Tíminn - 13.09.1988, Blaðsíða 13

Tíminn - 13.09.1988, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 13. september 1988 Típiinn 13 UTLÖND Áöur óþekkt samtök í Suður-Kóreu setja strik í reikninginn: Hóta hryðjuverkum á ólympíuleikunum Áður óþekkt samtök hafa hótað hryðjuverkum á ólympíuleikunum í Seoul fái Norður-Kórea ekki að halda hluta leikanna sem hefjast á laugardaginn. Talsmaður öryggis- lögreglunnar í Seoul sagði að hópur- inn hafi hótað svipuðum aðgerðum og palestínskir skæruliðar höfðu i frammi á ólympíuleikunum í Miin- chen árið 1972, en þá tóku þeir ísraelska íþróttamenn í gíslingu og drápu sautján þeirra. Talsmaðurinn sagði að hótunin hafi borist í bréfi til ólympíunefndar- innar og hafi það verið undirritað af „Krossförum Mudungsan" í síðasta mánuði. Juan Antonio Samaranch forseti alþjóða ólympíunefndarinnar afhenti lögreglunni í Seoul bréfið er hann kom til borgarinnar í síðustu viku. Hefur lögreglan verið að rann- saka málið síðan þá. Norður-Kóreumenn hafa sagst munu sniðganga leikana eftir að upp úr slitnaði í viðræðum þeirra við yfirvöld í Suður-Kóreu um að fá hluta ólympíuleikanna til Norður- Kóreu. Auk Norður-Kóreu hefur Kúba, Eþíópía, Albanía, Níkaragva, Ma- dagaskar og Seychelleseyjar hætt við þátttöku í leikunum. Samaranch forseti ólympíumefndarinar harm- aði þetta mjög í ræðu í gær og sagðist ekki geta fundið orð til að lýsa vonbrigðum sínum með að stjórn- völd í þessum löndum skuli blanda stjórnmálum og íþróttum saman og koma í veg fyrir að íþróttamenn landanna geti tekið þátt í þessum mestu íþróttaleikum heims. Undanfarna þrjá daga hafa stúd- entar í Seoul tekið upp hanskann fyrir Norður-Kóreumenn og staðið fyrir mótmælagöngum gegn ólymp- Hraustur og TRAUSTUR Einn vinsælasti og söluhæsti smábíll í Evrópu. Opel Corsa er bfllinn sem bílaleigurnar velja. Okkar einstöku greiðslukjör. Lánum ailt að helmíngi kaupverðsins í eitt ár - án vaxta og verðtryggingar. Og til þess að mæta lántöku- kostnaði bjóðum við auk þess umtalsverðan af- slátt á Opel Corsa. stgr.verð kr. 449.000,- HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 Öryggisgæsla á ólympíuleikunum er hefjast í Seoul á laugardaginn verður gífurlega ströng. Sérþjálfaðir örygg- issveitarmenn sem þessi hafa æft stíft að undanförnu og mun ekki af veita því ólympíunefndinni hefur borist bréf þar sem hryðjuverkum er hótað. íuleikunum og Roh Tae-woo forseta landsins. BILALEIGA með utibú allt í kringum landið, gera þér mögulegt að leigja bíl á einum stað og skila honum á öörum. Reykjavík 91-31615/31815 Akureyri 96-21715/23515 Pöntum bíla erlendi?. interRent Bílaleiga Akureyrar Hreyfilsmenn Vegna félagatals og sögu Hreyfils, sem nú er verið að Ijúka við, eru allir sem hafa starfað á stöðinni lengri eða skemmri tíma, bifreiðastjórar og af- greiðslufólk, sem ekki hefur náðst til beðið að hafa strax samband við sögu- ritara í síma 85522 eða koma á skrif- stofu Hreyfils kl. 13 til 15 næstu daga. Stjórn Hreyfils Tölvuritari Búnaðarfélag íslands óskar að ráða í starf tölvu- ritara. Til greina kemur fullt starf eða hlutastarf. Starfið felst í skráningu margvíslegra gagna úr landbúnaði. Starfsreynsla æskileg. Umsóknir sendist Búnaðarfélagi íslands, Tölvudeild, Póst- hólf 7080, 127 Reykjavík, fyrir 21. september. Búnaðarfélag íslands Nýtt umboð Laugarvatni Halldór Benjamínsson, Flókalundi, sími 98-61179. Tíminn, Lynghálsi 9, Reykjavík Miðstjórnarfundur Miðstjórn Framsóknarflokksins er boðuð til fundar laugardaginn 17. september kl. 13.30 á Hótel Sögu A-sal. Stjórn Framsóknarflokksins. Kjördæmisþing Kjördæmisþing Framsóknarmanna á Vestfjörðum verður haldið á Súðavík dagana 30. sept. til 1. okt. 1988. Nánar auglýst síðar. Stjórnin

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.