Tíminn - 13.09.1988, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.09.1988, Blaðsíða 6
6 Tíminn Þriðjudagur 13. september 1988 Þessi mynd er úr bæklingi sem Umhyggja, félag til stuðnings sjúkum börnum, hefur gefið út og er ætlaður börnum sem þurfa að leggjast inn á sjúkrahús. Norræn ráöstefna á Hótel Loftleiðum: Um sjúkraþjónustu barna og siðfræði Dagana 15.-17. september nk. verður haldin norræn ráðstefna á Hótel Loftleiðum, sem ber yfirskrift- ina SIÐFRÆÐl OG SJÚKRA- ÞJÓNUSTA BARNA. Ráðstefnan er haldin á vegum áhugafélags um þarfir sjúkra barna, Nordisk fören- ing för syke barns behov (NOBAB), og skiptast Norðurlöndin á um að halda árlegar ráðstefnur. íslandsdeild félagsins ber heitið UMHYGGJA og hefur starfað frá árinu 1979. Markmið UMHYGGJU er að vinna að bættum aðbúnaði og aðstæðum sjúkra barna, jafnt innan sjúkrahúsa sem utan. Félagsmenn eru bæði foreldrar og fagaðilar. Þau meginviðfangsefni, sem rædd verða á ráðstefnunni, fjalla um sið- fræðileg vandamál tengd nútfma sjúkratækni og sjúkrameðferð og hvernig skapaður verði siðfræðilegur grundvöllur í sjúkraþjónustu barna. Rætt verður um sjálfsskynjun og sjálfshugmyndir barna, unglinga og foreldra tengdar veikindum og sjúkrameðferð. Ennfremur verður fjallað um siðfræði og stjórnun sjúkraþjónustu, siðfræðileg hugtök í sjúkraþjónustu barna og hvar erfið- ustu siðfræðilegu ákvarðanirnar eru teknar. Verndari ráðstefnunnar er Vigdís Finnbogadóttir, Forseti íslands. Ráðstefnan er öllum opin og fer skráning fram á Hótel Loftleiðum fimmtudaginn 15. september kl. 18.00 til 19.30. Aðalfundur Skógræktarfélags íslands: Innflutningur trjáa tekinn föstum tökum Skógræktarfélag íslands hélt aðalfund sinn að Reykholti í Borg- arfirði dagana 26.-28. ágúst sl. Fundurinn skorar á landbúnaðar- ráðhcrra og skógræktarstjóra að taka strax föstum tökum allan innflutning á trjám og plöntum, ásamt jólatrjám og greinum, til þess að hindra að til landsins berist fleiri skaðvaldar á gróður, en þegar eru í landinu. Fundurinn hvetur til þjóðarátaks og samstöðu til verndar gróðurríki landsins. Sérstaklega er skorað á stjórnvöld landsins og Alþingi að veita meira fjármagni til land- græðslu en gert hefur verið undan- farin ár. Þá fagnar fundurinn mjög góðum undirtektum við fyrirhugað „Átak 1990“, klæðum Iandið og hvetur fundurinn skógræktarfélög, sveitarfélög og önnur félagasamtök til að fara nú þegar að undirbúa átakið. Fundurinn lýsir áhyggjum á því tjóni sem sinubrunar hafa valdið á undanförnum árum, sem orðið hafa fyrir gálausa meðferð elds. Fjölmenni var á fundinum, en auk 68 fulltrúa héraðsskógræktar- félaganna sátu fjölmargir gestir fundinn. Ný stjórn var kosin, en hana skipa Björn Árnason, Hafn- arfirði, Tómas Ingi Olrich, Baldur Helgason Kópavogi, Hulda Valtýs- dóttir Reykjavík, Jónas Jónsson Reykjavík, Sveinbjörn Dagfinns- son Reykjavík og Þorvaldur S. Þorvaldsson Reykjavík. í vara- stjórn eru Jón Bjarnason Hólum, Ólafía Jakobsdóttir Hörgslandi og Sigurður Ágústsson Stykkishólmi. - ABÓ Landssamband lögreglumanna: TRÚNADARBRESTUR OG VANTRÚ Á RÉTTARRÍKI Stjórn Landssambands lögreglu- manna mótmælir harðlega einhliða skerðingu stjórnvalda á samnings- rétti og launum opinberra starfs- manna. Stjórnin telur óþolandi að venjulegt launafólk skuli alltaf þurfa að bera þyngstu byrðarnar í efna- hagsráðstöfunum, en lítið sé leitað til þeirra staða í þjóðfélaginu, þar sem meira er af að taka. Um sl. mánaðarmót var lagður á matarskattur, sem harðast hefur bitnað á hinum launalægstu. Síðan hefur samningsrétturinn verið af- numinn um tíma til undirbúnings frekari skerðingu á samningsbundn- um kjörum. Nú hefur verið ráðist á sjálf launin, þau rýrð og um leið skert greiðslugeta húsbyggjenda. Þar með er ráðist að fjárhagsgrund- velli heimila hins almenna launþega. Með þessu háttarlagi er stefnt í trúnarðarbrest milli þjóðar og stjórnvalda, og þar með í vantrú á réttarríki og réttlátt þjóðfélag. Stjórn LL sýnist því full þörf á að minna ríkisvaldið á það sem forðum var mælt: „Með lögum skal land byggja-en meö ólögum eyða“. KB Stakk sambýlis- manninn í bakið Kona á þrítugsaldri stakk sambýl- ismann sinn með hníf í bakið, í íbúð þeirra í Breiðholti, á fjórða tímanum í fyrrinótt. Sárið, sem maðurinn hlaut af stungunni, er fjórtán sentí- metra djúpt. Ósamkomulag er talið hafa leitt til þess að konan stakk manninn og leikur grunur á að þau hafi neytt áfengis. Maðurinn tilkynnti sjálfur um verknaðinn til lögreglu, og þegar hún kom á staðinn hafði hann misst mikið blóð, en var með meðvitund. Hann var fluttur á gjörgæsludeild Borgarspítalans, þar sem gert var að sári hans og mun hann ekki vera í lífshættu. Konan fékk að gista fangageymslu það sem eftir lifði nætur, en í gær var hún yfirheyrð hjá rannsóknarlög- reglunni. -ABÓ Japanir vilja rauðari karfa Hjá Kaupfélagi Austur-Skaftfell- inga á Höfn er nú staddur Japani sem hefur því hlutverki að gegna að fylgjast með meðhöndlun hráefnis- ins, en Japanir gera mjög sérstakar kröfur til hráefnisins, eru mjög ná- kvæmir og sérvitrir og menn þurfa að leggjasig alla fram við aðuppfylla kröfur þeirra. KASK hefur um nokkurt skeið unnið karfa til útflutnings á Japans- markað og er karfinn heilfrystur. Japanir setja það skilyrði að karfinn sé sem rauðastur, en eins og allir vita þá kemur hann rauður úr sjónum, en síðan settur í sérstaka upplausn til þess að rauði liturinn haldist sem best. Hjá KASK segja menn að þetta sé skynsamlegasta verkunin í dag, enda skili hún meira en hin hefðbundna flökun. Segja þeir að Japanir borgi sæmilega fyrir fiskinn. Það er því ekki við öðru að búast en KASK- menn leggi sig alla fram. - ABÓ Menn innan Útgeröarfélags Akureyringa íhugatilboð í Granda: Ekki verið rætt á stjórnarf undum Tíminn hefur fregnað að menn innan Útgerðarfélags Akureyringa hf. hafi íhugað möguleikann á því að gera tilboð í hlutabréf Reykjavíkur- borgar í Granda hf. Sigurður Jó- hannesson, sem sæti á í stjórn félags- ins sagði í samtali við Tímann í gær að slíkt hafi ekki verið til umfjöllun- ar á stjórnarfundum. „Það hefur engin tillaga komið fram á stjórnarfundi um þetta, þann- ig að ég get ekkert sagt um þessar vangaveltur sem menn hafa verið að skjóta sín á milli. Ég hef heyrt þessu kastað á milli rnanna en ég hef engar forsendur til þess í dag að leggja mat á það hvort slíkt kæmi til greina. Þær tölur hafa ekki verið lagðar fyrir stjórnina þannig að maður geti á nokkurn hátt farið að skoða þetta í alvöru,“ sagði Sigurður. JIH Kanna möguleika á úrvinnslu áls Iðnaðarráðherra hefur óskað eftir því að kannaðir verði mögulegir kostir til frekari úrvinnslu áls hér á landi, í tengslum við undirbúning nýs álvers í Straumsvík. 1 því skyni fól Iðnaðarráðuneytið svissneska ráðgjafafyrirtækinu Profilex að gera könnun á því máli og lá frumathugun fyrir sl. vor. Jafnframt óskaði ráðuneytið eftir því við Iðntæknistofnun að kanna þetta mál frekar. Fulltrúi Profilex var hér á landi fyrir skömmu til viðræðna við ráðuneytið og starfs- hóp um stækkun álvers og Iðntækni- stofnun, til að yfirfara þessa mögu- leika nánar. - ABÓ Helstu réttir í Landnámi Ingólfs haustið 1988 Laugardagur 17. sept. upp úr hádegi Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit. Húsmúlarétt við Kolviðarhól. Nesjavallarétt í Grafningi. Kaldárrétt við Hafnarfjörð. Sunnudagur 18. sept. síðdegis Fossvallarétt í Krísuvík. Sunnudagur 18. sept. upp úr hádegi Krísuvíkurrétt í Krísuvík. Sunnudagur 18. sept. að kvöldi Þórkötlustaðarétt í Grindavík. Mánudagur 19. sept. árdegis Selvogsrétt í Selvogi. Selflatarétt í Grafningi. Dalsrétt í Mosfellsdal. Vogarétt á Vatnsleysuströnd. Mánudagur 19. sept. skömmu fvrir hádegi Kjósarrétt í Kjós Mánudagur 19. sept. upp úr hádegi Kollafjarðarrétt í Kollafirði. Þriðjudagur 20. sept. árdegis Ölfusrétt í Ölfusi. Seinni réttir verða dagana 15.-18. októ- ber á öllu svæðinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.