Tíminn - 13.09.1988, Page 15

Tíminn - 13.09.1988, Page 15
Þriðjudagur 13. september 1988 Tíminn 15 Oskar Olafsson ..RÝMINGARSALA frá Hellishólum Áttatíu ára Á bökkum Þverár í Fljótshlíð stendur býlið Hellishóiar nokkurn veginn í niiðri sveitinni. Paðan er útsýnið heillandi. Við hafsbrún rísa Vestmannaeyjar í blámóðu. í austri brosa Eyjafjöllin yfirbragðsmikil með jökulhjálminn bjarta en Þórs- mörkin lokar Markarfljótsdalnum. í norðri er Þríhyrningur og horfir virðulega yfir frjósama sveit blár og snjólaus. en að baki hans til land- norðurs eru Tindfjöll þar sem fjalls- eggjar teygja sig upp úr hvítu hjarni. Þverá rann meðfram endilangri Fljótshlíðinni í mörgum síbreytileg- um álum og braut úr bökkum sínum allt til ársins 1946, að hún varhneppt í sinn forna farveg en nú eru komin græn nytjalönd þar sem jökulálar byltu sér fyrir rösklega fjórunt ára- tugum. Lengi bjó sama ættin í Hellishól- um af farsæld. Systkinin Elínborg Ólafsdóttir og Sigurður Ólafsson frá árinu 1921 til 1958, þau ólu upp þrjú systrabörn sín frá Neðra-Dal í Vest- ur-Eyjafjallahreppi Ólaf, Elínu og Lovísu en í Helíishólum fór vel um alla, gamalt fólk, börn og búsmala. Mér er í barnsminni hversu miklu ástfóstri hún Elínborg tók við alla kettina sína. Ég man þá malandi á ábreiðum eða gæruskinni í gömlu baðstofunni þar sent þeir pírðu aug- un í sæluvímu og hún talaði við þá sínum blíðasta rómi, enda fengu þeir sömu umhyggju og ungbörn. Sigurður í Hellishólum er einn af þessum ógleymanlegu mönnum. Hljóðlátur, vel viti borinn og fylgdist vel með í þjóðlífinu, fastur fyrir. Öðrum betri vatnamaður meðan Þverá rann við túnfótinn, hafði gam- an af hrossunum sínum og átti vatnahesta. Börn sem dvöldu í sveit hjá þessum systkinum bundust þeint að vonum sterkum tryggðarbönd- um. Það var á fyrstu kreppuárunum að ungur bóndasonur ofan úr Biskups- tungum var kontinn austur að Hellis- hólum. Hann heitir Óskar og er Ólafsson, fæddur 26. ágúst 1908, að Haukadalskoti, en frá Kjóastöðum kom hann og þau Lovísa og Óskar giftust 8. júlí 1933 og síðan hefur bjartur brúðhjónasvipur fylgt þeim báðum þótt meira en hálf öld sé síðan og mikil vötn til sjávar runnin. Foreldrar Óskars voru Ólafur Guðntundsson frá Gýgjarholtskoti í Biskupstungum og kona hans Sigríð- ur Jónasdóttir ættuð úr uppsvcitum Rangárvallasýslu, traust og gott bændafólk. Foreldrar Lovísu voru Ingvar Ingvarsson bóndi í Ncðra- Dal mikill mannkostur og kona hans. Guðbjörg frá Hellishólum, systir Elínborgar sem áður er getið. Enginn sem kynntist þessum systrum gleymir góðvilja þeirra og hjarta- hlýju. Ungi bóndasonurinn sem kom á kreppuárunum ofan úr Biskupstung- unt austur að Hellishólum var nú ekki aldeilis kominn til að sofa út á morgnana eða lesa dagblöðin inni i bæ á björtum dögum. Nei, hann var kominn til að gera notalega jörð betri. Hann var kontinn til að vinna og vissi hvernig standa á að verki og mátti margur af læra. Hann var mikitl. sauðfjárræktarmaður. stofnaði tljót- lega fjárræktarfélag í Fljótshlíðinni og var fyrsti formaður þess. Þetta félag lifir enn góðu lífi og heitir „Hnífill". Allur búpeningur var afurðamikill hjá ungu hjónunum og garðaávöxtur gróskumikill. Hlöður sneisafullar á haustdögum. Óskar byggði upp í Hellishólum rcisulegt íbúðarhús sem ber hátt og horfir vel við sól, lyngmóar urðu að grænum túnum. í Hellishólum var allt með snyrtilegum ntyndarbrag, blessun í búi. dagsverkin löng og oft erfið. Þó er afmælisbarnið enn létt í spori og ekkert markað af mikilli vinnu. Börn Lovísu og Óskars voru tólf og eru tíu þeirra á lífi. myndarlegt dugnaðarfólk sem hvarvetna sómir sér. Og svo var það gantla fólkið sem átti góða daga í Hellishólum. Þórunn og Magnús voru sambýlingar og vinnufólk og féllu þar frá t hárri elli. Þar sem hjartarými er skortir aldrei húsrýnti. Á þessu ntannmarga heimili var alla tíð gestkvæmt og gestum fagnað með rausnarlegunt hætti, þar sem í öðru voru hjónin samhent. Fyrir átján árum fluttu þau Óskar og Lovísa að Birkivöllum á Sclfossi. Þangað scndum við Margrét heiö- urshjónunum óskir um bjarta og blessunarríka daga% Pálmi Eyjólfsson. Útlendir ferðamenn í Portúgal Ferðaiðnaður í Portúgal er enn í örum vexti og námu áætlaðar saman- lagðar tekjur hans 1986 um $ 1,57 milljörðum. Ef til útlendra ferða- ntanna eru taldir Spánverjar í dagsferð, voru þeir 1986 um 13,1 milljón. En ef aðeins eru taldir þeir, sem sólarhring dveljast eða lengur, voru þeir það ár 5,4 milljónir og í þeim hópi voru Spánverjar enn flestir, en næstir komu Bretar, lið- lega 1 milljón. í þriðja sæti voru Vestur-Þjóðverjar, 395.000, og í fjórða sæti Frakkar 350.000. Að meðaltali eyddu útlendir ferða- menn, ef allir eru til taldir, $ 27 á dag (en á Spáni það ár $ 52). Af breskum ferðaiðnaði Á Bretlandi vegnaði ferðaiðnaði miður vel 1986, jafnvel þótt flogið væri með 12,6 milljónir ferðamanna úr landi í hópferðunt, 26% fleiri en 1985. Samanlagður nettó hagnaður 30 stærstu bresku ferðaskrifstofanna var 1986 £ 35,6 milljónir (41% lægri en 1985), en velta þeirra var £ 2,13 milljarðar. Sex þeirra voru reknar með tapi (sem samtals nam liðlega £ 14 milljónum). Stærsta ferðaskrifstofa Bretlands er Thomson Travel, sem er í eigu Seld sæti í hópferðum hjá 10 stærstu ferðaskrifstofum á Bretlandi 1986 og 1987. Milljónir og aukning í %. 1986 1987 % ThomsonTravel 2,43 3,75 54,3 InterLeisureGroup 1,23 1,81 47,2 Horizon Holidays 0,59 0,88 49,2 British Airways 0,64 0,84 37,5 Wings 0,41 0,45 9,8 BestTravel 0,24 0,27 12,5 Yugotours 0,22 0,25 13,6 Cosmos 0,25 0,25 - Falcon Leisure 0,20 0,20 - RedwoodTravel 0,11 0,15 36,4 Thomson Organization of Canada. Næst kemur Inter Leisure Group (IntaSun), sem hluti starfsmanna keypti í ársbyrjun 1987 ogrekursem einkafyrirtæki. Þriðja í röðinni er Horizon Travel, sent Bass-ölgerðin keypti á £ 92 milljónir fyrir hálfu Ileimild: Civil Aviation Authoríty Stígandi öðru ári. Alls eru breskar ferðaskrif- stofur um 4.500. í fyrra, 1987, var afkoma breskra ferðaskrifstofa mun betri en 1986, enda mikil aukning í umsvifum þeirra, eins og eftirfarandi yfirlit sýnir: Nýir vörubílahjólbarðar Mjög lágt verð 900x14 PR.Nylon .... 1000x20/16 PR. Nylon 1100x20/16 Pr. Nylon . 1000x20 Radial....... 11R 22,5 Radial..... 12R 22,5 Radial..... 1400x24/24 PR. EM Nylon............ kr. 9.500.00 kr. 10.800.00 kr. 11.800.00 kr. 12.800.00 kr. 12.900.00 kr. 14.900.00 kr. 36.000.00 Gerið kjarakaup Sendum um allt land. Barðinn h.f., Skútuvogi 2 Sími: 30501 oa 84844. Hií ' r rtrcxíriErcI-ö Tilkynning til söluskatts- greiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjalddagi söluskatts fyrir ágúst mánuð er 15. september. Ber þá að skila skattinum til innheimtu- manna ríkissjóðs ásamt söluskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið Frá menntamálaráðuneytinu Laus er til umsóknar staða deildarfulltrúa (skrif- stofustjóra) læknadeildar Háskóla íslands. Háskólamenntun æskileg. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu berast menntamálaráðuneytinu fyrir 5. október n.k. Menntamálaráðuneytið 7. september 1988 t Faðir okkar Kjartan Þorkelsson andaðist á Sjúkrahúsinu á Akranesi þann 9. september. Kristín Kjartansdóttir Björn Kjartansson Svala Árnadóttir Guðrún Kjartansdóttir Þorkell Kjartansson Ásmundur Kjartansson Anna Lilja Kjartansdóttir Guðmundur Oskarsson Ragnheiður Kjartansdóttir Halldór Kjartansson Kristin Valdimarsdóttir Svanborg Kjartansdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn Ef óhapp verður - skiptir öUu máli að vera með beltið spennt/i^ vfíTy 444 NOTAÐAR 444 HEYBINDIVÉLAR CLAAS M-65 árg. 1987, sem ný. kr. 390.000,- IH. 435 árg. 1980, nýyfirfarin .. kr. 195.000,- IH. 435 árg. 1980, ný yfirfarin . kr. 185.000,- GÓÐ GREIÐSLUKJÖR XS BÚNADARDEILD 59 SAMBANDSINS ÁRMÚLA3 REYKJAVÍK SÍMI 38900

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.