Duffield voru sterkir í vörninni. Ólafur Gottskálksson var mjög ör- uggur í markinu. BL

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.